Þjóðviljinn - 04.07.1986, Side 12
TILFINNING
EKKI
TÆKNI
MÁLI
Oddur Ólafsson, aðstoðarrit-
stjóri Tímans, er íslenskum
dagblaðalesendum vel kunn-
ur, enda starfað meira og
minna við íslensk dagblöð í
rúma þrjá áratugi. í dag þekkja
menn hann sem blaðamann,
en hitt vita kannski færri að
Oddur var blaðaljósmy ndari,
tók m.a. fyrir Þjóðviljann; og er
einn þessara ægilegu manna
sem eru menntaðir í faginu.
Okkur lék forvitni á, hvernig
það hefði verið að vera blaða-
Ijósmyndari fyrir 30 árum og
töltum því yf ir götuna og
tókum Odd tali. Við byrjuðum
á að spyrja hvar, hvenær og
hvernig hann nam fagið:
„Það var árið 1954, sem ég hóf
nám á ljósmyndastofu Sigurðar
Guðmundssonar meistara. Þetta var
þriggja ára verklegt nám, þá einsog
nú, en miklu fjölbreyttari vinna,
bæði hvað varðar tæki og tökur. Við
vorum látnir vinna með allrahanda
vélar, allt frá þeim sem þá voru nýjar
og niður í vél frá aldamótum, er festi
myndirnar á glerplötur. Það var líka
minna þá um stúdíómyndir, útitökur
mjög algengar, enda sá stofan m.a.
um myndatökur fyrir Þjóðviljann í
mörg ár.“
Og hvernig smitaðist þú af
Ijósmyndadellunni?
„Ég fékk nú enga dellu, maður leit
á þetta sem hvert annað handverk.
Hinsvegar finnur maður að það er
ekki útbreitt viðhorf. Það gerist
alltaf öðru hvoru, að fjölmiðlarnir
taka sig saman og fara rógsherferð á
hendur okkur, þegar við erum að
reyna að vernda okkar starf. Þó er
alltaf verið að setja lög til verndar
Föstudagur 4. Júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
SEM
SKIPTIR
ljósmyndari hefur tilfinningu fyrir
augnablikinu - sér fram í tímann og
það urðum við að geta. Nú finnst
mér gæta meira kæruleysis, þeir
skjóta og skjóta, jafnvel með mótor,
og vona svo bara að ein hafi tekist.
Það sem ég heyri til blaðaljósmynd-
ara í dag, finnst mér miklu meira
vera um hina og þessa tækni sem
tólin þeirra búa yfir, en minna um
það hvað kemur út úr þeim. En það
er þó alltaf niðurstaðan sem skiptir
máli. Lesandinn spyr ekki hvort vél-
in sem tók myndina sé útbúinn með
einni eða tveim tölvum, heldur af
hverju hún er og hverju hún lýsir.
Framfarir síðustu 30 ára byggjast
ekki svo mikið á vélunum. Fyrst og
fremst eru það filmurnar og prentun-
in. Þegar ég var í námi varð t.d. bylt-
ing í filmuframleiðslu, þegar Kodak
sendi frá sér filmu með ljósnæmið
125 asa. Það þætti ekki mikið í dag.
Svo gerir Offset tæknin það að verk-
um að myndirnar missa sín mun
minna á leiðinni af pappírnum í blað-
ið.“
Þú ert menntaður sem Ijós-
myndari en starfar sem blaða-
maður - hvernig stendur á því?
„Að loknu námi var ég ráðinn á
Alþýðublaðið, sem þá var verið að
breyta og átti að leggja mun meiri
áherslu á myndir en áður hafði verið.
Þar gerði ég svo þá agalegu skyssu að
láta komast upp um það að ég gæti
skrifað myndatexta og jafnvel það
sem fólk sem ég myndaði hafði sagt.
