Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 15
LEIKUR AÐ LÆRA Endurmenntun kennara Föstudagur 29. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 SKÓLARITVÉLIN OKKAR ALLRA Magnea Hrönn Stefánsdóttir og Sigurlína Gísladóttir, Akureyri: Auk beins fróðleiks á námskeiðunum höfum við mikið gagn af samræðum við aðra kennara. Ljósm. KGA Anna Þorvarðsdóttir kennari í Neskaupstað varð fyrst fyrir svörum. „Þetta er námskeið í stærð- fræði fyrir 0-6 bekk. Við höfum farið yfir það námsefni sem til er á þessu stigi og þá setið fyrirlestra og unnið saman í vinnuhópum. Þetta hefur verið mjög gagnlegt, við höfum útbúið námsgögn s.s. spil og annað slíkt og einnig höf- um við viðað að okkur ýmsum hugmyndum og verkefnum sem nota má í stærðfræði.“ - Hefurðu sótt oft endur- menntunarnámskeið KHÍ? „Já ég hef gert það og mér finnst mjög gott að sækja þau og fá þannig fleiri hugmyndir inn í mína kennslu. Nú eru t.d. mörg námskeið í gangi í Kennarahá- skólanum." - Nú ert þú kennari úti á landi, hvernig hefur þér gengið að nýta þér starfsemi Kennslumiðstöðv- ar? „Ég verð að játa það að þetta er í annað sinn sem ég kem hér. Vegna fjarlægðar get ég ekki nýtt mér þjónustu hennar sem skyldi. En hér vinnur mjög duglegt og almennilegt fólk sem vill allt fyrir mann gera. En hvað snertir hlið- stæða þjónustu úti á landi, þá eru í hverju fræðsluumdæmi náms- stjórar í hverri grein sem sjá um n.k. kynningarstarf 1-2 á ári, - eru n.k. gangandi miðstöðvar. En það jafnast náttúrlega alls ekki á við þá aðstöðu sem kenn- arar hafa hér.“ Magnea Hrönn Stefánsdóttir og Sigurlína Gísiadóttir eru kennar- arviðGlerárskólaáAkureyri. Ég byrjaði á að spyrja þær hvort þær væru ánægðar með námskeiðið. „Já, við erum mjög ánægðar, bæði með fyrirlestra og verklega hluta. Þetta var mjög vel skipu- lagt, fyrirlestrarnir mátulega langir í bland við hið verklega." - Eruð þið duglegar að scekia endurmenntunarnámskeið KHI? „Nei, ekki er nú hægt að segja það. Hins vegar erum við sannfærðar um ágæti þessara námskeiða. Auk þess fróðleiks sem í boði er af stjórnenda hálfu fáum við oft ekki minni fróðleik hvert af öðru yfir kaffibollunum. Þar er oft miðlað ýmsum hug- myndum sem gagnlegar geta ver- ið í kennslu." - Hvað finnst ykkur um starf- semi Kennslumiðstöðvar? „Við erum mjög hrifnar af henni og finnst hún eiginlega nauðsynleg. Hér er orðinn til miðpunktur, sem kennarar geta sótt til. Við kynntumst starfsemi Kennslumiðstöðvar nokkuð á meðan á námi stóð í KHÍ, en síð- an hefur verið erfiðara að nota sér hana. - Þó geta kennarar utan af landi fengið að komast hér inn um helgar og e.t.v. notar fólk sér það of lítið.“ - Hvað með kennslumiðstöð á Akureyri? „Það er kominn vísir að henni en hún á langt í land með að verða eins góð og vel útbúin og þessi í Reykjavík. Hún er aðallega enn í kössum en það stendur til bóta.“ -G.H BROTHER AX 10 er elktronisk ritvél með körfuhjóli Óskavél nr. 1 á markaðinum 40 stafa leiöréttingaminni staösetningarlykill síbylja á öllum lyklum hraðalykill til baka gleiöletrun auk annara kosta mun dýrari véla þyngd 4,9 kg. verö kr. Staðgreiðsluafsláttur BORGARFELL HF. Skólavörðustíg 23 sími 11372 í l Kennaraháskóla íslands fara fram á hverju sumri endur- menntunarnámskeið fyrir kenn- ara í ýmsum greinum. Er við vor- um á ferð um Kennslumiðstöðina um daginn mátti sjá þar önnum kafið fólk við að útbúa alls kyns kennslugögn. Viðtókum nokkra þátttakendur námskeiðsins tali og spurðum um eitt og annað varðandi þessi námskeið. Anna Þorvarðsdóttir, Neskaupstað: Endurmenntunarnámskeiðin miöa aaan- leg. Ljósm. KGA. j a a a Nauðsynlegur þáttur starfinu Litið inn hjá kennurum í stærðfræðinámskeiði í Kennaraháskóla íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.