Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 7
Risahnúfubakur við kinnunginn. Til vinstri á myndinni má sjá sýnistöku- skutulinn í þann mund að lenda í hvalnum. sýndi dr. Einar Vigfússon erfða- fræðingur mér grein, þar sem litningamynstrum 2ja höfrunga- tegunda var lýst. f>að sem mér þótti athyglisverðast við þetta var að litningafjöldinn var sá sami, 44, og að mynstrin virtust ná- kvæmlega eins, en oft hafa mis- munandi tegundir hver sitt ein- kennandi litningamynstur. Sama litninga- mynstur Ég kannaði strax hvað hafði verið gert í sambandi við litning- arannsóknir á hvölum og sá að það var harla lítið og engir skíðis- hvalir höfðu verið rannsakaðir. Sumarið 1967 aflaði ég svo sýna af langreyði í Hvalstöðinni í Hvalfirði og ræktaði þessi sýni að Keldum, en þar hef ég notið ein- stakrar hjálpar alla tíð síðan. Það kom á daginn að langreyðurinn hafði einnig 44 litninga og að litn- ingamynstrið var ákaflega líkt mynstri höfrunganna. Af þessu ályktaði ég að tannhvalir og skíð- ishvalir hefðu sama uppruna og að litningamynstur þeirra hefðu varðveist svo til óbreytt, þær 40- 50 miljónir ára, sem liðið hafa síðan þeir aðgreindust þróunaí- lega. Litningamynstur 20-30 hvalategunda hafa nú verið at- huguð og niðurstöðurnar hafa rennt styrkum stoðum undir kenningar mínar. Biblía hvalasérfræðinga var skrifuð 1936 af Hollendingnum Slijper. Hann hélt því stíft fram, að tannhvalir og skíðishvalir hefðu þróast óháðir hvorir öðr- um og það hefur tekið langan tíma fyrir marga að sjá að þróun- arkenningar hans voru rangar. Nú hefur þú unnið við fleira en hvali? Já, doktorsritgerð mín, sem ég varði vorið 1974 fjallaði einnig um seldýr, þ.e.a.s. seli, rostung og sæljón, litningamynstur þeirra og þróun. Þennan efnivið fékk ég aðallega hér við land, og við Grænland, en þó einkum í Al- aska, er ég vann þar veturinn 1970-1971. Mér var það fljótlega ljóst þeg- ar ég hafði lokið við dokt- orsritgerðina, að það væri fremur lítið, sem unnt væri að gera frekar í sambandi við litningarannsókn- ir á hvölum og seldýrum, þar sem allar nærtækustu tegundirnar höfðu verið rannsakaðar. Ég sneri mér því smám saman að at- hugunum á DNA (kjarnasýrum) þessara dýra og dvaldi 1976-1977 í Edinborg, til að afla mér þekk- ingar á þessu sviði. Við könnuð- um aðallega svokallað margend- urtekið DNA hjá reyðarhvölum. Margendurtekið DNA er 30- 40% af DNA magni hverrar frumu hjá spendýrum, en lítið er vitað um hlutverk þess. Þær ein- ingar sem mynda margendur- tekið DNA geta verið ákaflega margar og innan hvers hóps af margendurteknu DNA eru ein- ingarnar eins eða mjög svipaðar að samsetningu. Það hefur verið útbreidd skoðun að margendurtekið DNA þróaðist mjög hratt og að lítið svipmót væri með margendur- tekni DNA hjá mismunandi teg- undum. Rannsóknir okkar á því Veifað í kveðjuskyni. Það er háttur hnúfubaka að veifa sporðinum þegar þeir fara í djúpt kaf. Sporðblöðkur mismunandi einsfaklinga eru ólíkar og má þannig greina á mitli mismunandi hvala. Bengt Widegren t.v. fylgist með þegar Úlfur gengur frá húðsýnum. hafa sýnt að ýmsar margendur- teknar einingar þróast hægt og þetta gæti bent til þess að þær hefðu ákveðna þýðingu. Dokt- orsritgerð samstarfsmanns míns, Bengt Widegren, sem hann varði í vor, fjallaði einmitt um þetta efni. Hjá tannhvölum og skíðis- hvölum finnst samskonar marg- endurtekið DNA, og þetta er því óyggjandi sönnun fyrir því að þeir hafa sama uppruna. Af sama uppruna Hefur þú einnig haldið áfram rannsóknum á seldýrum? Já, við höfum rannsakað marg- endurtekið DNA hjá þeim til að kanna þróunarlegan uppruna þeirra. Það hefur verið almennt álitið að selir hefðu þróast frá marðardýrum og sæljón og rost- ungar frá forfeðrum bjarndýra. Niðurstöður okkar sýna að þetta fær naumast staðist, þar sem at- huganirnar benda eindregið til þess að öll seldýr hafi þróast frá marðardýrum. Hvernig kemur þá húðsýna- takan inní myndina? Það magn af lifandi frumum, sem við náum úr húðsýninu er mjög takmarkað. Sýnin setjum við þess vegna í ræktun og svo framarlega sem ræktunin heppn- ast, getum við fengið frumur í nægjanlegu magni til ýmiskonar rannsókna, til að mynda litning- arannsókna og samanburðar á DNA. Hnúfubakssýnin eru sér- staklega þýðingarmikil íþessu til- viki, þar sem við höfum hug á að kanna skyldleika þeirra við reyðarhvalina. Og hvernig er útlitið með sýn- in? Það virðist nokkuð gott, þar sem við höfum þegar séð að frumur eru farnar að vaxa út frá sumum sýnanna. Hvað er nýtt framundan? Við höfum áhuga á að kanna hvort DNA það sem er í bruna- kornum (mígokondríum) er not- hæft til að aðgreina mismunandi stofna sömu hvalategunda. Þetta DNA þróast yfirleitt hratt og því má vera að mismunandi hvala- stofnar hafi sín sér einkenni. - S.dór. Sunnudagur 20. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.