Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 14
UM HELGINA LEIKLIST Landið Síöasta sýningarhelgi á þessu vinsæla verki Kjartans. Áhorfendafjöldi komin yfir þrjátíu þúsund. Sýnt: LA: 20.30 ogSU: 16.00. HITT OG ÞETTA Esjan Feröafélag íslands gengur á bæjarprýöina eða fjóshauginn Esju. Frá BSÍ LA: 13.00 Náttúra Fjölbreytt náttúruskoöunar- og söguferö um Kópavogsland á vegum NVSV. Lagt upp frá Norræna húsinu. LA: 13.30. Hananú! Frístundahópurinn Hana nú í Kópavogi fer í vikulega laugardagsgöngu frá Digranesvegi 12 LA: 10. SPORTIÐ Knattspyrna 1. deild karla: ÍA-FH Akranes Fö. 19.00, ÍBK-ÍBV Keflavík FÖ. 19.00, Breiðablik-Víðir Kópavogur FÖ 20.00, Valur- Fram Hlíöarendi FÖ 20.00, Þór-KFt Akureyri FÖ 20.00. 2. deild karla: Völsungur- UMFN Húsavík Fö 20.00, KS- ÍBÍ Siglufjörður FÖ 20.00, KA- Þróttur R. Akureyri LA14.00, Einherji-Selfoss Vopnafjörður LA14.00, Víkingur R.- SkallagrímurValbjarnarvöllur LA 14.00. 3. deild: Grindavík-ÍK og Stjarnan-ReynirS. Fö 20.00. Fylkir-Ármann, Valur Rf.- Tindastóll, Austri-Leiftur og Magni-Þróttur N. LA14.00, ÍR-HVog ReynirÁ.-LeiknirF. LA 16.00 1. deild kvenna: KR-Þór A. KR-völlur LA14.00, Valur-Þór A. Hlíöarendi SU14.00. Frjálsar Landsbankahlaup, fyrir börn fædd 1975 og 1976, á 26 stöðumálandinuá laugardag. í Reykjavík veröur hlaupið í Laugardal kl. 11.00. Þettaeruundanrásir, úrslitahlaupferframí Reykjavík í september. Landsbankinn stendur straum af ferðakostnaöi og gefur verölaun en auk þess veröurdregiöumkjörbækur meö 2000 króna innistæðu úr hópi þátttakenda á hverjum stað. Unglingameistarmót Islands, 20 ára og yngri, í Keflavik á laugardag. Vormót USAH er haldið á Blönduósi á laugardag og sömuleiðis Vormót öldunga í Reykjavík. Golf Opna Olís-BP mótið fer f ram í Grafarholtiávegum Golfklúbbs Reykjavíkur laugardag og sunnudag. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Athygli símnotenda er vakin á því að við útgáfu nýrrar símaskrár 1986 verða gerðar númerabreytingar hjá nokkur hundruð símnot- endum sem tengdir eru við símstöðvarnar á Sel- tjarnarnesi, Árbæjarhverfi og í Garðabæ. Númerabreytingarnar sem tengjast símstöðvun- um á Seltjarnarnesi og Árbæjarhverfi verða fram- kvæmdar föstudaginn 6. og laugardaginn 7. júní 1986. Númerabreytingar sem tengjast símstöðinni í Garðabæ verða framkvæmdar laugardaginn 14. júní 1986. Enn eru ótengd símanúmer hjá um 100 handvirk- um símnotendum í Skagafirði og um 120 hand- virkum símnotendum í Oxarfirði. Þær breytingar verða framkvæmdar síðar. Þá verður símaskráin 1986 að fullu komin í gildi. Eru símnotendur hvattir til að nota skrána vegna fjölmargra breytinga frá fyrri skrá. Sérstök athygli er vakin á því að símanúmer Borgarspítalans er nú 68-12-00. Á blaðsíðu 3 í nýju símaskránni á að vera nýtt símanúmer fyrir neyðarvakt lækna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi 68-12-00, fólk er beðið um að breyta þessu í símaskránni strax. Póst- og símamálastjórnin. ra Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða fóstru að dagheimilinu „Stekk“. Staðan er laus nú þegar, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður barnaheimilis- ins í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. LISTAHATIÐ UM HELGINA Claudio Arrau. Arrau á mánudaginn Spilar Beethoven í Háskólabíói Unnendur klassískrar tón- listar geta um helgina hlakkað til tónleika Claudio Arrau á mánudaginn í Háskólabíói kl. 20.30. Þessi 83ja ára gamli pí- anósnillingur hefur haldið tónleika frá fimm ára aldri um heimsbyggð alla. Og hann er síður en svo hættur því enn heldur hann um 70 tónleika á ári. Koma Arraus er mikill listviðburður og tvímælalaust meðal þess sem hæst ber á Listahátíð. Arrau mun ein- ungis leika verk eftir eitt tón- skáld á tónleikunum: Ludwig van Beethoven. -pv Dave Brubeck. Brubeck í Broadway Djassveislan heldur áfram Margir hafa beðið spenntir eftir tónleikum djassspilarans heimsfræga Dave Brubeck. Bru- beck er oröinn 66 ára gamall, en eins og títt er með djassara, jafnt spilara sem áhugamenn, eldast þeir sérlega vel og eru í fullu fjöri langt fram yfir það sem gengur og gerist. Tónleikar Brubecks eru í Broadway á sunnudaginn klukk- an níu. -pv Slag- verk Bartók, Cage og Áskell meðal hðfunda Nokkuð sérstæðir tónleikar verða á Kjarvalsstöðum á laugardag klukkan 14. Þá kemur fram bandaríski slag- verkshópurinn The New Mus- ic Consort og þeim til að- stoðar tveir af okkar færustu píanóleikurum: Halldór Har- aldsson og Gísli Magnússon. Þessi slagverkshópur hefur sérhæft sig í tuttugustu aldar tónlist og mun á tónleikunum flytja meðal annars verk eftir hin þekktu tónskáld Béla Bartók og John Cage. Auk þess er á efnisskránni tvö ís- lensk verk: „Or a tolling bell“ eftir Guðmund Hafsteinsson og „Helfró“ eftir Áskel Más- son. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.