Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 3
Alnœmi aukist um 163% á ári Fyrstu þrjá mánuði þessa árs jukust alnæmistilfelli í Evrópu um 27% og eru nú 2.542 tilfelli þekkt, samkvæmt upplýsingum frá WHO, Alþjóða heilbrigðis- samtökunum. Mestri útbreiðslu hefur sjúkdómurinn náð meðal eiturlyfjasjúklinga sem sprauta sig. Vikulega voru skráð 42 ný al- næmistilfelli frá 1. janúar til 31. mars í ár. Mest var aukningin í V-t>ýskalandi, Frakklandi og á ít- alíu.. Frá því í mars 1985 til mars 1986 hafa alnæmistilfelli þrefald- ast í þeim 17 löndum sem skýrsla WHO nær yfir, úr 940 tilfellum í 2477 ári seinna, sem er aukning um 163%. Information Alnæmis varð fyrst vart árið 1983 í Tansaníu. A þessum tæp- lega þrein árum sem liðin eru síð- an hafa rúmlega 250 manns látist af sjúkdóminum í landinu og um 500 manns eru þungt haldnir vegna hans. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráð- herra landsins. Sjúkdómurinn einangrast fyrst og fremst við landsvæði í ná- grenni landamæra landsins við Úganda, RwandaogBurundiení þeim löndum er sjúkdómurinn mjög útbreiddur. Andstætt því sem algengast er á Vesturlöndum, þar sem sjúk- dómurinn herjar einkum á homma og sprautusjúklinga, leggst sjúkdómurinn í ausur- og vestur-Afríku einkum á heterós- exúalt fólk. Information Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Blönduóss í eftirtaldar greinar: Almenna kennslu í 4. til 6. bekk. Dönsku og íslensku í 7. til 9. bekk. Mynd- og handmennt. íþróttir. Sérkennslu. Við höfum ýmislegt að bjóða þér. Hringdu í Svein Kjartansson yfirkennara í síma 95- 4437 og fáðu nánari upplýsingar um kjörin. Skólanefnd. LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við nýtt heimili við Stangar- holt, Nóaborg. Heimilið verður rekið með blandaðri starfsemi, þ.e. 2 dagheimilisdeildir og 1 leikskóladeild. • Forstöðumaður við nýtt heimili í Grafarvogi, Foldaborg. Heimilið verður rekið sem leikskóli fyrst í stað. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 8. ágúst 1986. Ertu kennari? Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum, með góðri vinnuaðstöðu fyrir kennara ásamt góðu skóla- safni. Bekkjardeildir eru af mjög viðráðanlegri stærð (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í almenna bekkjarkennslu og til kennslu í: raungreinum, tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á skólasafni í hálft starf á móti hálfu starfi í almenningssafni. Grundarfjörður er í fögru umhverfi u.þ.b. 250 km frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og flug 3svar í viku. Viljir þú kynna þér málið betur þá sláðu á þráðinn. Skólastjórinn Gunnar Kristjánsson síma 93-8802 og varaformaður skólanefndar Sólrún Kristins- dóttir síma 93-8716 gefa allar nánari upplýsingar. Skólanefnd Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJ0ÐVIUINN Sími 681333. PANASONIC VHS HQ (High Quality Picture System) er fullkomið myndgæðakerfi í VHS sem byggir á tveimur mögnuðum tækni- nýjungum. 1. Svokallaður „White Clipper“ er hækkaður um 20% til að gefa skarpari útíínur og betri aðgreiningu í myndina. 2. „Detail EnhancerSystem". Þarsem öll smáatriði t.d. í bakgrunni skýrast og myndin verður ótrúlega hrein og skýr. Það þarf vart að taka það fram að þegar Panasonic hannaði báðar þessar tækninýjungar höfðu þeir það sérstaklega í huga að þær nýttust fyrir allar VHS spólur jafnt áteknar sem óáteknar, nýjar sem notaðar. PANASONIC VHS HQ tryggir ykkur hámarks VHS gæði og endingu. m WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.