Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 2
FLOSI Nliku skammtur af vinamissi Þaö eiga margir um sárt aö binda þessa dag- ana, upplausn í ástvinahópum, væringar og vinslit. Vinátta sem tekið hefur umtalsverðan tíma aö byggja upp, hrynur einsog spilaborg. Þeir sem manni voru kærastir, hverfa á braut og skilja eftir holund í hjartabrjóstinu á þeim sem eftir sitja. Heilu söfnuöirnir eru viö þaö aö splundrast, guö einn veit í hvaö marga parta. Þaö er einsog enn einusinni sé Völuspá að rætast: Bræður munu berjask og að bavíönum verða. í þetta skipti eru þaö sannarlega ekki konurn- ar sem hafa klofið. Á íslandi eru viss kynni fljót að breytast í mikla og allt aö því órofa vináttu, jafnvel fljótari en kynni fulltrúa ríkra og fátækra. Þetta er vin- skapur viö annarra þjóöa fólk, sem lítur inná hvert heimili í landinu kvöld eftir kvöld og tíundar viðkvæmustu einkamál sín fyrir heimilisfólkinu, svosem sorg og gleði, vonir og örvæntingu, ást og hatur. Oftast kemur að því, fyrr eða síðar aö þessir heimilisvinir hverfa á braut, annað hvort um skamma hríö, eða þá fyrir fullt og allt og þá er, eins og vænta mátti, rekiö upp mikið ramma- kvein í fjölmiðlum og á mannamótum, því eins og dæmi sanna er alltaf sárt aö sjá á bak góöum vinum. Þannig hefur fjölskyldan í Dallas í Texas enn einu sinni horfiö frá okkur, fjölskyldan frá Eden er á förum, Kolkrabbinn er farinn og varð hált á því aö taka ekki viö peningum frá hægri mönnum, en þaö sem sárast er, starfsfólkið á hótelinu St. Gregory í San Fransisco fór í vik- unni og ekki vitað hvort það kemur nokkurn tímann aftur. Það sem geröi það aö verkum að manni varö svo undur hlýtt til starfsfólks og gesta á þessu hóteli, var þaö hve mannlegum tökum hótel- .............3. _ stjórnin tók jafnan hótelgestina og var þar þó nægir ekki lengur. sannarlega oft misjafn sauöur í mörgu fé. í næst síðasta þætti var til dæmis hótelstýran, Victoría Cabott sótt til ábyrgöar vegna dauða manns sem féll ofanaf stillönsum sem reistir höfðu ver- iö umhverfis hóteliö, en viö rannsókn kom í Ijós aö maðurinn haföi drukkinn verið uppá still- önsunum í djörfum ástarleik viö sandblásturs- tæki sem hann hugði hjákonu sína og vildi gera henni barn. Á ástríðulosta augnabliki missti hann svo fótanna og hrapaði framaf stillöns- unum með sandblásturstækið í fanginu án þess Victoría fengi þar nokkru um ráöiö. og allt um kring. Ég elska þig Lauren, en ástin nægir ekki lengur. Nú kemursendiboöi hótelsins, Marktil Peters McDurmatt hótelstjóra og segir honum aö yfir- bakarinn hafi fengið æöiskast í tertunum og rjómakökunum og viö þá frétt lekur einhver undarleg slepja úr nefinu á Krístínu aöstoðar- hótelstjóra ofaní skúffuna aftanvið neðrivörina á henni og svo segist hún vera búin aö róa yfir- bakarann, en Cassie Day hættir við að gefa Fieldingshjónunum barnið sitt, af því að Charlie er kominn af sjónum. í vikunni kvaddi svo þetta elskulega fólk okkur og er þess víst ekki að vænta að viö fáum aö sjá þaö um næstu framtíð. Sjaldan hafa mál staðið tæpara en í þessum síðasta þætti. Þegar glæsikonan Lauren Webb, gestur á hótelinu, er um það bil aö taka viö stööu „for- stjóra markaðsfærslu og þróunar", skráir Steve Cutler kvikmyndagerðarmaður sig inná hótelið hlaðinn klámmyndaspólum þar sem hinn verð- andi forstjóri markaðsfærslu og þróunar, Lauren Webb, leikur aðalhlutverkið í hörkusam- förum uppum alla veggi undir nafninu Amber Cloud. Með spólunum ætlar svo þrjóturinn Steve Cutler að fjárkúga Lauren Webb, en maðurinn hennar kemst að öllu og verður ókvæða við, einkum eftir að hann er búinn að fá að sjá spólurnar, sem hann segir ótvíræða sönnun þess að Lauren hafi haft stórgaman af öllu sam- an. En hún segir: - Ég var svo mikið barn að ég kunni ekki fótum forráð. - Þú hlóst, þú naust þess, öskraði hann. Ég heyrði stunurnar og jafnvel orðaskil: - Ó ja! Hí hí mor hí húúú hú mor ja ja moooooor. Og allir þessir skellihlæjandi kallmenn ofan og neðan Og þannig skiljum við við þetta elskulega fólk á þessu hugljúfa hóteli að