Þjóðviljinn - 06.06.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Page 2
EGILSSTAÐIR Góðir kennarar! Nú er tækifæriö aö bæta bág laun. Aldrei þessu vant eru lausar þrjár almennar kennarastööur við Egilsstaöaskóla á næsta skólaári auk þess sem sérkennara vantar aö sér- deild. Flutningsstyrkur greiddur og ódýrt húsnæði í boði. Áhugasamur kennara- og nemendahópur mun taka vel á móti Þér. Frekari upplýsingar gefur Ólafur eða Helgi í síma 97-1146 (heimasímar: Ólafur 97-1217, Helgi 97- 1632). Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis fgf Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboð- um í „göng undir Reykjanesbraut sunnan Álfa- bakka". Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10 þús. skila- tryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama stað, fimmutdaginn 19. júní nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYK JA VIKURBORGAR Frikirkjuvogi 3 Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboö- um í gerö stíga á nokkrum stööum í borgar- landinu. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10 þús. skilt- ryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 18. júní nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F11k11k|iivcgi 3 Simi 25800 DALVÍKURSKOLI Kennarar - kennarar Aö Dalvíkurskóla vantar kennara í eftirtaldar kennslugreinar: íþróttir, tungumál, stæröfræöi og almenna kennslu. Þá vill skólinn ráöa sérkennara fyrir næsta skólaár. Dalvíkurskóli er grunnskóli og viö skólann er starfrækt skipstjórnarbraut sem útskrifar ne- mendur með fyrsta stigs skipstjórnarpróf. I skóla- num eru 300 nemendur. Kennurum verður útvegaö ódýrt leiguhúsnæði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma (96)61380/ (96)61491. Skólanefnd Dalvíkur FRÉTTIR Gróður illa sarottið Víða r AVestfjörðum, Norðurlandi og N-Austurlandi er gróður afar lítið farinn að taka við sér. Þar hefur verið mjög kalt það sem af er sumri. Víða eru tún aðeins far- in að taka á sig græna slikju, en engin nái er komin enn. Úthagar eru aftur á móti ennþá gulir yfir að líta. Nú er aftur á móti farið að hlýna nokkuð og batnar ástandið þá væntanlega fljótt. Óttar Björnsson hjá Búnaö- arfélaginu sagði að menn ættu ekki von á kali í túnum víða, þó það væri til eins og í Þistilfirði og Köldukinn. Hann sagði að yfir- leitt væri lítill sem enginn klaki í jörðu og því myndi gróður taka fljótt við sér þegar hlýnar og væt- ir. Sunnan fjalla tók gróður lítið við sér í maí vegna þurrka og kulda. Nú hefur alveg skipt um, hlýindi og úrkoma undanfarinna daga hafa bætt úr þannig að gróður er kominn vel af stað bæði sunnan og vestanlands og horfur hjá bændum frekar góðar á þess- um svæðum. -S.dór Þau hafa haft veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar í Sjóminjasafninu, Gyða Gunnarsdóttir safnvörður, Gils Guðmundsson formaður stjórnar og Páll V. Bjarnason arkitekt. Ljósm. Sig. Sjóminjasafnið Syning Nú stendur yfir sýning í Sjó- minjasafni íslands í Bryde- pakkhúsinu í Hafnarfirði á safn- munum tengdum gufuskipatíma- bilinu á íslandi, þ.e. siglingum, togaraútgerð og saltfiskverkun. Þar er að finna líkön, málverk, Ijósmyndir og teikningar af fjöl- mörgum gufuskipum og einnig ít- arleg úttekt á Coot GK 310, fyrsta á gufuskipum togara í eigu íslendinga. Sjóminjasafnið er eins og áður sagði í Bryde-pakkhúsinu í hjarta Hafnarfjarðar, en það hús var byggt um 1865 en endurbyggt fyrir nokkrum árum. Hefur það nú verið sniðið að nútíma kröfum um safnahús. Þar er að finna minjar um lífsbaráttu íslendinga tengda sjónum langt aftur í aldir og eftir megni reynt að setja upp sérstakar sýningar eins og þá sem nú stendur yfir, Forstöðumaður Sjóminja- safnsins er Gyða Gunnarsdóttir en formaður stjórnar þess er Gils Guðmundsson. Það er opið frá og með 7. júní alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 14.00- 18.00. Fyrirtœki Námskeið fyrir konur Rekstrartæknideild Iðntækni- stofnunar efnir í næstu viku til námskeiðs um stofnun og rekstur fyrirtækja, sem sérstaklega er ætlað konum. Kcnnslustunda- Ijöldi og námsefni er hið sama og á fyrri námskeiðum deildarinnar um fyrirtækjastofnun, en bætt verður við þáttum, sem snerta konur sérstaklega og samkvæmt ábendingum kvenna kennt utan hefðbundins vinnutíma, þrjú kvöld og einn laugardag. Nám- skeiðið verður haldið í húsnæði Iðntæknistofnunar á Keldnaholti 10., 11. og 12.júníkl. 19-22 og 14. júníkl. 9-16. Nánari upplýsingar í síma 68-7000. Meðal efnisþátta á nám- skeiðinu eru: Frumkvæði, við- skiptahugmynd þátttakenda, skipulag og stjórnun, markaðs- greining, vöruþróun, fjármögn- un og fleira og auk þess sérstakur þáttur um konur í fyrirtækjarek- stri. Aðdragandann að sérstöku námskeiði fyrir konur á þessu sviði má rekja til fundar, sem ný- lega var haldinn hjá Iðntækni- stofnun af hópi áhugafólks um „þróunarverkefni um stofnun smáfyrirtækja, ætlað konum". Þar sögðu tvær konur frá Norður- löndum, Ellen Sjödin frá Statens Teknologisk Institut í Noregi og Margareta Bergmark frá Utveck- lingsfonden í Svíþjóð, frá starf- semi, sem farið hefur fram í þeim löndum og miðar að því að örva hlutdeild kvenna í fyrirtækja- rekstri. Þar hafði komið í ljós, að fáar konur nýttu sér almenna fræðslu um stofnun fyrirtækja, sem í boði var, og var því farið út á þá braut að sníða námskeið sér- staklega að þörfum kvenna. Mik- ill áhugi hefur verið á þeim nám- skeiðum og árangur skilað sér í því, að fleiri konur hafa lagt út í að reka eigin fyrirtæki. Sauðárkrókur Slæmt atvinnuastand Atvinnuástand á Sauðárkóki er með bágara móti um þessar mundir vegna þess að tveir af þremur togurum staðarins eru í lamasessi. Ekki er þó um mikið atvinnuleysi að ræða á meðal fuUvinnandi manna en útlit fyrir að stór hluti unglinga sem treystu á sumarvinnu, fái hana ekki. Drangey SK 1 er í lengingu úti í Þýskalandi og kemur í fyrsta lagi til heimahafnar eftir mánuð eða þar um bil. Skafti SK 3 bræddi úr aðalvél í síðasta mánuði og er því úr leik fram eftir sumri. Hegranes SK 2 er því einn togara staðarins að veiðum og því ekki svo mikill afli sem berst á land að hægt verði að útvega öllum vinnu. BSF Kópavogs Aðalfundur Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verður haldinn föstudag- inn 13. júní 1986 kl. 20.30 í Þinghól Hamraborg 11 í Kópavogi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.