Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1986, Blaðsíða 7
DIÚÐVUJINN Umsjón: Ingunn Ásdísardóttir Fornar bækur Fornbókasölur. Fyrir marga íslendinga hafa þær vissa töfra og margir stoppa alltaf og skoða í glugga ef þeir eiga leið framhjá. En hverjir versla í fornbókasölum og hvers konar bœkur versla þeir. Við fórum í tvœr fornbókaverslanir og spurðum út í þessa tegund versl- unar. Ennþá munar minnstu að blaða maður fari á Skólavörðustíginn í Bókina, en áttar sig í tíma og ekur niður á Laugaveg 1 þar sem forn- bókaverslunin Bókin er til húsa. Gunnar Valdimarsson í Bókinni býr til sterkasta kaffi sem sögur fara af og gefur blaðamanni í stóran bolla. En hann vill ekki sjá ljósmyndarann. „Það kom svo vond mynd af mér f Þjóðviljanum einhvern tíma að konan setti mig í myndbann. Ekki viljið þið fara að valda hjónaskilnaði. Taktu frekar mynd af þessari bók hérna,“ segir hann og sýnir blaðamanni stóra þýska bók. „Fólkið reykti fyrir foringjann, sérðu, og límdi svo myndir sem það fékk í sígarettupökkunum inn á þar til gerð pláss í bókinni. Svo græddi ríkið á tó- bakssölunni.“ Ljósmyndarinn sættir sig við hið óumflýjanlega og smellir af á bókina í bak og fyrir meðan blaðamaður dregur upp blýant og blað. „íslendingar virðast ekki átta sig á því að erlendar bækur geta sumar hverjar verið mestu dýrgripir", segir Gunnar, „og eru í einstaka tilfellum mjög dýrar. Frumútgáfa af Róbinson Krúsó er líklega ein dýrasta bók í heimi. Það er ákaflega erfitt að selja er- lendar bækur hér á landi. Þó menn komi með gullaldarbók- menntir, t.d. eftir frægan höfund á Norðurlöndum, hátíðaútgáfu, liggur það óhreyft í hillu og hefur ekki aðdráttarafl fyrir Islend- inga, þeir vilja safna allt öðrum bókum. Ég ráðlegg fólki að fara með slíkar bækur til höfuðborgar viðkomandi lands og koma þeim í verð þar.“ - Hver er dýrasta bók á ís- landi? „Spurðu hann Snæ að því, hann veit svoleiðis miklu betur en ég,“ segir Gunnar og Snær Jó- hannesson samstarfsmaður Gunnars segir. „Ætli það sé ekki Guðbrandsbiblía. Flún er dýrasta biblía sem sannanlega hefur verið prentuð á íslandi. Ætli hún færi ekki á svona hálfa miljón í sam- tíðarbandi.“ - Hvernig standa mál hjá forn- bókasölum í dag? Gunnar verður fyrir svörum: „Ja, við stöndum frammi fyrir því núna að það verða gífurlega mikil þáttaskil í þessum málum, við bíðum eiginlega bara rokspenntir eftir því hvað gerist. Flestir mestu og bestu safnar- arnir eru annað hvort fullmettir eða’hættir að safna bókum af ein- hverjum ástæðum og það eru mjög fáir sem taka við af þeim. Það má telja þá á fingrum sér.“ - Mér sýnist alltaf verða meira og meira af erlendum bókum í hillum fornbókasala. „Já, það er rétt athugað hjá þér,“ svarar Gunnar. „Þetta er stærsta breytingin síðustu tvö til þrjú árin, að fólk er hér um bil hætt að kaupa þýddar skáldsögur en verslun á erlendum pocket- bókum hefur aukist. Menn þýða bækur að vísu enn, en ég spái því að það verði ekki svo í mörg ár í viðbót sem slíkt fær staðist nema mjög takmarkað og það verða þá bara albestu bækur og svo léttar afþreyingarbækur. Þó vona ég að bókmenntaþjóðin haldi velli sem slík en ég óttast að það séu margs konar breytingar í aðsigi á næst- unni. Mér líst verst á hvað börnin Þýska bókin sem Gunnar lét mynda í staðinn fyrir sjálfan sig. Fyrir neðan bókina eru sýnishorn af límmiðunum innan úr henni. (Mynd Sig.) virðast lesa lítið nema helst myndabækur. Það má kalla að þau lesi bara gegnum myndir." - Verður