Lauren Webb alias Amber Cloud klámmyndadrottning játar bernskubrek sín og hina sjúklegu löngun að verða kvikmyndastjarna fyrir Byron Hardcock með þessum orðum: - Ég var bæði lúin, loppin langaði varla að fara á koppinn af því ég var ekki sloppin inní stjörnu hring. Ætlaði mér uppá toppinn ákvað því að nota kroppinn fleygði mér í fjöldahoppin fyrir almenning. Meira þarf hún ekki að segja. Byron Hardcock eigandi Hardcock samsteypunnar gerir Lauren Webb alias Amber Cloud klámmyndadrott- ningu að forstjóra markaðs- og þróunarsviðs og ákveður í leiðinni að Hardcock samsteypan fari útí kvikmyndagerð. Heima situr svo íslenska þjóðin með sárt enn- ið og veit ekki hvernig þessum vinum okkar reiðir af. Og sjálfur leyfi ég mér að segja: - Guð og gæfan fylgi þessu elskulega fólki alla tíð. Tomma í fangelsi Starfsbræður okkar á D V hafa undanfarna daga lagt forsíðu og baksíðu undir fréttir af vesturbæískum ketti, sem stundar þá ósvinnu að éta rækjur. Þykirnágrönnum katt- arins hann hinn mesti skað- valdur, enda þeirra rækjur sem hann étur í leyfisleysi. Er þjófsháttur þessi, svo og ribb- aldaháttur hans við annan kött í hverfinu rakinn til þess að hann sé of hreinræktaður. Aðrir hafa komið með þá skýringu, að enn sé það sjón- varpsofbeldið er valdi og vísa til þáttanna um nafna þess vesturbæíska, Tomma og fjandvin hans Jenna. En ná- grannar Tomma vilja ekki bíða niðurstöðu úr þessu deilumáli, heldur lóga kettin- um hiö snarasta. Við Þjóð- viljamenn höfum hinsvegar, í anda animal- og húmanisma okkar, komist að þeirri niður- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júií 1986 stöðu, að úr því menn byggi kattahótel og kattaspítala, sé kominn tími til að byggja kattafangelsi. En þó allur almenningur fordæmi framferði kattarins, lætur húsbóndinn það sem vind um eyru þjóta. Hann hef- ur fylgt fjölskyldunni lengi og unnið henni mikið gagn og þó hann hafi nú farið að gera ein- hverja vítleysu, er það ekki til umræðu að farga honum. Er húsbóndinn að hugsa um að flytjast með köttinn austur yfir fjall, til að losna úr þessu grimma umhverfi. ■ uðu 5-0. ísfirðingurinn sem skoraði fjórða markið hljóp útaf vellinum, sleit upp eina sóley, fór með hana til fyrirliða Borgnesinga og afhenti hon- um hana á hátíðlegan hátt. Alla rak í rogastans en þegar ísfirðingurinn var krafinn skýr- inga á uppátækinu svaraði hann því til, að þetta væri 50. markið sem Borgnesingar hefðu fengið á sig í sumar ■ skömmu eftir opnun hótels- ins. Kona ein, lands-, ef ekki heimsþekkt, barði þar að dyr- um og hugðist líta á staðinn. Hún var ein á ferð og þar sem hótelstjóri bar engin kennsl á konu þessa var henni ekki hleypt inn og varð frá að hverfa án þess að fá tækifæri til að berja hið fræga hótel augum nema utan frá. Hver konan var? Jú, það var Vigdís Finnbogadóttir forseti lýð- veldisins. ■ Blómin tala Knattspyrnuliði Borgnesinga, Skallagrími, hefur gengið hreint herfilega í 2. deildar- keppninni í sumar og allir leikir hafa tapast, flestir með mikl- um mun. Þeim er þó vorkunn því allt liðið sem hefur staðið sig svo vel undanfarin ár hvarf á braut á einu bretti og eftir standa ungir og óharðnaðir strákar. Á dögunum komu ís- firðingar í heimsókn og sigr- Hótelstjórinn oa forsetinn I Hugmyndabanki BHMR Hótelstjóra þeim sem ráðinn var til starfa að Hótel Örk í Hveragerði mun nú hafa verið sagt upp störfum. Ástæðan ku vera sú að manninn skorti þekkingu til starfans, auk þess sem hann „kunni ekki á“ stóru karlana í bransanum, svo sem Jónas Kristjánsson vínsmakkara á DV m.m. og Birki Baldvinsson í Lux. Það sem gerði útslagið í mistökum hótelstjórans mun þó hafa verið atvik eitt sem gerðist BHMRarar eru eðlilega óhressir með niðurstöðu Kjaradóms í málum þeirra og var stofnuð Aðgerðanefnd á fjölmennum fundi félags- manna á Hótel Sögu. Að- gerðanefnd hefur þegar tekið til starfa og ákveðið að láta sverfa til stáls einsog með- fylgjandi mynd sýnir, en hún er tekin úr Kjarafréttum, sem BHMR gefur út. ■ • fcSfiE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.