Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 10
Borgarastyrjöldin á Spáni 50 ára 18. júlí voru 50 ár liðin síðan Spænska stríðið hófst. Þetta stríð var einhver grimmasta og blóðugsta borgarastyrjöld þessararaldar. Þegarhenni lauk í lok mars 1939 er talið að um 800 þúsund manns hafi legið í valnum, en um 200 þúsund féllu í orustum, þar af um 20 þúsund manns af þeim nær40 þúsund erlendu sjálf- boðaliðum sem tóku þátt í styrjöldinni. Fyrirfélags- hyggjufólk er Spænska borg- arastyrjöldin afar mikilvæg fyrir þau skipulagsform sósí- alísks lýðræðis og efnahags- lífs sem spruttu i ipp á yfirráð- asvæðum lýðveidissinna. Styrjöldin var öðru fremur stéttastríð þar sem tókust á annars vegar fasistar með stuðningi landeigendaaðals og kaþólsku kirkjunnarog hins vegar and-fasista og lýð- veldissinnar sem greindust í þá sem börðust fyrir borgara- legri byltingu og nutu stuðn- ings atvinnurekenda og þá sem börðust fyrir lýðræðis- byltingu í andafélagshyggju, þ.e. sósíalískri byltingu og nutu stuðnings verkafólks. Samfélagsandstæður voru afar skarpar á Spáni á þriðja og fjórða áratugnum. Til yfirstéttarinnar heyrði fjölmennur lénskur land- eigendaaðall sem naut stuðnings kirkjunnar og hersins. Andspæn- is þessum aðli stóð sárfátækt landbúnaðarverkafólk og veik- burða borgarastétt atvinnurek- enda sem töldu landeigendaaðil- inn koma í veg fyrir þróun spænsks auðvaldskerfis. Styrkur þessarar borgarastéttar var mest- ur í Madrid og Barcelona. Borg- arastéttin átti í höggi við virka og baráttufúsa verkalýðsstétt, en auk hennar lék millistétt borg- anna mikilvægt hlutverk í stjórnmálaþróuninni. Það eru þessar stéttaandstæður sem leiddu til hinnar flóknu stjórnmálaframvindu á Spáni á millistríðsárunum. Fasisminn var m.a vörn fyrir hið gamla, lénska samfélag gegn árásum verka- lýðsstéttarinnar og borgara-/ millistéttar á það. Baráttan gegn fasismanum einkenndist því af ó- líkum baráttuleiðum þessara afla og stjórnmálaflokkanna allt eftir því á hvaða stétt þeir byggðu stefnu sína. Flokkakerfið og verkalýðshreyfingin Á vinstri væng stjórnmálanna voru helstu stjórnmálaöflin, ann- ars vegar hinir þrír flokkar miðju/ vinstrisamstarfs, þ.e. á miðjunni Bandalag lýðveldissinnaðra frjálslyndra og íhaldsmanna, þá Sósíalistaflokkurinn og loks Kommúnistaflokkurinn. Þessir flokkar ráku hægrisinnaða pólitík og töldu að fyrir dyrum stæði borgaraleg bylting á Spáni. Flokkarnir þrír voru studdir af launþegahreyfingunni UGT (sambærileg samtök við Alþýðu- samband íslands og hafði um 1,5 milljón meðlimi), sem var undir forystu sósíalista og kommúnista þegar þeir mynduðu samsteypu- stjórn eftir kosningasigur 1936. Andspænis þeim voru flokkar og verkalýðsfélög sem stefndu að sósíalískri framþróun samfélags- ins með upprætingu landeigenda- aðalsins og stofnun samyrkjubúa landbúnaðarverkafólks og af- námi einkaeignar á verksmiðjum og fyrirtækjum og þróun beinnar stjórnunar verkafólks á verk- smiðjunum. Mikilvægustu flokk- arnir sem stefndu að sósíalískri umsköpun voru FAI (íberíska anarkistasambandið) og POUM (andstalínískur klofningsflokkur úr hinum Moskvusinnaða Kommúnistaflokki). Auk þess starfaði mikill fjöldi smáflokka sjálfstjórnarsinna (anarkista) á vinstri vængnum. CNT varskipu- lagt