Þjóðviljinn - 27.07.1986, Síða 4
Dagur hjá Steindóri
Þessi grein var fyrsta blaðagrein Elíasar Marar sem á prent kom, í maí 1944. - Hún lýsir
vinnudegi hjá Steindóri sumarið 1941, skömmu eftir að bandaríski herinn kom til landsins
Pað er heitur júnídagur,
sumarið 1941. Ég stika niður
Hverfisgötu og sé, að klukkan á
Lækjartorgi er á mínútunni tvö
(Skyldi Dómkirkjuklukkan ekki
vera 5 mínútur yfir?) - Ég er á
leið til vinnustaðarins, en hann er
Bifreiðastöð Steindórs. Hlutverk
mitt er að standa þar innanborðs
og færa dagbók stöðvarinnar og
anza í síma; sömuleiðis að af-
greiða þá, sem koma á stöðina og
þurfa bfl, - og svo - síðast, en
ekki sízt, - að sækja kaffi og mat
handa blessuðum húsbóndanum,
ef hann gjörist svangur.
Von bráðar er ég kominn
niðureftir. Pá vantar klukkuna
hjá Steindóri 10 mínútur í tvö,
svo að allt er í lagi. Ég reynist þá
stundvís maður eftir allt, - og tek
þegar til starfa.
Síminn hringir í ákafa.
Reyndar er ekki um einn síma að
ræða, heldur eru þeir þrír, og auk
þess einn innanhússsími, og í
honum geta komið anzi vanda-
samar og ákveðnar spurningar,
sem krefjast svars í hvelli.
En sleppum því.
f þetta sinn svara ég í einhvern
símann og það er þá þéttkenndur
samborgari, sem biður um bíl,
því ekki treystir hann sér til þess
að labba gegnum bæinn í sól-
skininu svona á sig kominn.
Auðvitað læt ég manninn fá bíl
samstundis, - því kannski var
þetta einn af okkar beztu „kúnn-
um“ (viðskiptavinum). Síðan sný
ég mér að bókinni. Því verk mitt
um í nærskornum sjóliðafatnaði
með hvít pottlok á hausnum. Ó-
sjálfrátt er þessháttar mönnum
veitt eftirtekt, þegar þeir sjást á
íslandi.
„Líklega er þetta úrvalsliðið,
sem á að vernda okkur,“ hugsum
við og lítum virðingaraugum til
hinna blökku náunga. En þeim
virðist vera sama um augnaráð
fólksins á íslandi. - Þeir standa
með hendurnar í vösunum og
æpa og hlæja (það er víst þeirra
tungumál) og það gljáir á svarta
og hrukkótta húð þeirra í norræn-
um sumarhitanum.
Engar stelpur?
Svo koma tveir þeirra gang-
andi í áttina til bifreiðastöðvar-
innar. - Fleiri fylgja þeim eftir. -
Og þegar þeir fyrstu eru komnir á
þröskuldinn, er allur hópurinn
kominn í kjölfar þeirra.
Fyrirliðarnir koma að af-
greiðsluborðinu með samskonar
svip og þeir væru að spyrja eftir
vefnaðarvöru, og segja:
„Can we get some gir!s?“
Við neitum því mjög ákveðið,
án nokkurs hroka þó, því við ís-
Iendingar erum vanir því að vera
frekar almennilegir við gesti okk-
ar.
„No giris?“ spyrja aumingja
mennirniralveggrallaralausir, og
snúa sér því næst til félaga sinna,
sem bíðafyrir utan, og segjaþeim
árangurinn.
„No girls?“ kveður við í hávaer-
um negrunum og þeir líta hver á
annan. Svo horfa þeir til okkar
tortryggnum augum. Þeir halda
að við tímum ekki að láta þeim
stúlkurnar í té, þótt við hefðum
kverkunum. Ég minnist þess, að í
einu ágætu kvæði stendur skrif-
að: „lofið dagsins þreyttu barni
að sofa“, og mér finnst í augna-
blikinu miklu réttara að staðið
hefði: „lofið dagsins þreyttu
barni að éta“. En ég er að skrifa
um vinnudag minn, en ekki hús-
bóndans, og skal því ekki nánar
út í hann farið.
