Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR EM/Frjálsar Bretar í aöalhlutverkum Eitt heimsmet og tvö gull. Koch og Schmid meistarar íþriðja sinn í röð Marita Koch haföi ótrúlega lítið fyrir sínum þriðja Evrópumeistaratitli í röð. Bretar voru hinir sönnu sigur- vegar gærdagsins á Evrópu- meistaramótinu í Stuttgart. Fat- ima Whitbread setti heimsmet í spjótkasti kvenna í sínu fyrsta kasti í undankeppninni, Sebasti- an Coe vann loksins einn stóru titlanna í 800 m hlaupi karla, og síðast en ekki síst hrósaði Daley Thompson sigri í tugþrautinni eftir geysiharða keppni. í Stuttgart voru menn enn með stírurnar í augunum í gærmorgun þegar Fatima Whitbread bætti heimsmetið í spjótkasti um rúma tvo metra. Hún kastaði 77,44 metra - fyrsta heimsmet mótsins og örfáir áhorfendur voru komnir inná leikvanginn! Coe hefur lengi verið talinn besti 800 m hlaupari heims en honum hefur aldrei tekist að sanna það á stórmóti. f gær sigr- aði hann á 1:44,50 mín. og landar hans Töm McKean og hinn sigur- stranglegi Steve Cram hirtu silfur og brons. Veldi Thompsons í tug- þrautinni var ógnað í gær þegar Jurgen Hingsen tók forystu eftir sjöundu grein, kringlukastið. Thompson svaraði því með sín- um besta árangri í stangarstökki, 5,10 metrar, ogeftir það var hann óviðráðanlegur. Hann hlaut 8811 stig, og var aðeins 36 stigum frá eigin heimsmeti. Hingsen fékk 8730 stig og Siggi Wentz frá V. Þýskalandi varð þriðji með 8676'" stig. Marita Koch frá A. Þýskalandi varð Evrópumeistari í 400 m hlaupi kvenna þriðja skiptið í röð. Hún stakk keppinauta sína af í ausandi rigningunni og sigraði á 48,22 sekúndum. Harold Schmid frá V. Þýska- landi lék sama leik, sigraði í þriðja skipti í röð í 400 m grinda- hlaupi karla, og varð í leiðinni Evrópumeistari í fimmta skipti sem er met í karlaflokki. Stefka Kostadinova sigraði í hástökki kvenna eins og vænta mátti, stökk 2 metra slétta. Sviss- lendingurinn Werner Gunthör vann óvæntan sigur í kúluvarpi karla og skaut Austur- Þjóðverjunum öflugu Udo Beyer og Ulf Timmermann afturfyrir sig. Diana Sachse frá A. Þýska- landi sigraði í kringlukasti karla, Nadeshda Olisarenko frá Sovét- ríkjunum í 800 m hlaupi kvenna og Olga Bondarenko frá Sovétr- íkjunum bar sigurorð af Maricicu Puica og Zolu Budd í 3000 m hlaupi kvenna. íris Grönfeldt keppti í undan- keppni spjótkastsins og varð í 19. sæti af 20 keppendum með 51,08 metra. Helga Halldórsdóttir keppti í undanrásum 400 m grind- ahlaupsins og varð númer 21 af 24 keppendum á 58,24 sekúndum. -VS/Reuter 2.flokkur KR vann tvöfalt KR-ingar sigruðu Framara 4-2 í úrslitaleiknum í bikarkeppni 2. flokks karla í knattspyrnu á Val- bjarnarvellinum. Staðan var 2-2 í hálfleik. Þar mcð hafa KR-ingar sigrað tvöfalt í 2. flokki í sumar, þeir urðu einnig íslandsmeistarar og töpuðu aðeins einu stigi í ís- landsmótinu. -VS Bikarúrslitaleikir Fjórir með tvö mörk Gúðmundarnir, Pétur ogÁrni með 2 hver í úrslitaleikjum. Gunnar Felixson markahœstur frá upphafi með 5 mörk Fjórir þeirra leikmanna sem leika úrslitaleik Mjólkurbikars- ins á sunnudaginn hafa skorað 2 mörk í bikarúrslitaleikjum. Pétur Ormslev skoraði 2 mörk í fyrra, Guðmundur Torfason skoraði í úrslitaleikjunum 1985 og 1980, Guðmundur