Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 14
LEIKUR AÐ LÆRA Öryggisgæsla sjómanna Viljum hugar- fars- breytingu Þórir Gunnarsson í viötali við Þjóð- viljann: Gott andrúmsloft í varð- skipinu Þór Þórir Gunnarsson um borð í Saebjörgu, skólaskipi Slysavarnafélagsins. Slysavarnafélag íslands stendur fyrir námskeiöum í öryggisgæslu fyrir sjómenn og til að fá upplýsingar um þau hittum við að máli Þóri Gunnarsson hjá Slysavarnafélagi íslands, en hann ásamt Þorvaldi Axelssyni hefur staðið fyrir námskeiðunum. „Námskeiðið stendur yfir í 3-4 daga og er bæði verklegt og bók- legt. Þar veitum við fræðslu um skyndihjálp, s.s. hjartahnoð, blástursaðferð, ofkælingu og endurlífgun og atriði varðandi slökkvistarf s.s. meðferð slökkvi- tækja og reykkófun. Nú einnig er í námskeiðinu kennsla björgunar með þyrlu og notkun gúmmíbáta og flotgalla svo eitthvað sé nefnt. Við byrjuðum með þessi nám- skeið í maí ’85 og á þessu ári hafa verið haldin 21 námskeið og 430 sjómenn hafa tekið þátt í þeim. Þau eru haldin víðs vegar um landið og í framtíðinni er ætlað að haida þau um borð í Sæbjörgu eða gamla varðskipinu Þór. Við höfum haldið nokkur námskeið um borð í skipinu og það hefur gefið mjög góða raun, og menn verið mjög ánægðir með þá að- stöðu sem þar er. Hún á þó enn eftir að batna, en samt er eins og Verzlunarskóli íslands Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. INNRITUN í STARFSNÁM Tvær nýjar námsbrautir Bókhaldsbraut Skrifstofubraut 1) Verslunarreixningur Skjalameöferð 401. 3 ein. 5) Bókfærsla IIA+B Bók 405 601. 5ein. 1) Vélritun 1 405A 401. 3ein. 5) Vélritun 11 405B 401. 3ein. 2) Bókfærsla I Bók 205 601. 5 ein. 6) Bókfærsla III Bók 813 401. 4 ein. 2) Bókfærsla 1 Bók 205 601. 5 ein. 6) Ritvinnsla 401. 3 ein. 3) Rekstrarhagfræöi Rek 203 40 t. 3 ein. 7) Tölvubókhald 40 t. 3) Verslunarreikningur 401. 7) Viðskiptaskjöl Skjalavarsla Tímastjórnun 401. 4) Tölvur 203 + 403 60 t. 6 ein. 8) Kostnaöarbókhald Kos 21 3 401. 3 ein. 4) íslenska 4013 ein. 8) Viðskiptaenska 401. Tilgangur með brautum þessum er að bjóða upp á sérhæft nám fyrir fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem leggja vilja stund á sérhæft og hagnýtt nám sem tengist þeirra áhugasviði. Hægt verður að Ijúka brautarnáminu á einum vetri en lengst á þremur misserum. Námsbrautirnar eru sjálfstætt áfangakerfi sem tengjast einnig öldungadeild að hluta til. Frekari upplýsingar ásamt innritun er á skrifstofu skólans í síma 688400 og 688597. Skólinn verður settur miðvikudaginn 10. september kl. 14.00. andrúmsloft í skipinu sé mun betra en í landi." - Hafa sjómenn sýnt námskeið- unum áhuga? „Já, þátttaka hefur verið mjög góð, og þess eru meira að segja dæmi að menn hafi lagt niður róðra til að sækja námskeið. Dæmi eru um að útgerðarfélög sendi allar áhafnir sínar á nám- skeið og best er að fá heilar áhafnir í einu. Það ýtir undir betri móral gagnvart öryggisgæslunni, jafnframt því sem menn sem eru nýkomnir af námskeiðum um borð í skip sín þurfa síður að vera hræddir um að vera álitnir skræf- ur fyrir þær sakir einar að vilja sinna öryggisgæslu. Þannig reynum við að ýta undir hugar- farsbreytingu á meðal þeirra og er þar sannarlega ekki vanþörf á. - Það eru dæmi um, að hingað komi sjómenn sem ekki hafa fengið neina öryggisfræðslu, samt hafa þeir tæki eins og gúmmíbáta fyrir augunum dag- lega, en hirða ekki um að spyrja um hvernig á að nota þá. En hér á námskeiðunum er það verklegi þátturinn sem sjómennirnir eru ánægðastir með þ.e. að fá að taka á þeim tækjum sem nota þarf. Hér prófa þeir allt slíkt, því með tilkomu skólaskipsins er nú góð aðstaða fyrir hendi til að æfa t.d. reykköfun um borð í skipi, notk- un flotgalla og björgunarbáta svo dæmi séu tekin. Að hafa prófað hlutina veitir aukna öryggistil- finningu og auknar lfkur á að rétt sé brugðist við er hætta steðjar að. Þeir hafa jú enga á að treysta nema sjálfa sig, þegar út á rúmsjó er komið.“ - Og hvenœr verða nœstu nám- skeið? „Þau verða í september um borð í Sæbjörgu og eru þátttak- endum að kostnaðarlausu.“ -G.H. Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Öldungadeild veröur starfrækt við Verzlunar- skóla Islands frá og meö haustinu 1986. Kennt verður mánudaga-föstudaga kl. 17.30-22.00. Boðið verður upp á nám til verslunarprófs og stúdentsprófs og geta þeir sem lokið hafa versl- unarprófi fengið það viðurkennt og innritað sig til stúdentsprófs. Innritun fer fram á skrifstofu skólans vikuna 25.-29. ágúst kl. 13.00-18.00. Skólinn verður settur 10. sept. kl. 14.00 og kennsla hefst 11. sept. Stundatöflur hafa þegar verið sendar til þeirra nemenda sem þegar hafa innritað sig. ErC „ að Sera lið fidi lcrifa DIÚÐVIUINN ? Sími 681333 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.