Þjóðviljinn - 02.07.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Side 2
FRETTIR Hraðfrystistöðin hf. Stjómvöld ábyrg Verkakona í Hraðfrystistöðinni: Verkalýðsforystan stendur sig illa Stjómvöld bera ábyrgð á þessu, þau vilja allt dautt sem heiðarlegt er og láta fy rirtæki eins og þrælabúðirnar Granda hf. ein- oka útgerðina, sagði Ragnheiður Jóhannsdóttir verkakona í sam- tali við blaðamann Þjóðviljans. Hún er ein þeirra áttatíu sem fengu uppsagnarbréf í fyrradag frá fyrirtækinu Hraðfrystistöð- inni hf. en hún hefur aðeins unnið þar í nokkra mánuði því hún missti vinnuna þegar Grandi varð til. „Ég fer aldrei í Granda, ég hélt að þrælahald væri bannað en svo virðist ekki vera. Það á að loka öllu nema þar, það er greinilegt. Nú er Kirkjusandur einn eftir en þar er ekki greiddur bónus og ekki lifi á ég dagvinnukaupinu einu saman sem er núna 113 krónur og 7 aurar eftir 12 ár í þessu starfi. Maður var svo ánægður að fá vinnuna hér, hér er góður starfsandi og gott fólk en þá fer þetta svona. Og það er ekki sama hvað maður er gamall þegar maður leitar að vinnu, hér er þó nokkuð af eldri konum og ég ef- ast um að þær fái nokkuð að gera í haust. Verkalýðsforystan gerir ekkert fyrir okkur og sýnir bara linkind sí og æ. Þegar ég hætti í Granda, þá fór ég á fund hjá Samtökum kvenna á vinnumark- aðnum og það eru góð samtök. En núna sé ég ekkert framundan, það er útilokað að fólk geti búið úl lengdar við slíkt öryggisleysi sem sífelldar uppsagnir valda og ég hef bara ekki skap í mér til að margbiðja um vinnu í BÚR aftur. Mig langar til að vinna lengur því ég er enn við hestaheilsu, en ég býst ekki við að fá neitt. Ég veit ekki á hverju menn ætla að lifa í þessu landi þegar búið er að stöðva alla útgerð sem skapar mestar útflutningstekjurnar", sagði Ragnheiður Jóhannsdótir verkakona að síðustu. _vd Hraðfrystistöðin Sinnuleysi harðlega mótmælt Dagsbrún og Framsókn: Stjórnvöld og atvinnurekendur horfa aðgerðarlaus á fiskvinnsluna í landinu veslast upp. Ábyrgð atvinnurekenda meiri en að hirða gróðann og loka þegar þrengir að Verkalýðsfélögin lýsa þungri ábyrgð á hendur stjórnvalda og atvinnurekenda sem horft hafa aðgerðarlaus á fiskvinnsluna í landinu veslast upp, segir m.a. í harðorðri yfirlýsingu sem Ragna Bergmann formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar og Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sendu frá sér í gær vegna uppsagnar starfsfólks Hraðfrystistöðvarinnar og vænt- anlegrar lokunar frystihússins. í yfirlýsingunni er bent á að þetta sé í annað sinn á nokkrum mánuðum sem verulegar upp- sagnir eiga sér stað í fiskvinnslu í Reykjavík. Ef svo fer fram sem horfir muni atvinnufyrirtækjum í fiskvinnslu enn fækka í höfuð- staðnum. „Með betri nýtingu og mark- vissari framleiðslu verður að lækka tilkostnað og gera þessi hús rekstrarhæfari og þar með að greiða hærri laun og dýrara hrá- efni. Þessi innri skipulagsmál hafa verið algjörlega vanrækt og engin markviss stefnumótun átt sér stað í málefnum undirstöðu- atvinnuvegar landsmanna. Félögin krefjast þess að ríkis- stjórnin hafi forgöngu um gagn- gera úttekt á framtíðarhorfum fiskvinnslunnar í landinu svo að bregðast megi skipulega við slík- um ótíðindum sem þessum fram- vegis. Atvinnurekendum verður að skiljast að ábyrgð þeirra er fólgin í meiru en því að hirða gróðann þegar vel árar og loka þegar að þrengir. Verkalýðsfélögin mótmæla harðlega þessu algera sinnuleysi í garð svo mikilvægrar atvinnu- greinar og slíku ábyrgðarleysi í garð verkafólks sem nú er rænt lífsbjörg sinni“, segir í yfirlýsingu þeirra Rögnu og Þrastar. -Jg „Ég hef unnið hér í níu ár og ætla ekki að leita mér að vinnu í frystihúsi aftur. Þar spila saman lág laun og vinnan sjálf", sagði Kristín Guðlaugsdóttir verkakona í Hraðfrystistöðinni hf., en henni var einsog öðrum sagt upp í vikunni. Hraðfrystistöðin hf.: Eftir þrjá mánuði verður þessu fyrirtæki lokað og það hættir störfum ef ekkert er að gert. Áttatíu manns missa vinnuna á einu bretti. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 2. júlí 1986 Nú er æxli orðið hjá íhaldinu albert. Matreiðslunemar Ekki til Laugarvatns Matreiðslumenn mótmæla flutningi Hótel- og veitingaskólans til Laugarvatns Á aðalfundi Félags matreiðslu- manna sem haldinn var á dögun- um var samþykkt samhljóða að mótmæla flutningi Hótel- og veitingaskóla íslands til Laugar- vatns og skora á stjórnvöld að standa við gerða samninga sem gerðir voru við Kópavogs- kaupstað um að Matvælaskóli Is- lands yrði reistur í tengslum við Menntaskólann þar. Segir í samþykktinni að mikil- vægt sé að reisa þennan skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem flestir nemendur búa og flest veitingahús eru staðsett. Vestfirðingar Mótmæla umfjöllun sjónvarps „Neikvœð umrœða um málefni Suðureyrar og mál að linni“ Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent frá sér á- lyktun til fréttastjóra Sjónvarps, útvarpsráðs og útvarpsstjóra þar sem harðlega er mótmælt um- fjöllun sjónvarps á dögunum um málefni íbúa Suðureyrar við Súg- andafjörð. í ályktuninni segir að við lestur Lögbirtingablaðsins komist menn að raun um að í byggðar- lögum kringum allt land og einnig á höfuðborgarsvæðinu séu aug- lýst nauðungaruppboð án þess að slíkt fái álíka umfjöllun í sjón- varpi og uppboð þau sem fram áttu að fara á Suðureyri. Vanda- mál staða eins og Suðureyrar megi ekki síst rekja til þess að- dráttarafls sem höfuðborgar- svæðið hefur bæði á fólk og fé. Segir ennfremur í ályktuninni að fréttaflutningur sjónvarps um uppboðin á Suðureyri leysi ekki vanda eins eða neins. „Aftur á móti getur slíkur fjölmiðla upp- sláttur gert illleysanleg vandamál óleysanleg, og á þann hátt fækk- að byggðum bólum á íslandi“. Hér hafi verið um ítrekaða neikvæða umræðu sjónvarps um málefni Suðureyrar að ræða og mál sé að linni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.