með það fyrir augum að sam- tökin gætu tekið yfir rekstur framleiðslufyrirtækja. Þau voru anarko-syndikalísk samtök, þ.e. samkvæmt þeirra hugmynda- fræði áttu verkalýðsfélögin en ekki flokkar að leiða hina sósíal- ísku byltingu. Innan vébanda samtakanna störfuðu þó einnig félagar úr stjórnmálaflokkum sem stefndu að sósíalískri, bylt- ingarsinnaðri umsköpun samfé- lagsins. Flokkur lýðveldissinn- aðra frjálslynda og íhaldsmanna var borgaralegur tlokkur sem taldi lénsveldið vera þröskuld á vegi stéttarhagsmuna borgarast- éttarinnar eða atvinnurekenda og óskaði eftir þróun í líkingu við iðnaðarsamfélögin í V-Evrópu. Sósíalistaflokkurinn saman- stóð af ólíkum öflum eða allt frá hefðbundnum sósíaldemókröt- um til vinstri-sósíalista. Flokkur- inn stefndi að hefðbundnu þing- ræðiskerfi og bættum kjörum launþega og umbótastefnu innan ramma auðvaldskerfisins. Kommúnistaflokkurinn beitti sér fyrir byltingarsinnaðri stefnu eins og aðrir kommúnistaflokkar Evrópu á þriðja áratugnum, en tók upp nýj a stefnu í takt við sam- fylkingastefnu Stalíns gegn fas- isma 1934. Flokkurinn hélt því nú fram að Spánn stæði frammi fyrir borgarlegri byltingu og stefna bæri að því að flýta þessari bylt- ingu og útrýma leifum hins lénska samfélags svo borgarstéttin gæti þróað áfram framleiðsluna. Sam- fylking með borgarastéttinni og millistéttunum varð nú þunga- miðjan í stefnu flokksins og leiddi til hatrammra árása flokksins á hópa launþega og verkalýðsfélög sem börðust fyrir sósíalískri bylt- ingu. Kommúnistaflokkurinn var sá af þessum þrem flokkum sem beitti sér fyrir skýrastri og heil- steyptastri hægristefnu sem leiddi til þess að félögum flokksins fjöl- gaði ört, en nýliðarnir komu ekki úr röðum verkafólks heldur úr stétt smáborgara eða smárra at- vinnurékenda og millistétt. Árið 1933 voru meðlimir flokksins u.þ.b. 4000, en 1938 hafði þeim fjölgað í yfir 63000 í Madrid ein- ni, en aðeins 10000 félaganna voru úr verkalýðsstétt. Fjöl- mennustu hóparnir í flokknum voru smá-borgarar, háttsettir embættismenn, yfirmenn í hern- um, lögregluþjónar og mennta- menn. Flokkar hœgrimanna Á hægri vængnum voru helstu flokkarnir CEDA hinn kaþólski og konungssinnar, en þessir flokkar mynduðu kosninga- bandalag 1936 sem var nefnt Þjóðfylkingin. Flokkur Falang- ista var hins vegar ekki stofnaður fyrr en um sumarið 1936. í þing- kosningunum í febrúar 1936 var Alþýðufylkingin mynduð en að henni stóðu FAI, CNT POUM, Sósíalistaflokkurinn, UGT og Kommúnistaflokkurinn. Gegn Alþýðufylkingunni mynduðu fas- istar og hægrimenn Þjóðfylking- una, en á miðjunni var Bandalag Vélbyssuskyttur lýðveldissinna í orrustunni um Belchite í N-Aragóníu. lýðveldissinna. Úrslit kosning- anna urðu örlagarík því miðjan og vinstriflokkarnir náðu nú meirihluta. Alþýðufylkingin fékk 34,3% atkvæða og 263 þingsæti, Bandalag lýðveldissinna 5,4% og 77 þingsæti, en þjóðfylkingin 33,2% og 133 þingsæti. Kosning- aúrslitin og myndun samsteypu- stjórnar vinstri og miðjumanna urðu til þess að hægrimenn lögðu á ráðin um valdarán. Borgara- styrjöldin var skammt undan. Við skulum skoða aðdragand- ann. Valdarán 1923 - lýðveldisstofnun 1931 Eins og áður sagði voru stétta- átök hörð á þriðja áratugnum en mitt í þessum átökum fram- kvæmdu