Þjóðviljinn - 04.07.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Qupperneq 8
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboö- um í lagningu holræsa í fyllingu noröan Sætúns milli Kringlumýrarbrautar og Laugalækjar, hol- ræsa sunnan Sætúns ásamt gerö yfirfallsbrunns við Kringlumýrarbraut svo og tengingar viö eldra holræsakerfi. Verk þetta nefnist Sætúnsræsi 3. áfangi. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama staö þriöjudaginn 15. júlí nk. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fiiknkjuvegi 3 Smn 25800 Viðgerða- og ráðgjafarþjónusta leysiröll vandamál húseigenda. Sér- hæfðir á sviði þéttinga og fl. Almenn verktaka. Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta. Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin. Tæknifræðingur eða verkfræðingur Tæknifræðingur eða verkfræöingur óskast til aö gegna störfum byggingarfulltrúa á Eskifirði. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6175. Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf og menntun skal skila fyrir 20. júlí n.k. Bæjarstjórinn á Eskifirði Kennarar Tvo til þrjá kennara vantar aö Laugalands- skóla, Holtum, Rang. Aðalkennslugrein^: Stæröfræöi, eölisfræöi og líffræði, hjálparkennsla og smábarna- kennsla. Frítt húsnæöi og hiti. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 99-5542 og formaður skólanefndar í síma 99-5551. * ____Sími 681333. Staða flugvallarvarðar Staða flugvallarvarðar á Bíldudal hjá Flugmála- stjórn er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráöu- neytinu fyrir 25. júlí nk. Laxaseiði til sölu Nokkurt magn af sumaröldu laxaseiði til sölu. Nánari uppl. í síma 94-2003 eöa 94-2027 á kvöld- in. Klak- og eldisstöðin Seftjörn. AWINNULÍF Sýnisglösin ásamt smásjánni eru hálfgerö tákn fyrir stéttina. Eyja Sigurjónsdóttir aöstoðarstúlka tekur við öllum sýnum sem berast inn á rannsóknastofurnar og flokkar þau niður. Mynd.: Sig leysinga. Það er auðvitað ekki hægt að loka rannsóknastofunum því þá myndi öll spítaiastarfsemin Íamast þannig að við verðum að taka á okkur endalausar vaktir. Óheyrilegt vinnuálag er líka mjög vafasamt í svo áhættusömu starfi sem meinatæknastarfið er. Þetta er starf sem krefst mjög ná- kvæmra vinnubragða og mikillar einbeitingar. Það er líka engin spurning að aukin áhætta í starfi meinatækna á síðustu árum hefur hjálpað til við að fæla fólk frá stéttinni. Það hefur jú heldur ekki verið tekið tillit til aukinnar áhættu í launagreiðslunum". Mér skilst að ástandið á rann- sóknastofum Landspítalans sé verra en víðast hvar annars stað- ar. Hvers vegna er það ? „Það er vegna þess að álagið hér er meira. Hingað kemur mikið af aðsendu efni sem bætist ofan á spítalavinnuna en það eykur álagið til muna. Svo er vinnuaðstaðan hér mjög slæm bæði hvað varðar umfang hús- næðisins og öryggisaðbúnað. Reglum sem lúta að öryggisað- búnaði hefur lítið verið fylgt hér og meinatæknar sem eru að ráða sig til starfa kjósa því frekar að fara á vinnustað sem stendur bet- ur að vígi hvað þetta varðar“. Ónæmistæring og vírusgula Hverjar eru mestu hætturnar í starfi ykkar ? „Það eru margvíslegar hættur sem eru yfirvofandi. Núna á allra síðustu árum hefur t.d. hættan á að vinna við blóðsýni aukist vegna ónæmistæringar og vírus- gulu eða lifrarbólgu. Það var gerð rannsókn nýlega á meinatæknum Borgarspítalans og kom í ljós að 25 % meinatæknanna mældust með mótefni gegn vírusgulu. Sams konar rannsókn var gerð fyrir 7 árum og þá mældust 8 % með mótefnið. Þetta er mikil aukning á ekki lengri tíma. Hætt- urnar stafa líka vegna margra þeirra efna sem við vinnum með en sum þeirra geta valdið heila- skemmdum, krabbameini og fósturláti. Þessar hættur eru yfir- vofandi en það þýðir auðvitað ekki að það sé ríkjandi að fólk verði fyrir alvarlegum skaða. En þó að áhættan í starfinu sé veruleg þá er það ekki þess vegna að fólk segir upp störfum. Það er fyrst og fremst vegna launanna, álagsins og vinnuaðstöðunnar. Kvennastarf Meinatæknastarfið sem slíkt er annars mjög fjölbreytt og skemmtilegt og flestar okkar gætu ekki hugsað sér að starfa við annað. En ókostirnir núna eru því miður of margir og þess vegna hafa margar okkar sagt upp störf- um“. Meinatæknastarfið hefur löngum verið dæmigert kvenna- starf. Eru karlmenn ekkert farnir að slæðast inn í stéttina? „Það er svona einn og einn, en þeir gefast fljótlega upp vegna launanna og vinnuaðstæðnanna. Það var nú verið að bjóða einum deildarmeinatæknastarf hér um daginn en hann hafnaði boðinu enda er hann að hugleiða að hætta. Deildatæknastarfið er alls ekkert aðlaðandi miðað við alla þá ábyrgð og vinnu sem það krefst og tiltölulega lítillar launa- hækkunar. Nei, ætli laun og starf- aðstaða meinatækna sé ekki ein- mitt eins og hún er vegna þess að þetta er kvennastétt," sögðu við- mælendur okkar að lokum. Eftir rabbið á kaffistofunni fengu blaðamaður og ljósmynd- ari að rölta um rannsóknastof- urnar og skoða tól og tæki meina- tæknanna. Meðfylgjandi myndir eru svipmyndir frá þessu rölti. —K.Ól. Tilkoma tölvunnar á rannsóknastofurnar hefur auðveldað störf sem áður voru mikil handavinna. F.v. Sigrún Sigurð- ardóttir og Sveindís Hermannsdóttir meinatækninemar. Mynd.: Sig Kristín Norðdahl líffræðingur vinnur hér við tæki sem mæl- ir natríum og kalíum í blóði. Mynd.: Sig 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.