Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 9
Er Alþýðubandalagið að klofna - eða þjóðfélagið? Mál Guðmundar J. Guðmundssonar Það er háttur huglausra manna að forðast kjarna hvers máls, sem krefst afdráttarlausrar afstöðu, og grípa til þess ráðs að reyna að rugla menn í ríminu, svo að einn- ig þeir missi sjónar á kjarnanum. Ieinkalífi manna veldur þessi af- greiðsla mála mörgum ómældum erfiðleikum, í stjórnmálum er hún hættulegri en allt annað. Þegar Alþýðubandalagið stóð frammi fyrir því að' einn af þing- mönnum flokksins hafði þegið hátt í árslaun íslenskra vinnu- þræla úr hendi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til einka- þarfa, gerðist það einmitt að kjarni málsins varð forystu flokksins ofraun. Og ruglið fór af stað. Vissulega er mál af þessu tagi sárt fyrir okkur öll. En ekk- ert fær breytt því, að enginn þing- maður Alþýðubandalagsins gét- ur leyft sér að vera ölmusumaður Sjálfstæðisflokksins. Máiið lá ljóst fyrir frá upphafi, báðir aðil- ar þess játuðu að þetta hefði gerst. Beiðni Guðmundar J. Guðmundssonar um rannsókn á aðild hans að Hafskipsmálinu var út í hött, og henni hefði dóms- valdið átt að hafna. Hún var til þess eins að rugla málið. Hvar Albert Guðmundsson hafði feng- ið féð var okkur Alþýðubanda- lagsmönnum með öllu óviðkom- andi. Þessu sjónarmiði lýstum við Ólafur Ragnar Grímsson þegar í upphafi málsins. Og ruglið varð að mannhatri, sem breitt hefur verið úr á síðum dagblaðanna undanfarnar vikur, og loks var svo komið að við Ólafur vorum í sömu stöðu og maðurinn sem stolið var frá og var æ síðan kall- aður Jón þjófur. Afstaða miðstjórnar Vitanlega vorum við Ólafur Ragnar ekki ein um þessa skoðun. Ritstjóri Pjóðviljans og varaformaður flokksins undu ekki afstöðuleysi hans að heldur. Og eftir atburði sem ekki verða raktir hér var miðstjórn flokksins kölluð saman. Hátt í hundrað góðra félaga, sem fæstir hafa látið sér til hugar koma að þeir erfðu þingsæti Guðmundar J. Guð- mundssonar eða ættu kost á nokkru þingsæti yfirleitt, komu til Reykjavíkur til að ræða þetta sorglega mál, sem ekki á sér sinn líka í sögu flokksins. Og það var ekki meinfýsnin sem skein úr andlitum félaganna, heldur leiði og sorg. Umræður fóru fram af stakri - ég leyfi mér að segja óvenjulegri - háttvísi og hátt í fimmtíu manns tóku til máls. Enginn - ég endurtek enginn lýsti þeirri skoðun, að fjármálavið- skipti af þessu tagi ættu rétt á sér. Langflestir töldu að æskilegast hefði verið að Guðmundur hefði sjálfur sagt af sér þingmennsku, það hefði verið best fyrir hann sjálfan og flokkinn. Mörgum þótti ástæðulaust að álykta form- lega um afsögn, enda gerðu menn sér ljóst að enginn getur svipt þingmann þingmennsku nema Alþingi sjálft. t*ó varð úr að á - lyktun var samþykkt með veru- legum meirihluta. Þetta voru þau skilaboð, sem fundurinn fól fimm forystumönnum flokksins að bera Guðmundi J. Guðmunds- syni. Þau voru svona einföld. Viðbrögð Guðmundar Guðmundur hefur kosið að Frá miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins mánudaginn 14. júlí. Mynd: Pétur. bregðast við með því að hreyta skætingi í félaga sína og flokkinn, enda hafði hann áður sagt að af- staða þessarar æðstu stofnunar hans kæmi sér ekkert við. Upp- hefð sín væri ekki frá Alþýðu- bandalaginu