hægriöflin valdarán og Primo de Rivera kom á herfor- ingjastjórn 19. september 1923. Stjórnmálaflokkarnir börðust allir gegn herforingjaeinræðinu, íhaldsmenn jafnt sem sjálf- stjórnarsinnar. Stjórn de Rivera var meira eða minna lömuð, glat- aði að lokum stuðningi hersins og Alfonso XIII konungur veitti honum lausnarbeiðni 1930, en varð sjálfur að segja af sér 1931 vegna yfirvofandi borgarastyrj- aldar, enda hafði hann stutt de Rivera. Annað lýðveldi Spánar var nú sett á laggirnar og í kosn- ingum sama ár fékk samfylking miðju og vinstriflokka meirihluta og mynduðu samsteypustjórn Vinstri-Lýðveldissinna og Sósíal- istaflokks. En átökin milli hópa á vinstrivængnum sköpuðu mikil vandamál. Verkafólk og verka- lýðsfélögin börðust hatrammri baráttu fyrir yfirráðum yfir efna- hagskerfinu með verkföllum og verksmiðjutökum, en ríkisstjórn- in svaraði með handtökum á fé- lögum CNT. Kosningar voru boðaðar að nýju 1933 og nú sner- ist CNT gegn stjórnarflokkunum og hvatti félaga sína til að taka ekki hátt í þeim. Niðurstaðan varð hörmuleg fyrir stjórnar- flokkana og öfgasinnuð hægri- stjórn komst til valda og hóf ill- skæðar ofsóknir gegn vinstrisinn- um. Stefna CNT hafði verið, að hámarka kreppuna í spænsku samfélagi, en nú varð þessi stefna þeim sjálfum að falli. Allsherjar- verkföll voru boðuð 1934 og í Katalóníu var gerð uppreisn gegn stjórninni og nýrri lýðveldis- stjórn komið á. Áðgerðir þessar beindust einkum gegn þátttöku CEDA í ríkisstjórninni, en vinstrimenn litu á þennan flokk sem fulltrúa fasismans á Spáni. Verkföllin mistókust og upp- reisnin var brotin á bak aftur af mikilli hörku. Febrúar til júlí 1936 CNT neyddist nú til að breyta um baráttuleið og í kosningunum í febrúar 1936 hvöttu samtökin 2 milljónir félaga sinna til að taka þátt í kosningunum. Af hug- myndafræðilegum ástæðum og af ótta við að dragast inn í borgarleg þingræðisstjórnmál neituðu sam- tökin að taka þátt í Alþýðufylk- ingunni, samfylkingu borgara- legra og sósíalískra afla gegn fas- isma. I stað þess völdu þau „skársta kostinn" - Kommúnist- aflokkinn. CNT komu þannig til valda þeim flokki sem átti eftir að verða þeirra skæðasti andstæð- ingur í borgarastyrjöldinni sem hófst aðeins nokkrum mánuðum síðar. Kommúnistaflokkurinn, Lýðveldissinnar og Sósíalista- flokkurinn mynduðu stjórn eftir kosningarnar, en hún átti von bráðar í útistöðum við baráttu- fúst verkafólk í CNT og UGT. Kjör landbúnaðar- og iðnverka- fólks höfðu versnað svo mjög á undangengnum árum að sigur Alþýðufylkingarinnar einn sér dugði ekki til að draga úr baráttu verkafólks. Landbúnaðarverka- fólk lét til skarar skríða og tók að leggja undir sig eignir land- eigendaaðalsins og iðnverkafólk stóð fyrir verksmiðjutökum og verkföllum. Mitt í þesari bylgju verkfalla og eignanáms félaga CNT og UGT myrtu hægrimenn lögregluþjón og þar með var and- skotinn laus. Andstæðingar ríkis- stjórnarinnar innan hersins lögðu á ráðin um valdarán og 16. júlí gerðu hersveitir í Marokkó og á Kanaríeyjum uppreisn og 18. júlí var það sama uppi á teningnum í ýmsum bæjum og borgum á Spáni. Ríkisstjórn Alþýðufylk- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júlí 1986 Ivar Jónsson skrifar ingarinnar var lömuð. Uppreisn fasista