Þjóðviljinn - 27.07.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Page 3
Rússneskur Rambó Þá hafa Rússar framleitt sinn eigin Rambó, eöa réttara sagt svar við Rambó-myndunum, því að sögn var það andúð fram- leiðenda rússnesku myndarinnar á Rambó, sem varð kveikjan að „Samstöðu ferðinni,“ en svo nefnist myndin. Mynd þessi hefur slegið í gegn í heimalandi sínu einsog Rambó-myndirnar gerðu vestan hafs. Þó er töluverður munur á Samstöðu ferðinni og Rambó, þó hasarinn sé í fyrir- rúmi á báðum stöðum og Banda- ríkjamenn í hlutverki vondu mannanna hjá Sovétmönnum en öfugt hjá Rambó. Vissulega er Shatokin, hinn rússneski Rambó, leikinn af vísnasöngvaranum Mikhail Nozhkin, hetja af guðs- náð. Hann er þó gæddur öðrum persónueiginleikum en banda- ríski kolleginn því hann hlustar á gamlar þjóðvísur og fuglasöng. Þá er hann ætíð alklæddur en Stallone hefur unun af að sýna vöðvabúntin alsnakin. Auk þess drepur hann engan nema nauð- syn krefjist. Þá er í kvikmyndinni góður Bandaríkjamaður, sem gengur á mála hjá Shatokin. í lokin deyr svo Shatokin þannig að Shatokin II verður aldrei gerð. Þýskaland Áfengissýki eykst Opinberir aðilar í V- Þýskalandi hafa varað við þeirri miklu fjölgun áfengissjúklinga sem þurfa á meðferð að halda. Um ein og hálf milljón Þjóðverja þarfnast nú slíkrar meðferðar eða tvö og hálft prósent íbúanna. Fyrir tíu árum var fjöldinn um ein milljón. f hundrað síðna skýrslu sem einnig tekur fyrir eiturlyfja- vandamálið kemur fram að þrátt fyrir þessa miklu fjölgun áfengissjúklinga hefur heildarn- eysla landsmanna á áfengi minnkað úr 12,7 lítrum af hreinum vínanda á íbúa á ári 1980 í 11,1 lítra 1985. Einn sérfræðinga heilbrigðis- ráðuneytisins, sem stóð að skýrsl- unni, sagði að fjöldi áfengissjúk- linga væri jafnvel enn hærri, gæti verið um tvær milljónir og að ungt fólk væri sérstakur áhættu- hópur. Færri unglingar drekka nú en áður en þeir sem drekka eru stífari í drykkjunni. Samkvæmt skýrslunni hefur drykkja unglinga, einkum bjór- drykkjan minnkað og er það álit manna að til lengri tfma geti þetta dregið úr áfengissýki í landinu. Hvað ólögleg eiturlyf varðar hefur tala eiturlyfjasjúklinga haldist svipuð undanfarin ár eða um hálf milljón, þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi hamrað á mikill aukningu að undanförnu. Skráð- um heróínistum hefur fækkað um 50% frá 1980 og dauðsföll af völdum ofneyslu eiturlyfja hefur fækkað úr 623 árið 1979 í 315 í fyrra. Þá kemur fram í skýrslunni að fjöldi þeirra sem hefur ánetjast örvandi lyfjum eða svefnlyfjum er á bilinu þrjú til fimm hundruð þúsund. Eru konur stærsti á- hættuhópurinn varðandi þessa neyslu. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Viðskiptafræðingur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar aö ráða viðskiptafræðing í fjármála- og rekstrar- deild. Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa að viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjárhagsað- stoð og umsjón með rekstri stofnana í þágu aldr- aðra, ásamt verkefnum á sviði tölvuvæðingar. Þetta er fjölbreytt starf, sem gefur góða reynslu og vinnuaðstaða er góð. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstr- ardeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00, þriðjudag 5. ágúst 1986. 1AUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns Staða forstöðumanns DROPLAUGARSTAÐA, vist- og hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, er laus til umsóknar. Áskilin er menntun hjúkrunarfræð- ings með reynslu á sviði stjórnunar og hjúkrunar aldraðra. Allar frekari upplýsingar gefur Guðjón Ó. Sigurbjartsson, yfirmaður fjármála- og rekstr- ardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, í síma 25500. Athygli skal vakin á því að umsóknarfresturvar ranglegagefinn upp8. sept- ember í dagblöðum 20. júlí sl. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 8. ágúst 1986. Starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður: Bókari með góða bókhaldskunnáttu fyrir eina af aðal- deildum Sambandsins. Ráðningartími sem fyrst. Lögfræðingar Rannsóknardeild ríkisskattstjóra óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa sem fyrst. í boði er m.a. eftirfarandi: • Áhugaverð verkefni • Góð vinnuaðstaða • Sveigjanlegur vinnutími • Góður starfsandi • Möguleikar á námskeiðum á sviði tölvumála o.fl. Starf það sem hér um ræðir gerir m.a. kröfur til þess að viðkomandi geti bæði unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna og í vinnuhóp. Starfinu tengjast ferðir út á land og samskipti við opinberar stofn- anir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 17490. Þeir sem hafa áhuga sendi umsóknir, þar sem greint er frá aldri, fyrri störfum og öðrum atriðum er máli skipta til rannsóknardeildar ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavík fyrir þ. 11. ágúst nk. Skattrannsóknarstjóri Kennarar - kennarar! Grunnskólann á Hofsósi Skagafirði vantar kenn- ara í eftirtaldar greinar: íþróttir, smíðar, dönsku og kennslu yngri barna að hluta. Um er að ræða 1 Vz stöðu og því tilvalinn mögu- leiki fyrir tvo að deila með sér. Gott húsnæði er í boði og leikskóli á staðnum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri Svandís Ingimundar í síma 91-41780 og formaður skóla- nefndar Pálmi Rögnvaldsson í símum 95-6400 og 95-6374. Útboð Sementsverksmiðja ríkisins óskar tilboða í 6.500 m3 olíugeymi úr stáli, sem stendur á lóð verk- smiðjunnar á Akranesi. Lokið skal við að fjarlægja geyminn 1. nóvember 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Almennu verk- fræðistofunni hf., Fellsmúla 26 í Reykjavík. Tilboðum skal skila til Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi eigi síðar en kl. 13.30 þriðjudaginn 19. ágúst n.k. Skrifstofufólk til starfa við útreikninga og almenn skrifstofustörf. Ráðningartími frá 1. september næstkomandi. Sölumann á sviði matvara, æskileg reynsla í sölu- og versl- unarstörfum. Ráðningartími sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAG A STARFSNIANNAHALD LINDARGÖTU 9A Lausar stöður Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Sjúkraþjálfara frá 15. ágúst. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða frá 1. septem- ber. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. Sementsverksmiðja ríkisins. V Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Barðastrandarvegur (62) um Ósafjörð í Patreksfirði, V. Barð. (Lengd 2,2 km, burðarlag 10.000 m3, fylling 30.000 m3 og ölduvörn 6.500 m3). 2. Djúpvegur (61) um Steingrímsfjarðarheiði í Norður-ísafjarðarsýslu. (Lengd 5,6 km, burðarlag 26.000 m3, fylling 95.000 m3 og bergskeringar 10.000 m3). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykajvík (aðalgjaldkera) frá og með 29. júlí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 11. ágúst 1986. Vegamálastjóri. Húseigendur! Okkur bráðvantar íbúðir og herbergi á skrá. Húsnæðismiðlun Stúdentaráðs HÍ Sími 621080. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.