Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 9
Jaques Chapuis (í miöiö): Hlutverk kennarans er m.a. að laöa fram það Ijóöræna í tónlistinni og hjálpa til viö að virkja ímyndunarafl nemandans. Hér er Chapuis með sýnikennslu fyrir tónlistark- ennarana. Nemandinn er hún Guörún og til hægri viö Chapuis er túlkurinn Hávarður Tryggvason. Ljósm.: KGA Tónlistaruppeldi barna Þjálfun strax í vöggu Rœtt við Jacques Chapuis franskan tónlistarkennara um nýjar aðferðir ítónlistaruppeldi barna Á þriðjudaginn sl. lauk 8 daga námskeiði sem tónlistarkennarar á íslandi og Evrópusamband tónlistarkennara stóðu fyrir, en námskeiðið var um tónlistarupp- eldi barna. Leiðbeinandi nám- skeiðisins var franskur maður að nafni Jacques Chapuis, en hann er mjög þekktur í heimalandi sínu og víðar fyrir starf sitt á þessu sviði. Starf sitt grundvallar Chap- uis á aðferð sem þróuð hefur ver- ið aftónlistarheimspekingnum og sálfræðingnum Edgar Wil- lems, sem er heimsþekktur fyrir kenningar sínar um tónlistarupp- eldi barna. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskirtónlistarkennarar eiga kost á að fara á námskeið í fræðum Willems og var áhuginn greinilega mikill því hátt í 100 manns sóttu námskeiðið. „Is- lensku þátttakendurnir tóku sér- staklega vel við. Það hefur verið gaman að kenna þeim,“ sagði Chaþuis þegar þlaðamaður Þjóðviljans hitti hann til viðræðna umnámskeiðíð. Hannvarfyrst spurður að því í hverju galdurinn við tónlistaruppeldi barna væri fólginn. Eitt af grundvallaratriðunum er að byrja uppeldið strax þegar barnið er í vöggu. Þá er strax hægt að fara að þróa tóneyra og taktskyn barnsins, en jafnframt nota tónlistina í þeim tilgangi að stjórna líðan þess. Hvernig er þetta framkvæmt? Þar sem aðferðin hefur verið stunduð á vöggustofum og barna- heimilum fyrir ung börn eru það 4 atriði sem lögð eru til grundvall- ar. í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að hafa hljóðumhverfið uhdir stjórn. Þess verður að gæta vand- lega að kliður og hljóð frá t.d. útvarpi og sjónvarpi trufli ekki börnin. Hljómflutningstæki verða að vera á staðnum og þau verða að vera mjög góð því öll aukahljóð geta truflað. Börn eru mjög viðkvæm fyrir hljóðum og oft er það m.a.s. þannig að sama verkið, flutt af sitt hvorum aðil- anum hefur mismunandi áhrif á börnin. Það verður því að velja tónlistina sem spiluð er af mikilli nákvæmni, en sérstök tegund tónlistar er spiluð á morgnana þegar börnin skilja við foreldra sína og önnur tónlist þegar þau þurfa að hvílast o.s.frv. Mark- miðið er sum sé að skapa stemmningu sem börnunum líður vel í. f öðru lagi þá er það mikilvægt að færa börnum í hendur leikföng sem gefa þeim inöguieika að mynda hljóð s.s. hristur og bjöllur. Viðbrögð barnanna gagnvart slíkum leikföngum eru fyrst í gegnum snertingu, þá sjón og loks skynjar barnið hljóðið og uppgötvar hvernig það getur stjórnað því. f þriðja lagi þá verða tjáskipti starfsfólksins við börnin að taka tillit til nokkurra mikilvægra þátta sem hjálpa börnunum við að skynja ryðma. Að syngja til barnanna er t.d. mun mikilvæ- gara en að tala til þeirra, því þau skynja sönginn betur en talað mál. Hann hjálpar þeim ekki að- eins að læra að skynja ryþmann heldur hefur hann líka betri áhrif á börnin. Annað atriði sem er líka mjög mikilvægt er að hreyfa lappir barnanna eftir reglulegum takti. Þetta er gert þegar þau liggja á bakinu. Mikið sjónsam- band við barn er líka mikilvæg leið til þess að þroska skynjun og ryþma barnsins. Loks, og þetta atriði gildir fyrir börn sem eru orðin l-2ja ára gömul, má nefna mikilvægi þess að börnin fái reglulegar kennslu- stundir hjá tónlistarlega og sál- fræðilega menntuðum einstakl- ingi. Við höfum veitt því athygli að slíkar kennslustundir hafa mjög sterk áhrif á börnin. Eftir kannski eins og hálfs tíma kennslustund sem hefur krafist allrar einbeitingar þeirra, sitja þau í annan eins tíma og fylgjast með vídeóupptöku af kennslu- stundinni. Hvenær er svo æskilegt að börnin fari í skipulagt tónlistar- nám? Svona um 