heppnaðist í Seville, Vall- adolid, Salamanca og Cadiz en hún mistókst í Madrid og Barce- lona (höfuðstað Katalóníu). Borgarastyrjöldin var hafin og átti eftir að kosta yfir 800 þús- unda manns lífið. Fasistar, undir stjórn Franco hershöfðingja frá Marokkó, beittu fyrir sig útlend- ingahersveitunum en fengu jafn- framt aðstoð frá fasistastjórn Mussolinis á Ítalíu og Hitler. Alþýðan vopnlaus Þrátt fyrir hraða sókn fasista neitaði ríkisstjórnin að deila út vopnum til félaga stærstu verka- lýðshreyfingarinnar, CNT. Hún óttaðist styrk alþýðunnar, ekki síst í ljósi þess að 900 félagar CNT sátu í fangelsum stjórnarinnar fyrir byltingarstarfssemi. í Barce- lona tóku félagar í FAI (flokki sjálfstjórnarsinna eða anarkista) völdin í sínar hendur við fréttirn- ar af valdaráni fasista, réðust að herstöðvum í borginni árla morg- uns 19. júlí og lögðu vopna- geymslurnar undir sig. Vopnun- um var deilt út til félaga CNT og UGT og myndaður var alþýðu- her. Þessi her fór í miklum flýti á vígstöðvarnar og honum tókst að stöðva framrás fasista. 21. júlí hafði herjum CNT, UGT, POUM og FAI tekist að reka heri fasista á flótta á stórum lands- svæðum og aðeins fjórðungur Spánar var nú undir hæl fasista. Stjórn Alþýðufylkingar og sjálfstjórnarsinna En fasistar fengu mikla aðstoð frá ítölum og Þjóðverjum. Sjálf- stjórnarsinnar neyddust til að taka þátt í þingræðispólitíkinni vegna vaxandi styrks fasista og gengu inn í Alþýðufylkinguna til að stilla betur saman kraftana gegn fasistum. Ný ríkisstjórn Al- þýðufylkingarinnar var mynduð með 6 ráðherrum úr Sósíalista- flokki, 6 Lýðveldissinnum, 2 úr Kommúnistaflokki og 4 sjálf- stjórnarsinnar úr FAI. Samhæfa þurfti stríðsrekstur lýðveldis- sinna og því voru herir verkafólks SBSx innlimaðir í herinn og settir undir stjórn ríkisstjórnarinnar. Kommúnistar berjast gegn sósíalskri byltingu Þegar samhæfa átti baráttuna gegn fasismanum skerptust and- stæðurnar fyrir alvöru milli þeirra sem stefndu að borgaralegri bylt- ingu og hinna sem börðust fyrir samfellda sósíalíska byltingu. Eftir að FAI höfðu lagt undir sig vopnabúrin í Barcelona tók bar- átta verkafólks fjörkipp, meðlim- ir úr CNT og UGT lögðu í sam- einingu undir sig iðnaðar- og flutningafyrirtæki, járnbrautirn- ar, póst og síma, skóla og heilsu- gæslu, háskólann og löggæsluna. A miklum hluta Spánar ríkti nú tvíveldi þar sem verkalýðsráð og nefndir fulltrúa hinna mismun- andi fagfélaga stjórnuðu efnahag- sltfinu. Landeigendur voru rekn- ir af jörðum sínum, landbúnaðar- verkafólk í héröðum eins og Andalúsíu, Aragóníu, Estrema- dúra, Leventan, Kastilíu og Val- encíu stofnuðu samyrkjubú. Verkafólk tók einnig yfir verk- smiðjur sem flestar voru lagðar undir stríðsreksturinn. Það voru f.o.f. félagar FAI, CNT, POUM og UGT, en einnig margir félagar Sósíalistaflokksins sem stóðu fyrir verksmiðjutökunum og eignanámi á landi, en forsætis- ráðherra Sósíalistaflokksins horfði með vanþóknun á það sem framfór. Kommúnistaflokkurinn sem studdist við millistéttina tók hins vegar ekki þátt í þessum að- gerðum og þegar fyrirskipanir komu frá Moskvu hófu þeir bar- áttu gegn sósíalseringunni. Kommúnistar höfðu sterka stöðu í mikilvægum ríkisstofnunum sem þeir notfærðu sér og neituðu hinum nýstofnuðu