Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR C-riðill: Sovétríkin-Frakkland 1-1 (0-0) Iraputao, 5. júní Dómari: Arppi (Brasilíu) Áhorfendur 36,540 1-0 Rats (54.), Fernandez (62.) Sovétríkin: Dasayev, Larionov, Bess' onov, Kuznetsov, Demyanenko, Yaremc- huk, Aleinikov, Yakovenko (Rodionov 69,), Rats, Belanov, Zavarov (Blokhin 59.) Frakkland: Bats, Ayache, Battiston, Bossis, Amoros, Fernandez, Tigana, Gir- esse (Vercruysse 82.), Platini, Stopyra, Papin (Bellone 76.) Staðan i C-riðli: Sovétríkin...............2 110 7-13 Frakkland................2 1 1 0 2-13 Kanada...................1 0 0 10-1 0 Ungverjaland.............1 0 0 10-60 Markahæstir i keppninni: Sandro Altobelli, Italíu..............2 Jorge Valdano, Argentínu.............2 Leikir í dag C-riðill: Kanada-Ungverjaland D-riðill: Brasilía-Alsír F-riðill: Marokkó-England Mexíkó Sovétríkin-FrakklancL Leikirnir á HM í gær, marka- skorarar og iiðsuppstilling- ar: A-riðill (talía-Argentína 1-1 (1-1) Puebla, 5. júní Dómari: Keizer (Hollandi) Áhorfendur 30,000 1-0 Altobelli (7. víti), 1-1 Maradona (34.) (talía: Galli, Bergomi, Cabrini, Scirea, Vierchowod, Bagni, De Napoli (Baresi 87.), Di Gennaro, Conti (Vialli 64.), Alto- belli, Galderisi. Argentina: Pumpido, Cuciuffo, Brown, Ruggeri, Garre, Giusti, Batista (Olarticoec- hea 58.), Maradona, Burruchaga, Borghi (Enrique 74.), Valdano. Búlgaría-S.Kórea 1-1 (1-0) Olimpico, Mexíkóborg, 5. júní Dómari: Al-Shanar (Saudi-Arabíu) Áhorfendur 20,000 1-0 Getov (11.), 1-1 JB.Kim (70.) Búlgaria: Mikhailov, Zdravkov, Arabov, Petrov, Dimitrov, Sirakov, Sadkov, Mla- denov, Gospodinov, Getov (Yeliaskov 57.), Iskrenov (Kostadinov 46.). S.Kórea: Oh, KH.Park, Huh, YJ.Cho, Jung, KR.Cho, CS.Park, No (JB.Kim 46.), Byun, JS.Kim, Cha. Staðan í A-riðli: Argentína................2 110 4-23 Búlgaría.................2 0 2 0 2-2 2 ftalia...................2 0 2 0 2-2 2 S.Kórea..................2 0 112-41 Sanngjamt jafntefli Bœði mörk snemma íseinni hálfleik. Platini með stangarskot Evrópumeistarar Frakka náðu að standast spútnikliði Sovét- manna snúning í stórleiknum í C- riðlinum í gær. Úrslitin í Iraputao urðu jafntefli, 1-1, og geta bæði lið nokkuð vel við unað. Ef eitthvað þá voru Frakkar nær sigri í hörkuspennandi leik. Báðir þjálfarar lýstu yfir ánægju með úrslitin og bæði lið mega heita ör- ugg með sæti í 16-liða úrslitun- um. Sovétmenn hófu leikinn á stór- sókn og fengu hornspyrnu eftir aðeins 15 sekúndur en Frakkar fengu þó fyrsta færið. Yannick Stopyra skallaði yfir mark Sovét- manna eftir sendingu frá Michel Platini. Á 15. mín. skaut Sergei Aleinikov á mark Frakka, úr svipuðu færi og hann skoraði glæsimark gegn Ungverjum, en nú fór boltinn rétt yfir slána. Liðin sóttu til skiptis og mikið fjör var í leiknum síðasta korter fyrri hálfleiks. Rats hjá Sovét- ríkjunum og þeir Fernandez og Amoros hjá Frakklandi fengu að líta gula spjaldið. Þegar tvær mínutur voru til hálfleiks fengu Frakkar auka- spyrnu 25 m frá sovéska markinu. Platini hafði átt tvær slíkar aðeins nær og skotið rétt framhjá en nú þrumaði hann boltanum beint í stöngina og út. Sovétmenn tóku forystuna þegar níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Bakvörðurinn Larionov geystist upp kantinn og sendi á Belanov. Hann renndi boltanum út á Rats sem skoraði með hrikalega föstu vinstrifótar skoti, gersamlega óverjandi fyrir Bats í franska markinu, 1-0. Það