Þjóðviljinn - 06.06.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Page 4
Grandahneykslið Meðal þeirra mála sem mestur styrr stóð um fyrir borgarstjórnarkosnin^arnar í síðustu viku voru málefni Granda hf. I fyrstu snerist deilan um Granda að verulegu leyti um þau vinnu- brögð sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti til að bjarga eigendum ísbjarnarins, en til þess var Grandi hf. stofnaður. Ærnu fé var eytt úr sjóðum borgarbúa í því skyni. Þegar nær dró kosningum kom hins vegar í Ijós að aðrir maðkar voru í mysu Granda og borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. I Ijós kom, að skömmu fyrir kosningar hafði aðal- fundur Granda hf. verið haldinn í kyrrþey. Svo mikil leynd hvíldi yfir fundinum, að Ragnar Júl- íusson, stjórnarformaður Granda hf. neitaði að staðfesta það við bæði blaðamenn og borgar- ráðsmenn að fundurinn hefði verið haldinn. Sömuleiðis neitaði hann að ræða málefni Granda hf. við blaðamenn, þrátt fyrir að fyrir- tækið sé að 77,5 prósentum í eigu borgarinnar. í kjölfar þessa neitaði síðan borgarstjóri að leggja fram reikninga Granda hf. fyrir þann tíma sem fyrirtækið starfaði á síðasta ári, fyrr en eftir kosningar. Flesta renndi auðvitað grun í að borgarstjóri og Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að fela stórfellt tap á fyrirtækinu, sem flokksmálgagnið, Morgunblaðið var búið að mæra sem eitt stórkostlegasta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Nú hefur komið á daginn að þetta var rétt. Borgarstjóri og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum tóku um það ákvörðun að tjaldabaki að geyma birtingu reikninganna framyfir kosningarnar. Ástæðan var einfaldlega sú, að staðan hjá Granda á því tímabili sem reikningarnir náðu til, var hrikaleg. Samkvæmt rekstrarreikningi var tapið rúmar 22 miljónir króna á tímabilinu 17. nóvember til 31. desember á síðasta ári, eða rúm hálf miljón á dag. Ekki hafa fengist greinagóðar uppiýsing- ar um tapið á þessu ári, en samkvæmt áreiðan- legum heimildum er talið að það geti numið tugum miljóna á yfirstandandi ári. Þetta var það sem borgarstjóri þorði ekki að láta íbúa Reykjavíkur vita fyrir kosningar, vegna þess að hann hefur stöðugt staðhæft að Grandi væri í mjög góðu lagi. Þessu hélt hann meðal annars fram í sjónvarpsþætti kvöldið fyrir kosn- ingar. Nú er semsagt allt annað komið á daginn. Staðreyndin er sú, að staða hins nýja fyrir- tækis er orðin mun verri en staða BÚR var fyrir sameiningu. Það eru sorgleg tíðindi, miðað við öll fögru orðin sem borgarstjóri lét falla við stofn- un Granda. Það er rétt að rifja upp, hvernig Grandi varð til. Kveikjan að því er auðvitað áralöng andspyrna Sjálfstæðisflokksins gegn Bæjarútgerðinni, og um árabil hefur það verið á stefnuskrá flokksins að leggja hana niður með einhverju móti. Þegar Ijóst var, að ísbjörninn, sem var í eigu áhrifa- manna í Sjálfstæðisflokknum var á niðurleið, þá var ákveðið að baki flokkstjalda í Sjálfstæðis- flokknum að bjarga honum með því að sameina hann við Bæjarútgerðina. Það var ákveðið, og sú ákvörðun fékkst ekki einu sinni rædd í borg- arstjórn. Hún var einungis birt með konunglegri tilskipun frá borgarstjóra á baksíðu Morgun- blaðsins. Bæjarútgerðin var lögð niður, og Is- birninum var bjargað með stofnun Granda. Reykvíkingar þurftu að taka á sig verulegar byrðar, en flokksgæðingunum var bjargað. Neitun borgarstjóra á birtingu reikninga Granda var auðvitað í stíl við upphafið. Sjálf- stæðisflokkurinn ákvað að geyma þá framyfir kosningar einungis vegna þess að þeir sýndu svo slæma stöðu hjá þessu umdeilda fyrirtæki sem fiokkurinn átti frumkvæði að. Málefni Granda hf. eru á öllum stigum ein- stakt dæmi um skýra misbeitingu valds Sjálf- stæðisflokksins. Þau eru lýsandi fyrir starfs- hætti þess flokks, engu síður en kaupin á Ölfus- vatni. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Erindi Dorisar Lessing í fyrradag er birt í Tímanum umsögn um nýútkomna íslenska þýðingu Birgis Sigurðssonar á fyrstu skáldsögu ágæts rithöfund- ar, Dorisar Lessing, sem hingað kom á vegum Listahátíðar. Hún heitir „Grasið syngur“. Þar segir frá því að svartur þjónn drepur hvíta húsmóður sína og rakinn er af mikilli kunnáttu og sjaldgæfu næmi aðdragandi þerira ótíð- inda. En gagnrýnandinn ber fyrir sitt leyti fram þessar spurningar hér: „Líka má spyrja hvaða erindi bók utn þetta efni eigi til okkar íslendinga í dag. Hún erfrá tíma- bili sem er okkur fjarlœgt bœði í tíma og rúmi. Spurningin er líka hvort vandamál hvíta minnihlut- ans í Ródesíu á síðustu tímum ný- lendutímabilsins sé málefni sem snertir okkur mjög beint. Pess vegna má segja að hún eigi ekki erindi út á markaðinn hér nema sem söguleg heimild. “ Þetta er satt að segja mjög skrýtin kenning. Saga Dorisar Lessing fjallar um það, hvernig kynþáttakúgun tortímir mennskum eiginleikum bæði húsbænda og þræla. Hvern- ig í ósköpunum kemst gagnrýn- andi að þeirri niðurstöðu að slíkt komi okkur ekki við? Hvaða rök- semdir eru það gegn skáldsögu að hún fjalli um efni sem „er fjar- lægt okkur bæði í tíma og rúmi“? Margfalt fjarlægari í tíma var Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Ætti Patrick White ekkert erindi „á markaðinn“ af því að Ástralían hans er enn lengra burtu en Ródesía? Og hver segir að Ródesía sé liðin tíð? Heimurinn er fullur af fréttum frá Suður-Afríku, svo eitt dæmi sé nefnt, og það samfé- lag er vitanlega sama eðlis og Ró- desía var. Doris Lessing talaði á dögun- um um skáldsöguna sem upplýs- ingamiðil. Hún minnti á hinar miklu skáldsögur Rússa, sem meðal annars leyfa okkur að vita hvernig rússneskt samfélag var, fyrir hverju það gekk. Grasið syngur fræðir menn m.a. um það hvernig stendur á þeim tíðindum sem nú berast frá Suður-Afríku. Um leið og sagan er margt annað, vitaskuld. Mogginn er gramur Pólitíkin heldur áfram of hið sama far og þá ekki síst með því móti, að Framsóknarflokkurinn er í endurhæfingu af því tagi sem kenna má við sjálfssefjun: við unnum, af því við fengum meira fylgi en skoðanakannanir spá. En einna athyglisverðast af því, sem í blöðum sést nú, er leiðari Morgunblaðsins í fyrradag sem heitir „Haidið til vinstri?“. Þar er lýst miklum áhyggjum af því, að oddvitar og aðrir tals- menn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks hafa í vaxandi mæli fjallað um nauðsyn nánari sam- starfs þessara flokka tveggja á ýmsum sviðum. Yfir þessu er Morgunblaðið sárt og reitt og segist efa það mjög að t.d. þeir sem greiddu Alþýðuflokknum at- kvæði í kosningunum um daginn hafi verið að skrifa undir ein- hverskonar vinstristefnu. Blaðið segir með nokkrum þjósti: „Miklu líklegra er að háttvirtir kjósendur hafi verið með hugann við bónorð Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðu- flokksins, til Sjálfstœðismanna. Af því sem Jón Baldvin hefur sagt, eftir að hann var kjörinn for- maður Alþýðuflokksins, sitja þau orð hans áreiðanlega helst eftir í huga almennings, að Alþýðufl- okkurinn eigi að setjast með Sjálf- stœðisflokknum í ríkisstjórn". Morgunblaðið er náttúrlega í anda síns venjulega hroka gagnvart smælingjum í pólitík, að gefa það til kynna, að ef að Al- þýðuflokkurinn ekki makki rétt í viðreisnarmynstri, þá sé hægur vandi að endurheimta það fylgi, sem hann eins og fékk að láni núna! Sá sem er ekki með mér, segir Mogginn, hann gengur er- inda kommanna. Eða eins og leiðarinn segir, eftir að vitnað er til Alþýðublaðsins um aukið sam- starf Á-flokkanna: „Sú spurning vaknar hvort Jón Baldvin Hannibalsson séþessarar skoðunar? Sé svo á hann að segja kjósendum Alþýðuflokksins það umbúðalaust, að atkvœði greitt flokknum sé stuðningur við Svav- ar Gestsson og Alþýðubandalag- ið“. Hér sýnist í uppsiglingu nokk- ur tilvistarvandi fyrir Jón Bald- vin. Og Alþýðublaðið vill fyrir sitt leyti hjálpa formanninum til að leysa hann með því að vísa frá sér eindregið freistingum og hót- unum. Það segir í leiðara í gær: ,Jafnaðarmenn munu láta hót- anir Morgunblaðsins sem vind um eyru þjóta. Að þessu sinni mun sjálfstæðismönnum ekki tak- ast að deila og drottna. Jafnaðar- menn og verklýðssinnar œtla sér að verða það stjórnmálaafl sem lítilsvirðandi og móðgandi um- mœli Morgunblaðsins geta engin áhrif haft á“. Það er langt síðan, finnst manni, að Alþýðublaðið hefur talað með slíku sjálfstrausti. -ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: G’arðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), lng-t ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-I þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.