samvinnufé- lögum verkafólks í um lán, alþýð- uherjunum var neitað um vopn. Hinn stalíníski landbúnaðarráð- herra neitaði samyrkjubúunum um áburð og lán. Stalín gegn sósíalískri byltingu Stefna Kommúnistaflokksins var runnin undan rifjum Stalíns og félaga hans í Moskvu. Vestræn lýðræðisríki höfðu sett viðskipta- bann á Spán og fasistar styrktust í stöðu sinni. Stalín var algerlega andvígur hvers kyns sósíalískri umsköpun Spánar og studdi kröfuna um borgarlega byltingu. Sovétmenn töldu sósíalíska bylt- ingu vera of mikla ögrun við Vesturlönd. Slík þróun hefði leitt til þjóðnýtingar bresks auðmagns á Spáni, en um leið hefðu utan- ríkishagsmunir Sovétríkjanna verið í hættu á tímum þegar mikl- ar víðsjár voru í Evrópu og Stalín óskaði eftir bandamönnum ef til innrásar nasista í Sovétríkin kæmi. Sósíalískt samfélag í anda sjálfstjórnarskipulags og vald- dreifingar hefði einnig verið al- varleg hugmyndafræðileg ógnun við miðstýrðan ríkissósíalisma Sovétríkjanna. Mexíkó og So- vétríkin voru einu löndin sem veittu lýðveldissinnum stuðning og Sovétmenn nýttu sér þessa stöðu út í ystu æsar. Hjálpin átti að styrkja stöðu spænska komm- únistaflokksins og hann skipu- lagði hana. 25. október var gullforði spænska ríkisbankans látinn í skiptum fyrir sovésk vopn. Þessi vopn höfnuðu aðeins að litlu leyti á vígstöðvunum þar sem þeirra var þörf, þar urðu menn að láta sér nægja gamla rifla frá alda- mótunum og skortur var á her- gögnum.Kommúnistar þurftu á vopnunum að halda í því inn- byrðis uppgjöri sem stóð fyrir dyrum innan Alþýðufylkingar- innar um vorið 1937. Efst á listan- um var uppgjör við hinn trotský- íska, and-Moskvusinnaða kommúnistaflokk POUM. POUM-hermenn sem komu frá vígstöðvunum voru handteknir þúsundum saman, sóttir á sjúkra- hús og hvíldarbúðir, enn aðrir voru skotnir „á flótta“. Komm- únistaflokkurinn rak einnig móð- ursýkilega áróðurherferð gegn POUurum sem komu heim af vígstöðvunum og ásökuðu þá um að vera útsendara Francos og fas- ista. Hvorki Sósíalistaflokkurinn né sjálfstjórnarsinnar í ríkis- stjórninni þorðu að snúast gegn þessum óhæfuverkum, hjálpin frá Sovétríkjunum var of mikil- væg á þessum tíma. Ioktóbervarþrýstingurinn frá herjum fasista svo mikill að hvorki sósíalistar né sjálf- stjórnarsinnar gátu tekið upp baráttu gegn Kommúnista- flokknum. Eftir 6 mánaða of- sóknir gegn trotskýistum létu kommúnistar til skarar skríða gegn samvinnufyrirtækjum í iðn- aði, gegn ritsímafyrirtækjunum í Barcelona og samyrkjubúunum í Aragóníu. Kommúnistaflokkur- inn notaði þannig stöðu sína í skjóli rússneskra vopnasendinga og hernaðarráðgjafa til að ráðast gegn ávinningum baráttu verka- fólks. Atvinnurekendur voru boðaðir heim frá Englandi og á skömmum tíma snerist þróunin verkafólki í óhag. Hallar undan fœtl Hin gífurlegi þrýstingur frá fas- istum, aðstoð ftala og Þjóðverja og innri klofningur lýðveldis- sinna leiddi til hvers ósigursins á fætur öðrum. Hermenn POUM voru handteknir eða líflátnir. Al- þýðuherirnir leystir upp og einnig fyrirtæki og samyrkjubú verka- fólksins. Ráðvillt verkalýðsstétt- in missti baráttumóðinn undir þessum kringumstæðum og þús- undum saman yfirgaf fólk víg- stöðvarnar og lagði niður vopn. Fyrir haustið 1937 höfðu fasist- ar lagt undir sig nánast allan Suður- og Vestur-Spán. í febrúar 1939 brotnaði mótstaðan að mestu niður og borgarastyrjöldin endaði með innrás fasista í Ma- drid 28. mars 1939 og næstu daga inn í Barcelona. 