Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 6
Skólamál Veikmenntun bættvið skólaskyld- una Breytingar á sovésku skólakerfi „Ef þú spyrðir mig um helstu breytingar sem orðið hafa í skól- unum í tengslum við langtíma endurbætur á almennings- fræðslu,“ sagði Ivan Sergeyev, sögukennari í framhaldsskóla í Hvíta-Rússlandi, „myndi ég segja að það væri eitthvað ósýnilegt á yfirborðinu en sem hægt væri að fínna fyrir. Mín skoðun er sú að ^jRARIK HL. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86009: Þrífasa dreifispennar 800- 1600 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. júlí 1986, k. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 5. júní 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 3. júní 1986. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. SUMARBÚSTAÐUR við Elliðavatn (Vatnsendavatn) til sölu. 1/2 hektari kjarrivaxið land. Húsið er steypt og er ca 50m2. Fagurt útsýni og friðsæll reitur í nálægð borgar- innar. Tilvalið land til trjáræktar. Uppl. á augl.deild Þjóðviljans (Sigríður) sími 681310/ heimasími 18054. Nemendur skoða forrit. skólinn hafí nú tekið upp nýja leið til að nálgast viðfangsefnin, frír af öllum ytri áhrifum og um- stangi. Nú er greinilega meiri agi, en þægilegur agi.“ En hvers vegna var raunveru- lega þörf fyrir endurbætur? Stysta svarið við þessari spurn- ingu væri „tímarnir krefjast þeirra“ og að einkennandi fyrir okkar tíma er hraðaaukning vís- indalegra og tæknilegra fram- fara, sjálfvirkni framleiðslunnar með tiíkomu tölva og þróun so- vésks efnahagslífs; breytingar á menningarlegum og þjóðfélags- legum viðhorfum. Skólagangan hefst hjá sex ára börnum Sérfræðingar leggja áherslu á þrjú meginatriði í endurbótum á menntakerfinu: skólaganga mun hefjast hjá 6 ára börnum, - tengsl námsins og framleiðslustarfa - og þjálfun starfsfólks. Við í Sovétríkjunum gerum okkur grein fyrir að skólaganga 6 ára barna er ekkert nýnæmi fyrir þróuð lönd. Sovéska ríkið hefur að venju starfrækt forskóla þar sem ung börn hafa fengið grund- vallarkennslu. Þannig var staðan þangað til nýlega. Vandamálið var samt sem áður að það not- færðu sér ekki allir foreldrar for- skólakennslu fyrir börnin. Þess- vegna höfðu aðeins um 70% þeirra barna sem hófu nám í barnaskóla, stundað nám í for- skóla. Þarna þótti ástæða til að kynna betur forskólamenntun sem er skyldunám fyrir alla. Hægt að velja á milli 760 iðngreina Þetta er nákvæmlega sá fjöldi iðngreina sem eru á lista yfir starfsnám eldri nemenda í venju- legum grunnskólum. Fjórar stundir á viku fara í starfsnámið. Einhverjir kynnu að spyrja: hversvegna þarf skólinn að mennta táninga í iðngreinum? En skólinn sem slíkur kennir ekki iðnina, heldur veitir nemendun- um tækifæri til að læra iðn meðan þeir stunda nám í skóla. í starfs- náminu fara nemendurnir í sér- stakar kennslustöðvar iðnaðar- ins, verksmiðjur, rannsóknar- stofur og heilsugæslustöðvar, á bændabýli og matsölustaði. Iðnin sem nemandi kynnir sér í skóla þarf ekki endilega að verða starfsvettvangur hans alla ævi; fremur ber að líta á þetta sem fyrstu skref hans til sjálfstæðis. í Sovétríkjunum hefur 10 ára skyldunám verið við lýði undan- farinn áratug, sem þýðir að ungt fólk er í skóla þar til það er 17 eða 18 ára. Það er mikilvægt að láta sér ekki yfirsjást siðferðilega þró- un og þá um leið vinnu unga fólksins á þessum árum þegar unglingarnir eru hvað áhrifa- gjarnastir. 