Þjóðviljinn - 02.08.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Side 1
mr 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Unglingarnir til Eyja ogáGaukinn „Við ætlum sko upp í Þjórsár- dal. Þar eru bestu hljómsveitirn- ar,“ sögðu þessi kátu ungmenni sem Þjóðviljinn rakst a niðri á Umferðarmiðstöð, síðdegis í gær. Aðspurðir um það hvort flestir færu ekki til Eyja, sögðu krakk- arnir að það væri rétt. „Það fara svo margir til Vestmannaeyja að eyjan bara sekkur. í Eyjum spila Stuðmenn og þeir trekkja svo sannarlega að, en í Þjórsárdal eru 3 góðar hljómsveitir. Við fáum 4 tónleika og 3 böll fyrir 2000 kr. þar,“ sögðu þau. í miðasölunni fengum við þær upplýsingar að mesta aðsóknin er til Vestmannaeyja. Farnar eru aukaferðir með Smyrli á nótt- unni. Næst mesta aðsóknin er í Þjórsárdalinn og númer þrjú er Þórsmörkin. í gær fóru um 500 manns með rútum upp í Þórs- mörk. Góða helgi. Ljósm.: Ari. - SA. ágúst 1986 laugar- dagur 172. tðlublað 51. árgangur Ónýtt fóður Stórtjón í refarækt Skemmtfóðurfrá Fóðurstöð Suðurlands talin orsök yrðlinga- og lœðudauða. Þorsteinn Þorleifsson á Þjótanda: Skiptiyfir í erlentfóður ogþá hœtti yrðlingadauðinn. Erlenda fóðrið jafnvel ódýrara en það innlenda Bændur með refabú hafa orðið fyrir miklu tjóni, vegna þess að refafóður frá Fóðurstöð Suð- urlands á Selfossi var skemmt og olli yrðlinga- og læðudauða. Ekki er vitað enn hve mikið tjónið er, en Ijóst er þó að það nemur milj- ónum króna. „Ég missti 200 yrðlinga og 4 læður vegna þessa. Það byrjaði að örla á þessari skemmd í fóðr- inu í byrjun júní. Strax á öðrum degi eftir að maður fékk fóðrið bólgnaði það út og lagði af því ýldulykt. Ég hafði samband við þá hjá Fóðurstöðinni og þeir töldu ekkert að þessu. Svo þegar læðurnar hættu að mjólka og drápu yrðlingana undan sér þá sá maður að eitthvað var að. Ég skipti þá yfir í erlent þurrfóður sem leyst er upp í vatni. Það hefur reynst mjög vel og yrðlinga- og læðudauðinn hætti. Og það sem mér þykir nú merkilegast er að þetta ameríska fóður er jafnvel ódýrara en það innlenda. Á sín- um tíma var það talin ein helsta forsendan fyrir arðbærri refarækt hér á landi hvað fóðrið yrði ódýrt, sagði Þorsteinn E. Þor- leifsson refabóndi á Þjótanda í Árnessýslu. Vitað er að margir bændur urðu að kalla á dýralækni til að sprauta læður rétt eftir got. Slíkt er ekki gert nema í algerri neyð, þar sem slík truflun í refahúsum á gottímanum getur verið mjög hættuleg. Við rannsókn á Keldum reyndist fóðrið vera skemmt og sagði Þorsteinn að menn undir- byggju nú skaðabótamál. Þó sagðist hann ekki vita hve margir refabændur færu í mál, þess má geta að flestir refabændurnir sem í hlut eiga eru hluthafar í Fóður- stöðinni. Guðjón Sigurðsson nýráðinn forstjóri Fóðurstöðvarinnar sagði að því miður væri þetta rétt. En þetta er fyrsti starfsdagurinn minn sem framkvæmdastjóri, þannig að ég veit of lítið um þetta mál, sagði Guðjón. - S.dór. MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Verslunarmannahelgin Besta veðrið á s-vesturlandi Veðrið um Verslunarmanna- helgina verður ekki ósvipað því sem það hefur verið allra síðustu daga. I dag og á sunnudag verða skúrir á suður- og suðaustur- landi, frá Hellisheiði og