31. mars lýsti Franco yfir sigri fasista og enda borgarastyrjaldarinnar. Herfor- ingjar hans höfðu fyrr um daginn tilkynnt honum um sigurinn. Sjálfur var hann með slæma um- gangspest og sagði starandi í skrifborð sitt „Ágætt, kærar þakkir“. „Krossferðinni er lok- ið“, „hjörtu vor hefjast til Guðs“ skrifar Pius XII páfi „vér færum yðar ágæti vorar innilegustu þakkir fyrir sigur kaþólsks Spán- ar“. í valnum lágu yfir 800 þús- undir manna, margir hverra áttu ekki greiða leið í himnaríki. Erlend aðstoð Aðstoð erlendra ríkja skipti sköpum um framgang stríðandi fylkinga fasista og and-fasista í borgarastyrjöldinni og einnig milli fylkinga innan Alþýðufylk- ingarinnar eins og getið hefur verið. Talið er að Italir hafi sent fasistum liðsauka að allt að 75000 manns ogÞjóðverjar 17000. Jafn- framt er talið að allt að 75000 er- lendir „sjálfboðaliðar" (aðallega útlendingaherdeildir Marokkó- manna) hafi barist fyrir fasista. Þjóðverjar sendu þeim 600 flu- gvélar og ítalir 660. Einnig fengu þeir 200 þýska skriðdreka og 150 ítalska og um það bil 1000 fall- byssur frá hvorum aðila. Mun færri útlendingar börðust fyrir Alþýðufylkinguna eða lýð- veldissinna en fasista. Um 35000 erlendir sjálfboðaliðar börðust með lýðveldissinnum og þar að auki 2-3000 Sovétmenn. Þeir sendu lýðveldissinum um 1000 flugvélar en jafnframt fengu þeir um 320 vélar sendar frá öðrum löndum. Rússar sendu þeim 900 skriðdreka og 1550 fallbyssur. Hinn mikli liðsafli sem fasistum barst skipti auðvitað sköpum enda líta margir svo á að með Spænsku borgarastyrjöldinni hafi seinni heimsstyrjöldin hafist. Sósíalísk byltingar- stefna í framkvœmd Gagnvart félagshyggjufólki eru þau skipulagsform verkafólks í efnahagslífinu sem fæddust í borgarastyrjöldinni eflaust mikil- vægasta reynslan af þessari ógn- aröld. Sjálfstjórnarsinnar voru löngum sterkasta aflið meðal spænsks verkafólks sem var afar baráttufúst og stéttaátök voru hörð á fyrstu áratugum aldarinn- ar eins og áður var vikið að. Á- standið endurspeglast í tölum yfir heildarfjölda verkfallsdaga. Á árunum 1920-23 var heildarfjöldi verkfallsdaga að meðaltali 3948414. Á tímabili herforingja- stjórnar Rivera fækkaði verk- fallsdögum verulega enda verk- föll barin niður af mikilli hörku. 1923-29 var fjöldi verkfallsdaga að meðaltali 681273 á ári. Á ár- unum 1930-33 fjölgaði verkfalls- dögum verulega að nýju og urðu 4069773 að meðatali á ári. Lýð- veldið var stofnað skömmu eftir að heimskreppan mikla reið yfir heimsbyggðina og hún jók mjög efnahagsvanda Spánverja. Iðn- framleiðsla drógst saman um 14% 1930-35 og útflutningur um 75% á sama tímabili, en hann samanstóð að mestu af landbún- aðarafurðum. Ástandið í land- búnaðinum var því ískyggilegt, en 65% atvinnufærra störfuðu í þeirri atvinnugrein. í landbúnað- inum var nær 70% atvinnuleysi 1933. Stéttaandstæðurnar voru skarpar og eftir 19. júlí 1936 lét verkafólk til skarar skríða á stór- um svæðum á Spáni, tóku yfir verksmiðjur og tóku land eignar- námi. Sjálfstjórnarstefnan setti mark sitt á þau