Þjóðviljinn - 04.07.1986, Síða 14
ATVINNULJÓSMYND ARAR -
LJÓSMYNDAKLÚBBAR
Til sölu stór COSMOCOLOR stækkari. Filmuformat 30x40 cm,
4000 W XENON pera 40x60 cm borð með sogi, fimm linsur fylgja
ásamt ýmsum fylgihlutum. Upplýsingar gefur:
MARKÚSJÓHANNSSON
DALSHRAUN113 220 Hafnarfirði 0 651182
Það bætast stöðugt
við nýjar gæðavörur
fyrir prentiðnaðinn og
til auglýsingagerðar
við úrvalið hjá Aco.
Tökum sem dæmi
hvernig þessi auglýs-
ing varð til.
Textinn var settur á
gæðatölvuna
CRTronic 300
frá
Linotype
á Ijóssetningarpappír
frá
Anitec
sem er einn besti
valkosturinn í dag,
feikna gæði og á hag-
stæðu verði.
Teiknarinn renndi
textanum í gegnum
CASLON
vaxvélina sína með
Supavax
vaxinu, sem auðvitað
fæst í mismunandi
styrkleikum og límdi
textann upp.
Merkin stækkaði hann
og minnkaði eftir
atvikum í
ESKOFOT
424 repró-
myndavélinni,
ALLT
fra
ACO
að sjálfsögðu á
Anitec
samlokupappír. Það
þarf vart að taka það
fram að teiknarinn er
vel búinn þessum
góða og ódýra sam-
lokupappír; með
venjulegan í A3, A4
og A5, glærur þunnar
og þykkar og auðvitað
reversal. Hér koma
prógrömmin í
vélinni að góðum
notum. (Eins og sést
hefur teiknarinn hrein-
lega innréttað hjá sér
með tækjum og tólum
frá Aco.) Að þessu
loknu fór þessi aug-
lýsing í filmuvinnslu.
Þar var hún mynduð á
Amtec
grafíska filmu með
Anitec
rasta í
ESKOFOT fcr
707 OL
myndavél og framköll-
uð í
ESKOFOT
865A
framköllunarvél. Göt-
uð í
MONTALOCH
PUNCH
og redúseruð með
tfítWtRiQ
Og þá varhúntilbúin.
En við megum ekki
gleyma alls konar
smáhlutum sem komu
sér vel við gerð aug-
lýsingarinnar og fást
einnig hjá Aco eins og
allt hitt. Við nefnum
bara:
Silfurhreinsi, hnífa,
lúpur og
toiiMiFiH
airbrush-liti.
5RuóIse?n>nga%app^°bastar
acohf
Laugavegi 168
105 Reykjavík
Sími 27333
ur rétt að upplýsa lesendur nokk-
uð um hvað ljósmyndaíþróttin
kostar. Séu menn að velta fyrir 1
sér að kaupa græjurnar erlendis, °
geta þeir búist við að verðið þar ð
sé u.þ.b. helmingurinn af verðinu ci
hér. Verðkönnun þessi er engan m
veginn fullkomin, enda aðeins f
ætlað að gefa örlitla innsýn. 3
Við skiptum ljósmyndurum, s
og þarafleiðandi tólunum, í tvo 5
hópa. Annarsvegar eru þeir sem °
taka lítið af myndum og þá eink- §
um til minningar um einhverja s
góða stund, t.a.m. í afmæli fjöl-'
skyldumeðlima. Hinsvegar eru
þeir sem áhuga hafa á ljósmynd-
un sem skapandi tómstunda-
gamni. Hafa meiri áhuga á ljós-
myndinni en fyrirmyndinni. Þess-
ir sem gera sér ferð út á kvöldin
eftir vinnu, til þess að finna
skemmtilegt myndefni. Þriðji
flokkurinn væri svo atvinnu-
ljósmyndarar, en hvorttveggja
er, að þeir vita nokkuð vel hvað
tólin sem þeir þurfa kosta og svo
hitt að mig óar við að skrifa svo
háar tölur.
Tækifæris-
Ijósmyndun
Þeir eru margir sem fallið hafa í
þá gryfju, að halda sig þurfa dýr-
ari og fullkomnari ljósmyndavél-
ar og linsur en þeir þurfa í raun og
veru. T.d. er kunningi minn,
ljósmyndari, með ljósmynda-
tösku, -vél, linsur, þrífót og alls
kyns aukaútbúnað, sem allt er
ætlað atvinnumönnum og kostar
milli tvö- og þrjúhundruðþúsund
krónur. Þetta keypti hann hins-
vegar notað á 50.000 kr. af for-
stjóra einum ónefndum hér í bæ,
sem tekið hafði hálfa filmu á
þessar fínu græjur og komst þá að
því, að þær hæfðu honum ekki.
Tilheyri menn fyrsta flokki
ljósmyndara, þeirra er taka
myndir aðeins öðru hverju, á jól-
um og páskum, dugar þeim vel
lítil og einföld vél. Framboð á
þróuðum 35 mm vélum og vasa-
myndavélum er orðið mjög
14 SÍÐA — ÞJÖÐViLJINN Föstudagur 4. júlí 1986
hér
Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA15
Myndavélar mjög
„Það kaupir enginn heitvita
maður myndavél á íslandi“,
sagði einn viðmælandi okkar
þegar við vorum að spyrjast
fyrir um verð á myndavélum
nú í vikunni. „Tollarnir hér eru
óeðlilega háir og því kaupa
menn eða láta kaupa fyrir sig í
fríhöfninni. Það eru ekki nema
ættleysingjar sem kaupa
myndavélar hér og þeir eru fáir
á Islandi".