austur í öræfi. Bjartviðri verður á vestur- landi og inn til lands n- austanlands. Á mánudag er hætta á að regn nálgist austurland og er líklegt að þar verði væta. Besta veðrið verður í Reykja- vík og fram á vestfirði. Einnig verður gott veður í innsveitum n- austanlands. Og á austanverðu norður- og austurlandi. - SA. Verðhœkkanir Verðlag þýtur upp Mjög miklar verðhœkkanir hafa áttsérstað á matvörum og öðrum nauðsynjavörum á síðustu vikum. Bílar hœkka umfram gjaldeyrisbreytingu. Hvergi hefur orðið lœkkun á þjónustu vegna verðlækkunar á bensíni og olíu Eldvarnir Viðvömnaikerfi sjálfsögð Þór þjóðminjavörður: sjálfsagt að setja upp eldvarnarkerfi í öllfriðuð hús Ljóst er að sú kyrrstaða verð- lags, sem ríkti fyrst eftir kjara- Skák Jafntefli Þriðju skákinni í heimsmeist- araeinvíginu lauk með jafntefli í 35. leik eftir tilþrifalitla skák. Næsta skák verður tefld á mánudaginn og hefur Kasparoff þá hvítt. Sjá nánar um skákina á bls. 6. -jt- samningana á útmánuðum er rofin. Verðlag þýtur nú upp og hefur verðlag þotið upp á nær öllum vörum síðustu vikur. Mat- vara hefur stórhækkað, íslenskt sælgæti hefur nýverið hækkað á bilinu 5-8%, matur á veitingahús- um hefur hækkað um 8-10% og svona mætti iengi telja. Þá vekur það líka athygli að þótt bensín hafi verið lækkað úr 34 kr. líterinn niður í 26 kr. og olía hafi einnig stórlækkað, hefur verð á þjónustu, svo sem leigubíl- ar, sendibílar, heimsendingar- þjónusta o.fl. ekki lækkað. Bifreiðar sem lækkuðu svo mjög við kjarasamningana hafa verið að smá hækka að undan- förnu langt umfram þær gjald- eyrisbreytingar sem átt hafa sér stað. Sem dæmi má nefna að spönsku Seat Ibiza bflarnir sem Töggur hf. flutti inn kostuðu 285 þúsund kr. dýrasta gerðin. Hekla hf. tók umboðið yfir einhverra hluta vegna og kostar nú dýrasta gerðin af Seat 320 þúsund kr. Spánski pesetinn hefur lítið breyst síðustu mánuðina. Helgi Vilhjálmsson hjá Verð- lagsstofnun sagði að varðandi þær hækkanir sem bent var á, að næstum allt verðlag væri orðið frjálst og því gæti Verðlagsstofn- un ekkert gert nema um einhver hrikaleg stökk væri að ræða. Þá yrði málið skoðað. - S.dór. að er Ijóst að viðvörunarkerfi eru ekki nógu víða, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður í tilefni úttektar slökkviliðsmanna um eldvarnir í friðuðum húsum í Reykjavík. Það er sjálfsagt að setja upp einhverskonar viðvörunarkerfi í öll þessi hús, sagði Þór, en í út- tektinni um friðuð ríkishús í Reykjavík kemur fram að ekkert eldviðvörunarkerfi er í Dóm- kirkjunni og alþingishúsinu, og engar áætlanir til um slökkvi- og björgunarstörf í neinu þeirra húsa sem skýrslan tekur til. Húsfriðunarnefnd lítur til með friðuðum húsum, og formaður hennar segir að „auðvitað ættum við að ýta betur á eftir því að þetta verði gert“, en framkvæmd- ir eru í verkahring notenda hús- anna og umsjónarmanna. Þór sagði að nú væri verið að setja upp í Þjóðminjasafninu kerfi sem varar bæði við eldi og þjófum, „og hefði átt að vera búið miklu fyrr“. Kostnaður við þetta kerfi í safninu verður senni- lega um 600 þúsund kr. Að auki stendur til að koma upp í safninu vatnsviðvörunarkerfi og kostar það annað eins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.