Þjóðviljinn - 27.07.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Page 15
Utvarp Friður sé með yður... Ég man þá tíð að útvarpað var aðeins stund um hádegið og að kvöldinu, eða á þeim tíma sem flestir höfðu tök á að hlusta. En þessara stunda var beðið með mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun. Eað var ekki ónýtt að fá fréttir af frásagnarverðum atburðum, erlendum jafnt sem innlendum, svo að segja jafnótt og þeir gerðust, í stað þess að lesa um þá í blöðum, einhverntíma eftir dúk og disk. Fólk gleypti í sig erindin, sem flutt voru á þessum árum, að ógleymdum upplestrunum. Og allt í einu voru fremstu söngvarar og tónlistarmenn heimsins komnir inn í stofu til manns, og orðnir einskonar heimamenn. Var það furða þótt menn tækju Útvarpinu fagnandi. Nú er Ríkisútvarpið senn búið að starfa í 56 ár. Breytingar á starfsemi þess hafa að sjálfsögðu orðið gríðarmiklar á þessu tímabili. Nú er ekki lengur útvarpað aðeins um hádegið og á kvöldin heldur mestan part sólarhringsins, má víst segja. Að sjálfsögðu fer það efni, sem útvarpað er að deginum, fram hjá fjölmörgum. Peir hafa þá í öðru að snúast en hlusta á útvarpið. En hinir eru líka margir, sem heima sitja af ýmsum ástæðum, ekki síst eldra fólk. Það nýtur útvarpsins að deginum og er vel að því komið. Enginn gerir svo öllum líki og ekki guð í himnaríki. Menn eru ekki á eitt sáttir um allt það efni, sem útvarpið flytur og þess er heldur engin von. Stofnun eins og útvarpið þarf að vera í stöðugri þróun, síleitandi. Auðvitað geta því verið mislagðar hendur, ef svo má að orði komast. Það getur gert skyssur. En það fylgir nú einu sinni lífinu að gera skyssur. Þær eru fylgifiskur allrar framfaraviðleitni. Það er ekki fyrr en við höfum kvatt þessa tilveru sem við hættum því. Hér á blaðinu sýnast ekki allir vera á eitt sáttir um tónlistarflutning útvarpsins. Sumum finnst að hlutur dægurtónlistar, sem ég vil kalla svo, sé fy rir börð borinn. Hin sígilda tónlist fái mun meira rúm í dagskránni þótt „mjög lítill hluti fólks hafi áhuga á henni“, jafnvel ekki nema„4-6% hlutstenda". Þar við bætist að til þess að njóta sígildrar tónlistar þurfi menn „nokkurn frið og einbeitingu“. Nú vil ég ekkert um það fullyrða MAGNUS H. GÍSLASON að óathuguðu máli hvort dægurtónlistin er einhver hornreka hjá útvarpinu þegar báðar rásirnar eru teknar með. f fljótu bragði finnst mér það ekki trúlegt. Þó erhitt ekki síður hæpið, að einungis brotabrot af þjóðinni hafi áhuga á sígildri tónlist. Ég þekki fjölmarga sem telja sig njóta bæði sígildrar tónlistar og dægurtónlistar. Þá er það enginn smáræðis hópur fólks um allt land, sem iðkar sígilda tónlist og nýtur þess að hlýða á hana. Um það getur hver sannfærst ef hann vill líta í kringumsig. Ogfriðurinn. Ja, hvernig fara menn yfirleitt að því að njóta nokkurrar listar án þess að hafa frið? Það hefur undirrituðum a.m.k. aldrei tekist. -mhg Sjónvarp Beðið eftir gosi Þá hafa fjórir fastagestir á skjánum kvatt áhorfendur og nýir kynnt sig í staðinn. Ekki veit ég hvað veldur því að skipt er um flesta framhaldsþætti sjónvarpsins samtímis, hvort það er tilviljun sem ræðureða hvort þetta er meðvituð