Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 17
Framh. af bls. 11. Samyrkjubúin - sjálfstjornarformið í landbúnaðinum Samvinnurekstri var einnig komið á í landbúnaðinum, en þar þóttu tilraunirnar hafa tekist einna best. Sjálfstjórnarformið var hér hreinna. Hann var skipu- lagður innan ramma svokallaðra „frjálsra svæða“ sem opinberlega voru sjálfráð. Bændurnir kusu sér ráð á allsherjarfundum, en í hverjum bæ á landsbyggðinni var kjörin stjórnarnefnd þar sem allir aðrir meðlimir en aðalritarinn urðu eftir sem áður að vinna líkamlega vinnu. Öllum milli 18 ára og sextugs var skylt að vinna. Bændurnir skiptu sér í tíu manna hópa og hver hópur fékk ákveðið ræktunarsvæði eða verkefni. Bændahóparnir kusu fulltrúa í stjórnarnefnd sem kom saman daglega og ræddi við fulltrúa bænda um dagleg vandamál eða áætlanir til lengri tíma. Það var einkum í samyrkjubú- unum sem hið kommúníska markmið varð að verkuleika um að hver ynni eftir getu og væri úthlutað eftir þörf. Allt var gert að sameiginlegri eign, föt, hús- gögn, sparifé o.fl. Iðnaðarmenn, hárskerar, skósmiðir, starfsmenn kaffihúsa o.s.frv. skipulögðu sig innan ramma samyrkjubúanna og framleiðsla þeirra og þjónusta var sameiginleg eign. Uthlutun hinna sameiginlegu eigna var æði mismunandi frá samyrkjubúi til samyrkjubús eða allt frá algerum kommúnisma til kollektívisma þar sem úthlutunin fór fram í launagreiðslum. Meginreglan var þó að binda úthlutun við fjöl- skyldustærð og félagslega skil- greinda þörf. Launin voru gjarnan í formi úttektarseðla. Ef fólk neytti ekki alls skammtar síns var hann umreiknaður í pen- inga (peseta) og fólk lagði and- virðið inn á banka. Þessa reikninga gat það svo notað til að versla utan hins sameiginlega vörulagers. Húsnæði, rafmagn, heilbrigðisþjónusta, lyf og um- mönnum aldraðra og sjúkra var ókeypis. Sömu sögu er að segja um skólana. Þátttaka í samyrkjubúunum var ekki skylda og bændur gátu dregið sig út úr þeim ef þeim mis- líkaði búskapurinn. Þegar slíkt gerðist hafði bóndinn rétt til að taka með sér þær eignir sem hann/hún hafði lagt til í sam- yrkjubúið. Þeir sem ekki tóku þátt í búunum höfðu hins vegar ekki leyfi til að eiga meiri eignir eða stærri bú en þeir sjálfir gátu annað. Þannig var komið í veg fyrir arðrán á landbúnaðarverk- afólki, enda var þessum bændum bannað að ráða fólk í vinnu til sín. Bændur sem störfuðu þannig utan samyrkjubúanna höfðu rétt til að selja og kaupa vörur á markaðnum og gegnum hinar sósíalíseruðu búðir. Frelsið var hins vegar oft á tíðum blekking ein, því neyðin á landsbyggðinni neyddi marga til þátttöku í sam- yrkjubúunum þar sem þeir höfðu not af hinni félagslegu þjónustu, auk þess sem það var ekki á færi einyrkjanna að koma sér upp nauðsynlegum landbúnaðartækj- um og vélum. Daniel Guerin heldur því fram að kollektívisminn og form launagreiðslna hafi virkað betur en form hreins kommúnisma. í einstaka bæjum á landsbyggð- inni, þar sem peningaskipti höfðu verið afnumin og vörulager var forsenda skipulagsins drógst framleiðsla saman. Hér birtist til- hneiging til einstaklingshyggju þar sem fólk vann minna en neytti þeim mun meira, en það er e.t.v. skiljanlegt í ljósi þeirrar kapítalísku hugmyndafræði sem býr að baki launavinnu. Einstakl- ingshyggjan hvarf ekki á einni nóttu. Akveðin upplausnartil- hneiging einkenndi einnig hin kommúnísku samyrkjubú því fólk hneigðist til að hefja rækt á eigin reitum til að sjá árangurinn af eigin vinnu. Samyrkjubúin og umheimurinn Tengsl samyrkjubúanna við umheiminn voru gegnum stað- bundin sameiginleg ráð sam- yrkjubúanna í bæjum á lands- byggðinni og atvinnugreinarráð landbúnaðrins á landsvísu. Sam- yrkjubúunum var skylt að af- henda umframframleiðslu til samfélagsins í heild en í