Steinsson í úrslital- eikjunum 1984 og 1980 og Árni Sveinsson 1982 og 1984. En þeir og aðrir verða að standa sig ef þeir ætla að komast í hóp þeirra sem tlest mörk hafa skorað í úrslitaleikjunum frá upphafi. Gunnar Felixson, KR- ingur, er markahæstur með 5 mörk. Hann skoraði 2 mörk 1961 og eitt í hverjum úrslitaleik 1962, 1963 og 1964. Eftirtaldir hafa skorað mest í úrslitaleikjum bikarkeppninnar: Gunnar Felixson, KR...............5 Marteinn Geirsson. Fram...........4 Sigurþór Jakobsson, KR............4 Bergsveinn Alfonsson, Val.........3 EllertB. Schram, KR.................3 GunnarGuömannsson, KR...............3 Flermann Gunnarsson, Val............3 Árni Sveinsson, ÍA..................2 Atli Eövaldsson, Val................2 Guöjón Guðmundsson, ÍA..............2 GuömundurSteinsson, Fram............2 GuðmundurTorfason, Fram.............2 Flaraldur Júliusson, ÍBV............2 Kristinn Björnsson, Val.............2 Kristinn Jörundsson, Fram...........2 PéturOrmslev, Fram..................2 RagnarMargeirsson, ÍBK..............2 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV...........2 Skúli Hákonarson, ÍA................2 Sveinn Jónsson, KR..................2 TeiturÞórðarson, ÍA................2 ÞórðurJónsson, ÍA.................2 Til viðbótar hefur 32 leik- mönnum tekist aö skora mark í bikarúrslitaieik og þeirra á meðal eru Skagamennirnir Pétur Pét- ursson, Júlíus Pétur Ingólfsson, Sveinbjörn 1 lákonarson og Guö- björn Tryggvason sem væntan- lega verða allir í eldlínunni á sunnudaginn. -VS Frjálsar Reglum breytt Stjórn Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins ákvað á fundi sínum í Stuttgart á sunnudaginn að héð- an í frá yrði frjálsíþróttamönnum sem gerðust atvinnumenn í öðr- um greinum heimilt að keppa í frjálsum íþróttum á nýjan leik. Þetta hefur verið bannað til þessa en heimsmethafinn í 110 m grindahlaupi, Renaldo Nehemi- ah, fékk fyrir skömmu rétt til að keppa á ný eftir mikið þref í rétt- arsölum. Hann hafði gerst atvinnumaður í amerískum fót- bolta og í sömu stöðu er annar af bestu grindahlaupurum í heimi, Willie Gault. VS/Reuter Kvennaknattspyrna Úrslit í bikarnum Valur-Breiðablik í Garðabœnum Bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram á morj>- un, laugardag. Nýkrýndir Is- landsmeistarar Vals leika þá við Breiðablik á grasvellinum í Garðabæ kl. 16. Valur er nú- verandi bikarmeistari, Breiðablik vann hinsvegar bikarinn þrjú fyrstu árin sem keppt var uin hann, 1981-83. Akureyri Erlendur ráðinn Sigurður aftur til Pórsara Erlendur Hermannsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar- liðs Þórs í handknattleik. Er- lendur lék lengi með Víkingi en var með KA í 1. deildinni í fyrra. Ekki er rciknað með að hann leiki með Þórsurum í vetur. Þór hefur endurheimt Sigurð Pálsson sem fór til KA í fyrra en hann hefur lengi verið einn helsti marka- skorari Þórsara. -K&H/Akureyri Austurland Leiknir og Höttur Lciknir Fáskrúðsflrði og Höttur Egilsstöðum urðu Austur- landsmeistarar í 3. og 4. flokki í knattspyrnu en mótið fór fram á Fáskrúðsfirði um síðustu helgi. í 3. flokki vann Leiknir Hött 1-0 í úrslitaleik. Leiknir hafði áður sigrað Neista Djúpavogi 5-0 og Höttur vann Neista 1-0. í 4. flokki