Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Morgunblaðið staðfesti í gær grun manna um að meirihluti fræðsluráðs Reykjavíkur hefði hafnað Rögnu Ólafsdóttur í starf yfirkennara Melaskóla vegna meintra óæskilegra skoðana hennar. Orðrétt viðurkennir Bessí Jóhannsdóttir fræðsluráðs- fulltrúi: „Því er ekki að neita að málið er pólitískt og teljum við Rögnu ekki vera inni á þeirri línu í skólamálapólitík sem við erum.“ í samtali við Þjóðviljann deginum áður hafði Bessí gefið í skyn að afstaða hennar byggðist á persónugöllum Rögnu og það væri henni fyrir bestu að þeir væru ekki skilgreindir. Annar fræðsluráðsfulltrúi, Bragi Jóseps- Melaskólamálið gagnrýni á fræðsluráð Framkoma frceðsluráðsmanna vekur andúð innan kennarastéttarinnar son, viðurkenndi hins vegar að skoðanir Rögnu hefðu ekki þótt æskilegar. Þjóðviljinn hafði í gær tal af nokkrum helstu forystumönnum kennara í landinu. Heimir Páls- son formaður Bandalags kenn- arafélaga sagði að það alvarleg- asta í þessu máli væri að fólk eins og Ragna, sem tekur mjög virkan þátt í verkalýðsbaráttu síns stétt- arfélags, þurfi að liggja undir rógi, dylgjum og ærumeiðingum eins og þeim sem fram koma í viðtali Þjóðviljans við Bessí Jó- hannsdóttur s.l. miðvikudag. Heimir kvað niðurstöðu meiri- hluta fræðsluráðs með öllu óvið- unandi. Hún væri ekki einungis lítilsvirðing við Rögnu heldur einnig allt það fólk sem starfar í Melaskóla og hefur eindregið mælt með Rögnu til starfans. „Ég tel þetta forkastanlegt,“ sagði Guðmundur Árnason fram- 'kvæmdastjóri og varaformaður Kennarsambands íslands. „Hér er um öndvegis manneskju að ræða og það hljóta allir að líta þetta mjög alvarlegum augum.“ Hörður Zóphaníasson skóla- stjóri, sem lengi hefur verið einn af helstu forystumönnum kenn- ara í verkalýðshreyfingunni, kvað niðurstöðu fræðsluráðs frá- leita. Það væri mjög mikilvægt fyrir skólastjóra að geta valið sér þann samstarfsmann sem hann treysti best og ætti auðvelt að vinna með. Þá væri það ekki síður mikilvægt fyrir kennara að í starfi yfirkennara sé maður sem þeir treysti og geti átt gott samstarf við. Hörður kvað það alveg frá- leitt að hafna Rögnu á grundvelli skoðana hennar. Sigrún Ágústsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur kvað það mjög alvarlegt mál hvernig Bessí Jóhannsdóttir hefði vegið að Rögnu Ólafsdóttur í Þjóðvilj- anum með ummælum sem hún taldi ærumeiðandi. „Mér finnst það óþolandi ef umsækjendur um stöður þurfa að eiga það að hættu að um þá sé dylgjað svona af op- inberum fulltrúum í fræðslu- ráði,“ sagði Sigrún og bætti við: „Bessí Jóhannsdóttur ber skylda til að rökstyðja þær hálfkveðnu vísur sem hún fer með í Þjóðvilj- anum.“ „Mér finnst alveg fráleitt að menn í fræðsluráði skuli rök- styðja niðurstöður sínar með skírskotun til óæskilegra skoðana þess sem um er fjallað,“ sagði Haukur Helgason skólastjóri, sem verið hefur í forystusveit kennara um langt árabil. Haukur kvaðst hafa starfað í mörg ár með Rögnu Ólafsdóttur innan BSRB og kennarasamtakanna og þar færi gætin og raunsæ kona sem enginn hefði reynt af öðru en hinu besta. -g.sv. Leiðrétting á rangri frásögn Þrír íslensku keppendanna: Kristján Halldórsson og Kristján S. Guðmundsson fyrir aftan, Eiríkur Pálsson sitjandi fremst. Eðlisfrœði Ólympíuleikar í eðlisfræði 17. Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði verða haldnir í Harrow í London dagana 13.-20. júlí n.k. og fara þrírIslendingar til keppni þangað. Þetta er í þriðja sinn sem Islendingar taka þátt í Ólympíu- leikunum í eðlisfræði, en á leikunum keppa nemendur á menntaskólastigi frá 23 löndum, Keppnislið hvers lands eru valin í forkeppni í heimalandinu. Á leikunum sjálfum er keppt bæði í skriflegri og verklegri eðlisfræði. Sem keppendur fyrir Islands hönd fara þeir Davíð Aðalsteins- son frá MK, Eiríkur Pálsson frá MH, Kristján S. Guðmundsson frá MR og Kristján Halldórsson frá MR. Fararstjórar verða þeir Einar Júlíusson og Viðar Ágústs- son. -Ing. Að undanförnu hafa verið nokkrir flokkadrættir í okkar ágæta flokki. Það er ekkert nýtt, að deilt sé í flokknum, en að þessu sinni hafa deilurnar tekið á sig nokkuð skrýtna mynd, t.d. þegar Þjóðviljaforystan mót- mælti formanni flokksins sem ræðumanni á kosningafundinum í Reykjavík og hafnaði Sigurjóni Péturssyni, efsta manni listans í Reykjavík sem talsmanni flokks- ins kvöldið fyrir kosningar, með alkunnum afleiðingum. Á fundi útgáfufélags Þjóðvilj- ans í fyrrakvöld var ljóst, að báðir málsaðilar höfðu smalað dug- lega, ekki aðeins annar eins og blaðið gefur í skyn. Var mörgum heitt í hamsi. Það er rétt, að við Ólafur Ragnar Grímsson rædd- um saman um það hvort hugsan- legt væri að setja fram tillögu sem sættir gætu náðst um. Við rædd- um einnig hvor um sig við ýmsa Það er rangt hjá Ásmundi Stef- ánssyni að ég hafi á aðalfundi Út- gáfufélags Þjóðviljans verið við- staddur eða tekið þátt í viðræðum hans og Ólafs Ragnars Gríms- sonar um sáttatillögu, þar sem gert var ráð fyrir Álfheiði Inga- dóttur sem aðalmanni í stjórn fél- agsins í stað Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans. Hins vegar var ég viðstaddur, aðra fundarmenn til að kanna al- menn viðhorf og eftir þá könnun tilkynnti ég Ólafi að ég væri reiðubúinn til þess að standa að tillögu um það að Álfheiður Inga- dóttir kæmi inn í stjórn útgáfufé- lagsins í stað Kjartans Ólafs- sonar, en aðalstjórn yrði að öðru leyti óbreytt. Ólafur tók að sér að kanna viðhorf nokkurra fundar- manna til þeirrar hugmyndar. Ritstjóri Þjóðviljans stóð við hlið Ólafs er þetta gerðist og er hon- um því fullkomlega kunnugt um hvað okkur fór á milli. Ég vænti þess einnig að honum hafi verið kunnugt um það að Ólafur til- kynnti mér stuttu síðar, að ekki væri forsenda fyrir sameiginlegri tillögu. Það er því rangt, að sam- komulag hafi verið okkar í milli um tillögugerð í málinu. Ég vil ekki gera lítið úr sátta- vilja mínum, Ölafs Ragnars eða Svavars Gestssonar en ég tel þar sem rætt var um tillögu með Ragnari Arnalds formanni þing- flokks Alþýðubandalagsins sem aðalmanni í stað Kjartans Ólafs- sonar og Álfheiði Ingadóttur og Ásmundi Hilmarssyni sem 1. og 2. varamanni. Ekki fékkst stuðn- ingur við þá tillögu eins og kunn- ugt er. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri. óþarft að Þjóðviljinn segi rangt frá atburðum sem ritstjóra blaðs- ins eru vel kunnir. Mér þykir einnig miður að blaðinu skuli misbeitt til að ala á tortryggni í garð Álfheiðar Ingadóttur, sem um árabil hefur unnið vel og dyggilega fyrir Þjóðviljann. Ásmundur Stefánsson 5. júní 1986 Borgarstjórn Adda Bára og Guðmundur Þ. hætt í gær var síðasti fundur gömlu borgarstjórnarinnar í Reykjavík. Á meðal þeirra borgarfulltrúa sem nú láta af störfum eru þau Adda Bára Sigfúsdóttir og Guð- mundur Þ. Jónsson, fulltrúar Al- þýðubandalagsins. Adda Bára hefur setið í borg- arstjórn í 20 ár og nýtur al- mennrar virðingar fyrir störf sín, sem nær langt út fyrir raðir Al- þýðubandalagsins. Guðmundur Þ. Jónsson, sem var erlendis og sat því ekki fundinn í gær, kom inn í borgarstjórn sem 5. rnaður Alþýðubandalagsins í frægri kosningu 1978, þegar kjör hans varð ti! þess að meirihluti Sjálf- stæðisflokksins féll. Athugasemd ritstjóra Hverju spá gömlu Skagamennirnir? Heimsmeistarakeppnin 1986 Það fer víst ekki framhjá neinum að Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu er hafin. Þúsundir landsmanna sitja límdar við skjáinn og rýna í hin smæstu atvik í þessum feikivinsæla eltingaleik tveggja liða við uppblásinn knöttinn. Þjóðviljinn hafði í gær samband við þrjár gamlar kempur úr gullaldarliði Skagamanna í knattspyrnu, menn sem stóðu á hátindi knattspyrnuferils síns á árunum milli 1950 og 1960. Þetta eru þeir Sveinn Teitsson, Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðarson. Sveinn Teitsson: Tippa á Dani „Af því sem komið er finnst mér Danir skemmtilegastir," sagði Sveinn Teitsson. „Mér fannst leikur þeirra gegn Skot- landi mjög skemmtilegur, meiri spenna og meiri hraði en til dæm- is í leik Brasilíumanna og Spán- verja sem léku seinvirkari knatt- spyrnu, einskonar göngufótbolta eins og við köllum það.“ Þjóðviljinn bað Svein að spá um úrslit keppninnar og vildi hann fúslega gera það, með þeim fyrirvara þó að ekki hefði hann enn séð öll liðin. „Ég tippa á Dani, þeir eru virkilega góðir,“ sagði Sveinn en röð hans er þessi: 1. Danmörk, 2. Brasilía og 3. Frakkland. -g.sv. Pórður Pórðarson: Gaman ef Danir sigruöu Þórður Þórðarson sagðist ekki hafa haft tök á að fylgjast nógu vel með öllum þeim leikjum sem leiknir hafa verið, þannig að erf- itt væri að leggja mat á styrkleika liðanna. „Það væri óneitanlega gaman ef Danir sigruðu þó ég hafi nú ekki beint trú á því,“ sagði Þórður. „Danir unnu mjög verð- skuldaðan sigur á Skotum og eiginlega fannst mér þeir hefðu átt að skora 2-3 mörk í leiknum.“ Þórði fannst sárt að Englend- ingar skyldu tapa fyrir Portúg- ölum þar sem leikur þeirra hefði verið mun betri. Hann var tregur til að spá um úrslit heimsmeist- arakeppninnar, en þar sem fast var sótt að honum lét hann til leiðast og röðin varð þessi: 1. Brasilía, 2. Rússland og 3. Eng- land. -g.sv. Ríkharður Jónsson: Veðja á Brasilíu „Mér sýnist mennirnir ekki geta lagt neitt á sig hitans vegna,“ sagði Ríkharður Jónsson. „Það eru einkum Evrópuþjóðirnar sem mér finnst leika þarna á hálf- um hraða, en hitinn bitnar eðli- lega mest á þeim.“ Ríkharður sagði að fram til þessa fyndist sér leikur Spánar og Brasilíu sá besti, en mjög erfitt væri að gera upp á milli liðanna í keppninni. Aðspurður vildi Rík- harður helst ekki spá um úrslit keppninnar en lét þó til leiðast. Spá hans var þessi: 1. Brasilía, 2. Argentína og 3. Danmörk. -g.sv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.