Þjóðviljinn - 06.06.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Síða 5
LISTAHÁTÍÐ ÞaðvaræftstíftíHáskólabíóiígær. Kristján JóhannssonogGuðnýGuðmundsdóttirleika(syngja) listir sínar á mynd sig. Tónlist Kristján í skarðið Syngur með Sinfóníunni í kvöld í stað Burchuladze „Jú, það má kannski segja það, en við flytjum efni sem við kunnum mjög vel“, sagði Kristján Jóhannsson tenór- söngvari í gær þegar blaða- maður spurði hvort það væri ekki djarft að stökkva á síð- ustu stundu í skarð rússans Paata Burchuladze, sem ein- hverra hluta kemur ekki til landsins. Kristján dró úr því að þetta væri eitthvað umtalsvert. „Auðvitað er fyrirvarinn stuttur, en hér vinnur hæft fólk sem kann vel sitt fag og við keyrum á þetta núna í tvo daga. Og þetta gengur vel.“ - Efnisskráin? „Hún verður auðvitað valin með tilliti til þessa stutta fyrir- vara, og eins og ég sagði allt efni sem við kunnum mjög vel. Það má segja að þetta verði svona týpískir óperutón- leikar. Meðal verka verða arí- ur úr Aidu og Carmen, og einnig Cavallera Rusticana og Tosca.“ Listvöm eftir Níels Hafstein í tilefni greina Halldórs B. Runólfssonar Þann 8. apríl sl. flutti ég lítinn formála -fyrir myndverki í þætti mínum „Viðkvæmum farangri“ sem var sendur út á rás 1 í Ríkis- útvarpinu, og dró þar saman nokkur atriði til stuðnings full- yrðingu um myndlistarskóla landsins. Halldór Björn Runólfsson, gagnrýnandi Þjóðviljans m.m., ritar langt mál um þennan for- mála í tveimur greinum: „Gigt og gyllinæð í stað andarteppu." og „Slefandi hundur." Svona fyrir- sagnir hélt ég í sakleysi mínu að sæjust aðeins í landbúnaðar- eða læknaritum, og þá t.d. á lærðum greinum um krufningar. Nema hvað, í fyrri grein sinni dregur gagnrýnandinn upp úr pússi sínu Nóbelsskáldið okkar sér til halds og trausts: „Svo sláandi er skyldleikinn milli for- mála Níelsar og hinnar nærfellt sextíu ára gömlu ritgerðar Hall- dórs, „Myndir“ (Alþýðubókin bls. 92-113, skv. 3. útg. Helgaf- ells 1947) að ekki getur annað verið en Níels hafi haft hana til hliðsjónar við samningu sína og bergt af áhrifamættir hennar.“ Þar lágu Danir í því! Nú má ætla að meiðyrðalög- gjöfin hafi verið skoðuð í bak og fyrir þegar þessi glannalega hugs- un flaug út úr skýjaþykkninu, og það er trúlegt að hjartað hafi tekið heljarmikið trommusóló og dælt adrenalíni útí æðakerfið, því það þarf vissulega kjark til að væna þann myndlistarmann um ritstuld sem er kunnur að því að vísa ávallt til heimilda í lok grein- ar. En það má vel vera að þessi „samanburðarfræði" gagnrýn- andans eigi sér upptök í barna- skap og fljótfærni, og ef við álykt- un svo, þá er ljúft að fyrirgefa og gleyma. Það má svo í lokin minna á það að heiðarlegir myndlistarmenn með sjálfsvirðingu, óháðir mark- aði auglýsingaskrums, eru orðnir biðsárir eftir frumlegri og vís- indalegri gagnrýni. Það er komið nóg af ábyrgðarlausu hjali í dag- blöðunum, sleggjudómum, aulafyndni, móðgunum og at- vinnurógi, - menn geta skemmt sér við slíkt „í góðra vina hópi“. Tónleikar Kristjáns Jó- hljómsveitar íslands verða í 20.30 og stjórnandi er Jean- hannssonar og Sinfóníu- kvöld í Háskólabíói klukkan Pierre Jacquillat. -pv Vegna gerð gangna undir Miklubraut norðan Nýja miðbæjarins (Kringlunnar) þarf að breyta legu aðalæðar. Við þá framkvæmd verður vatnslaust í þeim hverfum sem liggja vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar, sjá þó nánar skyggðu svæðin á meðfylgjandi uppdrætti. Lokun hefst strax eftir miðnætti aðfararnótt næstkomandi laugardags þ. 7. júní. Ekki er vitað hve langan tíma verkið tekur, en gera verður ráð fyrir vatnsleysi í flestum fyrrgreindum hverfum fram eftir laugardeginum. Sú takmarkaða aðfærsla vatns sem fyrir hendi er eftir að aðalæðinni hefur verið lokað mun þó halda uppi einhverjum þrýstingi á vatninu í þeim hverfum sem lægst liggja í austustu hverfunum. Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.