tók Frakka aðeins 8 mínút- ur að jafna. Alain Giresse slapp laus á vallarhelmingi Sovét- manna og renndi boltanum innfyrir vörnina. Þar kom hinn sívinnandi Luiz Fernandez 'á fleygiferð og hamraði knöttinn í netið, 1-1. Það sem eftir var leiks var jafnræði með liðunum. Rinat Dasayev markvörður Sovét- manna varði glæsilega með fót- unum þegar Papin skallaði á markið og hinum megin renndi Rats boltanum framhjá Bats en einnig rétt framhjá stönginni. Frökkum tókst að stöðva hinar skæðu sóknarlotur Sovétmanna með því að leika stíft maður gegn manni og koma í veg fyrir að þeir gætu brunað upp kantana eins og þeir gerðu á svo áhrifaríkan hátt gegn Ungverjum í fyrsta leiknum. Leikur Frakka var allt annar og betri en þegar þeir mörðu sigur á Kanadabúum. „Ég er ánægður með • leik minna manna, þeir sýndu miklar framfarir,“ sagði Henri Michel þjálfari Frakka. Valery Loban- ovsky, hinn sovéski kollegi hans, sagði að hann væri sáttur við úr- slitin og að bæði lið hefðu verið mjög taugaóstyrk í leiknum. —VS/Reuter Italía-A rgentína Italir hengu á jöfnu Fengu víti í byrjun. Maradona með stórleik og jafnaði Síðasta hálftímann gegn Arg- entínu í gær töfðu ítölsku heimsmeistararnir leikinn sem mest þeir máttu, sýnilega sáttir við sitt annað 1-1 jafntefli í Mex- Nicholas úr leik Charlie Nicholas, framherjinn snjalli frá Arsenal, leikur ekki meira með Skotum í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó. Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu var hann borinn af leikvelli eftir gróft brot dansks varnar- manns í leik þjóðanna í fyrra- kvöld og í Ijós kom að liðbönd voru illa tognuð. Sem betur fer eiga Skotar skæða sóknarmenn til taks, svo sem Frank McAvennie og Steve Archibald sem voru ekki í byrjunarliðinu gegn Dönum. —VS/Reuter Diego Maradona sýndi snilli sína þrátt fyrir stranga gæslu í leiknum við ítali. íkó. Þeir höfðu sitt fram og treysta nú á að sigra Suður- Kóreu og tryggja sér þannig ör- ugglega sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Argentínumenn hófu leikinn af miklum krafti en það voru ítal- ir sem skoruðu. A 7. mínútu hrökk boltinn í hendi Jorge Burr- uchaga þegar Bruno Conti reyndi að leika á hann í argentínska víta- teignum. Nokkuð saklaust, en vítaspyrna samt þrátt fyrir gífur- leg mótmæli Argentínumanna. Sandro Altobelli skoraði úr henni, sitt annað mark í keppn- inni, 1-0. Mínútu síðar skallaði Giu- seppe Galderisi naumlega fram- hjá argentínska markinu en síðan tóku þeir suður-amerísku völdin. Diego Maradona var þar í aðal- hlutverki, hann reif sig lausan úr gæslu félaga síns frá Napoli, Sal- vatore Bagni, og olli miklum usla í ítölsku vörninni. Maiadona lék tvo varnarmenn grátt á 18. mín. og skaut en bolt- inn hrökk af ítala í horn. Jose Luis Brown átti skalla á 22. mín. sem ítalir björguðu á línu, með hendi vildu margir meina. Argentína verðskuldaði mark og það kom á 34. mín. Ricardo Giusti lyfti boltanum skemmti- lega innfyrir vörn ítala, Mara- dona laumaði sér óvænt í gegn og skoraði af öryggi, 1-1. Óöryggið í vörn ítala jókst til muna og engu munaði að Maradona skoraði aftur eftir að hafa hirt boltann af mótherja við vítateig. ítalir brutu oft illa af sér til að stöðva sóknarmenn Argentínu og gulu spjöldin tóku aö fara á loft. Bergomi fékk eitt þeirra, hans annað í keppninni. Hann verður því í leikbanni gegn Suður-Kóreu. Argentína sótti látlaust en eftir skyndisókn