þú var við að fólk hafi minni efni á að kaupa bækur? „Já, ég verð mikið var við það. Fólk þarf að nota þá peninga sem það hefur milli handanna sér til hnífs og skeiðar," svarar Gunnar alvarlegur í bragði. En svo léttist á honum brúnin, „en það er alltaf til fólk sem metur bókina meira en nokkuð annað, sumir þurfa að nota hana í stað svefnmeðals, það er svo ótal margt sem spilar inní að bókin verður fólki kærari en allt annað. Mér finnst líka að við- skiptavinir okkar fornbókasala séu rjóminn í þjóðfélaginu". Ing Svava Björnsdóttir í Forn- bókabúðinni Hverfisgötu 16: „Það er auðvitað engin sölu- mennska að segja að halli undan fæti,“ segir Svava og brosir við. „En það eru sveiflur í þessari verslun eins og annarri. Góðar bækur seljast alltaf og stoppa lítið við.“ - Hafið þið fastakúnna? „Já, þeir koma alltaf með vissu millibili og athuga hvort eitthvað nýtt hafi komið inn. Þeir fylgjast mjög vel með því. Þetta eru bókasafnarar, mest eldri menn, ungu mennirnir láta ekki mikið sjá sig, - það eru svo margir póst- ar komnir inn í líf fólks og bóka- söfnun virðist því miður vera á undanhaldi. Fólk hefur hreinlega Svava: Góðar bækur standa alltaf fyrir sínu og fólk snýr alltaf aftur til bókarinnar. (Mynd Sig.). ekki tíma til slíks. Maður má helst ekki segja að vídeó og sjón- varp spilli, en það gerir það nú samt, - þó hverfur fólk alltaf aft- ur til bókarinnar að því er virð- ist.“ - Hvernig eru lestrarvenjur fólks? „Þær hafa breyst gífurlega mikið. Áður stoppuðu góðar spennu- og ástarsögur aldrei við, en nú er hending ef fólk kaupir þær. Aftur er meira keypt af er- iendum pocketbókum, bókum sem lítið þarf að hafa fyrir að lesa og í þeirri verslun er skiptimark- aðurinn allsráðandi.“ Á borðinu liggur stór bunki af pocketbókum. Blaðamaður kíkir á hann og sér að þetta eru 17 bækur með titlum eins og: The Untamed Witch, Diamond Stud, The Caged Tiger o.fl. o.fl. Svava sér hvað blaðamaður er að skoða og segir kímin. „Svona bækur kemur fólk með og fær aðrar í staðinn. Þennan bunka kom stúlka með áðan og fékk annan eins í staðinn. Strákar lesa svona bækur ekki síður en stúlkur. Fólk les þær sér til afþreyingar og til að æfa sig í tungumálum, aðallega ensku og dönsku.“ Blaðamaður rekst á ritsafn Þorsteins Erlingssonar í þremur bindum og rekur upp stór augu: Kostar þetta ekki nema 900 krón- ur? Hvað kostar þetta nýtt í al- mennum bókabúðum? „Nei, þetta kostar ekki nema 900 krónur," segir Svava, „Það munar yfirleitt svona rúmum helming á verði bóka hjá forn- bókasölum og öðrum bókabúð- um. Annars fer það líka eftir því hvaða bækur um er að ræða. Það er talsvert meiri verðmunur á vinsælum bókum." - Er gaman að vinna í forn- bókabúð? „Mér finnst það mjög gaman,“ segir Svava hlýlega. „Það er líka svolítið öðruvísi, meiri spenna í því. Maður fær kannski fimm upp í tíu kassa af bókum og þá er oft óskaplega spennandi að sjá hvað kemur upp úr þeim. Verðlagið hefur maður svona í kollinum og eins höfum við sem erum í þessu, vissa samvinnu um verðlagningu bókanna. Svo myndast líka oft persónulegra samband við kúnn- ana í svona búðum. Sjáðu hérna, þetta eru allflest bindin af Nýjum félagsritum í gamla skinnbandinu, en mig vantar fáein inn í og þess vegna geymi ég þau hérna inm á bak við ef ske skynni að ég fengi þau bindi sem vantar. Þetta er eitt af því sem gerir það svo spennandi að vinna á fornbókasölu," segir Svava að lokum. Ing Föstudagur 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.