Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Um hermdar- verkakonuna góðu Ný skáldsaga eftir Doris Lessing Enn springa sprengjur hér og þar í Evrópu og samtök sem bera dularfull nöfn og kenna sig einatt við rauða litinn eða byltinguna hringja og segjast bera ábyrgð á atburðum. Og láta það um leið í Ijós, beint eða óbeint, að þau voni, að sá hvellur sem sprengjan veldur (og það blóð sem kann að renna í hennar slóð) sé mikii- vægt framlag til sóknar mannfélagsinstil betraog frjálsaralífs... Tíöindi af þessu tagi hafa orðið rithöfundum og kvikmynda- mönnum að viðfangsefni í vax- andi mæli á undanförnum árum. Margir hafa snúið sér að þeirri hermdarverkastarfsemi sem sprettur af baráttu þjóðernis- sinna - hvort sem um er að ræða IRA, sem vill sameina Ulster írska lýðveldinu eða ETA, sem vill aðskilnað Baskalanda frá Spáni. En svo eru þeir sem fást við þær „rauðar herdeildir" af ýmsu tagi, sem láta á sér kræla, ekki síst í Frakklandi og Ves- tur-Þýskalandi. Einn þeirra rithöfunda sem snýr sér að þeirri byltingarvon í ófæru, sem sprengjum kastar, er Doris Lessing, sem hingað kom á Listahátíð fyrir skemmstu og menn ættu því að kannast sæmi- lega við. Síðasta skáldsaga henn- ar heitir einmitt „Góða hermdar- verkakonan“ - The Good Terror- ist, og kom út í fyrstu útgáfu í fyrra. Hvers konar fólk? Doris Lessing hefur svo frá sagt, að hugmyndina að skáld- sögu þessari hafi hún fengið eftir að sprengja sprakk við (eða í ?) Harrods’-verslun í London - ein- hver hafði hringt rétt áður og sagt að þetta tilræði væri í þágu hins frjáisa írlands. En IRA, írski lýð- veldisherinn, lét sér fátt um finn- ast, þeir menn tilkynntu að þessi bjánalegu dráp á saklausu fólki kæmu þeim ekkert við, og myndu þeir „skjóta í sundur hnéskelj- arnar“ á öllum þeim sem kæmu þannig fram í leyfisleysi í nafni IRA. Og þá, segir Doris Lessing, skildi ég, að hér væri einhver „áhugamannahópur" á ferð. Og ég fór að velta því fyrir mér hvers- konar manneskjur væru í slíkum hópi. Svarið er Hermdarverkakonan góða, sem lýsir skrýtnum hópi róttæklinga sem segjast vera óá- nægðir með alla vinstriflokka og hafa þeir stofnað sinn eigin flokk og kalla hann CCU - Miðbanda- lag kommúnista. Þeir ætla að koma sér upp stefnu og kenningu sem dugir til að steypa öllu svín- aríinu. En fyrst og fremst lýsir sagan Alísu, „hermdarverkakon- unni góðu“ sem er jafnan stödd í miðpunkti sögunnar, það er með hennar augum að við sjáum at- burðina og skoðum aðrar per- sónur sem fá að stíga inn á vett- vang sögunnar. Byggja upp, rífa niður Doris Lessing hefur komist svo að orði í viðtali, að „Alísa er að nokkru leyti ég sjálf auðvitað“ - en hvaða höfundur getur ekki sagt eitthvað slíkt um sínar per- sónur? Hún viðurkennir og að hafa haft ákveðna fyrirmynd í huga, konu sem hún þekki og „hefur verið byltingarmanneskja síðan hún var 15 ára og viljað sprengja allt í loft upp, en það sem hún hefur í rauninni gert alla ævi, er að búa allskonar fólki heimili. Og henni dettur það aldrei í hug að það sé nein þver- stæða í þessu - að vilja leggja í ÁRNI BERGMANN rúst annarsvegar en í rauninni að vera sífellt að hlúa að og varð- veita.“ Satt er órðið - þessar þverstæð- ur eru í Alísu sögunnar. Hún hat- ar þjóðfélagið og velur því og verjendum þess hin verstu nöfn („skíta-fasistar" er hennar eftir- lætiseinkunn), og hún vílar ekki fyrir sér að stela frá foreldrum sínum eftir því sem henni þurfa þykir - og fer því þó fjarri að móðir hennar fráskilin sé aflögu- fær svo um munar. En hún er um leið sú fórnfúsa og ósérhlífna, sem tekur að sér kommúnurnar, sem eru að sökkva í skít í þeim auðu niðurrifshúsum sem þær setjast að í. Verulegur hluti sög- unnar lýsir því einmitt hvernig Alísa beitir miklum dugnaði og útsjónarsemi við að gera eitt slíkt hús byggilegt sér og félögum sín- um úr Miðbandalagi kommún- ista. Meðan vinur hennar, frasa- karlinn Jasper, er úti með hinum að mótmæla og reyna að koma sér í tugthús svosem tilað hressa upp á sjálfsálitið: sá sem er settur inn hlýtur að vera hættulegur kerfinu! ímyndun og veruleiki En þar kemur að kommúnu- fólkinu finnst ekki nóg að for- mæla kerfinu, sprauta vígorðum á veggi og sýna samstöðu með prenturum í verkfalli. Til er sú kenning, sem Doris Lessing hef- ur frá Italíu, að það er eins og sjálft tungutak róttækninnar yfir- taki sumt fólk, það fer að „upp- lifa sitt hættulega ímyndanalíf“. Menn tyggja það svo lengi upp, að réttast væri að kála einhverj- um fasistasvínum að þeir enda á því að kasta sprengju. Jasper og annar maður til fara til írlands að reyna að verða sér úti um verk- efni fyrir IRA, en írar neita að taka þessa amatöra