Þjóðviljinn - 25.07.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Qupperneq 8
w Krakkar! Látið nú til skarar skríða og skrifið í Glætuna. Látið okkur vita ef eitthvað meiri- háttar spúkí er að gerast í kringum ykkur. Látið okkur vita ef unglingar eru að gera eitthvað verulega skeinmtilegt (eða leiðinlegt) um þess- ar mundir. Hvað viljið þið hafa í svona unglingasíðu? Eruð þið ánægð með Glætuna eða er engin glæta í henni? Finnst ykkur almennt vera skrifað nóg fyrir unglinga? Eruð þið ánægð með lífið? Unglingar utan af landi, muniö að við sem skrifum í Pjóðviljann, búum í Reykjavík og vit- um því ekki nóg um það sem er að gerast út á landi. Sendið Glætunni línu. - SA. GL4ETAN Um þessar mundir hljóta að- dáendur túnfisks að vera í ess- inu sínu, því nú gefst þeim ekki aðeins kostur á að borða tún- fiskssalat heldur líka að hlusta á Túnfiskana syngja. Tún- fiskarnir eru hópur úr Öldu- túnsskóla I Hafnarfirði sem gaf út plötu í byrjun maí. Platan seldist strax upp, komst fyrsta daginn í 13. sæti vinsældar- iista rásar tvö. Og nú ferðast þau vítt og breytt og skemmta fyrir landsmenn. Túnfiskarnir komu í viðtal upp á Þjóðvilja og þar sem blaða- manni fannst vanta aðeins meira fjör á vinnustaðinn plataði hann Tunfiskana til að taka nokkur lög upp á kaffistofu. Þær létu ekki ganga Jengi á eftir sér heldur tóku lagið: í Öldutúni, sem er smellinn texti um kennarana og skólann. Næst sungu þær lag eftir Kim Larsen, með breyttum texta. Túnfiskarnir sögðust leggja mesta áherslu á sönginn og text- ana. En flestir textarnir fjalla um raunir mannsins á fyndinn og skemmtilegan hátt. Eruð þið bara 4 í Túnfiskun- um? „Nei, upphafiega vorum við 9 krakkar en strákarnir hættu. Fóru í sveit og fleira. Svo nú erum við 6 kvenkynstúnfiskar." Hvernig byrjaði þetta allt sam- an? „Þetta byrjaði þannig að við fluttum Revíu á árshátíðar- skemmtun Öldutúnsskóla. Kennarinn okkar hann Matthías Kristjansen sem er í hljóm- sveitinni Hrím samdi texta fyrir okkur og Gísli Asgeirsson kenn- ari samdi lögin. Nú svo fluttum við þessi lög og þau urðu svo vin- sæl í skólanum að kennararnir hvöttu okkur til að gefa þetta út á plötu." Hvernig fjármögnuðuð þið það? „Við fengum lán hjá nemenda- ráðssjóðnum. Svo gáfum við út 600 plötur. Þær seldust allar upp. Mest innan skólans, nemendur og foreldrar voru vitlaus í plöt- una. Platan kom út með gróða svo við getum keypt söngkerfi fyrir skólann. Við sjálf fengum enga peninga nema núna þegar við skemmtum þá skiptast launin milli okkar og það er fínn pening- ur.“ Túnfiskarnir sögðu að Jón Gústafsson hafi hjálpað þeim gífurlega mikið því hann tók upp plötuna og gaf alla vinnu sína. „Svo má eiginlega segja að hann hafi verið umboðsmaður okkar, því hann er búinn að koma okkur að í sjónvarpsþáttum. Og það var mikil auglýsing.