Þjóðviljinn - 04.07.1986, Síða 3
Vísindi
FRÉ1TIR
Þetta sagði Friðrik Pálsson
framkvæmdastjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna í sam-
tali við Pjóðviljann í gær. Hann
sagði ennfremur:
Pað var gerður ákveðinn þjóð-
arsáttmáli í vetur og það hefur
verið staðið við hann gagnvart
öllum aðilum, til dæmis var
launafólki bætt það þegar verð-
bólgan fór lítilsháttar fram úr
rauða strikinu. Vinnslan hefur
hins vegar verið skilin eftir og
okkur fannst það afskaplega sárt
með tilliti til stöðu hennar núna.
Við erum í rauninni ekki að fara
fram á nokkurn hlut. Við erum
aðeins að kvarta undan því að
vinnslan skuli vera skilin svona
100 ára afmœli
útibús-
stjórans
fylltist
Frábœr þátttaka
í afmœlishátíðinni
um allt land
„Afmælishátíðin hefur heppn-
ast betur en okkur dreymdi um.
Það hefur verið fullt út úr dyrum
hjá okkur um allt land“, sagði
Einar Ingvarsson formaður af-
mælisnefndar Landsbankans.
Óskar Hallgrímsson: Rekum þetta þar til landsmóti lýkur. Mynd. Sig.
Hella
Sjoppurekstur aðeins í vikutíma
Hellubúar kunna að fœra sér mótshaldið í nyt
Þetta hefur nú verið fremur
dræmt það sem af er, en það
hlýtur að rætast úr, sagði Óskar
Hallgrímsson Hellubúi í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Það vekur athygli þeirra sem
fara á landsmót hestamanna, sem
nú stendur yfir á Hellu, að komið
hefur verið fyrir söluskúr í hús-
næði sem annars er ætlað sem bif-
reiðaverkstæði. Þar hafa Óskar
og nokkrir kunningjar hans kom-
ið upp sjoppu sem ætlunin er að
reka aðeins meðan landsmótið
stendur yfir.
„Við byrjuðum hérna á sunnu-
daginn og ætlum að reka þetta
þar til landsmótinu lýkur“, sagði
Óskar.
Eins og gefur að skilja er lands-
mótið mikil lyftistöng fyrir alla
þjónustustarfsemi á Hellu.
Hestamennina hungrar og þyrstir
og það kemur í hlut kaupmanna á
staðnum að þjónusta þá. Salan
stóreykst og það færist meira fjör
í þorpslífið.
-gg
Fiskvinnslan
Þurfa 2-3% gengisfellingu
Friðrik Pálsson: Ekkistaðið við þjóðarsáttmálann gagnvart
fiskvinnslunni
Við kjarasamningana í vetur
voru allir útreikningar og all-
ar viðmiðanir miðaðar við þetta
gengi; 42,30 krónur fyrir dollara.
Dollarinn byrjaði síðan strax að
falla og hefur síðan hangið í og
rétt yfir 41 krónu. Þetta jafngildir
2,/2-3% af tekjum vinnslunnar.
eftir eins og gert er.
Friðrik sagði að það gæti skipt
verulegu máli fyrir fiskvinnsluna
ef hún fengi endurgreiddan geng-
ishagnað síðastliðins árs. Það
gæti að verulegu leyti rétt af
skuldahalann. Aðspurður hvort
þessi gengishagnaður gæti komið
í stað gengislækkunar sagði Frið-
rik: Eg held að hvort tveggja
þurfi til.
Af samtölum Þjóðviljans við
aðila í fiskvinnslu virðast menn
vera að tala um gengishagnað
uppá 2-300 miljónir króna. Sú
gengislækkun sem frystihúsrek-
endur telja sig þurfa nemur 2-3%
G.Sv.
ísland aðili
að EUREKA
í vikunni var íslandi veitt form-
lega aðild að EUREKA, sem eru
samtök um samvinnu Evrópu-
þjóða á sviði hátækni og
rannsókna. Aðildinvar samþykkt
á ráðhcrrafundi aðildarríkja
EUREKA í London og er ísland
19. aðildarríki samtakanna.
Meðal þeirra verkefna sem
unnið er að innan EUREKA og
íslenskir aðilar hafa áhuga á þátt-
töku í, eru upplýsinga- og fjar-
skiptatækni, líftækni og efnis-
tækni. - lg
„Við buðum upp á kaffi og
meðlæti á sjálfan afmælisdaginn
1. júlí og það var geysilega góð
þátttaka. T.d. var svo fjölmennt í
kaffiboðinu á Húsavík að úti-
bússtjórinn, sem býr á efri hæð-
inni í Landsbankahúsinu, þurfti
að bjóða fólkinu inn til sín. Allur
þessi fjöldi rúmaðist ekki í bank-
Frelsi til fjárdráttar?
