Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 16
ÞJOÐVIIJINN Mff firirt JWÁRA 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Fðstudagur 6. júní 1986 125. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Stéttasambandið Fundurá Hvanneyri Aðalfundur Stéttasamband bænda verður að þessu sinni haldinn að Hvanneyri í Borgar- firði. Hefst hann að morgni ménudags 9. júní n.k. en fundar- slit eru áætluð á miðvikudags- kvöld. Undanfarin ár hefur aðal- fundurinn verið haldinn síðla sumars en af ýmsum ástæðum þykir rétt að vera fyrr á ferð með hann nú. Fyrsta dag fundarins flytur for- maður Stéttasambandsins, Ingi Tryggvason skýrslu sína, lagðir verða fram reikningar Stéttasam- bandsins og Bændahallarinnar, landbúnaðarráðherra flytur ræðu og gestir ávarpa fundinn. Þá fara fram umræður um skýrslu for- manns og reikninga, kosið verður í nefndir og málum vísað til þeirra. Annar dagur fundarins mun að venju fara í nefndastörf. Á miðvikudag fer svo fram af- greiðsla mála en hátt á annað hundrað ályktanir frá bænda- fundum víðsvegar um land liggja fyrir fundinum. Fundurinn verður nú fjöl- mennari en áður því 10 búgreina- sambönd hafa gerst aðilar að Stéttasambandinu. Þau eru: Fé- lag hrossabænda, Svínaræktarfé- lag íslands, Félag kjúklinga- bænda, Samband eggjaframleið- enda, Landssamtök sauðfjár- bænda, Landssamtök kúabænda, Landssamband kartöfluframleið- enda, Félag garðyrkjubænda, Æðarræktarfélag íslands og Fé- lag ferðaþjónustubænda. Öll munu þau senda fulltrúa á aðal- fundinn. -mhg Herbie Hancock djassleikari spilaði í gærkveldi fyrir fullu húsi á Broadway. Prógram hans einkenndist af rólegri tónlist og vakti leikur hans mikla hrifningu viðstaddra. Hancockdreifði blómum meðal áhorfenda í lok tónleikanna. Ljósm. Ari. : Blönduhlíð Grímsvötn Búist við hlaupi Sigurjón Rist vatnamœlingamaður: Efmiðað er viðþað munstur sem var á Grímsvatnahlaupumfrá 1938 til 1982 má búast við hlaupi í sumar eða haust. Óreglulegar skvettur úr Grímsvötnum sl. 3 árgeta settstrik í reikninginn varðandi þessa spá Irúm 44 ár eða frá 1938 til 1982 var sama munstur á Gríms- vatnahlaupi og það svo að maður gat orðið spáð nákvæmlega um það hvenær hlaup yrði. Sam- kvæmt því munstri má gera ráð fyrir hlaupi í Grímsvötnum í sum- ar eða haust og hugsanlega gæti það dregist eitthvað fram á vetur- inn. Það styður auk þess þessa spá að vart hefur orðið við há- hitavatn meira en venjulega, sem bendir til þess að eitthvað leki úr Grímsvötnum, sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður í gær. Sigurjón bætti því við að sú ó- regla sem verið hefði á skvettum úr Grímsvötnum síðan 1983 gæti sett strik í þennan reikning. Þar var um að ræða, sagði Sigurjón, allt annað hegðunarmunstur en verið hafði næstu 44 ár á undan. Þó sagði hann það ljóst miðað við það sem gerst hefur síðustu árin, að mikil fylla er nú í Gríms- vötnum. Menn kalla Grímsvatnahlaup líka Skeiðarárhlaup vegna þess að mest af vatninu fellur fram í þeirri á. En Sigurjón benti á að hlaup úr Grímsvötnum færi í fleiri ár og menn kviðu miklu hlaupi vegna brúnna á Skeiðar- ársandi. Þó sagðist hann ekki eiga von á neitt sérstaklega stóru hlaupi nú ef af verður. Loks bendi Sigurjón á að um miðjan þennan mánuð myndi leiðangur gerður út