“ Túnfiskarnir voru í beinni út- sendingu í þættinum Vímulaus æska á 17.júní og komu líka fram í Unglingarnir í frumskóginum. Daginn eftir að platan kom út voru Túnfiskarnir í viðtali á rás 2. Þar var platan þeirra spiluð og vinsældirnar létu ekki á sér standa. Sama dag voru Túnfisk- arnir komnir í 13. sæti á rásinni. Hvernig stendur á því að það er látið svona mikið með ykkur? Þið eruð bara strax orðinn heims- frægur sönghópur á íslandi. Og hvernig stendur á því að þið kom- ust strax inn á vinsældarlistann? Var það nokkuð svindl? „Sko við erum að því er við best vitum eini hópurinn í grunn- skóla sem hefur gefið út plötu og farið svo út í bissness þ.e.a.s. að skemmta. Við t.d. skemmtum í Klúbbnum eina helgi, á sjó- mannadaginn niðrí bæ í Hafnar- firði o.fl. Svo eru lögin okkar grípandi og skemmtileg. Fólk tekur eftir þessu og þess vegna er fjallað um þetta í fjölmiðlunum. En í sambandi við vinsældarli- stann þá var þetta alls ekki svindl. Krakkarnir í Öldutúnsskóla halda náttúrlega upp á sitt skóla- lag og kusu það auðvitað sem besta Iagið. Svo voru margir for- eldrar líka hrifnir og kusu lagið: í ÖIdutúni.“ Hafið þið lært eitthvað að syngja? „Við höfum allar verið í skóla- kórnum. Og hann er góður, hefur m.a. farið í söngferðir til Spánar, Ungverjalands, Kína og Finn- lands. Svo hefur Matthías kenn- ari æft okkur dáiítið." Hluti Túnfiskanna fyrir framan Öldutúnsskóla. „Við leggjum á- herslu á góðan söng og fyndna texta um raunir fólks. Frá vinstri: Hildur, María, Hulda og Ragn- heiður. Á myndina vantar Ragn- hildi Önnu og Margréti Eir. Ljósm.E.ÓL. slóðina. Svo vonum við bara að Túnfiskarnir haldi áfram næstu árin.“ Eitthvað að lokum? „Við bara óskum eftir tilboð- um svo við getum skemmt fólki. Hafið endilega samband við Gísla Ásgeirsson umboðsmann okkar.“ Eftir að Túnfiskarnir höfðu sungið fyrir blaðamenn Þjóðvilj- ans þorir Glætan hiklaust að gefa þeim 4* SA. Hvað með framhaldið, ætlið þið að verða poppsöngkonur? „Ja, það er aldrei að vita, hví ekki að prófa einhverntíman að vera í hljómsveit? En það sem gerist hjá okkur í náinni framtíð er að við skemmtum í Galtalæk um Verslunarmannahelgina og á FH- hátíð í Hafnarfirði. Okkur finnst mjög gaman að skemmta en þó ekki fyrir alla. T.d. var ekki gaman að skemmta fyrir 20 ára fullt fólk í Klúbbnum en það er mjög gaman að skemmta fyrir börn og pabba- og mömmukyn- Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. (1) Who’s Johnny - El de Barge 2. (2) Papa Don’t Preach - Madonna 3. (-) Vienna Coming - Falco 4. (4) Þrisvar í viku -Bítlavinafélagið 5. (-) S.O.S. Bandito - Carrara 6. (6) Jeannie - Falco 7. (7) Venus - Bananarama 8. (5) Dance with me - Alphaville. 9. (10) When Tomorrow Comes - Eurythmics 10. (8) God thank you Woman - Culture Club Grammid 1. (1) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens. 2. (2) The Queen is Dead - The Smiths. 3. (-) Standing on The Beach - Cure. 4. (4) Contenders - Easterhouse. 5. (3) The Seer - Big Country. 6. (-) So - Peter Gabriel. 7. (-) The Kentucky Click — Crime and The City Solution. 8. (7) Allur - Megas. 9. (-) Picture Book -Simple Red. 10. (-) Upside down - Jesus and Mary Chain. E 3 I Rás2 1. (1) Þrisvar í viku - Bítlavinafélagið 2. (3) Papa don’t preach - Madona 3. (-) Hesturinn - Skriðjöklar 4. (-) Götustelpan - Gunnar Óskarsson 5. (2) The edge of heaven - Wham 6. (4) Hunting high and low - A-ha 7. (-) Tengja - Skriðjöklar 8. (5) lf you were a woman - Bonnie Tyler 9. (-) Útihátíð -Greifarnir 10. (7) Heilræðavísur Stanleys - Faraldur 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.