Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 14
Hœgtað Guðbrandur Gíslason við gamla sýningarvél úr Vestmannaeyjum, Mynd Sig. selja en í sumar eru einungis tvær ís- lenskar kvikmyndir í vinnslu. í fyrra voru þær þrjár, en á ár- unum þar áöur mun fleiri. Flestir brautryðjendur ís- lenskrar kvikmyndagerðar hafa leitað hófanna um verk- efni erlendis. Hrafn Gunn- laugsson er að leggja síðustu hönd á gerð kvikmyndarfyrir sænskasjónvarpið. Lárus Ýmir er nýbúinn að ganga frá frosna hlébarðanum í sama landi. Ágúst Guðmundsson er að ganga frá samningum við Englendinga um að gera kvik- mynd fyrir þá og Þráinn Bert- elsson hefur rætt við þýska aðila um kvikmyndagerð. Þrátt fyrir stór orð stjórnmála- manna um að stutt skuli við bakið á þessari listgrein er það árviss viðburður að lög- boðinntekjustofn kvikmynda- sjóðs er skorinn niður. Kvikmyndasjóður hefur stóru hlutverki að gegna í íslenskri kvikmyndagerð og sést það best á því að þær tvær kvikmyndir sem teknar verða á íslandi í sumar fengu stærstu styrkina úr sjóðn- um í ár, eða 5 milljónir hvor um sig. Framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs er Guðbrandur Gíslason og heimsóttum við hann í höfuðstöðvar Kvikmyndasafns fslands, en Guðbrandur er jafn- framt umsjónarmaður þess. Land og synir ekki fyrsta myndin Á skrifstofu Guðbrands úir og grúir af gömlum tökuvélum og sýningarvélum og öðrum hlutum sem tilheyra tslensku kvikmynd- asögunni. „Það er margur sem heldur að íslensk kvikmyndagerð hafi byrj- að með Landi og sonum, en það er ekki rétt, hinsvegar má kann- ski til sannsvegar færa að nútíma- leg kvikmyndagerð hafi hafist fyrir 6-7 árum,“ segir Guðbrand- ur, eftir að hann hefur látið blað- amann bíða á meðan hann hringd; um tíu samtöl til að reyna að útvega greinahöfund fyrir sýn- ingarskrá á kvikmyndahátíð á Rimini í Ítalíu næsta haust. Þar fíeira físk Rœtt við Guðbrand Gíslason, fram- kvœmdastjóra Kvikmyndasjóðs um stöðunaííslenskri kvikmyndagerð ídag verða m.a. sýndar tvær íslenskar kvikmyndir. „Skömmu áður en þessi ný- bylgja byrjaði hafði Morðsaga verið gerð og ég minni bara á kvikmyndir einsog Nýtt hlutverk, Síðasti bærinn í dalnum og Milli fjalls og fjöru. Allt eru þetta leiknar kvikmyndir. Það verða hinsvegar þáttaskil í lok áttunda áratugarins þegar ungir og djarfir menn koma heim frá námi er- lendis.“ Hver er staðan í dag? „Við gætum staðið betur og ástæðan fyrir því hvernig komið er, er tvíþætt. í fyrsta lagi virðist nýjabrumið að einhverju leyti vera horfið af íslenskum kvik- myndum og eiga þær í beinni samkeppni við annað sem boðið er upp á í kvikmyndahúsum. í öðru lagi hefur kvikmyndasjóður ekki getað gegnt því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt lögum, einfaldlega vegna þess að fjárveitingavaldið hefur kosið að skera niður lagalegan tekjustofn sjóðsins við gerð fjárlaga á hverju ári. Afgreiðsla fjárlaga í fyrra var harkalegt dæmi um þetta. Sam- kvæmt lögum átti sjóðurinn að fá 48 milljónir en fékk aðeins 16 milljónir. Fyrir harðfylgi menntamálaráðherra fengust svo tíu milljónir í viðbót en samt vantaði enn 22 milljónir upp á að farið væri að lögum. Samkvæmt áætlun Hagstof- unnar á sjóðurinn að fá 57 milljónir í haust og nú bíður mað- ur spenntur eftir að sjá hvort það