stefna, útspekúlerað af hugsuðunum á erlendu dagskrárdeildinni. Hvað sem því líður þá verð ég að segj a að ég kveð fastagestina með glöðugeði. Hvað væri ef maður kynntist ekki nýjum kunningjum á lífsleiðinni? í neyslukapphlaupi nútímans þá hafa kunningaheimsóknir að mestu lagst af. Það má enginn vera lengur að því að skreppa í næsta hús, fá sér kaffibolla ogspjalla um heima og geima. Tíminn er dýrmætur í vinnubúðunum aem nefnast ísland og þegar þrældómnum lýkur er lítil umframorka eftir í kerfinu. Kannski nægileg til að halda augum opnum rétt á meðan sjónvarpsdagskráin rennur sitt skeið. Þráttfyrirþaðerþörfin eftir því að hitta fólk enn fyrir hendi og þeirri þörf reynir sjónvarpið að mæta með því að senda okkur nýja fastagesti. Reyndar er þessi þróun ekki jafn langt leidd hér og í Bandaríkjunum þar sem ein stórfjölskyldan leysir aðra af hólmi. ÞegarEwingarnirhafa kvatt knýr Dinasty dyra og varla eru þeir sloppnir út úr dyrunum þegar Hótelliðið stendur skælbrosandi á þröskuldinum og þannig koll af kolli þar til Dallas er aftur mætt. Kannski er þetta sú óskamynd af framtíðinni sem margir eiga og með tilkomu nýrra sj ón varpsstöð va, gervihnatta, kapalkerfa og guð veit hvaða nöfnum þetta allt nefnist á sú ósk eftiraðrætast. Vonandi ekki. Fyrstu kynni af nýju fastagestunum frá erlendu dagskrárdeildinni lofa ekki sérlegagóðu. Reyndarhefég bara séð fyrsta þáttinn af Arfi Afródítu og Síðustu daga Pompeii og á því eftir að sjá hvort mér líst betur á Bergerac og Jesse Owens. Arfur Afródítu fór hægt af stað eftir fyrsta skotið þegar örlagavaldur sögunnar er sendur framaf klettasnös inn í eilífðina. Vonandi á eftir að rætast úr sögunni og maður trúri varla öðru fyrst bretar eiga í hlut, þeir hafa hingað til getað gert frambærilega sakamálaþætti og mér skilst að þættirnir um ferjutollinn sem gerðir voru eftir sögu sama höfundar, hafi verið hin besta skemmtun. En ekki leist mér gæfulega á parið sem virðist eiga að bera söguna uppi. Og Síðustu dagar Pompeii sem ítalir hafa reynt að endurvekja með aðstoð Bandaríkjamanna virðast stefna í það að verða að pínlegu klúðri þar sem Hollywoodandi fær að svífa um í silkislæðum bandarískra fatahönnuða. Það eina sem virðist geta bjargað minningu þess fólks sem bjó í Pompeii frá glötun er að Vesúvíus gjósi hið fyrsta á skj ánum, en í það eru þ ví miður fimm miðvikudagar. _Sáf Blað í eigu starfsmanna breytir um stjórnunarhœtti Danska blaðið Information var í kreppu - Skref stigið frá beinu lýðrœði til fulltrúalýðrœðis og valds framkvœmdastjóra Danska blaðið Information er ummargtmerkilegt-m.a. vegna þess að það er í eigu starfsmannanna og hefurver- ið stjórnað út frá sjónarmiðum grasrótarlýðræðis. En blaðið hefur átt í fjárhagslegum erfið- leikum og nú hafa starfsmenn brugðist við þeim með því að skera niður hið „beina lýð- ræði" og ráðasérfram- kvæmdaritstjóra sem hefur meira vald en kosin blaðstjórn áður. Information höfðar einkum til menntamanna, birtir allmikið af vel unnu efni um alþjóðamál og menningarmál og svo langar kappræðugreinar um samfélags- vanda. Þegar vel gekk nálgaðist blaðið 40 þúsund eintaka upplag, en nú er upplagið komið niður í 28 þúsund