Þjóðviljinn - 29.08.1986, Blaðsíða 24
Egilsstaðir
Stuömenn
styðja UÍA
Ekkert varð af Atlavíkurhátíð í
suinar svo UÍA missti dávænan
spón úr aski sínum að þessu sinni,
en þó er ekki öll von úti með fjár-
hag sambandsins, því Stuðmenn
munu halda tónleika á Egilsstöð-
um í kvöld til styrktar samband-
inu.
Stuðmannatónleikarnir verða í
íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Allur aðgangseyrir mun renna í
fjárhirslur UÍA því Stuðmenn
gefa alla sína vinnu og íþróttahús-
ið hefur fengist endurgjaldslaust
undir skemmtunina.
Stuðmennirnir koma víðar við
á ferð sinni um Austurland. Ann-
að kvöld leika þeir í Neskaupstað
og á laugardagskvöldið njóta þeir
gestrisni Hornfirðinga. - gg.
Fasteignamarkaðurinn
Vemlegar hækkanir
íbúðaverð hefur hœkkað um 20% fráþví í vor. Jónas Þorvaldsson
fasteignasali: Lítið framboð afíbúðum og hœkkun lána aðalorsökin.
Fasteignasalar ráða þar ekkiferðinni
Velkomnir í slaginn! Nýja útvarpsstöðin, Bylgjan, hót útsendingar í gær- sem með þeim Ijúfmannlega hætti býður Einar Sigurðsson Bylgjustjóra og
morgun, - og var auðvitað fylgt úr hlaði með heillaóskum og ýmsu tannfé. áhöfn hans velkomin í samkeppnisslaginn. (Mynd: E.ÓI.).
Meðal sendinga var stóreflis blómvöndur og svolítill heillakarl, - frá Rás tvö,
Verulegar hækkanir eru nú að
eiga sér stað á fasteignamark-
aðnum og hefur verð farið
stöðugt hækkandi frá því í vor.
Verð á stærri íbúðum 4ra og 5
herbergja íbúðum hefur hækkað
um 20% frá því í vor og verðið
heldur enn áfram að hækka. Því
er haldið fram að fasteignasalar
ráði hér ferðinni og séu þeir að
spila inná þær hækkanir á hús-
næðislánum, sem koma til fram-
kvæmda 1. september.
„Því fer víðs fjarri að fast-
eignasalar ráði ferðinni í verðlagi
á fasteignamarkaðnum. f>ar
ræður lögmálið um framboð og
eftirspurn nær eingöngu. Hitt er
alveg rétt að auknir lánamögu-
Ieikar ýta undir verðhækkanir. Ef
fasteignasalar réðu ferðinni í
verðlagningu fasteigna, þá hefði
íbúðaverð ekki staðið í stað sl. 2
ár eins og það hefur gert og allir
vita sem nálægt þessum málum
hafa komið“, sagði Jónas Þor-
valdsson fasteignasali í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Jónas sagði að mikil eftirspurn
væri nú eftir íbúðum, en framboð
lítið. Ef til vill væru íbúðaeigend-
ur að bíða með sölu, þar til nýja
lánakerfið tæki gildi og minna
framboð leiddi til hækkað verðs.
Aftur á móti sagðist hann
sannfærður um að verð myndi
lækka aftur ef mikið framboð
yrði á markaðnum í haust. Ef það
yrði meira en eftirspurn, þá væri
það alveg öruggt.
Hjá Fasteignamati ríkisins hef-
ur verið komið upp einskonar
vísitölu fasteignaverðs. í október
sl. haust var hún 92 en í apríl sl.
var hún komin niður í 84, en var
87 í maí og júní og talið að hún
verði 90 fyrir júlímánuð en engir
sölusamningar eru komnir inn
fyrir ágúst. S.dór.
Akranes
Síminn
í skralli
Bæjarráð Akraness hefur
skorað á Póst- og símamálastofn-
un að bæta án tafar símasamband
íbúa á Vesturlandi við Reykjavík-
ursvæðið. í áiyktun ráðsins segir
að ástand símamála sé alls óvið-
unandi.
Ástand símamála á Akranesi
og í nágrannabyggðum hefur um
nokkurt skeið verið mjög slæmt
og oft erfitt að ná sambandi til að
mynda til Reykjavíkur. Á anna-
tímum er nær' ógjörningur að ná
sambandi út fyrir bæinn. - gg.
