Þjóðviljinn - 29.08.1986, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Síða 10
LEIKUR AÐ LÆRA Skrifstofustörf Starfsnám í Versló Miklir möguleikar í nýju húsnæði Skólaganga 10.000 fyrir barnið Skólataska og innihaldið kostar 3000 krónur Allir leitast við að búa börn sín vel út er að því kemur að þau hefja skólagöngu sína. Við grennsluðumst fyrir um hjá nokkrum aðilum hversu mikil fjárútlát það kostar að koma barninu sínu í skólann. Það kemur á daginn að sú upphæð getur orðið allhá, en mun þó nokkuð fara eftir þeim verslunum sem verslað er í. Svo við athugum fyrst hvað skólataskan og innihald hennar kostar, má gera ráð fyrir að verð á skólatöskum sé á bilinu 2000- 2500 kr. Pennaveski kosta frá 300 kr. upp í 900 kr. og er þá innifalið oftast nauðsynlegir fylgihlutir eins og blýantar, strokleður, yddari og túss- og trélitir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má gera ráð fyrir að barnið þurfi 2 stfla- bækur og eina reikningsbók og samanlagt verð þeirra er 40-50 kr. Alls kostar því skólataskan og innihald hennar gróflega áætlað um 3000 kr. En hvað kosta skólafötin? Flest börn þurfa nýja úlpu a.m.k. annað hvert haust og sé gert ráð fyrir því að skólabarnið þurfi allt nýtt lítur dæmið svona út: Verð á úlpum í haust verður á bilinu 3500-4000 kr. en getur ef- laust verið mun lægra ef fólk kaupir úlpur á útsölum sem nú eru sem óðast í gangi. Nú er t.d. hægt að fá buxur á 900 kr. og peysur á 500-600 kr. en verð á slíkum flíkum í haust verður lík- lega um 800 á peysum og 1500 á buxum. Fái barnið einnig húfu og trefil má þar gera ráð fyrir 700 kr. og ef keyptir eru jogginggallar má áætla 1700 kr. í þá. Og hvað snertir fótabúnaðinn, má áætla að til kaupa á skóm þurfi 1000- 1500 kr. Sé dæmið lagt saman má var- lega áætla að til kaupa á skóla- fatnaði þurfi 7000 kr. og er þá aðeins gert ráð fyrir að keyptur sé einn alklæðnaður. Það er því ljóst að fjárútlát á barnmörgum heimilum eru allmikil á hverju hausti, og eflaust þungur baggi hjá mörgum. -GH þeir sem áhuga hafa innritað sig á hvora brautina um sig og sótt sér þá þekkingu sem krafist er af vinnumarkaðnum í bókhalds- eða skrifstofustörfum. Þannig er reynt að veita eins hagnýta menntun á þessu sviði og kostur er við núverandi aðstæður. Til að útskýra uppbyggingu náms- brautanna tveggja fylgir mynd hér að neðan. Brautirnar eru á- fangakerfi og er hægt að ljúka náminu á einum til einum og hálf- um vetri. Svo er áfangakerfið byggt þannig upp að þeir sem vilja geta fengið brautarnámið metið til verslunar- eða stúd- entsprófs í öldungadeild.“ - G.H. Helgi Baldursson: Bjóðum í vetur upp á hagnýtt starfsnám fyrir skrifstofufólk. Ljósm. KEA Við Verslunarskóla íslands hefj- ast námskeið á tveimur nýjum námsbrautum í starfsnámi í næsta mánuði. Helgi Baldursson gaf okkur upplýsingar um þessar námsbrautir „Neð tilkomu nýja verslunar- skólahússins að Ofanleiti 1 verð- ur skólinn einsetinn í fyrsta sinn í vetur. Það opnar möguleika á að bjóða upp á námskeið seinni hluta dags fyrir fólk sem vill stunda nám samhliða vinnu. Við hefjum starfsemi tveggja nýrra námsbrauta 15. september sem gera fólki kleift að stunda sérhæft nám á sviði viðskiptalífsins. Geta LIKAMSRÆKT þú finnur örugglega flokk við þitt hæfi hjá okkur! Haustnámskeið hefjast 1. sept. KERFI LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum FRA MHA LDSFL OKKA R Þyngri tímar, aöeins fyrir vanar. KERFI KERFI JT RÓLEGIR TÍMAR fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar utfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar fyrir ungar og hressar. Ný og glæsileg adstaða Suðurver 83730 INNRITUN HAFIN Hraunberg 79988 Ath. vetrar- námskeið hefst 29. september Lokaðir og framhaldsflokkar. Staðfestið pantanir fyrir veturinn. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.