Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 5
Arkitektúr
Miðbærinn sprengdur
Fyrir skömmu lauk sam-
keppni um gerð nýbyggingar
Alþingis og bárust dómnefnd
25 tillögur. í áliti dómnefndar
segir m.a. að allar séu þær í
háum gæðaflokki en hins veg-
ar hafi mat dómnefndar verið
það að tillaga nr. 1 skari nokk-
uð framúr enda segir nefndin í
umsögn um verðlaunatil-
iöguna: „Byggingin fellur vel
að Alþingishúsinu og húsalínu
Kirkjustrætis. Glerturninn,
sem varðar innganginn, styð-
ur virðuleik Alþingishússins á
áþekkan hátt og turn Dóm-
kirkjunnar."
Reglurnar brotnar
t>að er greinilegt að dómnefnd-
armenn eru yfir sig hrifnir af til-
lögu Sigurðar Einarssonar og
hinna dönsku félaga hans og ekk-
ert nema gott um það að segja.
Tilraun til umræöu um framtíð umhverfis Austurvallar. Voru sam-
keppnisreglur um nýtt þinghús þverbrotnar? Hvers vegna fékk eitt
stærsta húsiö 1. verðlaun? Er glerturninn til minningar um 3. internat-
ionalinn í Moskvu? Er nauðsynlegt að rífa Kirkjustrætishúsin? Hvaða
hlutverki gegnir Arkitektafélagið?
Hins vegar vekur ýmislegt athygli
varðandi það hvernig staðið var
að þessari samkeppni og greini-
legt að víða finnst maðkur í mys-
unni. Pví hefur verið haldið fram
að samkeppnisreglur Arkitekta-
félagsins hafi verið brotnar, að
skilmálar í sjálfri keppninni hafi
verið brotnir og að tillögur þær
sem hlutu náð fyrir augum dóm-
nefndar um nýbyggingu Alþingis
séu í engu samræmi við þau drög
Fréttaskýring
að Kvosarskipulagi sem allt
bendir til að verði byggt eftir á
næstu áratugum.
Pólitísk ákvörðun
Það sem þó er alvarlegast í
þessu máli er sú staðreynd að
dómnefndin tók sér það bessa-
leyfi að taka ákvörðun um að öll
hús við Kirkjustræti, vestan Al-
þingishúss skyldu rifin. Nú er það
svo að allar framkvæmdir í þess-
TILLÖGUR UM ÚTLIT AÐ KIRKJUSTRÆTI
=k
4<3ír" - -
1. verölaun: Sigurður Einarsson o.fl.
i-“-
t9ff
n » « ?;
fí w 3 Ll
== == ===
=. S
n c y
np pa ac == =p
is as Sg
2. verðlaun: Manfreð Vilhjálmsson
BBBBB BB
BH BBBB |||
ÍBHHBHE
BBB BB BB BB BBB
IBB^B BRBBI
r
BB BBBBB
BBB Pl
/e\
/yM
i.
| ŒE
0 D
3. verðlaun: Hróbjartur Hróbjartsson o.fl.
Q |2| rtd { I
ttU——; I—* □
r-tt-
t
n n Pft 'I
□ □ □ □ □ □ O □ Bsi:
Innkaup: Dagný Helgadóttir o.fl.
Innkaup: Valdís Bjarnadóttir o.fl.
mmtxjcnm oo
mmmmm oo
mmmmm oo
H'o morttjH tt ~a.
' CEXJ ; DDOTIDD □ D
□ o ! oo;5!oo □ n
hHHflBBlSlBÐ
tf" il□□ fmi □□ □ '
Innkaup: Árni Friðriksson o.fl.
K fe sf
T $
nn
Innkaup: Hjörleifur Stefánsson o.fl.
um bæjarhluta eru mjög við-
kvæmar. Ekki aðeins Reykvík-
ingar heldur landsmenn allir eiga
sinn hlut í umhverfi Austurvallar
og einmitt þess vegna hefði átt að
fjallar ítariegar um alla þá val-
kosti sem fyrir kynnu að liggja
varðandi uppbyggingu svæðisins.
í stað þess að hafa slíkt að
leiðarljósi við gerð samkeppnis-
skilmála ákvað nefndin, að því er
virðist einhliða, að slá af öll
gömlu húsin á svæðinu og var
skilyrt í samkeppnisskilmálum að
ný bygging skyldi rísa frá Alþing-
ishúsi vestur að Tjarnargötu.
Raunar var í síðari áfanga gert
ráð fyrir áframhaldi þeirrar bygg-
ingar allt að Vonarstræti.
Valtrað yflr
húsameistara?
Hvaðan kom dómnefndinni
undir forystu Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar þetta vald? Hvers
vegna var ekki farið að tillögum
allra arkitekta hjá embætti Húsa-
meistara ríkisins frá því árið
1978? Hvers vegna var ekki farið
að tillögum Dagnýjar Helgadótt-
ur og Guðna Pálssonar um upp-
byggingu Kvosarinnar?
Embætti húsameistara hefur
allt frá upphafi þess að farið var
að huga að stækkun á húsakosti
Alþingis, verði ráðgjafi um þau
mál. Guðjón Samúelsson fyrrum
húsameistari gerði m.a. tillögur
að viðbyggingu við Alþingishúsið
á sínum tíma. í reglugerð um
embætti húsameistara ríkisins er
sérstaklega tekið fram að Alþing-
ishús falli undir „umsjá embættis-
ins“. Þess vegna hafa allir forset-
ar Alþingis fram að þeim sem nú
sitja talið eðlilegt að embættið
yrði áfram ráðunautur um bygg-
ingar Alþingis. Nú bregður hins
vegar svo við að Garðar Hall-
dórsson, núverandi húsameistari
og aðalhönnuður tillögunnar frá
1978, er gerður að „ráðgjafa“
dómnefndar en hann situr þar
ekki og hafði því ekkert dóms-
vald um þær tillögur sem bárust.
Annaðhvort hefur hann verið of-
urliði borinn ellegar hann hefur
rækilega skipt um skoðun frá því
hann setti fram hugmyndir sínar
fyrir 8 árum.
Fyrri tillaga
Pað mun hafa verið í ársbyrjun
1978 sem embætti húsameistara
sendi út sínar tillögur um upp-
byggingu Alþingisreitsins. Er þar
afar vönduð skýrsla á ferð með
fjölda uppdrátta og sögulegri
upprifjun varðandi svæðið. Par
er lögð mikil áhersla á að við upp-
byggingu Reykjavíkur síðustu
áratugi hafi verndunarsjónar-
miðum lítill gaumur verið gefinn
og bent á að gömlu timburhúsin
hafi horfið eitt af öðru án þess að
fólk gerði sér að fullu grein fyrir
hvert stefndi. Þess vegna leggja
arkitektarnir undir forystu Harð-
ar Bjarnasonar og Garðars Hall-
dórssonar til að „Alþingi nýti
þann húsakost, sem er á athugun-
arsvæðinu, ásamt nýbyggingum,
sem smám saman munu fylla
óbyggð skörð og tengja ný og
gömul hús saman.“
Arkitektarnir hjá embætti
húsameistara benda m.a. á að
með því að nýta húsin á svæðinu
umhverfis Alþingishúsið sé vel
séð fyrir húsnæðisþörf þingsins
langt fram á næstu öld. Því sé
engin þörf á nýbyggingum á
svæðinu strax en fyrstu áfangar
nýbygginga rísi meðfram Tjarn-
argötu og teygi sig síðan allt að
vesturgafli Oddfellow hússins
meðfram Vonarstræti. Þessi hug-
mynd og þessar áherslur ganga
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5