Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 19
Eigum við að leggja í það? Gissur og Porsteinn við Jökullón í Hveradölum. Spjallað við þœrBjörk og Guðbjörgu um jökulferð meðJökla- rannsókna- félaginu Að verða leiður a Ætlaði einhver á Mallorka? Frá vinstri: Ragna, Gunnar, Auður, Guð- björg, Björkog Sigrún. Jöklaferðir verða vinsælli og vinsælli hjá landanum með hverju árinu. Að leggja á ein- hvern jökulinn að sumri til, þegar nóttin er björt og dagur- inn heitur, hefur heillað marga og hjá ófáum komið í stað sól- arlandasukksins. Einkum er það Vatnajökull sem menn sækja á. Þar ku útsýnið vera mest og veðrið best. Endavoru þærstöllur, Björkog Guðbjörg, bæði sólbrúnarog sællegar, þá þær gengu hér inná ritstjórnarskrifstofurÞjóðviljans, nýkomnar af jöklinum þeim arna. Það fór ekki hjá því, að ég færi hjá mér, sitjandi andspænis þessum blómarósum, grárog gugginn, rétt einsog hver annar hérlenskur skrifstofuþræll. Vandræðalegur og úrræðafárspurði ég þær, eins gáfulega og mér var unnt á augnablikinu því, hvort þær hefðu nokkra sól fengið á Vatna- jökli. „Og við sem héldum okkur vera svo brúnar?" svara þær í ein- um kór og er athugasemdin ekki til þess fallin að bæta sálarástand blm. enda verður hann nú úr- ræðafærri: „Já, já,- jú, auðvitað, ég á við, eeh, víst eru þið brúnar, en ...hvað ég vildi sagt hafa - bíddu nú við, já: F*að hefur verið sólríkt á jöklinum?“ En það kemur ekki að sök, því þetta eru góðar stúlkur, sem jeysa liðlega úr jafnvel heimsku- legustu spurningum blm. „Hvort það var sólríkt? Þeir sem til þekktu, sögðu að svo sól- rík vika sem þessi væri sjaldgæf á jöklinum. Venjulega er glamp- andi sól þarna tvo daga í viku, en nú voru sólardagarnir hvorki meira né minna en sex,“ svarar Guðbjörg og Björk bætir við: „Til marks um hve heitt var, urð- um við fljótlega leiðar á blessaðri sólinni, en það hélt maður nú að seint yrði með íslendinga einkum á íslandi." - En hvernig datt ykkur í hug að fara uppá jökul? „Við höfum báðar oft komið í Jökulheima og þegar maður einu sinni er kominn þangað, langar mann auðvitað uppá jökulinn sjálfan. Svo lét ég einu sinni verða af því og langaði núna aftur og Guðbjörgu langaði líka. Svo það lá beint við, að skella sér með Jöklarannsóknarfélaginu á jökul- inn.“ _ Og hvernig var svo á jöklin- um? „Ólýsanlegt, alveg ólýsanlegt. Petta er svo stórbrotin Við erum nú ekki komnir af víkingum fyrir ekki neitt! lífsreynsla, að maður lýsir henni ekki með orðum. Þú ættir bara að skella þér og þá kemstu að því. Þú verður að upplifa þetta sjálfur og þú sæir sko ekki eftir því. Út- sýnið er alveg meiriháttar. Þú sérð bókstaflega yfir allt. Svo var fólkið sem við fórum með líka fínt. Þarna voru bæði vísinda- og áhugamenn, að kynna sér jökulinn og andinn í hópnum mjög góður. Þetta er svo rólegt lið, þessir fræðingar og öllu vanir. Þó einhver snjóbílanna færi oní sprungu voru þeir ekkert að stressa sig. Enda var aldrei hætta á ferðum. Einu sinni brá okkur raunar svolítið. Við vorum að koma úr Kverkfjöllum, á leið í Gríms- vötn, að nóttu til - við ferðuð- umst alltaf á nóttunni - og þá vit- um við ekki fyrri til en einn'snjó- bíllinn lendir í sprungu þannig að annað beltið er alveg ofaní sprungunni. En þeir kipptu sér ekkert upp við það, drógu hann bara upp í rólegheitum." „Þó brá einum þeirra einu sinni,“ segir Guðbjörg. „Þá hafði ég lagt mig í „Landsvirkjunar- svítunni", en það var svefnvagn sem hékk aftan í einum snjóbfln- um. Svo lendum við í sprungu, svítan pompar bara niður öðrum megin, þannig að maður sem lá í koju hinum megin flaug alveg yfir til mín. Við hnykkinn vaknaði annar til hálfs og hálfsofandi stökk hann út að vita hverju þetta sætti. Það vildi ekki betur til en svo að hann var á tréklossum og sökk alveg upp að mitti. Hann var raunar heppinn, það hefði getað verið sprunga þarna.“ - Hvað voru jarðfræðingarnir að gera þarna? „Fyrst og fremst að kanna virknina við Grímsvötn. Það er fullt af mælum þarna uppfrá, skjálftamælar o.þ.h. Maður fann það einmitt þarna við Grímsvötn, að við búum á landi elds og ísa, annars vegar jökullinn snævi þak- inn og hins vegar virknin undir öllu. Annars vitum við ósköp lítið um rannsóknir þeirra." - Lærðuð þið þá ekkert af þeim? „Jú, eitthvað lærðum við,“ svarar Björk, „og hjá mér kvikn- aði aftur áhuginn á jarðfræði. Ég er jafnvel að hugsa um að fara í jarðfræði í Háskólanum í haust. Og ef einhver er í vafa um hvort hann á að fara í jarðfræði eða ekki, þá ræð ég honum að fara uppá jökul. Hann ætti ekki að efast eftir það.“ - Og hvað kostaði ferðin ykk- ur? „Fyrir þessa rúmu viku borg- uðum við 4000 krónur og þar eru ferðir, matur og gisting allt inni- falið.“ - Á að fara aftur? „Já, hvort við ætlum! Árlega helst." Hhjv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.