komin, heldur frá hinum stríðandi verkalýð í Verkamannasambandinu og Dagsbrún. Sú hlið málsins er ekki stillingu og með fullri virðingu fyrir áratuga löngu starfi þess fé- laga okkar sem nú hafði valdið flokknum þessum leiða vanda. Fundurinn sendi honum skýr og afdráttarlaus skilaboð, sem hann kýs nú að gera gys að. Honum nægir afstaða Ásmundar Stefáns- sonar og Þrastar Ólafssonar og nokkurra stjórnarmanna í sam- Stjórnmál á sunnudegi Guðrún Helgadóttir skrifar: á ábyrgð okkar þingmanna flokksins, en spyrja má: Hafa fé- lagsmenn í þeim samtökum verið spurðir? Hafa þeir verið kallaðir til fundar um mál foringja síns? Ó nei, þess gerist ekki þörf í þeim herbúðum. Þar ríkir sú fámennis- stjórn, sem allar ákvarðanir tekur á toppnum eftir þeirri for- múlu samtryggingarinnar, sem hingað til hefur haldið Alþýðu- sambandi íslands saman. Þar skipta menn með sér völdum eftir einfaldri flokkspólitískri upp- skrift: Ef við styðjum ykkur, styðjið þið okkur. Það er engin tilviljun að oddvitar verkalýðs- hreyfingarinnar innan Alþýðu- bandalagsins hafa einir verið andvígir því að flokkurinn tæki afstöðu í máli Guðmundar J. Guðmundssonar. Einnig þar eiga menn sæti sín að verja. Frá verka- lýðshreyfingunni, þúsundunum sem skipa þessa hreyfingu og aldrei létu sig dreyma um Flor- idaferð, allra síst eftir þá meðferð sem þeir hafa fengið í síðustu kjarasamningum, frá þessu fólki hefur ekkert heyrst. Enginn hef- ur beðið um álit þess. Við í Alþýðubandalaginu báð- um hins vegar um álit annarra en örfárra forystumanna flokksins. Og málið var rætt af hógværð og tökum verkafólks. Fyrir honum eru þessir örfáu valdamenn innan þeirra verkalýðshreyfingin sjálf. Þeirra orð eru afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar allrar. En þessir menn gætu með ofurlitlu hug- myndaflugi h’ gsað sér hverju hinn almenn' félagi í ASÍ hefði svarað, ef hann hefði verið spurð- urfyrirfáeinum mánuðum, hvort hann teldi það samrýmast foryst- ustörfum fyrir verkalýðshreyf- inguna að taka við stórfelldum fjárstuðningi úr hendi oddvita afturhaldsaflanna í þjóðfélaginu. Vitanlega hefði svarið verið af- dráttarlaust: auðvitað ekki. Svar- ið væri hið sama nú, ef einhver væri spurður. En - í stað þess að forystumenn spyrji, grípa þeir til þess að rugla málið. Átökin í Alþýðubanda- laginu Um þetta snúast átökin í Al- þýðubandalaginu, sem svo mjög hafa verið rædd. Þau snúast ekki um hver skipi hvaða þingsæti eftir háralit eða frekju, heldur um það hver vinnubrögð skuli vera kennimerki flokksins. Sérhver fulltrúi hans, hvort sem er á þingi eða í trúnaðarstörfum annars staðar í þjóðfélaginu, er sú mæli- stika sem fólkið í landinu hefur til að ákveða hvort flokkurinn sé trúverðugur eða ekki. Hvort Al- þýðubandalagið sé í raun sá flokkur sem vill breyta þessu þjóðfélagi í þá veru sem stefnu- skrá hans gefur í skyn, hvort hann ætlar sér að afnema ranglætið sem viðgengst í þessu landi, hvort hann hefur ennþá þá framtíðar- sýn að þeim gífurlegu verð- mætum sem fólkið í landinu framleiðir verði einhvern tíma skilað til þess sjálfs. Því aðeins er Alþýðubandalag- ið trúverðugt stjórnmálaafl, að það vinni í sífellu að því að skýra og skilgreina þjóðfélagið og halda verkafólki á verðinum um kaup sitt og kjör, menningu sína og þjóðfrelsi. En jafnframt