til að kanna ástand mála á svæðinu og yrði betur hægt að spá í stöðuna að þeim rannsóknum loknum. -S.dór Stór- bmni í fyrradag Stórtjón varð í bruna á bænum Alfgeirsvöllum í Blönduhlíð í fyrradag. Þá brunnu útihús til kaldra kola og geryðilögðust m.a. tvær dráttarvélar, önnur spáný. Það var um kl. 18.25 sem til- kynnt var um eldinn til lögregl- unnar á Sauðárkróki. Þegar að var komið loguðu hús stafna á milli og var engu hægt að bjarga. Það sem brann voru 100 kinda fjárhús, vélgeymsla vel búin tækjum, hesthús og hlaða. Svíþjóð Söngleikur eftir Atómstööinni Hasse Alfredsson, einn vinsælasti leikstjóri Svíþjóðar, hefurgert söngleik eftirsögu Laxness. Frumsýnd á Dramaten nœsta vor. Lena Nyman leikur Uglu Hans Alfredsson var um árabil þekktastur sem helmingurinn af skemmtidúettinum Hasse og Tage en á undanförnum árum hefur hann haslað sér völl sem sjálfstæður kvikmyndaleikstjóri með meiru. Aftonbladet sænska skýrir frá því í gær að einn þekktasti leikstjóri og skemmtikraftur svía um langt árabil, Hans Alfreds- son, hafi gert söngleik eftir bók Halldórs Laxness, Atómstöðinni. Verður hann settur upp á Dra- maten í Stokkhólmi næsta vor en í hlutverki Uglu verður hin þekkta leikkona Lena Nyman. í viðtali við Aftonbladet segir Hasse eins og hann er oftast nefndur frá því að hann hafi feng- ið hugmyndina að gerð söngleiks- ins árið 1980. Bar hann málið undir samstarfsmann sinn í gegn- um tíðina, Tage Danielsson, en honum leist ekkert á blikuna. Þá hringdi Hasse í Halldór Laxness og bar hugmyndina undir hann. Að sögn Hasse rak Laxness fyrst í rogastans en sagði svo að ef hann treysti sér til að gera söngleik eftir Atómstöðinni skyldi hann bara gera það. „Það er sjálfsagt hægt fyrst hægt er að gera ballett um saltfisk,“ sagði Halldór og átti þar við ballett sem finnar gerðu eftir Sölku Völku. Það var þó ekki fyrr en eftir andlát Tage á síðasta hausti sem Hasse dró hugmyndina upp úr skúffu. Söngleikurinn ber heitið Lítil eyja í hafinu og er mestöll tónlistin eftir sænsku hljóm- sveitina Jazz Doctors. Tvö ís- lensk lög verða flutt í sýningunni, Á Sprengisandi og Móðir mín í kví kví. Eins og áður sagði hefur Hasse notið mikilla vinsælda í Svíþjóð um langt árabil. Hann stofnaði fyrirtækið Sænsk orð hf. í félagi við Tage og saman áttu þeir óslit- inn frægðarferil á flestum sviðum skemmtanalífsins, þeir sömdu re- víur, gamanþætti, bækur og gerðu kvikmyndir og er Ævintýri Picassos sennilega þekktust þeirra. Á undanförnum árum hefur Hasse getið sér gott orð sem sjálf- stæður kvikmyndaleikstjóri. Amk. ein mynda hans hefur verið sýnd hér á landi, Einfaldi morð- inginn, og í fyrra fékk hann æðstu kvikmyndaverðlaun svía fyrir mynd sína Falskur eins og vatn. 1 sumar hyggst Hasse hefja tökur á bamamynd eftir eigin handriti. Hún á að heita Jim og sjóræningj- arnir Blum og er að hans sögn kómedía, uppfull af tæknibrell- um. Þar segir frá viðbrögðum ungs drengs við dauðanum og hafa menn sett fram þá kenningu að Hasse vilji með þessari mynd heiðra Tage látinn. Auk þess að vera skemmtikraftur hefur Hasse alla tíð verið virkur þátttakandi í sænskri þjóðfélagsumræðu og ma. beitt sér töluvert í baráttunni gegn byggingu kjarnorkuvera í Svíþjóð. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.