Þjóðviljinn - 27.05.1986, Page 9
MðÐMUINN
Minna en 30
þús. kr. fyrir
dagvinnu
engum
boðlegt.
Mælum
óhrædd með
frumkvæði
bæjarins í
atvinnu-
málum.
Meirihlutinn
hefur
brugðist þrátt
fyrirfögur
fyrirheit
Umsjón:
Garðar
Guðjónsson
Guðbjarlur, efsti maður á G-listanum: Höfuðatriði að við náum tveimur mönnum inn. Mynd: gg.
Guðbjartur Hannesson
Mikil þátttaka í stefnumótun
Stefnuskránni hefur verið
afskaplega vel tekið enda hef-
ur ótrúlegur fjöldi fólks komið
til okkar og sagt sína skoðun á
einstökum málum og unnið að
stefnumótuninni. Þessi vinna
hefur veitt mér geysilegar góð-
ar upplýsingar um hin ýmsu
mál og verið mér eflaust nokk-
urs konar leiðbeiningarrit í
bæjarstjórn næsta kjörtímabil,
sagði Guðbjartur Hannesson
skólastjóri í Grundaskóia og
efsti maður á G-listanum á
Akranesi í samtali við blaða-
mann Þjóðviljans.
Guðbjartur er 36 ára gamall,
fæddur og uppalinn á Akranesi.
Hann hefur ekki áður verið svo
ofarlega á lista fyrir bæjarstjórn-
arkosningar, en hefur starfað
mikið í flokknum og að fé-
lagsmálum á öðrum vettvangi.
Og fyrir hverju ætlar nýr oddviti
svo að beita sér sérstaklega í bæ-
jarstjórn á næsta kjörtímabili.
Hærri laun og
meiri atvinnu
„Það er auðvitað nteira en
rúmast í svona viðtali. En það er
um ákveðna forgangsröð að ræða
og þar vil ég fyrst nefna launamál
og atvinnumál. Það er ekki boð-
legt að bjóða nokkrum manni í
dag upp á minna en 30 þúsund
krónur fyrir dagvinnu sína og ég
mun beita mér fyrir því strax að
loknum kosningum að lágmarks-
laun bæjarstarfsmanna verði ekki
undir 30 þúsund krónum á mán-
uði.
Við erum óhrædd við að mæla
með því að bærinn hafi ákveðið
frumkvæði í atvinnumálum og
teljum að honum sé skylt að
þjónusta atvinnulífið í sambandi
við markaðssetningu, skipulagn-
ingu, stjórnun og fleira. Ég er
sannfærður um að stefna okkar í
atvinnumálum á eftir að reynast
vel, ef menn eru tilbúnir að vinna
eftir henni.“
Viðbygging við
Höfða
„Við leggjum áherslu á að við-
byggingu við Dvalarheimilið
Höfða verði lokið sem allra fyrst.
Þetta er brýnt verkefni því eins og
er bíða 60 aldraðir eftir vistun í
Höfða.
Það er einnig mikið réttlætis-
mál að þarna verði komið upp
eldhúsi og félagsaðstöðu. Slík að-
staða myndi stórbæra félagsstarf
aldraðra í bænum.
Kosningarnar
Oddvitaskipti hjá öllum
Nýrflokkuraö auki
Það verða fimm flokkar í
framboðl í bæjarstjórnarkosn-
ingum á Akranesi, Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur,
Flokkur mannsins, Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur. „Fjórflokkurinn" á allur full-
trúa í bæjarstjórn, en Flokkur
mannsins býður fram í fyrsta
sinn.
í síðustu kosningum fékk
Sjálfstæðisflokkur flest atkvæði
og fjóra menn í bæjarstjórn. Þrír
þeirra hafa nú dregið sig í hlé, en
efstur á lista er Guðjón Guð-
mundsson. Framsóknarflokkur
bætti við sig og fékk 3 í bæjar-
stjórn. Jón Sveinsson oddviti
þeirra Framsóknarmanna 1982
hefur færst neðar á listann og í
staðinn verður í fyrsta sæti íngi-
björg Pálmadóttir. Alþýðuflokk-
ur náði einum manni inn, Guðm-
undi Vésteinssyni, sem var felldur
í prófkjöri flokksins eins og al-
kunna er, en Gísli Einarsson
skipar efsta sæti listans í hans
stað. Alþýðubandalagið tapaði
manni síðast og fékk aðeins einn
bæjarfulltrúa. Sá heitir Engilbert
Guðmundsson, en hann er nú við
þróunarstörf í Tanzaníu. Ragn-
heiður Þorgrímsdóttir tók við af
honum fyrir ári síðan, en ákvað
að gefa ekki kost á sér ofar en í
þriðja sæti í þetta sinn og eins og
kemur fram annars staðar á þess-
ari síðu er Guðbjartur Hannesson
nú efsti maður á G-listanum.
