Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 6 júní 1986 föstud- dagur 125. tölublað 51. örgangur DJOÐVIUINN LISTAHATIÐ MANNLÍF HEIMURINN HELGIN Melaskólamálið Einróma fbrdæming Almenn reiði innan kennarastéttarinnar. Kennarasamband Islands ályktar gegn frœðsluráði. Forystumenn kennara lýsa andúð sinni Sú ákvörðun meirihluta fræðsiuráðs Reykjavíkur að hafna Rögnu Ólafsdóttur í starf yfirkennara við Melaskóla mætir nú vaxandi andúð innan kennara- stéttarinnar, ekki síst eftir þær yf- irlýsingar sem fræðsluráðsfull- trúar hafa gefið í Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. í þessum yfirlýs- ingum kemur berlega fram að vegna skoðana sinna og sannfæringar er Rögnu Ólafs- dóttur ekki treyst til að gegna starfl yfirkennara. Þá er mikil reiði vegna þeirra grófu ummæla sem þau Bragi Jósepsson og Bessí Jóhannsdóttir létu sér um munn fara í viðtali við Þjóðviljann sl. miðvikudag. Stjórn Kennarasambands ís- lands kom saman í gær til að ræða afgreiðslu fræðsluráðs og þau ummæli sem framangreindir aðil- ar hafa viðhaft máli sínu til skýr- ingar. í ályktun sem samþykkt var í lok fundarins segir stjórn Kennarasambandsins það „með öllu óþolandi að umsækjendur um stöður innan skólakerfisins verði fyrir slíkum atvinnurógi og ærumeiðandi ummælum“. Enn- fremur vekur stjórn Kennara- Angóla S-Afríka gerir árás Herskip S- Afríkumanna gerðu í gœrmorgun árás á hafnarborg í A ngóla ogsökktu meðal annars tveimur skipum, eftirþvísem fréttastofa Angólastjórnar tilkynnti ígœr Lissabon - Fréttastofa Angóla- stjórnar tilkynnti í gær að S- Afríkumenn hefðu gert árás á skip í höfn í bænum Namibe í suðvestur Angola í dögun í gær. Eftir því sem fréttastofan sagði í fréttatilkynningu sem komið var á framfæri í Lissabon síðdegis í gær, komu froskmenn fyrir sprengjum á þremur skipum. Eitt þeirra sökk og tvö skemmdust. Þá var flugskeytum skotið á elds- neytistanka í landi, einn eyði- lagðist og tveir skemmdust.Ekki var minnst á mannfall eða meiðsl. Namibe er ein af stærstu hafn- arborgunum í Angóla, í 250 km fjarlægð frá Namibíu. Angop fréttastofan sagði að árásin væri enn eitt dæmið um árásarstefnu S-Afríkumanna sem beindist frekar gegn óbreyttum almenn- ingi en hernaðarlegum skot- mörkum. sambandsins athygli á hvernig unnið er gegn ákvæðum laga um embættisgengi kennara og skóla- stjóra, en þar er skýrt kveðið á að taka beri tillit til um menntunar, starfsaldurs, starfs- reynslu og umsagna um starfs- hæfni umsækjenda. Öll þessi at- riði voru hins vegar fótum troðin í meðförum fræðsluráðs . Krefst Kennarasambandið þess að fjall- að sé um umsóknir í samræmi við lög og reglur. Sjá bls. 3 V-Pýskaland Miljón orma málið Köln - Arið 1981 skreiddust miljón ormar á brott úr al- menningsgarði í Köln. Ormarnir voru í eigu Luzie Wilms sem ræktar orma. Hún lánaði forstöðumönnum almenn- ingsgarða í borginni hluta af ormasafni sínu til tilraunastarf- semi en segir nú að þeir hafi allir haldið á brott vegna þess að þeir fengju ekki nægilegt fæði. Hún fer nú fram á rúmar sjö miljónir í skaðabætur. Borgaryfirvöld af- neita ákærunum og hafa boðið Wils tvo miða í dýragarðinn.Reuter Það þarf mörg orð til a ð lýsa Kína Það er enginn vegur að ætla að lýsa öllu því sem fyrir augun bar og allri upplifuninni, en ég get svo sem reynt að segja þér frá einhverju. En það getur enginn skilið tilfinninguna nema sá sem hefur komið til Kína. Já ég ætla sko aftur, einhvern tíma. Sjá viðtal við Egil Ólafsson í næsta sunnudagsblaði. Órói Kosningar í haust? Erfiðleikar viðfjárlagagerð - vaxandi verðbólga í haust og nœsta vetur -fyrirsjáanlegarskattahœkkanir-nýir kjarasamningar um áramót. Alltþetta veldurþvíað menn ístjórnarflokkunum eru íalvörufarnir að tala um þingkosningar seint íhaust r Ikjölfar sveitarstjórnarkosning- anna hafa menn velt því fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir muni rjúfa þing og boða til AI- þingiskosninga seint í haust. Fyrirliðar stjórnarflokkanna höfnuðu þessari kenningu daginn eftir sveitarstjórnarkosningarn- ar. Nú er aftur á móti mikið um fundahöld hjá æðstu mönnum flokkanna þar sem þetta er rætt í fullri alvöru. Þeim vex nú fylgi innan stjórnarflokkanna sem hafa viljað rjúfa þing í haust vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika hjá ríkisstjórninni og efna til þingkosninga. Fjölmargir aðilar, þar á meðal áhrifamenn innan stjórnarflokk- anna, sem Þjóðviljinn hefur rætt við, benda á að auknar líkur séu á haustkosningum. Þeir benda á að ríkisstjórnin standi frammi fyrir óleysanlegum vanda varðandi fjárlagagerðina. Fjárlagagatið verði á bilinu 3-4 miljarðar og engin leið sé til að leysa það nema auka skatta eða taka erlend lán. Skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann, sem var 4 miljarðar um síð- ustu áramót hefur vaxið mjög. Þá benda hinir sömu á að sú verðbólga sem reiknuð var niður við gerð síðustu kjarasamninga muni óhjákvæmilega fara aftur uppá við strax í haust, jafnvel þótt allar ytri aðstæður hafi batn- að. Og loks er því haldið fram að ríkisstjórnin óttist afleiðingar komandi kjarasamninga, fyrir sig. Hún verði síðan að standa frammi fyrir kjósendum að öllu þessu loknu og gerðu næsta vor, ef hún situr út kjörtímabilið. Loks er á það bent að lands- byggðarþingmenn stjórnarflokk- anna muni þrýsta mjög á um aukið fjármagn til ýmissa fram- kvæmda við hafnir og flugvelli úti á landi o.fl. Sá niðurskurður sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir varðandi opinberar framkvæmd- ir úti á landi og til sveitarfélag- anna séu svo óvinsælar að úr verði að bæta. Þetta fé sem þing- mennirnir munu fara fram á er ekki til og verður því að koma til lántaka erlendis eða aukin skatt- heimta. Þegar allt þetta sé lagt saman liggi í augum uppi að líkur á þing- kosningum í haust hafi aukist til mikilla muna. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.