Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 8
MANNLÍF Marserað á Egilstöðum með fánabera og „sveiflugeiflu" í broddi fylkingar. Ljósm. jis Blásið og sungið eystra Björnsdóttur. Ljósm jis Tónleikar Sungið fyrir Héraðsbúa undir stjórn Þórunnar GOÐUR? FJÁRÖFLUN 5. OG 6. JÚNÍ 1986 til tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild hjartasjúklinga að Reykjalundi LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA Skólahljómsveit Kópavogs og kór Kársness- og Þinghólsskóla héldu tónleika víða á Austfjörðum við frábærar undirtektir Það var mikið blásið og sungið á Austfjörðum síðustu vikuna í maí þegar Skólahljom- sveit Kópavogs og Kór Kársness- og Þinghólsskóla voru þar á ferð með tonleika. Var firna vel tekið á móti krökkunum úr Kópavogi og spiluðu þau ýmist innan eða utan dyra. Að sögn Björns Guðjónssonar hljómsveitarstjóra var spilað á Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Breiðdalsvík, Nes- kaupsstað, Eskifirði, Reyðar- firði, Seyðisfirði og Egilstöðum. Með í ferðinni voru 87 krakkar undirstjórn3jafararstjóra. Ferð- in var styrkt af Félagsheimila- sjóði og Kópavogskaupstað en einnig greiddu börnin dálitla upphæð með sér. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum svona tónleikarispu hér innanlands og það er greinilegt á undirtektum að við getum haldið þessu áfram. Við höfum oft farið til útlanda í gegnum árin en nú má búast við að framhald verði á tónleikaferðum innanlands," sagði Björn Guðjónsson í samtali við Þjóðviljann. Á næsta ári á Skólahljómsveit Kópavogs 20 ára afmæli og þá er fyrirhuguð tónleikaferð til Fær- eyja. Stjórnandi sveitarinnar frá upphafi hefur verið Björn Guð- jónsson en stjórnandi Kórs Kársness- og Þinghólsskóla er Þórunn Björnsdóttir. Við látum nokkrar myndir tala sínu máli, en þær voru teknar af ljósmyndara Þjóðviljans eystra, Jóni Inga Sigurbjörnssyni. -v. Og krakkarnir tóku nokkur létt dansspor við undirleik Skólahljómsveitarinnar. Ljósm. jis 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.