Þjóðviljinn - 27.07.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Síða 5
',,De kommer med en kista og henter meg." Sýning Stúdentaleikhússins á verki Magnúsar Pálssonar. Mynd Sig. N’ART ’86 . , :■ Frá forfeðraákalli í Hljómskálagarði. Mynd Sig, Ungir sem aldnir fórna poppkorni og öðru góðgæti við athöfn Yggdrasil. Mynd Sig. Áhorfendur skemmtu sér hið besta á tónleikum Aston Reymers rivaler. Mynd Ari. Friðarsamtök Gefur lífi mínu mikið gildi Kumiko Moriya meðlimur í iapönsku friðarsamtökunum „Samtök um bæn fyrir friði á jörð,“ í heimsókn á Islandi fyrir skömmu. Ljósm. Ari. Kumiko Moriya meðlimur í trúarlegum friðarsamtökum í Japan ferðast um heiminn og gefur friðarsúlur. Kostar öll ferðalögin sjálf „Markmið okkar er að breiða þessa bæn út um allan heim. Fá fólk í öllum löndum og öllum friðarhreyfingum til að biðja þessa bæn með okkur. Þ.e. við segjum: Megi friður ríkjaájörð!" Þessi orð mælti Kumiko mori- ya en hún er fulltrúi japönsku friðarsamtakanna „The Society of Prayer for World Peace“ lauslega þýtt Samtök um bæn fyrir friðí. En eins og Þjóðviljinn greindi frá fyrir skömmu afhenti Kumiko ís- lendingum friðarsúlu með áletr- un á íslensku, ensku og j apönsku. Áletrunin á íslensku er: Megi friður ríkja á jörð! Súlan er mannhæðarhá og stendur fyrir framan Hallveigarstaði í Reykja- vík. Blaðamanni Þjóðviljans lék forvitni la að vita eitthvað meira um þessi japönsku friðarsamtök. Kumiko sagði að meðlimir samtakanna ferðuðust um heim- inn og gæfu svona súlur. Mark- miðið er að afhenda friðarsúlur í öllum þjóðríkjum heims. Aðspurð sagði Kumiko að samtökin byggðust á trúarlegum grunni, en væru ekki einskorðuð við ákveðna trúarhreyfingu. „Ég t.d. trúi á Guð, trúi því að hann sé æðri máttur. En sumir aðrir í hreyfingunni trúa á Jesú. Og svo eru fleiri trúarhugmyndir í gangi í samtökunum. í friðarsamtökun- um eru um 200 þúsund Japanir. Samtökin eiga enga sjóði svo hver meðlimur fjármagnar starf- semina og ferðirnar sjálfur. Þetta framtak Kumiko er algjört einka- framtak og sagðist hún hafa haft mikla þörf fyrir að breiða út friðarboðskap sem hún teiur gefa lífinu mikið gildi. Hún hefur farið til Bandaríkjanna, írlands og Costa Rica. Næst ætlar hún til Tansaníu íþessum tilgangi. Kum- iko sagði að þessar ferðir væru mjög dýrar og sagðist hún vinna mikla yfirvinnu til að fjármagna ferðirnar. Hún vinnur við að þýða tölvuleiðbeiningar á ensku. Kumiko flytur okkur íslend- ingum einnig handskrifaðar kveðjur 2.800 Japana, sem allar segja það sama og áletrunin á friðarsúlunni. Aðspurð sagði Kumiko að hún hefði valið ísland vegna þess að hún á 2 íslenskar vinkonur í Jap- an sem hafa sagt henni margt um ísland. Blaðamaður spurði Kumiko hvort hún teldi að Japanir væru yfirleitt mjög miklir friðarsinnar vegna kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hirósíma og Nagasakí. „Já, Jap- anir eru miklir friðarsinnar en við látum ekki rnikið á því bera. Við berum þetta innra með okkur. Og 6. og 9. ágúst þegar margar þjóðir tileinka daginn minning- unni um þessa kjarnorkuskelf- ingu, þá gerum við Japanir lítið úr þessu opinberlega. En við hugsum mikið um þetta, og minnumst þessa skelfilega at- burðar í hjarta okkar.“ Samtökin skiptast niður í hverfissamtök og hittast meðlim- irnir í hverri viku. Einu sinni á ári hittast nær allir meðlimirnir á hæsta fjalli í Japan og biðja sam- an. Kumiko sagði að samtökin væru á engan hátt pólitísk og þau vildu að allar friðarhreyfingar í heiminum sameinuðust í kröf- unni um frið í stað þess að skipt- ast niður í marga pólitíska hópa. Það eru konur úr Friðarhreyf- ingu íslenskra kvenna, Kvenfél- agssambandi íslands og kirkjunni sem tóku á móti Kumiko Moriya. SA Sunnudagur 27. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.