Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 13
ur, eðaum 15% afsvæðinu. Búð- atóftirnar eru á 200 metra löngu belti og eru flestar búðirnar sam- tengdar með einhverskonar garði. Þarna hafa verið manna- vistir í fremur einföldum húsum og nokkuð öruggt má telja að menn hafi dvalist þarna tíma- bundið. Þetta eru ekki hús sem mikið hefur verið borið í og ekk- ert sem bendir til að þarna hafi verið föst byggð allt árið.“ Kaupstaður á landnámsöld? Aldursgreining hefur verið gerð á jarðlögum þeim sem grafið hefur verið í og benda öskulaga- rannsóknir til þess að búðirnar hafi farið í vannýtingu töluvert fyrir 1500. Pá er miðað við öskulag frá Kötlugosi sem varð um aldamótin 1500, en auðsætt er að búðirnar voru komnar í eyði áður en askan féll í þær. Við aldursgreininguna kom annað merkilegt í ljós. Undir búðarústunum fundust eldri búð- ir. f hleðslum þeirra er hið svo nefnda landnámslag og eru þær því líklega frá 11. öld eða eldri. Sagði Magnús að til væru sagnir sem tengjast landnámi íslands, um kaupstað í Kjósinni. Ein- kennilegt er þó að hans er hvergi getið í sögunum og telur Magnús að hugsanlegt sé að þarna hafi risið kaupstaður snemma á landnámsöld en hann svo lagst í eyði þar til Maríuhöfn er aftur tekin í gagnið seint á 13. öld. Einsog fyrr sagði þá leggst Maríuhöfn af á fyrri hluta 15. aldar. Ástæðan fyrir því er að áliti manna aðallega sé að skipin breyttust. Skip í millilandasigl- ingum á þessum tíma urðu stærri og ristu dýpra. Um svipað leyti gekk enska öldin í garð og Eng- lendingar hófu siglingar hingað. Töldu þeir skynsamlegra að kaupa skreiðina beint af íslend- ingum heldur en að kaupa hana af milliliðum í Björgvin. Skreiðin varð að aðalútflutningsvara landsmanna og lágu Hafnarfjörð- ur og Grindavík vel við fengsæl- ustu fiskimiðunum. Þangað sigldu því skipin og þar risu upp þéttbýliskjarnar í kringum versl- unina og útgerðina. Maríuhöfn hvarf hinsvegar og féll í gleymsku þar til Magnús Þorkelsson hóf uppgröft á staðnum 1982. —Sáf Er úti um myrkraverk? Rafeindaljósmyndavél fœdd Framleiðendur Ijósmyndatækja hafa um árabil þróað með sér hugmyndir um rafeindaljós- myndavél sem tekið gæti við hlutverki hefðbundnu Ijósmynda- vélarinnar. í ágúst munu framleiðendur Canon vélanna setja á markað myndavél, sem talin er geta kom- ið af stað byltingu í ljósmyndun. Sú nýjung sem þessi vél hefur helst í för með sér felst fyrst og fremst í nýrri tækni sem fólgin er í því, að í stað venjulegrar ljós- myndafilmu kemur tölvukubbur (kísilflaga). Þessi kubbur breytir ljósi í rafeindaboð sem fara inn á sérstakan margnota tölvudisk, en slíkur diskur getur geymt allt að fimmtíu ljósmyndir. Myndasmið- urinn getur síðan prentað mynd- irnar út á sérstökum tölvuprent- ara eða skoðað þær á sjónvarps- skermi tengdum diskastöð. Þrátt fyrir miklar framfarir á þessi nýja tækni enn nokkurn spöl í land. Þó að myndir teknar með nýju vélinni séu vel nothæf- ar, standast myndgæði þeirra enn sem komið er ekki samanburð við venjulegar ljósmyndir. Þetta stendur þó allt til bóta og ætla má að ekki líði á löngu þar til á mark- að kemur fullkomnari útbúnaður sem mun framkalla myndir í háum gæðaflokki. Rafeindaljósmyndavélin og sá útbúnaður sem henni fylgir er Forstjóri Canon með nýju vélina: Fyrsta kynslóðin verður mjög dýr... mjög dýr og mun því til þess að byrja með fyrst og fremst höfða til atvinnuljósmyndara. Kostnaður mun á næstu árum minnka mikið og mun þá almenn- ingur væntanlega notfæra sér þessa nýju tækni í sífelit meiri mæli. Ýmsirsérfræðingarteljaað með tilkomu nýju myndavélar- innar hefjist þróun sem leiða muni til þess að í náinni framtíð muni hefðbundnar myndavélar verða úreltar og Ijósmyndarar um allan heim geti um frjálst höfuð strokið, lausir við mykra- verk og annað framköllunarves- en sem filmuvinnslu fylgir. -ob. Alveg qálfsagt Öllum finnst okkur sjálf- sagt að hafa rafmagn. Það er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Við þrýstum á hnapp og heim- ilistækið eða vélin á vinnustað er reiðubúin til þjónustu við okkur. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að dreifa rafmagni til notenda sinna stöðugt og hnökralaust. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir orku- reikningar valda auknum lán- tökum og hærri rekstrar- kostnaði. Jafnsjálfsagt og það er að hafa stöðugt rafmagn ætti að vera sjálfsagt að greiða fyrir það á réttum tíma. Láttu orkureikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Sunnudagur 20. júlí ÞJÓÐVILJINN — 'SÍÐA 13 ARGUS/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.