Guðrún Aðalsteinsdóttir skipar
efsta sæti M-listans.
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur mynda meirihluta bæjar-
stjórnar á Akranesi. Bæjarstjóri
er Ingimundur Pálsson. Fyrir
þessar kosningar verða rúmlega
3600 manns á kjörskrá.
-gg-
Þá þarf að hlúa vel að heimilis-
hjálpog heimilishjúkrun og efvel
á að vera verður að ráða mann í
a.m.k. hálft starf til að stjórna
þeirri þjónustu."
Sveigjanlegri
vistunartími
„Núverandi meirihluti hefur
staðið sig illa í dagvistunarmálum
eins og svo mörgu öðru. Við vilj-
um að fleiri geti notið dagvistun-
ar en börn svokallaðra forgangs-
hópa. Það er markmið okkar að
fólk geti valið sér dagvistunar-
form og til þess þarf að gera vist-
unartímann sveigjanlegri en
hann er í dag. Það er einnig mikil-
vægt að fleiri aldurshópar eigi
kost á dagvistun, og þá er ég ekki
hvað síst að tala um yngstu
krakkana í skólunum. Ökkur
vantar skóladagheimili.
Þarna hefur meirihlutinn
brugðist. Það hefur sáralítið ver-
ið gert þrátt fyrir fögur fyrirheit í
upphafi kjörtímabils.
I æskulýðsmálum ber Vinnu-
skólann náttúrlega hæst. Hann
hefur verið endurskipulagður á
undanförnum árum og tekist vel
til, en það þarf að vinna fram að
því, þannig að skólinn standi
undir nafni sem stofnun sem hef-
ur það hlutverk að þjálfa fólk upp
í verkþekkingu og kynna því
atvinnulífið og allt sem því fylgir.
Skólinn er reyndar á hrakhólum
með aðstöðu og úr því verðum
við að bæta. Annað sem hefur
verið okkur Alþýðubandalags-
mönnum mikið hjartans mál er
að krakkarnir í vinnuskólanum
fái 100% laun fyrir vinnu sína“.
Bara fyrir kosningar
„Eitt er það málefni sem virðist
ætla að verða eilífðarvandamál
hér á Akranesi og það eru hús-
næðismál Tónlistarskólans. Það
er í raun og veru hlálegt að
vandamál skólans eru aðeins
rædd fyrir kosningar. Skólinn er
kjörtímabil eftir kjörtímabil á
hrakhólum með húsnæði, en
auðvitað getur það ekki gengið
svona endalaust, menn verða að
finna framtíðarlausn á vanda
skólans.
Það er langt í land með að að-
staða fyrir fatlaða sé
fullnægjandi. Við höfunr fullan
hug á að berjast fyrir því í bæjar-
stjórn að allt verði gert til að hlúa
þannig að fötluðum að þeir þurfi
ekki að leita annað til aö fá
nauðsynlega þjónustu.
Ferlimál fatlaðra eru í miklum
ólestri og þar þyrftum við að taka
okkur tak. Stofnanir bæjarins eru
engan veginn til fyrirmyndar þeg-
ar fatlaðir eiga í hlut. Það þarf að
gera þær og önnur fyrirtæki að-
gengilegri fyrir hjólastólafólk.“
Viljum tvo inn
Finnst þér að blási byrlcga
fyrir G-listann í kosningabar-
áttu?
„Ég get ekki annað sagt en að
viðtökur á vinnustaðafundum
hafa verið ágætar og ég hef fund-
ið fyrir því að stefna G-listans
fellur vel í kramið hjá bæjarbú-
um. Ég er því nokkuð bjartsýnn,
en tel það vera höfuðatriði í þessu
sambandi að bæjarbúar komi
tveimur mönnum inn af listanum.
Það er geysilega mikilvægt fyrir
allt okkar starf að bæjarmálum
og setu okkar í nefndum bæjarins
að Jóhanni Ársælssyni verði
tryggð seta í bæjarstjórn,“ sagði
Guðbjartur.
-gg
Þriðjudagur 27. mat 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9