skipulagsform í efnahagslífinu sem verkafólkið kom á - markmiðið var að sam- eina frelsi og samfélagsform í anda félagshyggju. Sósíalísk rekstrarform - valddreifing höfuðatriði í Katalóníu hafði verkafólk jafnframt tekið yfir opinbera þjónustu og komið á sjálf- stjórnarskipulagi þar. Fylkis- stjórnin í Katalóníu varð að sam- þykkja og viðurkenna samvinnu- rekstur eða sjálfstjórnarformin sem félagar CNT og FAI höfðu komið á. Nú var öllum fyrirtækj- um með yfir 100 starfsmenn skylt að koma á sameiginlegri stjórn eigenda og stjórnarnefnd sem starfsmenn kusu. Auk þess gátu starfsmenn breytt fyrirtækjunum í samvinnufélög ef 3/4 starfs- manna óskuðu þess eða Efna- hagsráð Katalóníu ákvað svo. Ollum starfsmönnum fyrir- . tækjanna var tryggð þátttaka í ákvarðanatekt í fyrirtækjunum, óháð skoðunum eða stjórnmála- afstöðu eða hvort fólk starfaði við andlega eða líkamlega vinnu. CNT einokaði ekki völdin og fé- lagar í UGT (sambærilegt við Al- þýðusamband íslands) voru einn- ig kjörnir í stjórnir, ráð og nefn- dir fyrirtækjanna í samræmi við atkvæðamagn. Stjórnir fyrirtækjanna voru kosnar á allsherjarstarfsmanna- fundum, en skylt var að fulltrúar eftirtalinna hópa yrðu kjörnir í þær: framleiðslu, yfirstjórnar, tækni- og sölufólks. Þar að auki var fjöldi kjörinna fulltrúa bund- inn við hlutfallslegan styrk hinna mismunandi stéttarsamtaka í fyrirtækjunum. Til að koma í veg fyrir valda- samþjöppun var kjörtímabil að- eins tvö ár í senn og helmingur stjórnar eða verkalýðsráðs fyrir- tækisins kjörinn í einu. Aðeins var heimilt að endurkjósa full- trúa einu sinni án þess að kjör- tímabil liði á milli. Verkalýðsráð- in höfðu sama hlutverki að gegna og stjórnir fyrirtækja áður, en þau voru gerð ábyrg gerða sinna gagnvart verkafólkinu og því at- vinnugreinarráði sem fyrirtækin áttu fulltrúa í. Framleiðsla og rekstur fyrir- tækjanna var miðuð við fram- leiðsluáætlun sem viðkomandi atvinnugreinarráð ákvað. At- vinnugreinarráðið lagði til hver gróðamörk skyldu vera, innkaup á hráefnum, afskriftir, myndun varasjóða og úthlutun hagnaðar til starfsmanna. Verkalýðsráð fyrirtækjanna kusu forstjóra. í stærri fyrirtækj- um og í fyrirtækjum sem voru álitin mikilvæg fyrir landið í heild varð útnefningin að hljóta sam- þykki Efnahagsráðs Katalóníu, en það hafði einnig rétt til að skipa eftirlitsmann sem átti þá sæti í viðkomandi verkalýðsráði. Útnefningin var þó bundin sam- þykki starfsmannafélags fyrir- tækisins. Forstjórinn var fulltrúi fyrir- tækisins út á við gagnvart bönkum og samningum, en til að draga úr völdum hans/hennar nægðu undirskriftir hans/hennar einar sér til að samningar í nafni fyrirtækisins öðluðust gildi - jafn- framt þurfti undirskrift tveggja verkalýðsráðsmeðlima. Verkalýðsráðunum var skylt að gera grein fyrir gerðum sínum á allsherjarstarfsmannafundum. Slíkir fundir gátu svipt meðlimi verkalýðsráðsins umboði sínu og kosið nýtt ráð hvenær sem var, en atvinnugreinaráð gátu einnig svipt verkalýðsráð umboði sínu. Ef ágreiningur reis upp vegna á- kvarðana atvinnugreinarráðsins var málum skotið til Efnahags- ráðs Katalóníu. isiéíii . HHB Sunnudagur 20. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Framh. á bls. 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.