Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR Framsóknarflokkurinn Gamaldags tækifærissinnar Skoðanakönnun SUFog Félagsvísindastofnunar: Framsóknarflokkurinn gamaldags dreifbýlisflokkur. Sjálfstœðisflokkurinn hagsmunaflokkur atvinnurekenda. SÍS og olíufélögin óvinsæl egar rætt er um „gamaldags“ flokka kemur flestum Fram- sóknarflokkurinn í hug. 22,3 prósent aðspurðra í skoðana- könnun töldu þann flokk gamald- ags, 10,3% nefndu Sjálfstæðis- flokkinn, 3% Alþýðubandalagið, 1% Alþýðuflokkinn, og innan við eitt prósent Kvennalista og BJ. Þetta er meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem Félagsvís- indadeild háskólans gerði fyrir unga Framsóknarmenn sem nú halda þing sitt í Eyjafirði. I könnuninni, sem er mjögyfir- gripsmikil, er einnig spurt hvaða flokkar séu tækifærissinnaðir. í svörunum er Framsókn aftur efst á blaði með 15,3%, Alþýðu- flokkurinn fær 9,1%, Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag rúm 4%. Um 46% aðspurðra telja Framsóknarflokkinn fyrst og fremst dreifbýlisflokk, um 36% eru því ósammála. Um 58% að- spurðra eru frekar eða alveg sam- mála um að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti fyrst og fremst hagsmuna atvinnurekenda og ekki launa- fólks, um 32% eru þessu ósam- mála. í könnuninni var fólk beðið að nefna tvo þingmenn (ekki ráð- herra) úr Framsóknarflokknum. Flestir nefndu Pál Pétursson (27,5%), fæstir Stefán Guð- mundsson (4,2%). Jón Kristjáns- son var aldrei nefndur, en Sjálf- stæðismaðurinn Pálmi Jónsson einusinni. Einnig var beðið um þrjá þingmenn Sjálfstæðisflokks, og var Árni J ohnsen oftast nefnd- ur (16,4%), þá Salóme Þorkels- dóttir, sjaldnast Valdimar Ind- riðason (1,4%) og Björn Dag- bjartsson (1,6%). Þá var spurt um jákvætt eða neikvætt viðhorf til nokkurra samtaka og stofnana. 53,9% hafa jákvæða afstöðu til ASÍ, 15,9 neikvæða. 43,7% höfðu jákvæða afstöðu til VSÍ, 20,2% neikvæða. SÍS fékk 34,4% já, 37,5% nei. Bankarnir eru ekki vinsælir: já 28%, nei 44,8%, en sýnu verst fara olíufélögin útúr þessum vin- sældalista: 21% jákvæði, 47,1% neikvæði. - m Vestmannaeyjar Fundinn bæjarstjóri Arnaldur Björnsson heitir nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum eftir bæjarstjórnarfund í fyrra- kvöld og tckur hann við störfum 1. október. Páll Zóphóníasson hefur verið bæjarstjóri til bráða- birgða frá því Sjálfstæðismenn misstu meirihlutann þar í vor. Eyjamönnum hefur gengið stirðlega að ráða bæjarstjóra. Tveir sóttu um í fyrstu og dró annar sig til baka. Umsóknar- frestur var síðan framlengdur og reyndist þá nánast offramboð á bæjarstjórum, ellefu sóttu um. Arnaldur er 42 ára og hefur verið sveitarstjóri í Mývatnssveit frá 1980. -m Kópavogur Skjalafáls Forstöðumaður Vélamið- stöðvar Kópavogs, sem hefur umsjón með rekstri Strætisvagna Kópavogs hefur vikið úr starfi að eigin ósk eftir að hann varð upp- vís að skjalafalsi. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið nú til meðferðar og gegnir stjórnarformaður fyrir- tækisins forstöðu meðan rann- sókn á bókhaldi nokkur ár aftur í tímann fer fram. Talsmenn Kóp- avogskaupstaðar vörðust allra frétta er þeir voru inntir álits á nánari tildrögum þessa máls. -|g Vestnorrœnn fundur Mótmæla kjamaveri í dag heldur áfram fundur Vestnorræna þingmannaráðsins á Selfossi en honum átti að Ijúka í gær. í dag verður tekin til um- ræðu tillaga frá Grænlendingum þess efnis að Grænland, Færeyjar og ísland verði kjarnorkuvopna- laus svæði en við hana hafa þegar komið fram tvær breytingartil- lögur, þar af önnur frá Eiði Guðnasyni þar sem hann leggur til að svæðið nái austur að Ural- fjöllum. Að sögn Páls Péturssonar for- seta ráðsins hafa farið fram mikl- ar og gagnlegar umræður um samstarf landanna þriggja og til- lögur samþykktar þar að