staðinn fengu þau opinbera þjónustu, velferðar- og heilbrigðisþjónutu og framleiðsluvörur sem þau gátu ekki sjálf framleitt. Vöruskipti fóru fram milli samyrkjubúa í ó- líkum landshlutum þar sem fram- leiðsla var mismunandi. Samyrkjubúin náðu mestum þroska í Aragóníu þar sem yfir 500 bú voru stofnuð með yfir 1,5 milljón meðlima. Rússneska og spœnska byltingin Marxistinn Karl Korsch hefur borið saman hina anarko-syndi- kalísku byltingu á Spáni og rússnesku byltinguna 1917. Að mati hans verða kommúnistar að viðurkenna að rússneska bylting- in bar mun meiri keim af tilvilj- anakenndri og ómarkvissri bar- áttu en sú spænska. Hann hefur sagt: „Hin velundirbúna syndik- alíska og anarkíska verkalýðsh- reyfing þekkti nákvæmlega markmið sín og hafði þegar á heildina er litið mun raunsærri hugmyndir um hver hin fyrstu skref skyldu vera til að ná þessum markmiðum en hin svokallaða marxíska verkalýðshreyfing í öðrum löndum Evrópu í sambærilegum kringumstæð- um“. Byggt á: D. Guarin: Anarchism. R. Carr: The Spanish Tragedy. A.W. Skjærpe: Selvstyre som system. H. Thomas: The Spanish Civil war. Nafn vikunnar Umfram allt skðld Kristján frá Djúpalæk varð sjö- tugur síðastliðinn miðviku- dag,16.júlí. Kristján er tvímælalaust eitt af fremstu skáldum íslands og því nafn vikunnar að þessu sinni. Kristján er fæddur ló.júlí 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaða- hreppi, N-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Einar Eiríksson og Gunnþórunn Jónasdóttir. Kristján frá Djúpalæk gerðist bóndi að Staðartungu í Hörgár- dal þegar hann hætti í skóla og var þar fram til ársins 1943. Þá varð hann verkamaður á Akur- eyri til 1949.í Hveragerði bjó hann frá 1950-1961 og var barna- kennari í Hveragerði og Þorláks- höfn þann tíma. Hann var rit- stjóri vikublaðsins Verkamaður- inn á Akureyri frá 1961-1966. Stundaði einnig kennslu við skóla á Akureyri og skrifaði jafnframt bókmenntagagnrýni í Verka- manninn og síðan í Dag. Kristján býr nú á Akureyri og er veiði- vörður við lax- og silungsveiði ár í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Samhliða þessu hefur hann gefið út 20 bækur, þar af 16 í bundnu máli. Kristján frá Djúpalæk varð sjötugur 16.júlí Nýjasta bókin hans var gefin út í'tilefni sjötugsafmælisins og ber hún nafnið Dreifar af dagsláttu. Bókin er gefin út af bókaútgáf- unni Skjaldborg. Dreifar af dags- láttu er sýnishorn úr fimm síðustu ljóðabókum Kristjáns en einnig er að finna ný ljóð. Kristján frá Djúpalæk hefur ort jafnt um það sem hefur verið aö gerast í hans eigin hugskot og þjóðfélagsleg málefni líðandi stundar. Kristján er mikiíl aðdáandi íslands og segir Gísli Jónsson menntaskólakennari í formála nýjustu bókar Kristjáns m.a. „Hann hefur verið varð- stöðumaður íslensks þjóðernis, fagurra hugsjóna og fornra dygða. Hann er þjóðskáld í öllurn skilningi, lesinn, numinn og sunginn á sjó og landi...“ Kristján frá Djúpalæk hefur löngum talist til róttækra ljóð- skálda. Hér í lokin látum við fylgja eitt kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk, sem margir kannast við og lætur engan ósnortinn. Slysaskot í Palestínu Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestinu. En er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmusveinn. Mín synd var stór. Ó systir min. Svarið get ég, feilskot var það. Eins og hnífur hjartað skar það, hjartað mitt, ó systir mín. Fyrirgefðu, fyrirgefðu,anginn litli, anginn minn. Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn. SA. _________LEIÐARI____ Kvikmyndagerðin á horriminni Gleði íslendinga var ekki lítil í lok áttunda áratugarins þegar í Ijós kom að hægt var að framleiða kvikmyndir hér á landi. Landsmenn þyrptust í kvikmyndahúsin þannig að Ijóst var að þörfin fyrir að fá að upplifa íslenskan veru- leika á tjaldinu var fyrir hendi. Ýmsir gallar við framleiðsluna voru fyrirgefnir, þó hljóðsetning væri ekki fullkomin og myndin færi úr fókus af og til. Við vorum að stíga fyrstu skrefin og þó Aþena hafi hoppað forðum alsköpuð út úr höfði Seifs eru okkur mönnunum ákveðin takmörk sett. Það voru ungir eldhugar sem voru nýkomnir heim úr námi erlendis sem rifu kvikmyndagerð- ina upp þrátt fyrir skilningsleysi hins opinbera. Bakhjarl þeirra var hinsvegar skilningur kvik- myndahúsagesta og greiðfúsir bankastjórar, sem voru tilbúnir að rétta fram krónur gegn tryggingu í húsnæði kvikmyndagerðarfólksins. Nú eru brautryðjendurnir flestir horfnir til ann- arra landa að kvikmynda fyrir erlenda aðila. Ágúst Guðmundsson, sem með Landi og son- um hóf nýbylgjuna í íslenskri kvikmyndagerð, er staddur í Englandi að ganga frá handriti fyrir þarlenda. Hrafn Gunnlaugsson, sem fylgdi fast á eftir Ágústi með Óðal feðranna er í Svíþjóð að ganga frá sjónvarpsmynd. Lárus Ýmir Oskars- son hefur reyndar ekki gert kvikmynd af fullri lengd hér á Islandi en unnið merkilegar sjón- varpsgerðir af leikritum fyrir íslenska sjónvarp- ið. Hann hefur verið í Svíþjóð að stjórna annarri kvikmynd sinni fyrir Svíana. Þráinn Bertelsson virðist búinn að fá nóg af að sýna íslenskt at- vinnulíf í spéspegli í bili og hyggst snúa sér að Þjóðverjum á næsta ári. Við skulum vona að kvikmyndagerðarmenn- irnir hafi einungis lagt í tímabundna víkingu og snúi heim með nýja reynslu sem herfang, því íslensk kvikmyndagerð má ekki við því að missa þessa menn á mála hjá erlendum kvikmynda- kóngum fyrir fullt og allt. í viðtali við Guðbrand Gíslason, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, í blaðinu í dag, kemur fram að einn stærsti veikleiki íslenskrar kvikmyndagerðar er það rof sem verður í kvik- myndagerðinni og er bein afleiðing þess fjár- skorts sem listgreinin á við að glíma. Það næst ekki að skapast samhengi sem nauðsynlegt er kvikmyndagerðinni. Yngra fólk getur ekki gengið í smiðjur sér eldri og reyndari því þeir eru annaðhvort komnir á hausinn eða flúnir til út- landa, einsog Guðbrandur segir, og með þeim hverfur þekking og reynsla sem keypt hefur verið dýru verði. Guðbrandur bendir á að Kvikmyndasjóður hafi alls ekki getað gegnt því hlutverki sem hon- um er ætlað lögum samkvæmt vegna þess að fjárveitingavaldið hefur ætíð skorið niður laga- legan tekjustofn sjóðsins. Samkvæmt lögum báru sjóðnum 48 milljónir sl. ár, en á fjárlögum voru honum úthlutaðar 16 milijónir. Mennta- málaráðherra tókst svo að kría út 10 milljónir til viðbótar. Hagstofan hefur áætlað að sjóðnum beri 57 milljónir í haust, „... og nú bíður maður spenntur eftir að sjá hvort það verður enn einu- sinni gripið til hnífsins og skorið niður í einhverja upphæð, sem rétt nægir til að halda kvikmynda- gerð í landinu á horriminni," segir Guðbrandur orðrétt. Það er orðið tímabært að ráðamenn geri sér grein fyrir því að það er hægt að selja fleira en fisk. Islenskir kvikmyndagerðarmenn hafa sannað það að þeir standa starfsbræðrum sín- um og -systrum í öðrum löndum ekkert að baki í þessum efnum nema síður sé, enda sést það best á því að erlendir aðilar hafa trú á þessu fólki. Fjárveitingavaldið verður því að hætta krukki sínu í lögboðinn tekjustofn sjóðsins. Það er mikið í húfi, því einsog Guðbrandur bendir réttilega á þá er nauðsynlegt að við höf- um eitthvað fram að færa á kvikmyndasviðinu ef við ætlum að halda menningarlegu sjálfstæði okkar í heimi nútímafjölmiðlunar. Ef við ætlum ekki að láta aðrar þjóðir sjá um uppeldi nýrra kynslóða íslendinga verður að styðja við bakið á þessari ungu listgrein. —Sáf Sunnudagur 20. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.