verð- ur flokkurinn að geta sannfært fólkið í landinu um, að þær leiðir sem það leggur til að farnar verði til þess að snúa frá þeirri niður- lægingu, sem íslenskt þjóðfélag er í, séu færar. Til þess að svo megi verða, er flokknum nauðsynlegt að horfast í augu við sína eigin innviði og sín eigin mis- tök, sem sum hver hafa valdið niðurlægingunni. íslendingar eru öðrum drýgri við að snúa blinda auganu að vandamálum sínum. Þegar allt um þrýtur er þjóð- rembunni veifað. Sá hrákaldi sannleikur blasir við hverjum þeim sem kýs að hafa bæði augun opin, að þjóðin er að dragast aft- ur úr öðrum þjóðum í atvinnu- málum, menntamálum, tækni- þróun og á flestum öðrum svið- um. Þekkingin er einskis virt, menntamenn jafnvel litnir horn- auga í herbúðum verkalýðshreyf- ingarinnar, sem lætur þannig kljúfa þjóðfélagið í fylkingar í stað þess að sameina launafólk gegn afætunum. Þar hefur ekki verið mótmælt harkalegum nið- urskurði Lánasjóðs íslenskra námsmanna né kjörum háskól- amenntaðra manna í þjónustu ríkisins. Þess í stað veifa menn fána heimskunnar, og tala um há- skólamenntað fólk eins og emb- ættismenn Dana á íslandi fyrir fimmtíu árum, sem sagt óvini verkalýðsins. Líka okkar menn, okkar nátttröll. Átökin í Alþýðubandalaginu snúast um að til trúnaðarstarfa veljist þar fólk, sem hefur þekk- ingu og skilning á því þjóðfélagi sem við lifum í. Fólk sem hefur pólitískt þrek til að taka afstöðu og móta með henni framtíðarsýn flokksins, fólk sem vill og þorir að leggja til atlögu við valdaklík- urnar sem nú ráða hér í landi og hrifsa til sín heilu bankana áður en við er brugðist, meðan fullvinnandi fólk er ekki mat- vinnungar. Milli okkar og þess- ara arðræningja er engin þjóðar- sátt. Af þeim þiggjum við engar gjafir. Það Alþýðubandalag, sem við viljum vinna fyrir, er óþreytandi við að ná rétti fólksins í landinu af arðræningjunum, þar má Þjóðviljinn heldur aldrei bregðast. Þar má ekkert okkar bregðast. Vandi fjölskyldnanna ílandinu er sá vandi sem við okkur blasir. Efnahagsvandi þjóðarinnar er ekki skortur á fé, heldur ill með- ferð á þeim geysilegu verð- mætum sem framleidd eru. Ætti Hafskipsmálið að vera lýsandi dæmi um það. Ef Alþýðubanda- lagið vill öðlast tiltrú fleiri lands- manna, verður það að segja skilið við samtryggingarkerfi valdaklík- unnar að fullu og öllu og taka upp önnur vinnubrögð. Pólitísk ref- skák er úrelt aðferð við að stjórna þjóðum, og hefur raunar leitt alla jarðarbúa á ystu nöf. í erfiðum málum sem upp koma á Alþingi heyrum við oft framámenn karlaveldisins tala um að lending verði að nást, og skiptir þá ekki alltaf öllu máli að heiðarlega sé að henni unnið, jafnvel unnið skipulega að því að rugla ratsjána. Hversu oft sem menn sannreyna, að því meira sem ratsjáin er rugluð, því harð- ari verður lendingin. Á endanum vill enginn ferðast með farartæk- inu. Sú er von mín á þessum sunnudegi að Alþýðubandalagið láti af ruglinu og leiti þess í stað þeirrar einu leiðar sem er fær í stjórnmálum: Að taka afstöðu af fullri einurð í hverju máli í sam- ræmi við samvisku sína og bestu vitund. Þá náum við ævinlega mjúkri lendingu, sem er ekki ein- ungis ágæt fyrir rassinn á okkur sjálfum, heldur einnig fyrir far- þegana. Sunnudagur 20. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.