Krefjum heildsala um skýringu á háu innkaupsverði, segir Asmundur
Stefánsson, forseti ASÍ
Sýningin í Seðlabankahúsinu
hefur verið mjög vel sótt en henni
lýkur 20. júlí. „Það er fleira á döf-
inni, sagði Einar, t.d. ætlum við
að bjóða fólki frá útibúunum í
kvöldverð og á sýninguna. Þann
6. september verður úrslita-
hlaupið í Landsbankahlaupinu á
Laugardalsvellinum. Öllum
börnum sem sigruðu í undanúr-
slitunum verður boðið til Reykja-
víkur til að taka þátt í lokakeppn-
inni. Keppt verður um 3 bikara".
Einar sagði að í heild hefði ver-
ið mjög góð þátttaka í hlaupinu.
Um 8-900 börn kepptu. En vont
veður á suð-vesturlandi dró að-
eins úr þátttöku þar.
- SA.
Eftirfarandi grein barst frá Ás-
mundi Stefánssyni forseta ASI,
vcgna frétta um könnun Verð-
lagsstofnunar:
Fyrir tveimur árum var tekin
ákvörðun um að gefa innflytjend-
um matvöru fullkomið frelsi til
verðlagningar. Innflytjendur
fögnuðu ekki aðeins fyrir sína
hönd heldur þjóðfélagsins alls,
sem nú myndi njóta frelsis í lægra
vöruverði. Stórfelld lækkun inn-
flutnings væri framundan.
í þessu ljósi er rétt að skoða
könnun Verðlagsstofnunar sem
kynnt var í þessari viku, en þar
kom fram að í 22% tilvika
reyndist innkaupsverð íslenskra
heildsala hærra en smásöluverð
út úr búð í Glasgow og í 55%
tilvika reyndist innkaupsverð ís-
lensku heildsalanna hærra en það
verð sem smásalar í Glasgow
greiddu þeirri heildverslun sem
könnuð var.
Það er aldrei skynsamlegt að
draga einhlítar ályktanir af einni
og afmarkaðri könnun en það er
freistandi að draga þá ályktun af
könnun Verðlagsstofnunar að ís-
lenskir innflytjendur kjósi að
nota frelsið til fjárdráttar frekar
en herja á um lægra innkaupsverð.
Auðvitað má vísa til smæðar ís-
lenska markaðarins og benda á
að smáir aðilar njóti oft lakari
kjara en aðrir. Sú skýring dugir
þó skammt til að réttlæta að í
meira en helmingi tilvika kaupi
íslenskir heildsalar vöruna á
hærra verði en kollegi þeirra í
Glasgow selur hana á. Enn síður
nægja slík rök til að skýra að í
meira en fimmta hverju tilviki
kaupi íslenskir heildsalar vöruna
á hærra verði en almennum
neytendum býðst í búð í Glas-
gow.
Ég hef heyrt því haldið fram að
ástæða hins háa innkaupsverðs sé
sú að íslenskir heildsalar séu þeir
drengskaparmenn í viðskiptum
að þeir þrátti aldrei um verð.
Það sé því víðs fjarri að sann-
gjarnt sé að dylgja um tilfærslur á
erlenda reikninga sem stundum
gleymist að geta á skattframtöl-
um. Ég ætla ekki að gerast dóm-
ari í því máli en það er hafið yfir
allan vafa að íslenskir heildsalar
standa sig ekki sem skyldi í því
hlutverki að afla innfluttrar vöru
á hagstæðu verði. Almennur
vöruinnflutningur að olíu frátal-
inni er á þessu ári áætlaður rúm-
lega þrjátíu miljarðar króna. Það
er því ljóst að hvert einasta prós-
ent í innkaupsverði skiptir þjóð-
arbúið miklu. Til samanburðar
má minna á að launatekjur í
landinu munu áætlaðar um 60
milljarðar á þessu ári. Það er því
ekki fjarri lagi að hvert prósent í
innflutningsverði samsvari um
hálfu prósenti í kaupi.
Við hljótum að krefja heildsala
skýringa á innkaupsverðinu. Mér
er illa við að láta íslenska heild-
sala mata krókinn á minn kostn-
að en mér er jafnvel enn verr við
að láta þá henda mínu fé í yfir-
borgun til útlendra heildsala eða
framleiðenda.
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3