Það er fleira en tollar sem
valda háu verði myndavéla á ís-
landi. Japanska jenið hefur
hækkað mikið miðað við íslensku
krónuna undanfarið ár og þareð
nær allar myndavélar sem hér eru
seldar koma þaðan hafa þær
hækkað meira en aðrar vörur,
svo ekki sé nú minnst á launin.
En þó skynsamlegt sé að kaupa
myndavélar erlendis, þykir okk-
frá
mjög einföldum vélum í stíl við
fyrstu vasamyndavélarnar og
uppí alsjálfvirkar vélar. Verðið
er eftir því: frá rúmum tvö þús-
und krónum og uppí tæp tuttugu.
Hvað menn velja dýra vasamynd-
avél er svo undir hverjum og ein-
um komið og ræðst fyrst og
fremst af því hve miklu viðkom-
andi vill (eða getur, á þessum síð-
ustu og verstu) kosta til tækifæris-
myndatöku.
Áhugaljósmyndun
Það var samdóma álit allra
þeirra ljósmyndasérfræðinga sem
við tókum tali, að engin ástæða
væri til að burðast með of mikla
sjálfvirkni, einkum þegar maður
væri að byrja. Mæltu þeir með
vél, þarsem ljósmyndarinn stillir
sjálfur ljósopið en vélin sjálf
hraðann. Við könnuðum verð á
fjórum merkjum og var nokkur
verðmunur þar á, en um gæði
skal ekkert fullyrt. Það skal tekið
fram að hér er um einföldustu
gerð slíkra véla að ræða, en
fullkomnari gerðir þeirra geta
jafnvel kostað sex stafa tölu.
Ódýrasta merkið reyndist Yas-
hica FX-D (Hans Petersen)
sem kostaði 11.200.-. Þá kom
Minolta X-300 (Fótóhúsið) á
14.850.-, því næst Olympus ÓM-
20 (Gevafótó) á 15.595,- og loks
Canon T-70 (Týli) á 24.840,-
Hefðbundin 50 mm linsa á
svona vélar kostar frá 4.000,- kr.
og uppí 8.000.- eftir merkjum. í
Hans Petersen er linsa á 3.995.-, í
Fótóhúsinu á 4.150.-, í Gevafótó
á 5.930.- og Týli á 8.160,-
Zoom-linsur 70-210 mm kosta
frá 14.000.- og uppí þrjátíu þús-
und. Hjá Hans Petersen kostar
slík linsa 14250.-, í Týli er Canon-
linsa á 18.000.- eða 21.000,-
(mismikið plast), en í Fótóhúsinu
á 30.000.-. í Gevafótó fékkst 65-
200 mm linsa á 26.725.-.
Við þennan útbúnað má síðan
alltaf bæta. Ágætis leifturljós má
fá fyrir fimm til ellefu þúsund,
hylki utan um vélina á tæpar
1000.- krónur, þokkalega rúm-
góða tösku, fyrir vél, flass og tvær
stórar linsur, á u.þ.b. 2.500.-.
Ómældan fjölda af alls kyns fflt-
erum geta menn fengið sér og
kosta þeir frá 350,- og upp í
2.000.-. Þannig mætti lengi telja
því ljósmyndun er þannig sport
að maður getur endalaust bætt
við sig fylgihlutum. En munið:
Gangan mikla hófst á einu skrefi.
Filmu- og
framköllunarverð
Framköllun á filmum kostar
það sama í öllum verslunum og er
sama verð fyrir lit og svarthvítar
filmur. Sjálf framköllunin kostar
100 kr., en hver mynd sem sett er
á pappír 18 kr. Verð á filmum er
hinsvegar eilítið mismunandi og
hringdum við því í fimm verslanir
til að kanna muninn. Við spurð-
um um verð á 36 mynda svart-
hvítri filmu (125asa) annarsvegar
og 36 mynda litfilmu (lOOasa)
hinsvegar.
í Fótóhúsinu kostar s/h Kodak
filma 275.-, en litfilma 395.-. í
Gevafótó kostar s/h Kodak 319,
en lit- 406. Auk þess eiga þeir
Konica litfilmu á 375. Hans Pet-
ersen á s/h Kodak á 320.-, en lit á
405.-. Ljósmyndavörur eru með
s/h Ilford á 252.- en Fuji litfilmu á
380. Týli er með s/h Ilford á 250.-,
en tvær tegundir Iitfilmna: Kodak
á 400,- og 3M á 314.-.
Nú, og þá er ekkert annað eftir
en slá víxil. Góða skemmtun!
iiiJilD
TRÖNUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 54207
BJARNI JONSSON LJOSMYNDARI
Passamyndir
Ljósmyndastofa Reykjavfkur
er á horni Hverfisgotu
og Snorrabrautar
Öll almenn Ijósmyndaþjónusta
Verið velkomin
Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166.
LÁTIÐ OKKUR TAKA
BETRI MYND