Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN S-Afríka Arás á Angóla Fréttastofa Angólastjórnar sagði frá því að s-afrísk herskip hefðu gert árás á hafnarborgina Namibe íAngóla Lissabon — Fréttastofa Ang- ólastjórnar, Angop, sagði frá því í gær að S-Afríkumenn hefðu gert herskipaárás á hafnarborgina Namibe í dögun í gær. Fréttin var birt í gær í Lissabon í Portúgal, í henni sagði að her- skip S-Afríkumanna hefði skotið Scorpion flugskeytum á þrjá elds- neytistanka, eyðilagt tvo og skemmt þann þriðja. Þá munu froskmenn hafa komið djúp- sprengjum fyrir á botni þriggja skipa sem lágu í höfninni. Eitt þeirra sökk en hin tvö skemmd- ust alvarlega. Ekki var nefnt í fréttinni hvort einhverjir hefðu farist né gefið upp hver skipin voru. Namibe er ein stærsta hafnar- borgin í Angóla og var áður nefnd Mocamedes. í frétt Angop var sagt að þessi árás væri enn eitt dæmið um árásarstefnu S- Afríkustjórnar sem beindist frek- ar gegn almennum borgurum en hernaðarlegum skotmörkum. Talsmaður s-afríska varnarmála- ráðsins sagði að hún hefði ekkert að segja um „ásakanir þær sem komið hafa frá Angóla á síðustu mánuðum“. Á síðasta ári hrundu angólskar hersveitir árásum s-afrískra her- sveita á bandaríska olíustöð í landinu. Viðleitni vestrænna ríkja til að fá S-Afríkustjórn til að samþykkja sjálfstæði Namibíu hefur ætíð strandað á kröfum S- Afríku um að Kúbumenn fari burt frá Angóla. Bretland Vamaðarorð á sígarettupakka Lundúnum — Bretar hafa nú í merkja allla sígarettupakka í hyggju að setja lög sem skylda bak og fyrir með varnaðarorð- sígarettuframleiðendur til að um um hættuna af reykingum. Tsjœkofskí keppnin Metþátttaka Moskvu — Á miðvikudaginn i næstu viku hefst 8. alþjóðlega Tsjækofskí tóniistarkeppnin og hafa 440 tónlistarmenn frá 46 löndum sótt um að fá að taka þátt í keppninni. Þetta er metþátttaka í þessari virtustu tónlistarkeppni sem haldin er í heiminum. Keppnin er haldin á fjögurra ára fresti og siöast þegar hún var haldin, 1982, voru 253 þátttak- endur. Píanóleikarar, fiðlul- eikarar, sellóleikarar og söngvar- ar munu keppa í mánuð og flytja verk sem þeir hafa sjálfir valið, en einnig verk sem þeim er fyrir- skipað að leika. Hinir hefð- bundnu tónleikar allra vinnings- hafa verða síðan 5. og 6. júlí í Tónlistarhöllinni í Moskvu. Samkvæmt samningi frá 1971 milli stjórnvalda og sígarettu- framleiðenda eru nú þegar varn- aðarorð á hliðunum. Það er þing- maður Frjálslynda flokksins, Archie Kirkwood, sem lagt hefur tillöguna fram á þingi og hún er studd af bresku læknasamtök- unum sem eiga þessa dagana í harðri baráttu við það sem þau nefna „miljóna dollara auglýs- ingaherferð tóbaksiðnaðarins". I yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér um þessi mál er m.a. krafist raunsærri og heiðarlegri varnaðarorða á sígarettupakka. Eina setningu vilja þeir hafa svo: „Hætta: Sígarettureykingar valda hjartasjúkdómum, íungna- krabbameini og bronkítis.