Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 12
Séð inn í lónið við Búðasand á háflæði. Mynd. M.Þ. Gólf og veggur í búð. Vfir steinana var tyrft. Búðir voru sínhvorumegin veggja. Kaupstaður Maríuhöfn helsta slglingahöfn íslendingaö 14.öld hefurverið grafin framíKjósinni. Öskulög frá landnámstíð benda til að þarna gœti hafa verið kaupstaðurupp úr landnámi. Magnús Þorkelsson, fornleifafrœðingur, hefurrannsakað svœðið undanfarin ár Sumariö 1405 samdi Björn Einarsson erföaskrá, en hann var á förum til Evrópu og það- an suðurtil Palestínu ásamt eiginkonu sinni. Erföaskrána samdi hann til öryggis ef hann ætti ekki afturkvæmt. Hún var undirrituð í Hvalfirði, en þar var þá aðal siglingahöfn landsmanna. Björn ferðaðist til Rómar og Feneyja og það- an til Jórsala, Jerúsalem, og var eftir það nefndur Björn Jórsalafari. Frá borginni helgu var aftur haldið til Italíu og fór eiginkona Björns þaðan heim en hann hélt áfram til Spánar, Frakklands, Flæm- ingjalands og Englands, að heimsækja heilagra manna grafir. Kom hann aftur upp til Islands1411 ogléstfjórum árum seinna, 1415 í Hvalfirði. Erfðaskrá Björns Jórsalafara er líklega yngsta heimildin um Maríuhöfn en alla 14. öldina er hafnarinnar getið víða í annáium og á kaupsamningum. Skömmu áður en Björn leggur í heimsreisu sína hafði komið út til íslands Einar Herjólfsson með eigin skipi og lagt að í Hvalfirði. Með Einari kom pest sú er nefnd hefur verið Svarti dauði og talið er að lagt hafi allt að helming lands- manna að velli. í Nýja annál 1402-1404, er greint frá komu skipsins til Hvalfjarðar. Mun skipið hafa komið árið 1402. Magnús Þorkelsson, fornleifafræðingur, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Gunnlaugsdóttur, kennara og hjálparmanni Magnúsar við uppgröftinn, og Gunnlaugi syni þeirra sem er nýorðinn sjö ára, en hann aðstoðaði þau óspart við að halda búfónaði burt frá rannsóknarsvæðinu. Yngsta fjölskyldumeðlim- inn vantar á myndina en það er Ásta Sigrún átta vikna gömul dóttir sem svaf vært er blaðamaður og Ijósmyndari heilsuðu upp á fjölskylduna. Mynd.Sig. Maríuhöfn finnst Magnús Þorkelsson, fornleifa- fræðingur, hefur undanfarin sumur unnið að uppgrefti í mynni Laxárvogs í Hvalfirði en á Búða- sandi í landi Neðri-Háis í Kjós- inni, er talið að Maríuhöfn hafi verið. „Þeir Björn Þorsteinsson og Sveinbjörn Rafnsson höfðu lengi haft áhuga áhuga á að finna höfn- ina og 1975 fundu þeir þessar rústir. Eftir að ég kom heim frá Englandi sumarið 1980 skráði ég mig í Cand. Mag. nám við Há- skólann og kynntist þá Birni Þor- steinssyni, en hann er manna frægastur fyrir að véla menn í hin ólíklegustu verkefni. Það var fyrir hans tilstilli að ég byrjaði þessar rannsóknir á Búðasandi 1982. Sigríður Gunnlaugsdóttir, eiginkona mín, hjálpaði mér við rannsóknina og Gunnlaugur sonur okkar hjálpaði til við að halda beljum og sauðfénaði burt frá svæðinu. 1984 fengum við það góðan styrk frá Þjóðhátíðarsjóði og Vísindasjóði, að við gátum leyft okkur að ráða einn mann til viðbótar, en það var Ingimar Fr. Jóhannsson. Þjóðhátíðarsjóður og Vísindasjóður hafa styrkt þessa rannsókn frá 1982.“ í sumar er Magnús að raða saman þeim upplýsingum sem hann hefur aflað sér með upp- greftinum og öllum heimildum sem hann hefur fundið um höfn- ina, auk þess sem hann er að setja þessar upplýsingar í sögulegt samhengi, t.d. með samanburði við aðrar hafnir á landinu og hvernig þær virðast breytast allar á svipuðum tíma. „Maríuhöfn leggst af á 15. öld og það sama gerir höfnin á Gás- um í Eyjafirði líka, en hún flyst inn á Oddeyri. Um svipað leyti byggjast upp hafnir í Hafnarfirði og Grindavík, en þær hafnir henta djúpristum skipum betur en Maríuhöfn, auk þess sem styttra var á miðin frá þessum stöðum." Norðmenn höfðu einokun á verslun á íslandi á 14. öld og þau skip sem notuð voru í íslandssigl- ingarnar voru svokallaðir kugg- ar, sem var seinni tíma útfærsla á knörrum þeim er víkingar notuðu til flutninga. Kuggarnir ristu ekki nema 1-2 metra og gátu því lagt að þar sem aðgrunnt var einsog í Maríuhöfn. Við Búðasand háttar svo til að upp í hann gengur lón og hefur Björn Þorsteinsson sett fram þá kenningu að skipunum hafi verið fleytt upp í lónið á flóði. í Jónsbók er ákvæði um að bændur verði að aðstoða við að setja upp skip, en hvort átt er við að setja þau upp í lónið eða fjör- una, er hinsvegar ekki vitað. Máli sínu til stuðnings hefur Björn bent á að svipað háttar til á Gásum, en þar er einnig lón upp af fjörunni. Stutt á Þingvöll og í Skálholt „Hvalfjörðurinn hefur orðið fyrir valinu fyrst og fremst vegna legu sinnar. Þaðan er stutt yfir á Þingvöll og til Skálholts, en á þeim stöðum voru helstu valda- stofnanir landsins á þessum árum. Skip komu til landsins fyrst seinni hlutann í maí, eða rétt fyrir þinghald og þau þurftu að vera farin aftur í september. Áður en kaupmenn komu til landsins voru haldin vorþing í héraði m.a. til að ákvarða verð á útflutningsvörun- um, sem til að byrja með voru einkum vaðmál, en seinna skreið. Seinni hlutann í júní var svo haldið Alþingi á Þingvöllum og stóð það í viku. Flestir kaupsamningar og vottorð sem fundist hafa eru svo undirrituð í Hvalfirði upp úr miðjum júlí.“ Magnús sagði að það væri eftir- tektarvert, að þegar rætt er um Hvalfjarðarhöfn í annálum þá er oft tiltekið hversu mörg skip hafi verið í Hvalfirði. 1383 er t.d. tal- að um að 10 skip hafi staðið uppi í Hvalfirði. Þá er í annálum oft tal- að um Skálholtsbiskupa sem eru að fara eða koma til landsins í Hvalfirði. Einföld hús En hvað hefur komið í ljós við uppgröftinn? „Enn sem komið er hefur bara lítill hluti búðanna verið kannað- í Kjós 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.