Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.09.1986, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN" Finnst þér að leyfa eigi útlendingum að eiga meirihluta í íslenskum fyrirtækjum? Margrét Þrastardóttir, afgreiðslustúlka. „Nei það finnst mér ekki. Þetta er íslenskt þjóðfélag og sjálfstætt ríki og því er engin ástæða til að hleypa útlendingum inn í íslenskt atvinnulíf". Sigurbjörg Sæmunds- dóttir, starfar í þvottahúsi. „Það finnst mér ekki, a.m.k. ekki meirihluta. Mér finnst að íslend- ingar eigi aö eiga sín fyrirtæki sjálfir". Valur Arnórsson, markaðsfulltrúi. „Já, það finnst mér. Ég held það geti eflt íslenskt atvinnulíf og þarf ekki að hafa slæmar afleiðingar ef haft er eftirlit eða góð stýring". Sveinn Kristinsen, kaupmaður. „Nei ég er frekar á móti því og mér finnst að íslendingar eigi að ráða sínum fyrirtækjum. A.m.k. verður það að vera á hreinu að Islendingar geti komið útlending- um frá ef þeir ganga of langt". Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir. „Mér finnst það allt í lagi og finnst ekki veita af að fá pening inn ( landið. Ég óttast engar nei- kvæðar afleiðingar". FRÉTTIR Stofnun Silfurbergs hf Wallenberg er kominn! Ríkasta ætt Svíþjóðar undirbýr fjárfestingar á íslandi. Hyggur á yfirráð yfir líftækniiðnaðinum. Hver erþessi Wallenberg og til hvers œtluðust Ijósmœðurnar hjá Próunarfélaginu? Þróunarfélag íslands hefur stigið sín fyrstu skref í viðleitni sinni til að efla íslenskt atvinnulíf. Fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að félagið hefði beitt sér fyrir stofn- un Fjárfestingarfélagsins Silfur- bergs hf en tilgangur þess er „að stuðla að eflingu íslensks at- vinnulífs með því að leggja fram hlutafé í nýjum fyrirtækjum á ís- Iandi“. Þetta nýja fyrirtæki er að 60% í eigu ríkasta manns Svíþjóðar, Peter Wallenberg, sem leggur til 15 miljónir íslenskra króna. Til viðbótar leggur Þróunarfélagið fram 5 miljónir króna og þrír hluthafar afgang hlutafjárins eða 5 miljónir. Þeir eru Jón Magnús- son stjórnarformaður Rönning hf, Hagvirki hf og Guðmundur Á. Birgisson bóndi á Núpum í Ölfusi en hann rekur einnig garð- aþjónustu í Kópavogi. Hlutverk Þrounarfélagsins Þróunarfélag íslands var stofn- að eftir erfiðar fæðingarhríðir á grundvelli laga frá vorinu 1985. Markmið félagsins er að örva ný- sköpun í íslensku atvinnulífi og í 2. grein laganna segir m.a. að í því sambandi eigi sérstaklega að kveða til innlenda aðila. Nú bregður svo við að 1. verkefni fé- lagsins er að stofna fyrirtæki í eigu útlendinga og því er spurn- ingin hvort sú ráðstöfun er í sam- ræmi við yfirlýstan tilgang félags- ins og hvort það ráðslag stenst yfirleitt íslensk lög. Brandari ársins! Hjörleifur Guttormsson fyrrum iðnaðarráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ef hér væri ekki fúlasta alvara á bak við liti þetta frumkvæði Þróun- arfélagsins út eins og brandari. „Við vitum að iðnaðarráðherra, Albert Guðmundsson er með frumvörp á borðinu sem ætlað er að opna allar gáttir fyrir útlendu fjármagni. Hins vegarskulum við ekki gleyma því í þessu sambandi að stofnun Silfurbergs hf. er á ábyrgð Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra og spurn- ingin hvort hann er með þessu að plægja akurinn fyrir frekari fram- kvæmdir í þessa veru,“ sagði Hjörleifur ennfremur. Ætla í líftækniiðnað Orðalagið í lögum Silfurbergs hf er ákaflega loðið. Hitt er vitað að einn aðaltilgangur félagsins er að fjárfesta í vaxtarbroddi ís- lensks atvinnulífs og þegar mun ákveðið að hið nýja félag stofni fyrirtæki í líftækniiðnaði. Það fyr- irtæki mun eiga að heita Silfurgen hf. og vera staðsett á Reykjanesi. Allir þeir sem hafa kynnt sér möguleikana á sviði líftækni vita að þar er fundið fé og það er greinilegt að útsendarar Wallenberg-auðhringsins hafa kynnt sér þau mál vel. En hver er þessi Wallenberg? Ríkastir allra Fjölskyldan Wallenberg lagði grunninn að veldi sínu á kreppu- árunum. Upphafið má rekja allt aftur til þess að André O. Wall- enberg stofnaði Stokkhólms En- skilda bankann árið 1856. Bank- inn óx og dafnaði og varð fljót- lega sterkasta bankastofnun í allri N-Evrópu. Sonur hans, Markús Wallenberg lagði grunninn að veldi Wallenbergættarinnar, en Gunn- laugur Sigmundsson er stjórnarformaður nýjasta Wallenberg-fyrirtækisins á fslandi. Knut tók við stjórnartaumunum og fór auk þess út í pólitík og varð m.a. utanríkisráðherra Svíþjóðar 1914-17. Hálfbróðir Knuts varð