og tapið á rekstrinum nemur 125-150 þúsundum danskra króna á mánuði. Um síðustu mánaðamót var svo haldinn starfsmannafundur um framtíð fyrirtækisins. Þar var ákveðið með 36 atkvæðum gegn 25 (allmargir í fríi) að endurreisa forstjóraveldi ef svo mætti segja - ráða framkvæmdaritstjóra á kaupi sem svarar til markaðs- verðs á slíkum manni og veita honum meiri völd en stjórn blaðsins hefur haft til þessa. Þá verður horfið frá því „beina lýðræði" (almennur starfsmanna- fundur er æðsta stjórn blaðsins) og til fulltrúalýðræðis. Hlutafé verður skipt nokkuð jafnt milli þriggja eigendahópa - blaða- manna, prentara og skrifstofu- fólks. Blaðstjórn verður stjórn hlutafélagsins (í henni eru aðal- Frá kreppufundi starfsmanna Information. Lengst til vinstri eru þær Vibeke Sperling og Anita Eldam sem hafa verið aðalritstjórar og framkvæmdastjóri. Fyrir aftan þær er Knud Vilby stjórnarformaður starfsmannafélagsins. ritstjórinn og fulltrúi frá hverjum hinna þriggja eigendahópa, einn starfsmannafulltrúi, kosinn al- mennri kosningu, einn frá smáum hluthöfum utan blaðsins og einn frá félaginu Vinir Inform- ation. Ennfremur verður í stjórn- inni einn lögfræðingur og einn þekktur menningarviti sem stjórnin býður sjálf að taka sæti með sér). Þeir sem þessar hugmyndir báru fram til sigurs á starfs- mannafundinum tala um að það lýðræði sem starfsmenn tóku upp fyrir um það bil fimmtán árum sé „staðnað“. Blaðið hafi lent í erf- iðleikum svipuðum þeim sem upp komu á frönsku blöðunum Liberation og Le Monde - þar tókst að rétta við ástandið með björgunaraðgerðum og Inform- ation líkir eftir þeim ráðstöfun- um. Ekki svo að skilja: breyting- arnar sæta andófi á blaðinu. Ein blaðkonan sagði sem svo: „Þetta þýðir að við erum orðin þreytt á að eiga blaðið sjálf og það er okk- ur léttir að veíja okkur sterkan mann til að ráða. Breytingarnar eru skref í átt til forræðishyggju". Önnur segir: „Áætlunin þýðir, að við ýtum vandamálunum yfir á eina mann- eskju vegna þess að við erum hrædd við að taka sjálf á okkur ábyrgð“. En semsagt: ákvörðun hefur verið tekin. Hún reynir að brúa bilið milli forstjóravalda og á- hrifa starfsfólks með öðrum hætti en áður var gert á því sérstæða og merka blaði Information, og nú er að sjá hvort lausnin reynist betur en það beina lýðræði, sem svo margir úr blaðaheimi hér og þar um Norðurlönd hafa öfundað Information af. áb tók saman. Tvö hljóðlót tímarit Sagnir og Ný menntamál eru nýkomin út Sáfrumskógur, sem íslenski tímaritamarkaöurinn er orðinn orsakar það að oft á tíðum hverfa þau tímarit sem áhugaverðusteru. Þaðeru ekki endilega þau tímarit sem hrópa digurbarkalega um eigið ágæti og berja sérá brjóst og reka upp stríðsöskur að hætti apabræðra, sem endilega er mestur fengur í. Nýlega læddust tvö tímarit hljóðlega inn á markaðinn án þess að gera fréttastofum viðvart áður en áskrifendur fengu ein- takið í hendurnar. Bæði þessi tímarit eiga það sameiginlegt að metnaður er lagður í öll greina- skrif og uppsetningu efnis. Ann- að þessara tímarita er hreint augnayndi þó svo að myndir séu í svarthvítu en ekki í lit. Þau tímarit sem hér um ræðir eru 7. árgangur Sagna, tímarits um sögulegt