lútandi. Meðal annars var samþykkt að mótmæla uppbyggingu kjarnork- uvers í Caithness í Skotlandi og fyrirætlunum Skota um að losa kjarnorkuúrgang í sjó sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingara fyrir þjóðir á norðurslóðum. Þá voru einnig samþykktar tillögur um samstarf í sjónvarpsmálum. -vd Seglskip í miðbænum. Þýska seglskipið Gorch Fock verður í heimsókn í um borð 160 sjóliðar til þjálfunar, en nauðsynlegt er talið að þeir fái þjálfun í Reykjavík fram á mánudagsmorgun og liggur í gömlu höfninni, rétt við Hafnar- seglskipum. húsið. Skipið er æfingaskip á vegum þýska sjóhersins og er þetta þriðja SkipiðkomhingaðfráGautaborgogtóksiglingintværvikur. Héðanferþaðtil heimsókn þess hingað til lands. Áhöfn skipsins er 76 manns en auk þess eru Kiel. Skipið verður opið almenningi um helgina, frá kl. 14.30-16.30. Krœklingarœkt Þeir synda ekki burt Hákon Óskarsson: Þurfum að kanna lífshætti krœklinga betur og prófa veiðarfæri Það hefur sýnt sig að flestar lirfur settust á hengjurnar í ágúst en fullri stærð ná þær ekki fyrr en eftir 2-3 ár. Við þurfum einnig að kanna hvenær gotið er og hvernig þetta tengist sjávarhita og birtu í sjónum. Þetta er mikil vinna en skemmtileg og kostir við krækl- ingarækt eru margir umfram aðra fiskirrækt því hvorki þarf að fæða þá né óttast að þeir syndi burtu. Hins vegar vitum við ekki hvernig vetrarveðrin geta farið með hengjuútbúnaðinn, hann gæti flækst saman eða slitnað. Allt þetta skiptir máli til þess að komast að því hvort þetta á eftir að verða arðbær atvinnugrein hér á landi en við vonumst til þess að íslendingar geti fengið að smakka góðan ræktaðan kræk- ling efit 2-3 ár“ saðgði Hákon Óskarsson líffræðingur að síð- ustu. _vd Vestfirðir Einar ákveður framboð Sjálfstœðismenn ífyrstaprófkjör írúman áratug. Einar K. ákveður framboð. Sigurlaug: Sjáum hvaðsetur Eg hef gengið með þessa hug- mynd í maganum í mörg ár og í fyrra stofnuðum við fimm sama fyrirtæki um þetta sem heitir Napi hf. sagði Hákon Oskarsson líffræðingur í samtali við Þjóð- viljann en hann hefur nú hafið kræklingarækt við Hvítanes- bryggju í Hvalfirði. „Eg fór til Færeyja í fyrra og kynnti mér hvernig þeir fara að þessu þar og síðan gerðum við nokkrar hengjur að þeirra fyrir- mynd úr loðnunót. Hengjurnar hanga niður í sjó milli lands og bryggju af burðarlínu sem er haldið á floti með flotholtum og síðan setjast lirfurnar á þræðina sem eru upp í 8 metra langir. Á þær hengjur sem við settum upp í fyrra er komið talsvert magn af kræklingi og nú höfum við sett upp um 1,5 kílómetra af hengjum af ýmsum gerðum til þess að finna út á hvaða efni lirfurnar setjast helst, og á hvaða dýpi. Við tökum einnig sýni og at- hugum hve mörg milligrömm eru af þörungi í hverjuni lítra af sjó og hvaða tegundir af þörungum er helst að finna. Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Vest- tjörðum rennur út 13. september, en prófkjörið sjálft fcr fram mán- uði síðar, helgina 11.-12. októ- ber. Einar K. Guðfinnsson í Bol- ungarvík sagði Þjóðviljanum í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í eitt fjögurra efstu sæta listans. Ekki er annað vitað en að nú- verandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson ætli sér að halda áfram. Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins í kjördæminu, svaraði fram- boðsspurningu Þjóðviljans þann- ig í gær að nokkuð væri í að fram- boðsfretur rynni út: „Látum það koma á daginn". Sigurlaug var efst á T-lista óháðra kjósenda í kosningunum 1983 og fékk sá listi 11,6% at- kvæða en náði ekki kjörnum manni. D-listinn fékk þá 27,5% atkvæða. f prófkjöri vestfirskra íhalds- manna er kosið í fjögur efstu sæt- in, og rétt til þátttöku hafa flokksmenn og þeir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.