Þjóðviljinn - 27.07.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Qupperneq 19
Að kvöldi dagsföstudagsins 11. júlí lögðu tæplega áttatíu manns upp frá athafnamið- stöð Flokksins í hina árvissu Þórsmerkurferð Æskulýðs- fylkingarinnar. Varveðurmeð miklum ágætum þó ekki grillti í eldhnött þann er vor ágæta pláneta sveimar um sér og öðrum til dægradvalar. Engra boða var beðið, heldur ekið sem leið lá austur fyrir fjall og áð var á Hellu á Rangár- völlum. Þar var ennfremur upp í vagninn tekinn félagi Orri Vé- steinsson og bar hann hópnum nýjustu fréttir af árangri upp- graftar þess er stundaður er á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Voru þær á þá leið að nú fari mokstri þar, með teskeiðum og tannburstum, brátt að ljúka þar sem Anna sjálf er nú loks fundin. í Mörkina var komið um mið- nættið og eins og lög gera ráð fyrir slóu menn upp búðum sín- um. Að því loknu hófust raddæf- ingar fyrir kvöldvökuna sem ráð- gerð var á laugardagskvöldið og var öðrum Þórsmerkurgestum, (sem almennt gegndu nafninu „dýr Merkurinnar“) kynntur rjómi sósíalískra söngbókmennta við orðstír eigi alllítinn. „Því rauði fáninn okkar merki er...' Óbyggðirnar kalla Sumarferð Æskulýðsfylkingarinnar í Þórsmörk helgina Leið svo af nóttin. Að morgni laugardags ein- beittu menn sér mjög að átökum rísandi dags og hófu búkteygjur og aðra slíka iðkan sér til líkam- legs undirbúnings fyrir gönguferð þá er lagt var upp í um hádegisbil. Var þá gengið uppúr Húsa- Áð í göngunni miklu. dalnum, framhjá Snorraríki og yfir heiðina niður í Langadal. Þaðan var svo lagt á Valahnjúk á toppi hvers okkur bárust váleg tíðindi. Þeir sem aftastir gengu, báru þeim er framar fóru þær fréttir að í hæla þeirra alla leiðina upp, hefðu glefsað Þorsteinn nokkur Pálsson og aðrir úr fulltrúaráði fhaldsins á Suðurlandi. Þar sem ljóst er að ekki er rúm fyrir bæði Allaballa og íhaldið á toppnum vægði sá er vitið hefur meira. Yið lögðum af stað í búðirnar. Á leið okkar þangað varð á vegi okkar hellir einn sem Sóttar- hellir nefnist og voru þær fjöl- mörgu lygasögur sem honum tengjast að sjálfsögðu rifjaðar upp. Eftir u.þ.b. 4 tíma labb var komið í tjaldbúðirnar og gjörðu menn þá ýmist: sumir hölluðu sér en aðrir léku knattleik við dýr Merkurinnar og höfðu sætan sigur. Nú stóð fyrir dyruiil griUveisl- an mikla, en með í för voru ófáir niðursneiddir afturganglimir af sauðfé. Skipti engum togum að flóðgáttir heimsins galopnuðust svo að ekki var örgrannt um að sumir hygðu á arkarsmíð hópn- um til bjargar. Ekki varð það nú úr, en almannarómur var að úti- grilluð kjötsúpa væri kostafæða. 11.-13. júlísl. Sökum votviðrisins fór hin þrautskipulagða kvöldvaka fram í tvennu lagi. Hluti hópsins fór að iðka söng og aðra skemmtan í Sóttarhellinum og varð ekki meint af, meðan aðrir leituðu skjóls undan vatnavöxtunum í tjöldum sínum en ekki var kvöld- vakan verri fyrir það. Styttist þessi saga nú mjög, en á sunnudeginum var lagt af stað heimleiðis um nónbil og gekk hún áfallalaust utan hvað grjót nokkurt tók miklu ástfóstri við hjólbarða rútunnar, svo miklu að klækjum varð að beita til að vinna hann lausan úr prísundinni milli dekkjanna. Allt leystist það þó að lokum og á minjasafni ÆFAB er nú hægt að berja gripinn augum. Æskulýðsfy Ikingin. Tarsan konungur fararstjóranna. Hluti af hópnum hvílir lúin bein. Myndir: Sölvi IGALT) KÓGI Sunnudagur 27. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.