Ég geng nú inn í eldhúsið í Hót-
el Vík og kveð upp úr með erind-
ið. En erindimitterdaglegur við-
burður, svo að það út af fyrir sig
er ekkert merkilegt. (Aftur á
móti getur verið fróðlegt að
kynnast hótelum eldhúsdyra-
megin.) En eftir 10 mínútna bið
geng ég, glaður í bragði, með
kaffibakkann upp á skrifstofu
húsbóndans.
Þrátt fyrir gleðina yfir því, að
gera öðrum til geðs og eiga von á
miklu þakklæti(H), er ég nú hálf
hugsandi út af því, sem ég valdi
húsbóndanum með kaffinu.
Skyldi ekki sandkökusneiðin
setja hann á höfuðið?
Eða gleymdi ég ekki að fá heitt
vatn í könnu?
★
Bíla vantar
Svo líður dagurinn við ofur
venjulegar upphringingar og
bókanir. Helztu spurningar í sím-
anum eru auðvitað þær, hvort bíll
sé til - „strax í hvelli", - eða þá
eftir tíu mínútur. „Verður til bíll
eftir hálftíma?" er líka spurning,
sem maður heyrir stundum.
Svörin við þessháttar spurning-
um geta farið eftir því, í hvernig
skapi maður er í það og það
við íslendingar kölluðum þá,
áður en við lærðum enskuna).
Hann var meðalmaður á hæð,
nokkuð fölur í andliti, frekar lát-
laus í framkomu, en samt mjög
formfastur. Það var Iangt frá því,
að hann reyndi að setja upp
nokkurn heraga-svip eða yfir-
mannslátbragð, heldur var hann
hreint og beint barnslegur í fram-
an þar sem hann kom inn, hæg-
látur og ofur góðlegur. Hann
byrjaði að opna munninn frammi
við dyrnar, gekk hljóðlega að af-
greiðsluborðinu og sagði alltaf
sömu setninguna:
„Can I have a car, please?“
Það var erfitt að neita þeim
manni um bfl, enda þótt maður
neyddist til þess stundum. Bíl-
stjórarnir sögðu líka, að eiginlega
væri kommandör Koffort bezti
gæi- *
Um sjöleytið er farið að senda
bílstjórana í mat. Þeir leggja þá
bílum sínum á stæðið, og er slíkt
oft til vandræða. Fólk, sem spyr
eftir bílum og fær ef til vill neitun,
botnar enganveginn í því, hvers
vegna ekki er hægt að fá bíl, þeg-
ar kannski 5 bflar standa beint
fyrir framan nefið á því.
Hvað á aumingja fólkið að
halda? Auðvitað kemur því ekki
til hugar, að bílstjórar þurfi að
borða eins og annað fólk, - eða
þá, að bflar geti verið í lama-
sessi...
Þegar hentugt þykir.fær skrif-
arinn klukkutíma í matarhlé.
Kannski á bíll frá okkur leið inn
Hverfisgötu, og fer ég þá gjarnan
með honum.
Klukkutíma seinna á ég að
eða reyna aðrar stöðvar. Og í
verulega góðu veðri sést kannski
ekki bfll á stöðinni tímunum sam-
an. En eftirspurnin minnkar
ekki, - heldur eykst. Auðvitað
hringir síminn ákaft allan tímann,
sem stöðin er opin,frá níu á morgn-
ana til eitt að nóttu. Og vafa-
laust hringir hann alla nóttina
meira og minna.
Stundum er vafamál, hvort
nokkuð á að svara símanum,
meðan tugir manna bíða á stöð-
inni, - eða hvort heldur á að svara
í símann og láta fólkið bíða tím-
unum saman volandi og spyrj-
andi.
Oftast svörum við símanum
jafnframt því sem við afgreiðum
þá, sem á stöðinni bíða.
En þeir, sem bíða langan tíma í
símanum án þess að fá svar, eru
sannarlega ekki öfundsverðir.
Enda er stundum reynt allt, sem
hægt er, og meira til, til þess að ná
í bíl, þegar loksins er svarað:
„Er hægt að fá bíl þarna?“
„Nei, því miður“.
„Kemur hann ekki alveg
strax?“
„Nei, - enginn bíll í náinni
framtíð“.
„Svojá? - Hver er þetta, sem
ég tala við?“
„Elías heitir hann.“
„Uss! - Er Kalli við?“
„Nei, hann er nú ekki við í
augnablikinu“.
„En Bjarni?"
„Nei, - ekki heldur“.
