Þjóðviljinn - 25.07.1986, Page 5
Að þjóna öðrum
íslendingum hefur mörgum þótt það lítt öfundsvert hlutskipti, að þjóna undir aðra -
a.m.k. í orði kveðnu. í samræmi við þessa afstöðu, heyrist ósjaldan rætt um hve niður-
lægjandi það hljóti að vera að starfa sem þjónn og þarmeð láta í einu og öllu eftir því sem
duttlungafullum viðskiptavinum þóknast. Einkum er það sú starfsregla þjóna, að við-
skiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér, sem fer fyrir brjóstið á mörgum, enda ófáir okkar
haldnir þeirri þráhyggju að geta ekki viðurkennt að þeir hafi á röngu að standa.
Engu að síður fjölgar alltaf þeim sem hafa atvinnu að þjóna öðru fólki. Kannski einmitt vegna
þess, að þó okkur þyki ekki öfundsvert að þjóna, þykir okkur fínt að vera þjónað. í það minnsta,
hafa veitinga-, öldur- og kaffihús sprottið upp líkt og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin
ár.
En hvað finnst þjónustufólkinu sjálfu um starf sitt? Hversvegna er það að þjóna? Við gerðum
okkur ferð niður á Kaffi Hressó; áður Hressingarskálann; og tókum starfsfólk tali. Bæði þjóna,
afgreiðslustúlkur og smurbrauðsdömur.
Ásta Magnúsdóttir: „26 ár síðan í gær..."
Einsog
hver önnur
vinna
Ásta Magnúsdóttir, er ein
þeirra sem bæði hefur þjónað
á Hressingarskálanum og
Kaffi Hressó. Við spurðum
hana hvort það hefði ekki
margt breyst:
„Jú vitanlega. Viðskiptavinirn-
ir eru mun yngri nú en þá. Auk
þess sem vinnan breyttist alveg.
Nú er þetta mest sjálfsafgreiðsla
og tiltölulega fá borð sem við
þjónum á. Áður var þjónað á
öllum borðum. Hvort mér hafi
fundist betra? Ég kunni betur við
það gamla, kann alltaf best við
það gamla“, svarar hún og hlær.
„Mér finnst raunar sem ég hafi
byrjað í gær, en síðan í gær og
þartil í dag eru víst ein tuttugu-
ogsex ár. Það sýnir kannski best
hve vel mér líkar hér.“
Við spyrjum Ástu um launin
og verður af orðasenna milli
hennar og vinnufélaga hennar,
en Ásta stendur föst á sínu. „Ég
lifi góðu lífi af þeim og þá finnst
mér þau góð.“
„Af hverju ég hafi farið að
þjóna?! Afhverju ekki? Þetta er
rétt einsog hvert annað starf.
Mikið að gera einsog í flestum
öðrum störfum, en ósköp gaman
samt:..“
Richard Jónasson: „Var plataður í afleysingar í Gaggó..."
Bryndís Einarsdóttir: „Maður stendur uppá endann allan daginn...1'
Æðislega gaman
Bryndís Einarsdóttir, heitir
ein starfsstúlknanna á Hressó.
Hún hefur það starf að taka af
borðum og þurrka skítinn eftir
okkur hin. Bryndís er að læra
til danskennara í Dansstúdíói
Sóleyjar og er sjálfsagt hinn
efnilegasti nemandi, enda fyrr-
verandi íslandsmeistari í dansi
með frjálsri aðferð. En hvernig
er að þrífa undan okkur
neysiudýrunum:
„Mér finnst æðislega gaman að
vinna hér. Ég hef að vísu bara
unnið hér í tvær vikur, svo það á
kannski eftir að breytast
eitthvað. Þetta er svosem ekkert
rólegheita starf, maður stendur
uppá endann frá klukkan ellefu
til hálfátta og stundum höfum við
ekki tíma til að taka kaffi, en við
tökum alltaf hálftíma í mat.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég
vinn á veitingastað, áður var ég
að ræsta í heimahúsum. En það
var bara fyrir hádegi og mig vant-
aði meiri vinnu - meiri peninga.
Ég er að safna fyrir gjaldeyri,
ætla til Ítalíu.
Hversvégna ég byrjaði hér?!
Ja, mig vantaði vinnu og þá van-
taði starfsmann. Launin hér eru
líka fín, allavega ekki verri en
hver önnur. Við erum á jafnaðar-
kaupi, 178 krónur á tímann.
Hvort ég held hér áfram í vetur
er hinsvegar á huldu enn. Þá er ég
í skólanum og þyrfti að fá vinnu
fyrir hádegi. Bjóðist mér það hér,
þarf ég ekki að hugsa mig um
tvisvar."
Rólegt og gott
Þó menn hafi gjarnan bragð-
bætt kaffið sitt með einhverju
sterkara, á Hressingarskálan-
um forðum daga, þá flokkaðist
það undir einkaframtak, en
ekki þjónustu. En einsog fram-
sóknarmenn eiga náttúru til,
hafa þeir í dómsmálaráðuneyt-
inu kæft það litla einkaframtak
sem var og veitt staðnum vín-
veitingaleyfi.
Vín veittu þeir á Hressó í fyrsta
sinn, á föstudaginn var og þareð
okkur lék forvitni á að vita hvern-
ig væri að þjóna á íslenskum vín-
veitingastað, tókurn við Richard
Jónasson þjón tali:
„Ég hóf störf hér fyrir tæpum
mánuði síðan, var áður í Þórs-
kaffi. Fyrstu vikurnar vorum við
að skipuleggja hvernig skyldi
haga þessu og vinna allskyns
undirbúningsvinnu með eigend-
unum. Nú eru hjólin svo farin að
snúast fyrir alvöru.“
Hvers vegna þjónn?
„Ég var plataður í afleysingar
þegar ég var í Gaggó og svo leiddi
eitt af öðru. Ég fór í nám, var á
samningi í Þórskaffi og vann þar
fyrstu tíu árin.“
Námið?
„Þetta er þriggja ára nám, hluti
verklegt, hluti bóklegt. En þetta
nám er launað, yfirleitt það bók-
lega líka, þó það sé raunar sam-
komulagsatriði milli meistara og
sveins."
Er öðruvísi að þjóna hér en í
Þórskaffi?
„Allt öðruvísi. Þórskaffi er
meira skemmlistaður, en hér af-
greiðum við aðeins vínmeðmat.
Því eru viðskiptavinirnir miklu
rólegri í alla staði. í Þórskaffi
voru alltaf ógurleg læti og sá fékk
fyrstur afgreiðsluna sem hæst
öskraði og er ekki laust við að
mér finnist betra að vinna hér. Þó
var langt því frá leiðinlegt að
vinna í Þórskaffi, enda væri mað-
ur ekki að þessu þætti manni leið-
inlegt."
Launin kvað Richard góð, þó
ekki vildi hann segja hve góð, en
á Þórskaffi hafi þau verið misgóð,
enda var hann á prósentum þar.
Föstudagur 25. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5