Og þetta nýttu þeir sér, enda sjald-
gæft að menn geti bæði skrifað og
tekið myndir. Ég held að blaðamenn
séu eina stéttin á íslandi, sem ekkert
kann fyrir sér í ljósmyndun. Svo
endaði ég sem blaðamaður. Reyndi
Fyrsta Ijósmyndatímaritið
Uppáhaldið á námsárunum: Speed Graphic. Þó fyrirferöin sé ekki lítil, er
hægt, með sæmilegri æfingu, að vinna furðu hratt með þeim. 4x5 tommu
negatívan hefur góða kosti til að bera fyrir blaðaljósmynd. Hin hefðbundna
linsan er 127 mm. og er hægt að nota sömu linsu og filmu bæði sem
aðdráttar- og gleiðhornslinsu, því auðvelt er að stækka hluta úr filmunni án
þess það bitni á myndgæðum.
að vísu að hætta; rak ljósmyndastofu
í nokkur ár; en það er einsog með
marga aðra: maður getur ekki hætt,
þó þetta sé erfitt og streitandi starf
snýr maður aftur."
En þú hefur ekki alveg lagt vél-
ina á hilluna er það?
„Nei, ég er byrjaður að taka
myndir fyrir sjálfan mig í fyrsta sinn á
ævinni. Atvinnuljósmyndari eralltaf
að mynda pöntun, reyna að
fullnægja kröfurn annara, en nú er
maður loksins farinn að fullnægja
sínum eigin.“ Hhjv
eitthundraðogtuttugu ár. En
betra er seint en aldrei. Á því
herrans ári 1986 hafa tveir
ungir áhugaljósmyndarar hætt
sér í þann skæða bardaga sem
tímaritaútgáfan er orðin.
Blaðið heitir einfaldlega:
„Ljósmyndablaðið" og er hið
vandaðasta að allri gerð. Meðal
efnis í blaðinu er viðtal við Leif
Þorsteinsson, ljósmyndara, þréf
frá Guðmundi Skúla Viðarssyni,
sem er við nám í ljósmyndun í
Sankta Barbara í Bandaríkjun-
um, Inga Lára Baldursdóttir
skrifar um upphaf ljósmyndunar
á íslandi og kynntir eru ljós-
myndararnir Anna Fjóla Gísla-
dóttir og Thierry Wenger
(áhuga).
Við áttum stutt spjall við rit-
stjórana, þá Heimi Óskarsson og
Guðmund St. Ásmundsson, og
spurðum þá hvenær þeir hefðu
byrjað að vinna að blaðinu:
„Við byrjuðum af fullum krafti
í febrúar á þessu ári og höfum
verið í þessu meira og minna síð-
an, samhliða vinnunni. Hug-
myndin hafði lengi blundað í
manni, og þareð við höfðum alla
aðstöðu í þetta, ákváðum við að
láta reyna á þetta. Það er fjöldinn
allur af áhugaljósmyndurum um
allan bæ og það eru ekki allir sem
hafa sig í að lesa erlend tímarit.
Auk þess sem við eigum orðið
marga mjög frambærilega ljós-
myndara, sem gaman er að kynna
og kynnast. Það má líka segja að
þetta sé þáttur í sjálfstæðisviðl-
eitninni, að gefa út íslenskt tíma-
rit um ljósmyndun."
En hvaða aðstöðu voruð þið að
tala um?
„Við erum báðir menntaðir í
prentiðn, Guðmundur er ofset- •
prentari, en ég filmugerðarmað-
ur. Það er vegna þessa að við
töldum okkur kannski eiga meira
erindi í útgáfu svona blaðs en
margir aðrir. M.a. beitum við
nýrri og mjög fullkominni tækni
við prentun svart-hvítra mynda.“
Hvernig hafa viðtökurnar við
blaðinu verið?
„Það sem við höfum athugað
er betra en við bjuggumst við, en
við bjuggumst heldur ekki við
neinu.“
Nú er blaðið ekki stórt (32
síður, þaraf V4 augl.), ætlið þið að
stækka það eitthvað fái það betri
viðtökur en þið bjuggust við?