efni, sem Félag sagnfræðinema gefur út og annað tölublað 4. árgangs Nýrra menntamála, sem Bandalag kennarafélaga gefur út. Einsog gefur að skilja eru þessi tímarit ekki gefin út í því augna- miði að raka að sem mestum gróða á sem skemmstum tíma, heldur ráða önnur sjónarmið ferðinni. Ritum þessum er ætlað að vera fræðandi og vekja urn- ræðu um ýmis mál sem snerta út- gefendur þeirra. Þeir sem standa að baki útgáfunni eru ekki ein- staklingar eða fyrirtæki heldur hópar fólks sem eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta eða eru að vinna að verkefnum á svipuðu sviði. Sagnir Sagnir er mjög stórt rit, um 100 síður að stærð og einsog fyrr sagði er mikið lagt í útlit þess, án þess þó að fara út í smekkleysu, því allt yfirbragð uppsetningar er mjög stílhreint. í tímaritinu er einkum leitað fanga á tveim tímum, annarsveg- ar á miðöldum og tímum Sturl- unga og hinsvegar í nútímanum. Hvort tilviljun ræður því að þessi tvö tímabil eru tekin fyrir eða hvort þetta er meðvituð ritstjórn- arstefna skal ekki dæmt um hér, en óneitanlega leiðir skálmöld nútímans oft hugann aftur til Sturlungaaldar. Þórir Hrafnsson leiðir saman skoðanir Árna Pálssonar, Ólafs Hanssonar og Gunnars Bene- diktssonar á Orækju Snorrasyni og hallast á sveif með Gunnari, sem telur að Órækja hafi fengið óverðug eftirmæli. Sé tekið dærni af umfjöllun ritsins um nútímann má benda á grein um Kjarnorku- vopn á íslandi, eftir Þorlák A. Jónsson, sem Þjóðviljinn endur- birti með leyfi höfundar fyrr í vik- unni. Einnig er í ritinu fróðleg samantekt eftir Helga Kristjáns- son unr verkfallið 1955. Ný menntamál Ný menntamál er töluvert öðruvísi tímarit. Það fjallar eink- um um ýmislegt viðvíkjandi skólamál, en skólamálum eru ekki einkamál kennara því öll höfum við sjálf gegnið í gegnurn skóla og flest okkar verða þeirrar ánægju njótandi að eignast af- kvæmi sem einnig verða að öðlast þá lífsreynslu að sitja á skólabekk hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ekki eru þó allar greinarnar einangraðar innan veggja kennslustofanna. Ingólfur Á. Jó- hannesson er með þanka um höf- undarétt og ljósritun í skólum og Sigríður Haraldsdóttir með at- hyglisverða grein um neytenda- fræðslu framtíðarinnar og áhrif fjölgunar fjölmiðla á slíka fræðslu. Jón Hnefill Aðalsteins- son ritar um frásagnalist fyrri alda, sem er kafli úr útvarps- spjalli hans um bók Heimis Páls- sonar, samnefndri greininni. Að lokum skal minnst á úttekt Nýrra menntamála á því hversu vakandi stjórnmálaflokkarnir eru í skólamálunum. Er sú úttekt framkvæmd þannig að borið er saman hversu rnargar fyrirspurn- ir, þingsályktunartillögur og lagafrumvörp hver stjórnmála- flokkur flutti á síðasta þingi. Nið- urstaðan er sú að tveir flokkar eru mest vakandi fyrir skólamál- um á alþingi, Kvennalistinn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæðis- flokkurinn og Bandalag jafnað- armanna virðast hinsvegar hafa minnstan áhuga á slíkum málum. Alls flutti Kvennalistinn 16 mál á síðasta þingi, Alþýðubandalag- ið 11, Kratar 6, Framsókn 5 og Sjálfstæðisflokkur og BJ einungis 3. -Sáf Sunnudagur 27. júli 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.