vann Höttur sigur á Neista, 1-0, í úrslitaleik. -VS Evrópukeppni Látt hjá Stjömunni Mætir ensku liði, Víkingur fœreysku og Valur norsku Stjarnan úr Garðabæ fékk auðveldan mótherja í frumraun sinni í Evrópukeppni í handknatt- leik. Mótherjarnir í 1. umferð Evrópukcppni bikarhafa eru enska liðið Birkenhead, en Eng- lendingar hafa til þessa náð bctri árangri í flestum greinum öðrum en handknattlcik. Birkenhead er útborg Liverpool. Víkingar ættu heldur ekki að vera í vandræðum með að komast í 2. umferð. Þeir leika gegn fær- eysku meisturunum Vestmanna i 1. umferð Evrópukeppni meistaraíiða. Valsmenn fá erfiðasta verkefn- ið í 1. umferð. Þeir mæta Urædd Bikarúrslitin Miða- salan hafin Selt í Austurstrœti og á Akranesi Miðasala á bikarúrslita- leikinn í knattspyrnu á sunnu- dag, milli Fram og ÍA, er haf- in. Miðar eru seldir í Austur- stræti í dag kl. 12 til 18. Á morgun, laugardag, er miða- sala á Laugardalsvclli kl. 10 til lóogásunnudaginnfrá kl. 10. Á Akranesi eru miðar seldir í versluninni Oðni. Miðaverði er stillt í hóf, 450 krónur í stúku, 300 krónur í stæði og 100 krónur fyrir börn. frá Noregi í IHF-keppninni. Urædd hcfur verið í hópi bestu liða Noregs síðustu árin og gæti orðið strembinn andstæðingur. Urædd er frá bænuni Porsgrunn í Suður-Noregi, skammt sunnan Oslófjarðar. Stjarnan á fyrri leikinn á Dynamo Kiev, sovésku Evróp- ubikarmeistararnir, sýndu snilli sína þegar þeir sigruðu Real Ma- drid 3-2 í úrslitaleik alþjóðlegs móts á sjálfum Santiago Berna- beu leikvanginum í Madríd í fyrr- akvöld. Eftir 19 mínútur stóð 2-0 fyrir Real, Sanchez og Juanito skoruðu. Yakovenko svaraði fljótlega fyrir Kiev, sem síðan hafði yfirburði í seinni hálfleik. Belanov og Cherbakov skoruðu Grindvíkingar gerðu vonir Fylkis- manna um að komast í 2. deildina í knaUspyrnu að engu í gærkvöldi með því að sigra þá óvænt, 1-0, í Árbæn- um. Guðíaugur Jónsson skoraði eina mark leiksins. 1 kvöld ræðst því hvort ÍR eða lK leikur í 2. deild næsta sumar. ÍR leikur við Reyni í Sandgerði og fer upp með því að sigra en 1K leikur við Stjörnuna í Garðabæ. Staðan fyrir heimavelli samkvæmt drættinum sem fram fór í gær. Víkingur og Valur eiga hinsvegar samkvæmt honum að leika fyrri leiki sína úti. Ekki er ólíklegt að a.m.k. Vík- ingur og Stjarnan semji við mót- herja sína um að leika báða sitt hvort markið og tryggðu Kiev sigurinn. Sem kunnugt er leikur Kiev nánast sem landslið Sovét- manna-sem leikurgegn Islandi á Laugardalsvellinum þ;tnn 24. september. Evrópumeistarar Steaua frá Rúmeníu unnu Anderlecht frá Belgíu í úrslitum unt 3. sætið eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 að loknum venjulegunt leiktíma. Steaua steinlá fyrir Real Madrid, 4-0, í keppninni. -VS/Reuter þessa tvo síðustu leiki SV-riðils er þessi: IR.................11 7 2 2 20-9 23 Fylkir..............12 7 1 4 26-13 22 IK.................11 7 1 3 18-16 22 Stjarnan........... 11 5 2 4 19-15 17 Grindavík..........12 5 0 7 18-19 15 ReynirS............11 2 4 5 14-19 10 Árnnann............12 0 4 8 11-35 4 -VS Föstudagur 29. ágúst 1986 JMÓÐVILJINN - SIÐA 23 letkina hér hcima eða ytra. _ys Knattspyrna Kiev lagði Real 3. deild Fylkirúr leik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.