verður enn einusinni gripið til hnífsins og skorið niður í ein- hverja upphæð, sem rétt nægir til að halda kvikmyndagerð í landinu á horriminni." Rök fyrir íslenskri kvikmyndagerð Er eðlilegt að veita kvik- myndagerð fjárstuðning.umfram aðrar listgreinar? „Eigi kvikmyndagerð að þríf- ast í þessu landi þá verður að veita henni forgang og það má færa mörg gild rök fyrir því, að íslensk kvikmyndagerð er nauð- synleg. Fyrir því liggja menning- arleg rök sem hafa með sjálfstæði þjóðarinnar að gera. Einkum menningarlegt sjálfstæði gagnvart engilsaxneskum áhrif- um. Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr bandarískum kvik- myndum því ég hef mjög gaman af þeim. Myndbönd eru orðin að nauðsynjatækjum og ekki síst til að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Þá á sjónvarpsstöðv- um eftir að fjölga innan tíðar og áður en langt um líður verður hægt að velja um fjöldann allan af stöðvum sem senda erlent efni um gervihnetti. Sú þróun er óhjá- kvæmileg og ekki slæm sem slík en ég legg áherslu á að það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hafa eitthvað fram að færa á þessu sviði ekki síður en öðrum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn og unglingar eru dygg- ustu sjónvarpsáhorfendurnir og jafnframt sækir þessi hópur mest kvikmyndahúsin. Þessir miðlar móta þetta unga fólk ef til vill meira en nokkuð annað, jafnt viðhorf þeirra, hugsanagang og siðferðiskennd. Það er því spurn- ing hvort það er pólitískur vilji fyrir því að láta aðrar þjóðir um að ala upp nýjar kynslóðir íslend- inga. Ég hygg að svo sé ekki.“ Ekki ríkir ó kvikmyndagerð Við síðustu úthlutun var veitt meira fjármagni til færri aðila. Er þetta framtíðarstefna sjóðsins? „Það hefur engin regla verið um það hversu mikinn þátt sjóð- urinn tekur í framleiðslu kvik- myndanna, heldur hefur úthlut- unin helgast af þeim sveiflum sem hafa verið í kvikmyndagerðinni á hverjum tíma. Sumar kvikmynd- ir hafa gengið það vel á inn- lendum markaði að þær hafa get- að staðið undir sér og slíkt er fagnaðarefni." Væri þá ekki rétt að kvikmynd sem hefur verið styrkt af sjóðnum og skilar hagnaði, skilaði hluta af honum til baka til sjóðsins? „Því miður geta íslenskar kvik- myndir, ef horft er á innanlands- markað, ekki skilað það miklum hagnaði að menn verði ríkir á kvikmyndagerð. „Kassastykki“ á íslandi geta í hæsta lagi tryggt framleiðanda möguleika á að halda áfram að gera myndir og slíkt er vitaskuld mjög æskilegt, að menn gefist ekki upp eftir eina mynd og þekkingin og reynslan tvístrist ekki þegar myndinni er lokið.“ Vantar samhengi Erlendis heyrir það til undan- tekninga að ungt fólk ráðist strax í að gera langar leiknar myndir, heldur sjóast það fyrst hjá reyndum leikstjórum. Hér hopp- ar hinsvegar ungt fólk beint út úr skóla og ræðst í milljónafyrir- tæki. Er þetta ekki óæskilegt? „Hvað á þetta unga fólk að gera ef það ætlar að leggja fyrir sig kvikmyndagerð. Eldri menn- irnir eru annaðhvort farnir á hausinn, hafa gefist upp eða eru flúnir til útlanda. Því miður hefur ekki náðst að skapast það sam- hengi í íslenskri kvikmyndagerð sem nauðsynlegt er. Ég er því ánægður með þann stórhug sem Hilmar Oddsson sýndi t.d. og þætti sárt að vita til þess ef hann gæti ekki haldið áfram.