„Nú, Oddur þá?!“
Elías Mar á í haust 25 ára starfsafmæli við Þjóð-
viljann, en þar hóf hann störf við prófarkalestur
árið 1961 og annast þau enn.
En hann hafði enn fyrr skrifað margt í blaðið og
sú grein sem hér fer á eftir er fyrsta greinin eftir
þann unga mann og verðandi rithöfund sem kom á
prent - það var 7. maí 1944. Elías kann frá því að
segja að greinina samdi hann að áeggjan vinar síns,
Hannesar skálds Sigfússonar, sem þá var um skeið
auglýsingastjóri blaðsins. Þú ert blankur, sagði
Hannes, ef þú færð verðlaun í keppninni „Dagur á
vinnustað", þá færðu hundrað krónur.
Og það munaði um minna í þá daga - húsaleigan
var 35 krónur á mánuði þá hjá mér, segir Elías.
Sigurði Guðmundssyni leist bara vel á greinina og
tók hana strax...
Og hann fylgdi henni úr hlaði með ummælum um
að Elías hafi ekkert birt áður, en muni hafa fullan
hug á því að verða rithöfundur. „Þykir Þjóðviljan-
um gaman að birta þessa mynd úr Reykjavíkurlífinu
frá hans hendi, - það gæti orðið byrjun á rithöf-
undarferli“. -ÁB
er ekki fyrst og fremst að svara
símanum, heldur að færa inn í
dagbókina. í hana er bókuð hver
einasta ferð, sem farin er af stöð-
inni, hvort heldur er samkvæmt
pöntun í símanum (þá er bókaður
staðurinn, sem bíllinn fór á), eða
bíllinn fer af stöðinni með ein-
hvern viðskiptavin (og þá er bara
skrifuð skammstöfunin ,,Afst.“).
Auk þess er bókað númer bílsins,
klukkan hvað hann fór, og - þeg-
ar hann kemur úr túrnum, - hvað
mikið bílstjórinn tók fyrir ómak-
ið. Og þá er að hafa eftirlit með
því, að bílstjórinn hafi tekið
mátulega mikið, samkvæmt
gjaldskránni, og færa inn klukk-
an hvað hann kom á stöðina aft-
ur. Færslurnar geta orðið þó
nokkuð margar eftir einn
annríkan dag, þegar fólkið þarf
mikið að ferðast.
Síminn hringir enn.
„E - halló! Er það hjá
Steindóri? Já, - ehem, - er hægt
að fá bfl, sem getur tekið eina
saltkjötstunnu, - bara eina, sko.
- Hún er ekkert stór —“
Þessháttar spurning er ekki
óvenjuleg. En við erum vanir því
að svara þesskonar spurningum
neitandi. Ef til vill vísum við á
vörubílastöðina. Ef til vill er sam-
bandinu slitið, áður en maður fær
tækifæri til þess að vera svo vin-
gjarnlegur.
Fyrir framan Ingólfs Apótek
stendur álitlegur hópur af negr-
nóg af þeim á lager, - bara af því
að þeir væru svartir. En við erum
mjög sannfærandi á svip og hrist-
um höfuðið, og þetta verður til
þess, að hópurinn hverfur á
brott, letilegur og ótrúlega hljóð-
ur.
Líklega hefur þetta verið mið-
ur jákvæð landkynning af okkar
hálfu, eftir sjónarmiði þeirra
blökku.
En það eru fleiri en svartir
menn, sem spyrja eftir „girls“.
Fyrstu dagana eftir að nýja setu-
liðið stígur hér á land, eru fyrir-
spurnir eftir „girls“ jafnt frá hvít-
um sem svörtum mönnum. Jafnt í
símanum sem við afgreiðsluborð-
ið. -
★
Kaffi fyrir
húsbóndann
Nú kemur atriði, sem allt ann-
að víkur fyrir, kannski næsta
hálftímann: Húsbóndann langarí
kaffi.
Hann sendir þau boð niður, að
reynandi sé að senda þann langa
út á Hótel Vík og fá kaffi. „Hann
má ráða, hvað hann tekur með
því“.
Ég fer þegar af stað.
Klukkan er að verða hálf-
fjögur, svo að von er nú að bless-
aður húsbóndinn sé orðinn þurr í
skiptið, - svo auðvitað eftir því,
hvernig spurt er, í hvaða tón.
