Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 8
MENNING NAIP-hópurinn Hvað gerír Ijósamaður? Þaö er alltaf sérkennilegt, aö sjá leikrit án þess að skilja orö af því sem sagt er. Þó er ekki þarmeð sagt, aö þaö sé eitthvað verra en hitt - bara öðruvísi. Maður gerir meira af því aö viröa fyrir sér hlutina, lætur augun renna yfir sviöiö endrum og sinnum, án tillits til þess hver er aö tala hverju sinni. Og það var sitthvað fyrir augað í sýningu NAIP-hópsins. Leik- myndin var einföld og snotur. Málverkið af jöklunum, sem var í bakgrunni, listilega vel gert og ekki voru búningarnir síðri. Bak- grunnurinn ásamt eldunum sem loguðu á sviðinu og þessum fal- legu selskinnsbúningum, setti fal- legan svip á sýninguna og einkar grænlenskan. NAIP-leikhópurinn er eini áhugaleikhópurinn á Grænlandi og var stofnaður fyrir aðeins tveim árum. Þau hafa enga til- sögn hlotið; hafa engan leik- stjóra; engar leikbókmenntir; enga reynslu, hvorki af innlendu né erlendu leikhúsi. Þau sögðu meðal annars frá því í umræðum eftir sýninguna, að við komuna hingað hefðu þau verið spurð hvort þau hefðu ljósamann. Þau langaði mest að svara: „Hvað gerir hann?“ Sýningin ber glögg merki þessa, bæði leikgerðin og leikur- inn. Engu að síður og raunar ein- mitt þessvegna, er sýningin allrar athygli verð. Leikhús þeirra á sér afar óljósa fyrirmynd og því er frásögnin einsog þeim þykir eðli- legt að segja frá, engin tilgerð, engar eftirapanir. Til að mynda lá þeim ekkert á. Þyrfti að skipta á sviðsmynd, urðu áhorfendur bara að bíða og gjarnan voru langar þagnir og ekkert sérstakt að gerast á svið- inu. Þessu eigum við ekki að venjast, við sem erum í sífelldu kapphlaupi við tímann og erum orðin svo firrt af því vonlausa hlaupi, að við þolum sjaldnast aðgerðarleysi. En þetta er Grænlendingunum tamt, því þeir taka ekki þátt í þessu hlaupi. Þegar svo ólík lífsviðhorf mæt- ast; annarsvegar þeirra er sýna og hinsvegar þeirra er sjá; reynir á víðsýni áhorfandans. Hvort hann getur sætt sig við og sett sig inní menningu þeirra er sýna. Takist honum það, fer hann af sýning- unni dýrmætri reynslu ríkari. Þó leikgerðin hafi verið frum- stæð og hugmyndasnauð og leikurinn einsog búast mátti við af sjálfmenntuðum leikurum, naut ég sýningarinnar vel. Eftir hana velti ég lengi vöngum yfir því, hvað okkur hefði áunnist við að iðn- og tæknivæðast. Bera saman veiðimannasamfélagið - náttúruþjóðina, og nútíma iðn- aðarsamfélag. Það eitt gaf mér meir en margar aðrar sýningar hafa. Það þyrfti ekki sérfræðing - bara strákhvolp einsog mig, til að rakka þessa sýningu niður. En sá sem gerði það, gæti allt eins út- húðað nýfæddu barni fyrir það, að kunna ekki að lesa. Þeir sem bera umhyggju fyrir barninu, sem NAIP er, vita hins vegar, að með hjálp góðra manna, lærir það fljótt að lesa. Að lokum: Grænlendingar hafa gert sér ferð til íslands með leiksýningu og sýnt hana fyrir fólk, sem hefur alla aðstöðu til að kynna sér leikhús og leiklist. Fólk sem hefur aðgang að námskeið- um, getur farið í leikhús þegar því hentar, og á kost á kennslu í grunnskóla, í framhaldsskóla og í háskóla. í stuttu máli: Þeir komu til ís- lands, stigu á stokk frammi fyrir fólki, sem veit miklu meira en þeir sjálfir um leikhús. Sögðu: hér erum við; við kunnum lítið; vitum nær ekkert; en samt ætlum við að reyna að leika fyrir ykkur og skömmumst okkar ekkert fyrir það. Slíkt heimtar þor, slíkt krefst áræðni og fyrir þennan óvanalega kjark eiga Grænlend- ingar sennilega meira lof skilið en nokkur annar hópur er sýndi hér á hátíðinni. -Hhjv. 100ARA AFMÆLI LANDSBANKAISLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU LANDSBANKASÝNING 28.JÚM-20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU rr Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. rr sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningar og frímerki, þar er vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.