Þjóðviljinn - 04.07.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Qupperneq 7
Á myndinni má sjá nokkra meinatækna Landspítalans ásamt öðru starfsfólki spítalans á kaffistofunni. Einn starfsmaðurinn var að koma frá útlöndum og þess vegna var þetta fína útlenska gotterí á borðum. Mynd.: Sig Meinatœknar Fjöldauppsagnir Meinatœknar: Skemmtilegt starf, enlaunakjör, álag ogvinnuaðstaðafœlafrá Eins og fram hefur komið í fréttum ríkir mikið neyðarástand á rannsóknadeildum spítalanna vegna skorts á meinatæknum og bendir allt til þess að ástandið fari enn versnandi. Meinatæknum hefur f arið fækkandi og hefur t. d. Landakot þurft að ráða fólk er- lendis frá til þess að fylla stöðu- gildin. Umsóknum í meinatækni- deild Tækniskólans hefur fækkað svo ört á sl. 2 árum að þær nema ekki einu sinni fjölda skólaplássa sem eru í boði en þau eru 16. Fyrir nokkrum árum síðan voru það hátt í 100 manns sem slógust um þessi rými. Af spítulunum í Reykjavík er ástandið á rannsóknadeildunum einna verst á Landspítalanum. Á 2 deildum spítalans hafa 5 meina- tæknar nýlega hætt störfum og 13 aðrir, eða rúm 30 % starfsmann- anna, hafa sagt upp. Blaðamaður Þjóðviljans lagði leið sína þangað í leit að frekari upplýsingum um starf meinatækna og það ástand sem ríkir á rannsóknastofum þeirra. Við hittum fyrst fyrir nokkra meinatækna á kaffistof- unni og spurðum þær hvað þær álitu að ylli þessari þróun. Það væri jú svo stutt síðan meinatæknistarfið hefði þótt með fínni og eftirsóknaverðari kvenn- astörfum. Oheyrilegt vinnualag „Það er engin spurning að launamálin vega einna þyngst á metunum," sögðu viðmælendur. „Þau hafa farið hríðversnandi á síðustu árum og samtímis hefur nám meinatækna án launa lengst um 13 mánuði. Kjararýrnunin hjá stéttinni hefur því verið mikil og hefur það tvímælalaust fælt fólk frá. Annað sem fælir líka í auknum mæli frá er vinnuálagið. Samtímis því sem meinatæknum fækkar fjölgar rannsóknum af ýmsum toga og því hefur meiri og meiri vinna dæmst á þá sem fyrir eru. Þetta er auðvitað alveg ófært. Eins og kom fram í blaði ykkar um daginn þá fáum við ekki einu sinni fólk til sumaraf- Þrátt fyrir öll nýju tölvugreiningartækin á rannsóknastofunum er smásjáin gamla enn ómissandi við vökvarannsóknir. F.v. Bergljót Halldórsdóttir kennslumeinatæknir og Ingibjörg Loftsdóttir nemi. Mynd.: Sig “RA-1000 hefur haft mikla byltingu í för með sér',“ sögðu þær (f.v.) Ester Kaldalóns og Helga Björg Stefánsdóttir kennslumeinatæknar um greiningarvólina sem þær eru að vinna við. „Ef aðstæður hér væru viðunandi væri önnur slík vél hér til viðbótar," sögðu þær Ester og Helga Björg. Mynd.: Sig Föstudagur 4. júlí 1986 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.