“ Ekki fer sögum að viðtökum á breska þinginu. Tutu biskup hvetur nú fólk til að virða tilskipanir yfirvalda að vettugi. S-Afríkal Fundahöld Tutu gefur fordæmi Desmond Tutu, biskup í S-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, tilkynnti ígœr að hann myndi efna til kirkjusamkomu í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá harmleiknum íSowetoþegarfjöldisvartra lét lífið íátökum við lögreglu. Yfirvöld hafa bannað allar samkomur í tilefni Soweto atburðanna 16. júní nœstkomandi Jóhannesarborg - Desmond Tutu, biskup í S-Afríku til- kynnti í gær að hann myndi virða að vettugi bann yfirvalda við fundarhöldum. Yfirvöld tilkynntu í fyrradag bann við öllum fundum sem halda á í tilefni þess að 16. júní verða liðin 10 ár frá fjöldamorð- unum í Soweto. Tutu sagði í gær að hann myndi hvetja presta sína til að efna til messu í tilefni at- burðarins fyrir 10 árum en þá lét- ust 575 manns víða um landið. Með ákvörðun yfirvalda er nú búist við að átök milli öryggis- sveita lögreglunnar og svartra manna aukist að mun. 1600 Haiti Borgarastyrjöld yfírvofandi manns hafa látist í S-Afríku á undanförnum 27 mánuðum. Tutu sagði orðrétt:„Ég mun skipa mínum klerkum að efna iil samkoma hinn 16. júní ogég mun svo sannarlega taka þátt í slíkum samkomum. Ég vona að aðrir söfnuðir víðs vegar um landið bregðist við á sama hátt og efni til minningarsamkoma." Búist hafði verið við að mikill fjöldi svartra manna myndi minn- ast atburðanna í Soweto í Jó- hannesarborg þegar spenna vegna aðskilnaðarstefnunnar kom upp á yfirborðið og endaði með miklum átökum milli svartra og lögreglu. Aðalritari S-Afríska kirkjuráðsins, Beyers Naude, sagði í gær að hann vonaðist til að innanríkisráðherrann gerði sér grein fyrir þeirri hættu sem vofði nú yfir og að kirkjan gæti orðið miðpunktur þeirra. Namphy hershöfðingi. Óttast borg- arastyrjöld. Port Au Prince — Miklar óeirðir hafa nú verið í þrjá daga í höf- uðborg Haiti, Port Au Prince, og segir forystumaður í hinni nýju stjórn landsins að borg- arastyrjöld sé nú á næsta leyti ef ekkert verður gert. í gær var liðsforingi skotinn til bana og vitni sögðu frá því að hópur manna með sveðjur hefði eyðilagt bíla í nokkrum fínni hverfum höfuðborgarinnar í fyrrinótt. Þessir menn kröfðust peninga af vegfarendum og höfðu í hótunum. Hópur fólks sem krafðist af- sagnar þriggja ráðherra í stjórn landsins byggði vígi á götum fá- tækrahverfanna og eyðilögðu bíla. Leiðtogi stjórnarinnar, her- foringinn Henry Namphy, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði: „Fólk er farið að reisa götuvígi og kveikja elda,...landið er á barmi borgarastyrj aldar, stjórnleysis. “ Namphy sem er í forsvari fyrir þjóðarráðið svonefnda sem nú stjórnar landinu, kenndi ónefnd- um stjórnmálamönnum með „neikvæða hugmyndafræði“ um þann óróa sem nú er í landinu. Sjö manns komu á sjúkrahús í gær með sár eftir haglabyssur en ekki var vitað hvort stjórnarher- menn áttu þar hlut að máli. Innanríkisráðherrann, Wil- liams Regala, kom einnig fram í sjónvarpi og lýsti óeirðunum sem villimannslegum. Hann sagði að hernum hefði verið skipað að bregðast hart og ákveðið við ó- löglegum mótmælum. Hópar fólks sem mótmæla stjórninni og Bandaríkjamönnum (sem hafa mikil ítök í landinu) hafa krafist afsagnar Regala, upplýsinga- ráðherrans Jolicoeur og fjár- málaráðherrans Delatour. Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa hvað eftir annað krafist þess að fram fari kosningar í landinu og bent á að margir núverandi ráð- herra voru háttsettir í stjórnkerfi Duvalierættarinnar. ERLENDAR FRÉTTIR HJÖRLEIFSSON' R EUIER Svíþjóð Ráðherrar vaða geislavirka mjólk Stokkhólmi — Bændur í norður hluta Svíþjóðar dreifðu geisla- virkri mjólk og illa lyktandi, geislavirku heyi utan við skrif- stofur Ingvars Karlssons, for- sætisráðherra Svíþjóðar í gær þannig að ráðherrar urðu að vaða geislavirkt hey og mjólk til að komast á ríkisstjórnar- fund. Mikil ólga og spenna er nú víða í Skandinavíu vegna þeirrar óvissu sem nú virðist ríkja varð- andi geislavirkni í kjölfar Tsjern- óbílslyssins. Bændur og umhverf- isverndarsinnar frá ýmsum hlutum Norður-Svíþjóðar sem verst hafa orðið úti vegna geisla- virkni, skoruðu á ráðherra sem voru að koma á ríkistjórnarfund, að „hoppa í heyinu“, til að sanna að geislavirknimörk væru í lagi. Þá hellti fólkið einnig geislavirkri mjólk á gangstéttina þannig að ráðherrar, Carlsson þar á meðal, urðu að vaða í mjólk til að kom- ast inn á ríkisstjórnarfundinn. Talsmaður mótmælenda sagði að þau væru óánægð með hversu lítið upplýsingastreymi hefði ver- ið frá Geislavörnum ríkisins varðandi hættuna af geislavirku úrfelli. „Stjórnin hefur ekki verið heiðarleg við bændur. Það er kominn tími til að hún gefi okkur ákveðnar staðreyndir um geisla- virknimörk. Við vitum ekki hverju við eigum að trúa,“ sagði hann. Geislavarnir ríkisins hafa gefið út tilkynningar um að ekkert sé að óttast en læknar í norðurhluta Svíþjóðar hafa ekki verið því sammála að öllu leyti. f Gavle í Austur-Svfþjóð þar sem geislun hefur mælst einna mest hafa fjöl- skyldur jafnvel flust á brott og neita að koma aftur þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar um að þeim sé óhætt að vera um kyrrt. Foreldrar í bænum hafa ekki hleypt börnum sínum út til að leika sér. í Finnlandi hafa yfirvöld sett á stofn upplýsingaþjónustu fyrir al- menning um það hvernig á að bregðast við mikilli geislun og hafa lofað að koma á kennslu í skólum varðandi hið sama. Enn hefur kúm ekki verið hleypt út í N-Svíþjóð vegna geislunar í jarð- vegi og fæðusérfræðingar hafa lýst því yfir að grænmeti frá þess- um svæðum sé ekki hæft til mark- aðssetningar. Ríkisstjórnin hefur nú lofað að bæta bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna geislunar. Italía Óvæntur þingstuðningur við PLO Róm — Neðri deild ítalska þingsins hefur samþykkt um- deilda tillögu stjórnarand- stöðuflokkanna um að viður- kenna PLO, Þjóðfrelsishreyf- ingu Palestínuaraba sem rétt- mæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. -Tillagan var samþykkt með 13 atkvæða meirihluta í fyrrakvöld, fjölmargir fulltrúar stjórnarinnar voru hins vegar fjarverandi. Þeir voru á samkomu forsetans þar sem fagnað var 40 ára afmæli ítalska lýðveldisins. Samþykkt neðri deildarinnar hefur valdið nokkru uppnámi á Ítalíu, talið er víst að hún hefði ekki verið sam- þykkt ef allir stjórnarþingmenn hefðu verið viðstaddir. Þá er einnig talið víst að tillagan verði felld í efri deild þingsins. Giulio Andreotti hafði áður sagt í ræðu í neðri deildinni að stjórnin viðurkenndi sjálfsá- kvörðunarrétt PLO en styddi hins vegar þá hugmynd að deilurnar fyrir botni Miðjarðar- hafsins yrðu leystar á alþjóð- legum vettvangi og þá yrði tilver- uréttur fsraelsríkis tryggður. Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.