Þjóðviljinn - 02.08.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Síða 2
Tilboð Síðastliðinn mánudag og þriðjudag voru haldnir samn- ingafundir með tulltrúum Rio- Tinto-Zink vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Að sögn Birgis ísleifs Gunn- arssonar, formanns íslensku samninganefndarinnar, var eng- in afgerandi ákvörðun tekin á þessum fundum. FRETTIR Kísilmálmverksiðja opnuð í lok Birgir ísleifur: Engin ástœða til svartsým Birgir ísleifur kvaðst ekki eiga von á því að nein afgerandi ákvörðun yrði tekin fyrr en i> fyrsta lagi í lok september. Lík- legt þótti honum að það yrði ekki fyrr en í lok október sem niður- staða lægi fyrir. Aðspurður hvort það væri ein- hver afmarkaður þáttur sem samningafundirnir nú snerust um sagði Birgir að svo væri ekki. Málið væri mjög margþætt og segja mætti að allt sviðið væri meira og minna til umræðu. Tilboðum í byggingu kísil- málmverksmiðjunnar á að skila í lok ágúst. Tvær samsteypur fyrir- tækja hafa boðið í verkið. Annars vegar ístak sem býður í samvinnu við breskt fyrirtæki og hins vegar Gunnar og Björn meðlimir í Lögmönnum. Þeir spila í Galtalaek um Verslunarmannahelgina. Ljósm. E.ÓI. Hógværir og alvömgefnir Lögmenn spila í Galtalœk um helgina Við erum hógværir og alvöru- gefnir og höfum komist langt á því. Við vöndum okkur mikið, erum snyrtilega klæddir, með agaða sviðsframkomu og drekk- um ekki vín á meðan við spilum, sögðu þeir Björn Þórisson og Gunnar Jónsson meðlimir í hljómsveitinni Lögmenn (hét áður Rocket) úr Vík í Mýrdal. „Við spilum hágæða dans- músík. Við spilum fyrst og fremst á sveitaböllum. Sannkölluð þorrablótahljómsveit. En við höfum líka áhuga á að komast suður til að spila.“ Aðspurðir sögðu þeir að Lög- menn hefðu nóg að gera. Síðan í mars hafa þeir aðeins átt frí þrisv- ar sinnum um helgar. Lögmenn sögðust ekki vera með mikið af frumsömdu efni. „Við spilum t.d. valsa, topp 10 og bara hreinlega allt.“ Það liggur við að hægt sé að kalla Gunnar skallapoppara því hann hefur spilað í hljómsveit frá því hann var 12 ára. Aðspurður sagðist Gunnar hafa lært söng í söngskólanum fyrir sunnan í einn vetur. Einnig var hann íTónskóla Sigursveins í 2 vetur að læra á píanó og söng. Björn lærði einn vetur á píanó í tónlistarskólanum í Vík. Þeir spila báðir á hljóm- borð og syngja í Lögmönnum." En hvað um áhugamál fyrir utan tónlistina? „Við erum laxveiðimenn. Það eru tvær góðar ár rétt hjá okkur. Svo tökum við líka stöngina stundum með á böll og veiðum píur úr salnum. Við notum rækj- usamlokur á þær. Nú svo erum við stundum í fótbolta. Við vilj- um að vísu ekki segja frá nafninu á félaginu sem við spilum með, því það er svo lélegt." Langar ykkur ekkert til að búa fyrir sunnan? „Nei, Vík er besti staðurinn.