Þjóðviljinn - 14.05.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Qupperneq 6
Tilkynning til launaskattsgreiöenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15. maí n.k.. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar kennarastöður í dönsku, stærðfræði og eðlisfræði, félagsfræði og sögu. Umsóknarfrestur til 1. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið. Til sölu Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi bifreiðar og tæki, sem eru til sýnis í porti Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1: 1. Volvo, vörubifreið 13 tonna, árg. 1974. 2. Volkswagen, sendibifreið (rúgbrauð) árg. 1978. 3. Dráttarvél, Massey Ferguson 135, árg. 1978. 4. Dráttarvél, Zetor, árg. 1982. 5. Dráttarvél, 1 Ford, árg. 1973.6. Dráttarvél, Massey Ferguson, með ámoksturstækjum, árg. 1974. 7. 3 stk. jarð- vegstætarar aftaní dráttarvél. 8. Vörubílspallur 13 tonna. 9. Toyota Hi Lux, pallbifreið, skemmd eftir veltu, árg. 1986. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR Frikuk|uvegi 3 Simi 25800 ífSEi) Fjórðungssjúkrahúsið '---á Akureyri Staða yfirlæknis við Rannsóknadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins Halldóri Jónssyni, sem veitir nánari upplýsingar í síma 96-22100. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. J§!§ Laust starf Starf efnafræðings við Bændaskólann á Hvann- eyri er laust til umsóknar. Starfið er fólgið í bók- legri og verklegri kennslu og umsjón með dag- legum rekstri efnarannsóknarstofu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 1. júní n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 7. maí 1986. Verslunarfólk Suðurnesjum Verslunarmannafélag Suðurnesja heldur aðalfund miðvikudaginn 21. maí n.k. kl. 20 að Hafnargötu 28, Keflavík. Dagskrá: 1)Venjuleg aðalfundarstörf. 2)Önnur mál. Stjórnin Auglýsið í Þjóðviljanum ILLVILJINN 1. tölublað 1. árgangur Pólitískar flækjur í Laugardalspotti r Eg lcnti í heitum potti í Laugardalnum á dögunum og vitanlega fóru menn að ríf- ast um nývirkin þar, klefana, ranghalana og setlaugina, sem sumir kölluðu óvirðulegu nafni, sódavatnspottur sögðu þeir. Þeir sem voru ánægðir með framkvæmdirnar og hægri- sinnaðir þökkuðu Davíð þess- ar framkvæmdir en ef þeir voru óánægðir sögðu þeir að mannvirkin hefðu verið hönnuð í tíð helvítis vinstri- meirihlutans. Ef menn aftur á móti voru vinstrisinnaðir og ánægðir sögðu þeir að nývirk- in væru verk sinna manna og Davíð hefði ekki þorað annað en halda áfram en ef þeir voru óánægðir þá töldu þeir að íhaldið bæri ábyrgðina og báðu það aldrei þrífast. Þetta varð nokkuð flókið. Sjáðu nú þessa víðu rang- hala, sagði einn, og svo er svo þröngt á nlilli skápa og bekkja að maður verður að skella aft- ur skápnum hjá næsta manni til að komast áleiðis. Þetta er bara til að menn villist ekki frá eigum sínum, sagði einn sem vildi vera já- kvæður. Hvaða sovétsystem er það, sagði einn kjaftfor, að láta myndast þessar feikna bið- raðir við afgreiðsluna hvenær sern sólin skín? Átti þetta nýja drasl ekki að verða til þæg- inda? Það vildum við, svaraði einn vinstrigaurinn. En íhald- ið tímir ekki að ráða fleira fólk á afgreiðsluna. Um þetta atriði var þrefað næsta hálftímann. En hvað á það að þýða að hafa alla þessa spegla í bún- ingsklefunum? spurði einn digur drjóli. Hvað á það að þýða að láta okkur karla sjá það í tíu áttum í senn, að við erum alltof feitir og annað eftir því. Eg er viss um að þetta er eitthvað laumulegt kvennavinstrasamsæri gegn andlegu jafnvægi ábyrgra karla hér í borg. Oðru nær, sagði alvörugef- inn sálfræðingur. Speglarnir eru með ráðum gjörðir. Þeir eiga að kenna mönnum að sætta sig við sannleikann. Og sannleikurinn mun gjöra ykk- ur frjálsa. Konur í pottinum hlógu og voru bara sáttar við speglana. Vissi ég ekki, sagði sálfróð- ur. Spegill spegill herm þú mér... En í alvöru talað, sagði einn viðskiptahöldur. Hvað á þessi sódavatnspottur að þýða? Rétt svona hlandvolgur og ekki nuddpottur fyrir fimm aura þetta helvíti. Davíð vill engar öfgar, sagði jákvæður hægrimaður. Hann vill ekki hrista úr mönnum nýrun með sundhall- arofstopa. Hann vill kitla okk- ur þægilega og mátulega og fara um okkur mildum hönd- um eins og góður faðir. Röng skýring, sagði einn skeggapinn. Setlaugin er dæmigerð vinstrihönnun í anda lýðræðislegrar valds- og vatnsdreifingar. Hver maður sín buna! Við viljum ekkert einræði Davíðs hér í Laugun- um. Nú fór að hvessa hjá mönnum og æ erfiðara varð að greina orðaskil. Nema hvað einn kynhreinn Fram- sóknarmaður horfði yfir æp- andi lýðinn með krosslagðar hendur og sagði svosem við sjálfan sig með stóískri ró: Steingrímur notar bara úti- klefana. Og heldur því áfram... Skaði 6 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Miðvikudagur 14. maí 1906

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.