„Já, við höfum þegar ákveðið,
að næsta blað verði 40 síður og
svo vonum við bara að það stækki
og stækki og stækki...“
okkur litfilmurnar
(35,110 eða 126 mm),
í pósthólf 505,121 Reykjavík,
við framköllum þœrog sendum
þér samdœaurs fjórðungi stœrri
(10xl5sm) gœðalitmyndir.
FRAMKÖLLUN
'ifA/miffi
AUSTURSTRÆTI 22 - S. 621350
Frá því að Helgi Sigurðsson
tók sína fyrstu Ijósmynd á
Fróni og þar til fyrsta tímaritið
um Ijósmyndun leit dagsins
Ijós, í því sama landi, liðu
hvorki meira né minna en
„Er blaðið okkar ekki glæst?" Mynd: Ari.
I dag notar Oddur vél með tveimur inn-
byggðum tölvum, sem getur mælt Ijós á
þrem misstórum flötum. En það er tilfinn-
ingin - ekki tæknin, sem skiptir máli.
ákveðnum, stéttum, t.d. kennurum,
og enginn amast við því. Ljósmynd-
un held ég sé eina starfið, sem
mönnum virðist finnast óreyndir og
ómenntaðir menn betri hinum.
Fyrsta vélin þín?
Það var Contax vél, sem ég keypti
þegar ég var á lýðháskóla í Svíþjóð,
og þótti hið mesta þing. Þá voru Sví-
ar mjög framarlega í ljósmyndun og
þar kynntist ég henni. Skömmu eftir
heimkomuna eignaðist ég svo Hass-
elblad og þótti ekki slor. Uppáhalds-
vélin mín í náminu var þó Speed
Graphic. Hún var gríðarlega mikið
notuð, t.d. var bandarískum blaða-
ljósmyndurum bannað að nota 35
mm. vélar eftir tilkomu hennar, þar-
eð gæði þeira þóttu ekkert á við Spe-
ed Graphic. Þú hefur sjálfsagt oft
séð hana í bíómyndum (sjá mynd).
Svo var það einmitt á sjötta áratugn-
um sem Rolleiflexinn kom. Það var
nú meiri dellan, allir urðu að eignast
Rolleiflex. Það var bara ekki tekið
mark á myndum, væru þær teknar
með öðrum vélum. Um svipað leyti,
eru fyrstu SLR-vélarnar að koma frá
A-Þýskalandi, Exa og Exacta, en
þær voru ósköp stirðbusalegar, enda
frumburðir. Þaðersíðan uppúr 1960
sem japönsku vélarnar, sem enn
ráða ferðinni, koma á markað.“
En er ekki allt annað lífað taka
myndir í dag?
„Jú, en hvort það er betra líf skal
ég ekki segja. Hver tími hefur sína
kosti og sína galla. Það var mikið mál
að taka myndir í þá daga. Við þurft-
um t.d. að setja filmuna í kasettuna,
burðast með sýrugeymi og fylla af
honum á leifturljósið, setja vélina
upp og stilla hana með góðum fyrir-
vara, mæla ljós með handmæli,
o.s.frv. En þetta þýddi líka, að mað-
urvandaði sig mjög, því maður verð-
ur að smella af frá réttum stað á réttu
augnabliki og til þess fékk maður
bara eitt tækifæri. Góður frétta-
„En þetta þýddi líka, að maður vandaði sig mjög, því
maður verður að smella af frá réttum stað á réttu
augnabliki og til þess hafði maður bara eitt tækifæri.
Góður fréttaljósmyndari hefur tilfinningu fyrir augna-
blikinu - sér fram í tímann og það urðum við að geta.
Nú finnst mér gæta meira kæruleysis, þeir skjóta og
skjóta, jafnvel með mótor, og vona svo bara að ein
hafi tekist.“
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
,LUGÞJONUSTA VÐ
LANDSBYGGÐINA