Stundum er freistandi að skella á
og svara engu. -
Minni vandi er að svara spurn-
ingum um áætlunarferðir, þess-
háttar spurningar skipta hundr-
uðum á hverjum degi, ekki sízt
um hásumarið. En við vísum
þeim öllum frá okkur, því áætlun-
arbílarnir eru afgreiddir annars-
staðar.
„Gjörið svo vel að hringja í
síma 1585,“ eða, ef spurt er um
leiðina norður: „Afgreiðslan er
hjá Sameinaða. Gjörið svo vel að
hringja þangað“.
Frá stöðinni er alltaf verið að
afgreiða bíla, og þó er eftirspurn-
in að jafnaði rniklu rneiri, heldur
en hægt er að sinna. Steindór á -
því miður - ekki nógu marga bíla
til þess að hægt sé að fuilnægja
eftirspurninni, og þess vegna
segjum við kannski oftar nei en já
við beiðnum um bíla.
Einstaka fastir viðskiptavinir
verða manni minnisstæðir,
jafnvel árum saman. Kannski
vegna þess, að þeir eru
nafnkunnir menn, - kannski
vegna framkomu þeirra.
Einn brezkur „commander",
Crawford að nafni, er daglegur
gestur. Ég minnist hans sérstak-
lega hér, því hann er einn af þeim
fáu mönnum, sem virðast vera
kurteisin sjálf, - hreinræktaður
enskur „sjentilmaður" (eins og
vera mættur. Mínútan er lögð á
minnið, er ég fór, og auðvitað fæ
ég ákaft samvizkubit, ef ég kem
kannski heilli mínútu of seint.
Eða er nokkuð ljótara, en hafa
svikið húsbóndann um heila mín-
útu, - og kannski meira, - og fá
svo fu(lt kaup fyrir? Maður getur
ekki haft kristilega samvizku með
þess konar háttalagi.
★
Við hvern
tala ég?
Oft er lítið að gera fyrsta hálfan
annan tímann eftir kvöldmat. En
á tíunda tímanum eykst eftir-
spurnin oft mjög mikið á
skömmum tíma og helzt venju-
lega þangað til stöðinni er lokað
klukkan eitt.
í vondu veðri safnast oft hópur
fólks inn á stöðina sem hímir ó-
þolinmótt eftir bílum.
Það spyr í sífellu, hvenær næsti
bíll komi, enda þótt við vitum
ekkert, hvenær bílarnir koma,
frekar en það. Verið getur að bíl-
arnir fari burt úr bænum og komi
kannski ekki fyrr en næsta dag.
En kannski koma þeir að nokkr-
um mínútum liðnum.
Um þetta er aldrei hægt að
segja.
Þegar þurrviðri er safnast múg-
urinn síður fyrir á stöðinni. Fólk-
ið lætur sig hafa það að ganga,
„Því miður, það er enginn við
nema ég“.
Þá er skellt á svo glymur í. Allt
er þetta samkvæmt ritúali. Mað-
ur kann svo sem að gefa lakonisk
svör. -
Þannig líður vinnudagurinn á
enda. Starfið sjálft er mjög til-
breytingarsnautt. Aftur á móti
getur skeð, að eitthvað komi fyrir
sem vekur athygli manns og setur
dálítið öðruvísi svip á einn daginn
en annan, t.d. slagsmál í Veltu-
sundi fyrir framan ólyktarsjopp-
una „Fish and cips“, þar sem lög-
reglan skerst í leikinn og fólkið
skemmtir sér við að horfa á þá
útlenzku streitast á móti velsæm-
inu.
En þessháttar er ekki hægt að
kalla tilbreytingu í vinnu-
brögðum okkar, sem hímum inni
á stöðinni um hásumarið. Margir
híma þarna árum saman. Ég
tolldi fjóra mánuði og þóttist
hetja. Nú skammast ég mín fyrir.
Loksins er kvöldið liðið, kom-
ið fram yfir miðnætti. Klukkan á
skammt eftir í eitt. Við tökum á
móti töskum bflstjóranna, þeirra
sem koma það snemma, að stöð-
inni er ekki lokað á undan þeim.
Svo göngum við heim til hvíld-
ar eftir starfsdaginn. Eða við
látum einhvern bílinn skila okkur
heim að húsdyrum.
„Góða nótt!“
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986