“ Lögmenn munu spila á bind- indismótinu í Galtalæk um Versl- unarmannahelgina. SA. ágúst Hagvirki í samvinnu við þýskt fyrirtæki. Samninganefndirnar munu hittast næst þegar tilboðin verða opnuð í ágúst. Að sögn Birgis ís- leifs hefur ekkert komið upp á fundum nefndanna sem gefur á- stæðu til svartsýni um framhald- ið. -G.Sv. Þar slógu Ólsarar Davíð við! Ólafsvík 300 ára afmæli á næsta ári Undirbúningur er hafinn. Stórt listaverk af- hjúpað í nœsta mánuði. Byrjað að rita sögu staðarins Olafsvík heldur upp á 300 ára afmæii verslunarréttinda á næsta ári og formaður afmælis- nefndar, og jafnframt verðandi bæjarstjóri Ólafsvíkur er Kristján Pálsson. Hann sagði afmælis- dagskrána ekki fullmótaða enn en ýmislegt er þó ákveðið. Þar má meðal annars nefna að sagn- fræðingurinn Gísli Ágúst Gunn- laugsson er að rita sögu Ólafsvík- ur og mun fyrra bindi hennar koma út á næsta ári. Opinberlega verður haldið upp á afmælið um miðjan ágúst á næsta ári en eigin- lega afmælið er i mars. „Við viljum hafa sumarið fyrir okkur til þess að vera búin að gera allt fínt hér og svo skiptir veðrið líka máli, en ýmsar uppá- komur verða töluverðan hluta ársins,“ sagði Kristján. „Við stefnum að því að nýtt félags- heimili sem nú er í byggingu verði tilbúið á næsta ári og auk þess ætlum við að endurreisa gamalt pakkhús hér á staðnum sem var byggt árið 1844. I tengslum við afmælið mun Lions-klúbburinn gefa bænum listaverk eftir þau Sigrúnu Guð- jónsdóttur og Gest Þorgrímsson sem verður afhjúpað um miðjan næsta mánuð. Þetta eru fimm fíg- úrur, 2 metra háar sem verða festar á vegg íþróttahússins og eiga að tákna það líf og fjör sem einkennir íþróttastarf staðarins". - Og hvernig leggst nýja starfið í þig? „Eg tek við bæjarstjórastöð- unni í dag, föstudag og það leggst bara vel í mig. Þetta er uppgangs- staður og hér eru miklir mögu- leikar og duglegt fólk,“ sagði Kristján Pálsson tilvonandi bæj- arstjóri í Ólafsvík að síðustu. Sauðárkrókur Ferðaþjónusta í ólestri IngiJónasson hjá Upplýsingamiðstöðinni: Petta er tilrauna- og hugsjónastarfhjá okkur þetta fyrsta sumar.Höfum ekkifengið neitt fjármagn ístarfsemina. Þarf að skipuleggja ferðaþjónustufyrir næsta sumar með hagsmunaaðilum etta er hugsjóna- og tilraun- astarf hjá okkur í sumar, sagði Ingi Jónasson blaðamaður um upplýsingamiðstöð sem hann byrjaði að reka í júní með Jóni Gauta Jónssyni ritstjóra. En þeir reka upplýsingamiðstöðina á Sauðárkróki jafnhliða því sem þeir gefa út Feyki, sem er óháð fréttablað fyrir N-vestra. „Ferðaskrifstofur fyrir sunnan beina erlendum ferðamönnum hingað í síauknum mæli. Og á hverjum degi koma nokkrir ferðamenn til okkar og biðja okkur um aðstoð við að skipu- leggja nokkurra daga dvöl hér á þessum slóðum.“ • Aðspurður um hvernig þeir fjármögnuðu rekstur upplýsing- amiðstöðvarinnar sagði Ingi að þeir rækju þetta í tengslum við blaðið en þeir hefðu farið fram á 35 þúsund kr. styrk frá sýslu- nefnd og bæjarstjórn en það hef- ur ekki verið afgreitt ennþá.“ „Ferðamenn kvarta mikið yfir því að fá litlar upplýsingar. Veg- akerfið er slæmt og útlendingar komast oft ekki þangað sem þá langar, bara vegna þess að þeir vita ekki hvernig á að komast þangað. Þess vegna er upplýsing- amiðstöð nauðsynleg,“ sagði Ingi Jónasson að lokum. -SA. UMFERÐARMENNING _ STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1986 j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.