“ Flúnir til útlanda? Þú átt ekki von á að þessir menn komi aftur upp til að gera íslenskar myndir? „Ég vona það, en það fer allt eftir því hvort við sköpum þeim grundvöll til að gera íslenskar myndir um íslenskan veruleika. Það er ekki slæmt í sjálfu sér að leikstjórar fari út fyrir landstein- ana því þeir bera hróður okkar með sér, auk þess er kvikmynda- gerð alþjóðlegra listform en flest annað. Það væri hinsvegar slæmt ef þessir hæfileikamenn og reynsla þeirra glataðist okkur. Við megum ekki við því.“ Kynning erlendis Hefur verið unnið nógu skipu- lega að því að kynna íslenska kvikmyndagerð erlendis? „Því er fljótsvarað. AIls ekki. Þetta hefur verið hið mesta hálf- kák hingað til. Kvikmyndagerð- armennirnir hafa sjálfir verið að þeytast á milli hátíða með mynd- ina sína undir handleggnum og boðið hana til sölu. Slík vinnu- brögð þekkjast ekki annarsstað- ar.“ Ætlar Kvikmyndasjóður að reyna að gera átak í þessu? „Kvikmyndasjóður hyggst beita sér fyrir markvissri mark- aðssetningu erlendis, bæði með leiknar kvikmyndir og fræðslu- myndir. Markaðshorfurnar eru alltaf að batna einkum vegna þess að það þarf gífurlega mikið efni til að fylla allar þær sjónvarpsrás- ir sem eru að fara út í geiminn. í haust verður gert átak í að kynna íslenskar heimildamyndir á sjón- varpsmörkuðum erlendis. Það er hægt að selja fleira en fisk og eins gott að átta sig á því áður en hann hverfur alveg af miðunum. Menn þurfa líka að gera sér grein fyrir því, að kvikmyndir selja fisk.“ Kostir og gallar Að lokum Guðbrandur: Hver eru helstu sérkenni íslenskrar kvikmyndagerðar og hverjir helstu veikleikar hennar? „Það er erfitt fyrir íslending að dæma um myndirnar en glöggt er gests augað og þeir útlendingar sem hafa atvinnu af því að skoða kvikmyndir segja það helsta sér- kenni íslenskra kvikmynda, hversu heiðarleikinn er mikill. ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn leitast ekki við að vera billegir heldur kappkosta að vera sam- kvæmir sjálfum sér. Þá tala er- lendir áhorfendur um landslagið og birtuna, sem er einstök. Slík birta skín ekki á hvert strá þar sem kvikmyndir eru framleiddar. Helsti veikleikinn er fjár- magnsskorturinn og það rof sem veröur í kvikmyndagerðinni hans vegna. Ein af afleiðingum þess er handritsgerðin. Sagnarandinn hefur löngum verið landlægur hér og íslendsingar hafa skrifað sögur í þúsund ár. Við höfum því þúsund ára reynslu af orðum og það vill henda bráðgreinda og snjalla menn að þeir eru einsog fiskar á þurru landi þegar að þeir ætla að tjá sig á sjónrænan hátt. Þetta er ofureðlilegt því við erum afsprengi bókarþjóðar. Þetta á örugglega eftir að breytast til batnaðar og menn eru þegar farn- ir að láta augað ráða. Sjá hvað auganu býðst hverju sinni í stað þess að vera rígbundnir af orð- hugsun." Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar í eftirtaldar stööur: Aímenna kennslu, sérkennslu, tónmennt og íþróttir. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 93- 6293 og yfirkennari í síma 93-6251. Leikskóli Ólafsvíkur Forstööumann vantar viö leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun æskileg. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 93-6153. Bæjarstjóri. —Sáf 14 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.