Selfoss
Skólaböm í
Allaballahúsið
Selfossbœr kemur upp skóladagheimili og
ráðgerir byggingu nýs dagheimilis.
FélagsheimiliAB lagt undir börnin
Eitt af kosningaloforðum okkar
fyrir kosningarnar í vor var
að koma upp skóladagheimili og
okkur fannst félagsheimilinu al-
veg fórnandi til þess að geta efnt
það loforð, sagði Þorvarður
Hjaltason bæjarfulltrúi AB á Sel-
fossi í samtali við blaðið í gær.
Selfossbær hefur ákveðið að
koma upp skóladagheimili á
staðnum og var ekki í annað hús
að venda en félagsheimili Al-
þýðubandalagsins, sem félagið
lét fúslega af hendi undir starf-
semina.
„Það hefur lengi verið brýn
þörf fyrir skóladagheimilið og
þessi ráðstöfun er aðeins hugsuð
til bráðabirgða. Þarna munu
rúmast 15 börn, en við ráðgerum
að byggja nýtt dagheimili sem
fyrst og þar mun verða rekið
skóladagheimili fyrir 20 börn.
Alls verða 60 pláss í nýja heimil-
inu“, sagði Þorvarður.
Og þá munu allaballar væntan-
lega komast í húsið sitt aftur.
Skóladagheimili eru nú sem óð-
ast að ryðja sér til rúms og víða er
þörfin fyrir slíka starfsemi orðin
mjög knýjandi.
-gg-
Trjárœktarnefnd
Mótmælin réttmæt
Helga Jónsdóttir: Fjárbeiðni neitað. Starf nefndarinnar illa skilgreint
Eins og fram kom í Þjóðviljan-
um í gær hefur Hjörleifur
Guttormsson sagt sig úr trjárækt-
arnefnd sein forsætisráðherra
skipaði á 40 ára afmæli lýðveldis-
ins. Jafnframt mótmælir hann
þcim vinnubrögðum að engu fé
hefur vcrið veitt til nefndarinnar
og ekki haldinn þar fundur síðan í
apríl í fyrra.
Haft var samband við formann
nefndarinnar, Helgu Jónsdóttur
og hún spurð hvort mótmæli
Hjörleifs væru réttmæt. „Já,
nefndin hefur enga fjárveitingu
fengið og eru nokkrar skýringar á
því. Hlutverk hennar er að vinna
að samhæfingu trjáræktarmála í
landinu og vekja fólk til umhugs-
unar um gildi trjáræktar. Miðað
var við að starf hennar yrði kostn-
aðarlítið, en það kom á daginn að
það krafðist fjárútláta, m.a.
vegna auglýsinga- og áróðurs-
herferðar sem átti að setja í gang.
Þá var sótt um fjárveitingu til
fjárveitinganefndar, en hún ekki
tekin til greina á þeim forsendum
að margar beiðnir hefðu komið
um fjárveitingar til trjáræktar og
því verið ákveðið að veita þeim í
einn farveg.
- Er nefndin þá dauð?
„Nei, ekki lít ég svo á. f sumar
hefur verið mikil vakning í trjá-
ræktarmálum og æskilegt væri að
geta fylgt henni eftir. 1 skipun-
arbréfi nefndarinnar er starf
hennar ekki tímabundið og hef ég
fullan hug á að setja kraft í starf-
semi hennar. Hins vegar er það
ekkert launungarmál að starf
nefndarinnar var í upphafi mjög
ómótað og henni ætlað mjög vítt
hlutverk. M.a. þess vegna hefur
starf hennar farið hægt af stað“,
sagði Helga Jónsdóttir, aðstoðar-
maður forsætisráðherra. _ G.H.
Hlaupið
Skaðlaust gas
Drepur smáfugla en skaðlaust mönnum
„Það kemur alltaf vcruleg jökla-
fýla með Skeiðarárhlaupum en
þetta gas er hættulaust
mönnum“, sagði Guðmundur
Sigvaldason hjá Norrænu eldf-
jallastöðnni þcgar hann var
spurður að því hvort hætta væri á
ferðum vegna eiturgufa frá
Skeiðarárhlaupi sem nú er spáð.
„Þetta er gas sem kemur alltaf
með hlaupinu en veðrátta hér-
lendis er þannig að það safnast
aldrei fyrir en drepur þó oft smá-
fugla“, sagði Guðmundur. „Þetta
hefur aldrei skaðað fólk en er
óþægilegt fyrir lyktarfærin.“- vd.