ítala á 57. mín. skaut Conti í stöng. Pumpido í marki Argentínu varði síðan vel lang- skot frá Cabrini. Maradona var rétt búinn að leggja upp mark fyrir Ruggieri en síðan náði ítal- ska vörnin öllum völdum og heimsmeistararnir héngu á öðru, stiginu. Þjálfarar liðanna voru sam- mála um að þrátt fyrir hörkuna hefði leikurinn ekki verið grófur, hann hefði verið leikinn af sann- girni. „Ég tel að Maradona hafi verið valdaður á heiðarlegan hátt, ekkert í líkingu við hvernig Suður-Kóreubúar fóru með hann. Það var slæmt að fá á sig mark svona snemma en það var gott að ná sér á strik eftir það og jafna,“ sagði Carlos Bilardo, þjálfari Argentínu. „Maradona lék frábærlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, en Bagni stóð sig líka vel við að gæta hans. Lið mitt lék vel í fyrri hálfleik en hraðinn þá kom niður á leik þess í seinni hálfleik,“ sagði Enzo Bearzot, þjálfari ít- ala. —VS/Reuter Búlgaría-S-Kórea Kórea nær sigri Búlgarir enn aldrei unnið á HM íslandsmótið Heil umferð leikin í kvöld Heil umferð verður leikin í 1. dcildinni í knattspyrnu í kvöld, eða 5 leikir. Þetta er 5. umferð, en á þriðjudagskvöld verða leiknir þeir tveir leikir sem frestað var um daginn, Breiðablik- Fram og Þór-ÍBV. ÍA og FH leika á Akranesi og botnliðin, ÍBK og ÍBV í Keflavík. Báðir þessir leikir hefjast kl. 19. Kl. 20 hefjast svo hinir þrír, Breiðablik-Víðir í Kópavogi, Valur-Fram að Hlíðar- enda og Þór-KR á Akureyri. í 2. deild eru tveir leikir í kvöld. KS og ÍBÍ leika á Siglufirði og Völsungar mæta UMFN á Húsavík. —VS Búlgörum ætlar ekki að takast að vinna leik í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Þeir gerðu sína 14. tilraun, frá upphafí til þess í gær- kvöldi, en máttu þakka fyrir að sleppa með 1-1 jafntefli gegn Suður-Kóreu í gær. Suður-Kórea var mun betri aðilinn allan tímann. Búlgarir fengu hinsvegar hættuleg færi framanaf og Plamen Getov skoraði eftir slæm mistök Oh markvarðar á 11. mínútu. Þrumuveður og ausandi rigning skall á og völlurinn varð þungur og erfiður yfirferðar en það hindraði ekki Kóreubúana í að sækja stíft í seinni hálfleik. Joo- Sung Kim átti þrumuskot í stöng og síðan varði Borislav Mikhail- ov naumlega frá honum. Jong- Boo Kim jafnaði síðan með ó- verjandi hörkuskoti 20 mín. fyrir leikslok og 1-1 urðu lokatölurn- —VS/Reuter ar. V-Pýskaland Stuttgart kaupir Stuttgart, félag Ásgeirs Sigur- vinssonar, keypti í gær ntark- vörðinn Eike Immel frá Dort- mund fyrir 1,7 miljónir marka, sem er vestur-þýskt met fyrir knattspyrnumarkvörð. Immel er í landsliðshópi V.Þjóðverja í Mexíkó. —VS/Reuter Mexíkó Zico enn úr leik Rummenigge vill ekki spila gegn Skotum Brasilíumenn verða enn að leika án snillingsins Zico í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó. Hann varð fyrir meiðslum á æfíngu í fyrradag og ljóst er að hann getur ekki leikið gegn Alsír í dag, verður ekki einu sinni á varamannabekknum. Fyrirliði Vestur-Þjóðverja, Karl-Heinz Rummenigge, lýsti því yfir í gær að hann hefði lítinn áhuga á að leika gegn Skotum á sunnudaginn þar sem hann ætti enn við meiðsli að stríða. Rum- menigge kom inná gegn Uruguay 20 mín. fyrir leikslok á miðviku- daginn og átti drjúgan þátt í að Vestur-Þjóðverjar náðu að jafna. Hann er ekki sáttur við þetta hlutverk sitt, vill helst ekki leika nema hann geti beitt sér á fullu. —VS/Reuter Föstudagur 'AðvILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.