16 ára frændi minn, Anton Danilov, sem er í 10. bekk í Mos- kvu skóla nr. 70, fór í 25 daga verknám í verksmiðju í höfuð- borginni í fyrrasumar. Hann vann sem rennismiður (gerði auðvitað einföldustu verkin) í fjórar klukkustundir á dag. Drengurinn þroskaðist ótrúlega við þetta. Hann fór að nota orð eins og áætlun, vinnukvóti, stöðluð framleiðsla, - og það jafnvel í símtölum við vini sína en þeir höfðu áður aðallega rætt saman um íþróttir og jazz. Þegar verknáminu var lokið afhenti hann foreldrum sínum fyrstu launin, með stolti. Á þessu skólaári munu nem- endur í 10. bekk í skóla nr. 70 halda áfram að læra algengar iðn- greinar (rennismíði, vélsmíði, vélritun, fatahönnun o.s.frv.) í starfssmiðju hverfisins. Sumir þeirra hafa ákveðið að halda áfram í greininni sem þeir kynna sér nú, en aðrir ætla að halda áfram námi í framhaldsskólum. Anton ætlar t.d. að stefna á nám við eðlisfræðideild Moskvuhá- skóla. Ef hann fellur á inntökuprófunum verða það ekki endalok alls hjá honum; hann getur þá alltaf snúið sér að renn- ismíðinni. Samkvæmt kröfum um endur- skoðun menntunarinnar verður almennri verkmenntun bætt við almenna grunnskólamenntun í öllu landinu. Nýtt námsefni Nemendur í 10. bekk munu hefja nám í nýrri námsgrein: Fræðilegur grundvöllur um upp- lýsingar og tölvufræði. Það skal tekið með í reikninginn að við erum dálítið á eftir í notkun tölva, en erum ákveðin í að ná okkur á strik á eins skömmum tíma og mögulegt er. Málið verð- ur leyst á ýmsan máta, m.a. með því að þjálfa nýja kynslóð sem mun stjórna tölvum. Það eru nægar ástæður fyrir þvf að frasinn „Forritun er jafn mikilvæg og stafrófið" hefur orðið landlægur. Ný kennslubók um tölvur og forritun hefur verið samin sér- staklega fyrir nýja námskeiðið. Kennarar eru eðlisfræðingar og stærðfræðikennarar sem voru á tölvukennaranámskeiðum í fyrr- asumar. Þess hefur verið á leit við háskóla ,'tölvumiðstöðvar og aðr- ar stofnanir sem hafa yfir tölvum að ráða, að aðstoða við skóla- starfið eftir megni. Annað nýtt námsefni er Siða- kerfi og sálfræði fj ölskyldulífs. Námskeiðið var kynnt í eldri bekkjum um mitt síðasta skólaár. Sem þýðir að við getum nú þegar I séð einhvern árangur. Ekki er rétt að segja að áður en þetta námskeið hófst hafi engin kynfræðsla verið í skólum. Að einhverju leyti var komið inn á þetta efni í bókmennta- og sögu- tímum og í bekkjum með sér- stöku námsefni. Námsefninu er ætlað að vekja athygli nemend- anna á því að fjölskyldan er þjóðfélagsleg stofnun, og að upp- lýsa þá um fjölskyldutengsl og uppeldi barna. Fjallað er um sið- ferðileg og réttarfarsleg atriði varðandi hjónabandið. 200 þúsund sérfræðingar á ári Þetta er sá fjöldi kennara með sérfræðimenntun sem útskrifast frá menntastofnunum árlega í So- vétríkjunum. Þetta er talan í dag, en hún mun hækka töluvert á næstu árum. Það eru nokkrar ástæður helstar fyrir því að nauðsynlegt er að auka fjölda sérfræðinga í uppeldismálum og kennslu. Ifyrsta lagi erþess kraf- ist í endurmótunar áætlununum að nemendur verði færri í hverj- um bekk, sem þýðir fleiri bekki og þörf á fleiri kennurum. í öðru lagi þurfa sex ára börnin líka kennara. í þriðja lagi verður haldið áfram að kynna nýtt náms- efni sem þýðir sérfræðinga á nýj- um sviðum. í fjórða lagi hafa vinsældir framlengds skóladags fyrir börnin aukist um land allt; þ.e. að börnin séu í skólanum þar til foreldrarnir koma heim frá vinnu. Þessi aukna starfsemi í skólum kallar líka á aukið starfs- lið. Valeria Pruit (APN) Eiginmaður minn og faðir okkar Brynjar Guðmundsson Selvogsgötu 7 Hafnarfirði lést á St.Jósefsspítala þann 4. júní. Hólmfríður Ragnarsdóttir og börn. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.