síðar höfuð ættarinnar og eftirlét tveimur sonum sínum stjórnina á kreppuárunum, þeim Jakobi og Markúsi. Og það var undir stjórn þeirra bræðra sem hjólin fóru að snúast. Þeir hófu að fjárfesta í fyrirtækjum sem stóðu illa og nutu þess í algleymi kreppunnar að hafa bankafjármagn á bak við sig til að kaupa hlutabréf. Varð Wallenberg-ættin ríkasta fjöl- skylda Svíþjóðar og var sagt um hana að það sem sænska ríkið ætti ekki væri eign Wallenberganna!. Fjárfest erlendis Þeir bræður Jakob og Markús stóðu með pálmann í höndunum þegar hjól atvinnulífsins fóru að snúast í Svíþjóð eftir kreppu. Með náinni samvinnu við stjórn- endur sænska jafnaðarmanna- flokksins, sem þeir studdu til valda árið 1932, eignuðust þeir brátt það í sænsku efnahagslífi sem ríkið hafði ekki umráð yfir. Brátt kom að því að litla Svíþjóð dugði ekki til fjárfestinga og því var heimurinn allur lagður undir. Auk þess að eiga stærsta banka Svíþjóðar, sem nú heitir raunar Skandinaviska Enskilda banken og fjárfestir sem slíkur víða um heim eiga þeir Wallenbergar meirihluta eða verulegan hluta í fyrirtækjum eins og Atlas Copco, en það á dótturfyrirtæki m.a. í Bandaríkjunum, Zaire, Zimba- bwe og Bretlandi, ASEA, LM Ericson símafyrirtækinu, Elect- rolux, SAS flugfélaginu, Dagens Nyheter stærsta blaði Svíþjóðar og raunar einnig Expressen, SKF stálfyrirtækinu, SAAB og Scania Vabis, Broströms skipasmíða- stöðinni og ESAB stórfyrirtæk- inu svo fáein séu nefnd. Og nú hefur Silfurberg hf. hér uppi á Fróni bæst í hópinn. Tengslin víða Peter Wallenberg, sá sem á 60% hlutafjár í Silfurbergi hf er sonur fyrrnefnds Markúsar, fæddur árið 1929. Curt Nicolin, fýrrum formaður sænska vinnu- veitendasambandsins og núna háttsettur innan OECD en jafn- framt forstjóri nokkurra Wallen- bergfyrirtækja, er einn stjórnar- manna Silfurbergs. Hann er jafn- framt einn eigenda laxeldisfyrirt- ækisins Silfurlax í Ölfusi. Það fyr- irtæki er að Núpum þar í sveit og bóndinn þar heitir einmitt Guð- mundur A. Birgisson, sá sami og er í stjórn Silfurbergs hf. Loks má geta þess að fyrirtækið Rönning hf hefur m.a. umboð fyrir ASEA hér á landi, eitt öflugasta fyrir- tæki Wallenberganna, en stjórn- arformaður Rönning er jafn- framt stjórnarmaður í Silfur- bergi! Gamalkunn aðferð Stofnun Silfurbergs hf er fyrsta skref erlendra auðfyrirtækja til að grafa um sig í íslensku efna- hagslífi. Og þessa aðferð kunna Wallenbergar betur en aðrir. Hún byggist einfaldlega á því að stofnað er fjárfestingarfyrirtæki sem þeir eiga góðan meirihluta í og það fyrirtæki stofnar annað sem ætlað er að skila góðum arði. Með tökum sínum á fjárfesting- arfyrirtækinu tryggja þeir Wall- enbergar sér yfirráð yfir því síðar- nefnda án þess að eiga þar meiri- hluta hlutafjárins. Því þarf Wall- enberg ekki að eiga nema 36% í líftæknifyrirtækinu Silfurgen til að hafa þar full og óskoruð yfir- ráð. Til kasta alþingis Hjörleifur Guttormsson lagði á það áherslu í gær að komandi alþingi yrði að taka á þessu máli og að setja þyrfti löggjöf sem tæki af öll tvímæli um hlutdeild út- lendinga í atvinnulífi hér á landi. Þingmenn yrðu að svara því hvort þeir ætluðu að láta efnahagsleg forræði yfir íslenskum auðlindum sigla sinn sjó. Skoðanakannanir bentu ótvírætt til þess að enginn meirihluti væri fyrir slíku meðal landsmanna. Við skulum láta Hjörleif Guttormsson hafa síð- asta orðið í þessari fréttaskýringu Þjóðviljans: „Að öðru leyti hljótum við að óska Steingrími Hermannssyni til hamingju með þennan frumburð Þróunarfélags- ins, sem reyndist vera lítill Wall- enberg. Þessi krói hreyfir vænt- anlega við löggjafanum en með öðrum hætti en ljósmæðurnar hjá Þróunarfélaginu, þeir Ólafur Da- víðsson og Gunnlaugur Sig- mundsson, ætluðust til.“ Sálfrœðingar Sér- kennsla verði aukin Skólasálfræðingar telja að nauðsyn beri til að endurskipu- leggja sérkennslumál í grunn- skólum landsins og að mennta- málaráðuneytið meti þörfina fyrir sérkennslu allt of lágt. Skólasálfræðingar héldu ráð- stefnu fyrir skömmu og þar var bent á að ágreiningsefni fræðslu- stjórans á Norðurlandi eystra endurspegli almennt þann vanda fræðsluskrifstofanna að ráðu- neytið taki ekki mark á mati skrifstofanna fyrir sérkennslu. Telja skólasálfræðingar brýna nauðsyn bera til að menntamála- ráðuneytið leysi úr þessu hið bráðasta þannig að börn sem þarfnist sérkennsiu að dómi sérf- ræðinga fái hana. “v- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.