3ja ára aldur. Þau byrja þó ekki að læra á eitt ákveð- ið hljóðfæri og lesa og skrifa tón- list fyrr en um 6 ára aldur, en fram að þeim tíma eru kynnt fyrir þeim hljóðfærin og þau læra kórsöng og dans svo eitthvað sé nefnt. Þegar þau byrja að læra á hljóð- færin þá læra þau fyrst að syngja verkið sem þau eiga að spila, því næst reyna þau að spila það eftir eyranu og loks læra þau að lesa nótur og spila verkið eftir nótum. Hlutverk kennarans í þessu ferli er síðan m.a. það að laða fram það ljóðræna í tónlistinni, en ég hef tekið eftir því að þegar kennurum tekst það þá er tónlist- in meðtekin af barninu. Og hvernig fara kennarar að því að laða fram það Ijóðræna? Með því t.d. að láta krakkana finna mjög sterklega fyrir því tímabili sem tónlistin verður til á. Hjálpa þeim að skynja stemmninguna. Mikilvægur þátt- ur í þessu er að virkja ímyndunar- afl barna eins mikið og unnt er. Hvernig reynið þið að virkja ímyndunaraflið? Með því m.a. að gefa börnun- um mörg dæmi úr stemmningu tímabilsins. Við höfnum alfarið hafnað aðferðum sem binda ímyndunarafl barna, en margar nútímalegar kennsluaðferðir hafa verið bundnar við að láta börn skynja tónlist út frá ákveðn- um teikningum, leikjum eða sög- um. Sumar kennsluaðferðir hafa jafnvel grundvallast á því að nót- unum eru gefnar ákveðnir litir, og þá eru þeir gjarnan skráðir á hljóðfærið. C-nótan á píanóinu er þá lituð t.d. rauð og barnið gefur nótunni aldrei aðra merk- ingu en að hún sé rauð. Þessi að- ferð er algjört eitur fyrir ímynd- unarafl barna. Ég vil leggja áherslu á það að allan tímann meðan á tónlistar- námi barnanna stendur er mikil- vægt að sálfræðingar taki þátt í starfinu en þeirra hlutverk er m.a. að tryggja að barninu nýtast allir þeir möguleikar sem þeim eru í blóð bornir. Svo er líka mikilvægt að hafa náið samstarf við foreldrana þannig að börnin fái það tónlistarlega uppeldi inni á heimilinu sem við mælum með. T.d. að þau hlustu þar á valda tónlist. Byggið þið á einhverjum sér- stökum reglum hvað lagaval snertir? Eru það verk frá ein- hverjum ákveðnum tímabilum sem þig lcggið meiri áherslu á en önnur í kennslunni? Þegar við vinnum með litlu börnin þá byggjum við lagavalið á þjóðlögum landsins. Við kenn- um börnunum líka erlend þjóð- lög og þá gjarnan á því tungumáli sem þau eru á. Með því, þá læra börnin hrynjandina í öðrum tungumálum en sínu eigin. Börn sem fara síðan að læra að spila á píanó eru mjög heppin, því fyrir það hljóðfæri hefur mikið verið skrifað fyrir börn af vandaðri tón- list. Ég hef haft það þannig að nemendur mína hef ég alltaf látið spila verk eftir Bach eða samtímamenn hans, eða Mozart og Beethoven og samtímamenn þeirra, verk eftir Schuman og alltaf eitthvað frá 20. öldinni. Auk þess læt ég þau spila af fing- rum fram, bæði ein- og fjórhent með kennaranum. Finnst þér eitthvert eitt tímabil höfða meira til barnanna en ann- að? Það fer mikið eftir því á hvaða aldri þau eru. Frá og með 10 ára aldri verða börnin t.d. mjög hrifin af tónlist sem hefur mikið af hljómum. Notið þið enga aðra tónlist við tónlistaruppeldið en þjóðlagatón- list og klassíska tónlist, t.d. djass? Fyrir mér er öll tónlist klassísk tónlist svo fremi hún er góð tón- list. Það er því sama innan hvaða tónlistarstefnu sú tónlist ætti heima. En ég held að djass sé ekki góður til tónlistarlegs upp- eldis barna, ætli hann sé ekki of erfiður fyrir börn. Ég held hins vegar að fullorðnir hafi gott af því að hlusta á djass. Ég hlusta t.d. oft á djass þegar ég er búinn að vinna í t.d. Bach allan daginn. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að börn í dag hlusta á alls konar misgóða tónlist og okkar hlutverk sem uppalendar er mjög mikið ábyrgðarhlutverk. Við verðum að hjálpa börnunum að skynja hvað er góð tónlist og hvað er vond tónlist. Tii þess að gera það þá verðum við að veita þeim góða tónlistarmenntun, því aðeins þannig hafa þau þann samanburð sem er nauðsynlegur til þess að dæma. -K.ÓI. Föstudagur 29. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.