alvarlega. Þeir fara til Moskvu í túristareisu, en Rússar bara hlæja að þeim. Og þeir verða að sýna að þeir séu eitthvað, og ein stúlknanna í hópnum er komin með handbók um það hvernig búa skal til sprengjur og að lokum rennur blóð eftir slóð ... Margur vinstrisinninn mun reiðast Doris Lessing fyrir þessa bók - ekki síst vegna þess að hún lætur mjög að því liggja að ákveð- in tegund mótmæla- og kröfu- göngufólks hugsi minnst um ein- hvern raunverulegan árangur, en þeim mun meira að belgja út sitt sjálf með sérstæðum hætti. En hitt er víst, að með Alísu, hermd- arverkakonunni góðu, hefur þessi ágæti höfundur bætt mjög merkilegri manngerð við í sitt fjölbreytta persónusafn. Og það má líka færa allgóð rök að því, að ekki veiti af að afhjúpa vissan tví- skinnung sem víða gætir vinstra megin í tilverunni gagnvart þeim sem gerast „hermdarverka- menn“ ekki út úr þeirri kúgun og neyð sem fær fátækt fólk til að grípa til vopna í Suður-Afríku eða Andesfjöllum. Heldur hafa lent á skjön við sæmilega efnuð og tiltölulega frjáls samfélög m.a. af ýmsum mjög persónulegum ástæðum og hafa fyrr en varir efnt til blóðbaðs, sem reynist fárán- lega og dapurlega tilgangslaust. ÁB. Tóbakið er mikiðstórveldi Tóbakið er gífurlegt stórveldi sem hefur lagt að fótum sér marga forseta og ríkisstjórnir og kann ótal ráð til að komast hjátilraunum sem gerðareru til að skera niður áróður fyrir reykingum sem „félagslega æskilegri venju“. Svo segir Peter Taylor, breskur sjónvarpsmaður, sem hefur gert mikla könnun á tóbakshagsmun- um ýmiskonar í bók sem hann nefnir The Smoke Ring, Reykhringurinn. Það skiptir mestu, segir hann, að menn átti sig á því að hér er um gífurlega fjármuni að tefla. M.a. um sex tóbaksrisa, sem framleiða 40% af sígarettum heimsins - sá stærsti er BAT (British- American Tobacco Industries) sem hefur 250 þúsundir manna í þjónustu sinni og selur sígarettur fyrir meira en tíu miljarði dollara á ári í meira en sjötíu löndum. Þegar um slíka peningarisa er að ræða, segir Taylor, er ekki nema von, að stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn verði næsta veikir í hnjánum og uppburðar- litlir og hafi tilhneigingu tii að horfa í aðra átt þegar þeim er sagt, að þessi fyrirtæki framleiði vöru sem „hefur drepið fleiri menn en allar styrjaldir á þessari öld“. Enda fær skattheimtan breska 75% af verði hvers sígarettu- pakka til sinna þarfa (smásalinn um það bil 10% en framleiðand- inn um 15%). Tóbaksiðnaðurinn í Bandaríkjunum tryggir miljón manns atvinnu og óbeint annarri miljón í viðbót og skilar meira en tuttugu miljörðum til skattheimt- unnar. Og þar með er ekki öll sagan sögð. Tóbaksiðnaðurinn eyðir tveim miljörðum dollara á ári (fyrir þrem árum eða svo) í auglýsingar til að „staðfesta þá helgisögn sína að reykingar séu æskileg félagsleg venja“ - meðan bandaríska krabbameinsfélagið ver sjö miljónum dollara á ári í fræðslustarf gegn reykingum. Ta- ylor rekur dæmi af því, hvernig ýmis tímarit, sem hafa kannski 15% af sínum auglýsingatekjum frá sígarettuframleiðendum, sýna heilsufari mikinn áhuga - en sleppa því jafnframt með öllu að birta greinar um hættur sem af reykingum stafa. f Bretlandi og Bandaríkjunum hefur um nokkurt skeið verið bannað að auglýsa tóbak í sjón- varpi. En tóbakshringirnir fara létt með að komast í kringum það - m.a. með því að kosta sportvið- burði eins og krikketmót og kappakstur og dreifa um mynd- sviðið áminningu um sína vöru - sem reynist miklu ódýrara en „ómengaðar“ auglýsingar í sjón- varpi. BBC viðurkennir að það „láti nota sig“ með þessum hætti í einar 300 stundir á ári. Baráttan gegn tóbakinu hefur borið vissan árangur í löndum eins og Bretlandi og Bandaríkj- unum - þar hefur reykinga- mönnum fækkað verulega á und- anförnum árum. En þá taka lönd þriðja heimsins við. í Pakistan eykst sígarettuneysla með sex- földum hraða á við það sem tíðk- ast hefur á Vesturlöndum og í Brasilíu með áttföldum hraða. í Thailandi fara um 20% af öllum tekjum einstaklinga í tóbaks- kaup. Sígarettan virðist í vaxandi mæli halda velli sem „vímugjafi fátæka mannsins" - og um leið fjölgar lungnakrabbatilfellum á „nýjum“ reykingasvæðum með firnahraða. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Staða forstöðumanns Staöa forstöðumanns Droplaugarstaöa, vist- og hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, er laus til um- sóknar. Áskilin er menntun hjúkrunarfræðings með reynslu á sviði stjórnunar og hjúkrunar aldraðra. Allar frekari upplýsingar gefur Guðjón Ó. Sigur- bjartsson, yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 8. september 1986.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.